Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNI1979 5 Dauðastríð hvalsins var sök skipstjórans —segir í tilkynningu áhafnar Rainbow W arrior „SKIPSTJÓRINN á Hval 8, Þórð- Alheimsforseti Kiwan is heimsækir ísland ur Eyþórsson hefur kennt okkur um hið langa dauðastríð hvals vegna þess að hann varð að skjóta þremur skotum í hann. Við virðum að hann skuli ekki hafa sett sprengihaus á skutlana til að tryggja öryggi okkar. En herra Eyþórsson hefði ekki átt að skjóta hvalinn þar sem hann vissi mætavel að skutull með engum sprengjuhaus olli meiri kvölum hvalsins en ella. Þórður Eyþórs- son ber því alla ábyrgð á kvala- fullu dauðastrfði hvalsins," segir í yfirlýsingu sem áhöfnin á Rain- bow Warrior gaf út í gær. „Það olli okkur miklum von- brigðum að við skulum hafa lesið um það í fjölmiðlum, að Þórður Eyþórsson skuli hafa beðið um leyfi yfirmanna sinna til að eyði- leggja gúmbáta okkar. Slíkt hefði áreiðanlega valdið alvarlegu slysi á bátsverjum. Við höfum aldrei stefnt áhöfn hans í voða og við virðum þá sem góða sjómenn. Við erum friðsamir sjálfboðaliðar og höfum lagt sérstaka áherzlu á, að engir slasist. Við virðum áralanga baráttu íslendinga fyrir verndun fiskstofnanna en skiljum ekki af hverju hið sama gildir ekki um hvalina," sagði einnig meðal ann- ars í tilkynningu áhafnarinnar. Hilmar L. „Bill“ Solberg. FORSETI alheimshreyfingar Kiwanis. Ililmar L. „Bill“ Solberg kemur til Islands n.k. fimmtudag f stutta heimsókn. Hann var kjörinn forseti á 63. þingi hreyfingarinnar í fyrra og er nú á ferðalögum milli landa þar sem hann hittir Kiwanismenn að máli. Ililm- ar er frá Appelton í Wiscons- infylki f Bandaríkjunum og er af norskum ættum. Á fimmtudagskvöld mun hann verða gestur á fundi Kiwanis- manna á höfuðborgarsvæðinu, en á föstudagsmorgun mun hann hitta forseta íslands Dr. Kristján Eldjárn að máli. Héðan fer Hilmar Solberg síðdegis á föstudag. Alþjóðahreyfing Kiwanis telur nú tæplega 300 þúsund félaga í 7000 klúbbum um allan heim. Hérlendis eru nú starfandi 36 klúbbar með 1200 félögum. ísland er sjálfstætt umdæmi og hefur langhæsta hlutfallstölu félaga í heimin- um, sé tekið mið af fólksfjölda. 19. júníkomið út: Fjallarum fjölskylduna frá ýmsum sjónarhomum ÁRSRIT Kvenréttindafélags ís- lands. 19. JÚNÍ, er komið út. Að þessu sinni tekur efni blaðsins mið af Alþjóðaári barnsins og er fjallað um fjölskylduna frá ýms- um sjónarhornum. í blaðinu er viðtal við baráttu- glaða ömmu og börn sem segja frá afstöðu sinni til þeirrar fjöl- skyldu, sem þau eru fædd inn í. Foreldrar svara spurningunni: Hvernig viltu ala barnið þitt upp? Þessi mynd prýðir forsíðu 19. JÚNÍ að þessu sinni. Er hún af fjölskyldu í Breiðholtinu sem stendur í húsbyggingu og brauð- striti, eins og svo margar aðrar. í blaðinu er þessi fjölskylda sótt heim og rætt við meðlimi hennar um lífsins gagn og nauðsynjar. Tvær konur greina frá reynslu sinni af hjónaskilnaði, ungur maður segir frá lífi í kommúnu og þrítug hjón, sem eiga 3 börn og nýbyggt hús í Breiðholti, eru sótt heim. Birtar eru glefsur úr met- sölubókinni „My Mother/ Myself“, fjallað um leikritið Stundarfrið,. nýútkomnar bækur og rætt við konu sem leggur stund á myndlist. 19. JÚNÍ er myndum prýtt. Öll fagvinna er unnin í prentsm iðj- unni Odda. Erna Ragnarsdóttir er ritstjóri blaðsins fjórða árið í röð. Blaðið er til sölu í bókaverzlun- um, blaðsölustöðum og á götum höfuðborgarinnar, auk þess sem því hefur verið dreift til söluaðila út um land. AUGLVSINGASIMINN ER: 22480 ^ JR«r0unblaí>ib Ævintýraferðir til næstu nágranna Grænland Ferö til Græniands-þóttstuitsé er engu lík. í Grænlandi erstórkostleg náttúrufegurö og sérkennilegt mannlíf, þareraö finna hvort tveggja í senn nútíma þjódfélag eins og viö þekkjum þaö - og samfélag löngu liöins tíma. Stórskemmtilegar feröir sérstaklega fyrir fjölskyldur -starfshópa og félagasamtök. Færeyjar Þaö sem gerir Færeyjaferö aö ævintýri erhin mikla náttúrufegurö, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoöunarferöum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hiö vingjarnlega viömót fólksins. Ef þú ert einhvers staöar velkominn erlendis - þá er þaö í Færeyjum. Spyrjið sölufók okkar, umboösmenn eða ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.