Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.06.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 29 Hreinn Loftsson: Hugmyndaleg vakning frjáls- hyggjumanna Þegar frjálshyggjumenn ræða um að draga þurfi úr ofvexti ríkisbáknsins og koma í veg fyrir bruðl hins opinbera með almanna- fé, þá rjúka sósíalistar upp til handa og fóta og segja að frjáls- hyggjumenn séu á móti sjúkra- húsum og að þeir vilji setja þá sem minna mega sín út á gaddinn. Þeir seem aðhyllast frjálshyggju séu blindir gróðahyggjumenn er um- fram allt vilji sjá sínum eigin hag borgið, á kostnað hins stritandi fjölda. Því er ekki að leyna, að sósía- listum hefur heppnast að villa allt of mörgum sýn með þessum áróðri. Frjálshyggjumönnum hefur ekki nægjanlega tekist að gera fólki það ljóst að þeir keppa ekki að því að afnema allt ríkisvald né veikja það á þeim sviðum þar sem þess er þörf. Ríkisvaldið á hins vegar að mati frjálshyggjumanna að einskorðast við ákveðna málaflokka, s.s. lög- gæslu, heilbrigðis- og menntamál, samgöngumál og málefni þeirra sem minna mega sín. Þessum málaflokkum á ríkið jafnframt að sinna betur en nú er gert með aukinni hagkvæmni og skipulagi. Ríkið á aftur á móti ekki að stunda samkeppni við fyrirtæki í eigu einstaklinga og samtaka þeirra í þjónustu- og framleiðslu- greinum. Þeir vilja leyfa sköpunargáfu einstaklinganna að njóta sín með því að leyfa þeim að vera í friði og telja að það sé fleira í þjóðfélaginu sem sameinar menn en sundrar og hafna því kenning- um stéttabaráttu og upplausnar. Frelsið er forsenda lífs- hamingjunnar Frjálshyggjumenn vilja draga úr öllum mismun á möguleikum einstaklinganna til að fá að njóta sín. Þeir telja að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum og vilja ekki að réttur manna sé misjafn eftir því hvert kynferði þeirra er, aldur eða efnahagur. Menn sem aðhyll- ast frjálshyggju skortir viljann til þess að ákveða með eigin rök- semdum hvað öðrum sé fyrir bestu, en það er eitt aðaleinkenni ríkisrekstrarsinna. Þess vegna telja þeir mönnum frjálst að velja sér lífsstarf hvort heldur sem það er fólgið í listsköpun eða athafna- lífi, trúir þeirri sannfæringu sinni að frelsið sé forsenda lífs- hamingju hvers og eins. Frjál^hyggjumenn telja samt að ríkið hafi mjög mikilvægu hlut- verki að gegna, með því að setja leikreglurnar sem einstaklingarn- ir eiga að fara eftir og sjá til þess að þær séu ekki brotnar. Ríkis- valdið á að tryggja það innra og ytra öryggi sem nauðsynlegt er efnahagsstarfseminni í landinu; smíða umgjörð utan um athafnir einstaklinganna. Best fer á því, eins og áður er sagt, að ein- staklingarnir njóti sem mests frelsis í samfélagiunu, en það frelsi takmarkast af sama frelsi annarra einstaklinga. Einu þarfirnar sem þjóðfélagið getur miðað við eru þarfir hvers og eins þegns þess, heildin sem slík hefur engar sér þarfir. Þjóðfélagshug- mynd frjálshyggjumanna mætti lýsa sem frelsi með skipulagi en ekki taumlaus eigingirni eða heildarhyggja. Ureinn Loftsson Sósíalistar mis- túlka hugmyndir og hugtök frjáls- hyggjumanna Á sama hátt og sósíalistar hafa reynt að lýsa þjóðfélagi frjáls- hyggjumanna þannig að þar sé hver höndin upp á móti annarri í hömlulausri græðgi og gróðafíkn, mistúlka þeir ýmis hugtök sem frjálshyggjumenn nota. Hugtakið frjáls samkeppni er gott dæmi þar um. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á þetta í grein sinni Milli fátæktar og bjargálna árið 1929. En þar segir Jón áeinum stað: „Andstæðingar frjálsrar sam- keppni lýsa henni oft eins og hún væri áflog, þar sem hver keppand- inn reyni að hindra hina frá því að ná settu marki eða tilætluðum árangri. Eftir þeirri hugsun ætti samkeppni íþróttamanna að vera fólgin í hrindingum og hrekkja- brögðum, samkeppni nemenda í skólum að fara fram með því, að hver reyndi að glepja fyrir öðrum og trufla og tefja nám hinna. Nú vita allir, að ef eitthvað slíkt kemur fyrir í íþróttakappleik eða skóla, þá er það engin samkeppni, heldur þvert á móti — brot á skráðum og óskráðum lögum sam- keppninnar á þeim sviðum". „(Sjálfstæðisstefnan, Heimdallur 1979 bls. 14-15)“. Annað slíkt hugtak er hagnaður og gróði. Það hugtak hefur með einhverjum óskiljanlegum hætti orðið neikvætt í hugum fjölda fólks, sennilega vegna áhrifa frá sósíalistum. Slíku fólki sést yfir það, að til þess fullnægja hagnaðarhvöt sinni verður at- hafnamaðurinn að inna af hendi starf sem er þýðingarmikið frá sjónarmiði annarra. Agóði hans er undir því kominn hversu vel hon- um tekst að fullnægja þessum þörfum. Allir sjá að svo lengi sem athafnamaðurinn heldur sig innan ramma laga og alls velsæmis er hann í raun að fullnægja þjóð- hagslegri nauðsyn um leið og hann hagnast væntanlega sjálfur. Hagnaðarhvötin hefur verið virkj- uð í þágu samfélagsins. En það er einmitt einn jákvæðasti þáttur frjálshyggjunnar. Með frjálshyggj- unni markar Sjálf- stæðisflokkurinn sér breiðari grundvöll Er Sjálfstæðisflokkurinn kynnti nýja stefnumörkun sína í efna- hagsmálum í vetur var ljóst að flokkurinn tók skýrari afstöðu í frjálsræðisátt og markaði sér þannig breiðari grundvöll en áður. I greinargerð með efnahagsstefnu flokksins. Endurreisn í anda frjálshyggju segir Jónas H. Haralz að megin- skilyrði þess að unnt reynist að örva hagvöxt, auka velmegun og halda verðbólgu í skefjum sé fólgið í auknu frjálsræði og virkari markaðsbúskap. Annar meginþáttur í sjónarmiðum Sjálf- stæðisflokksins er nauðsyn al- mennrar og samræmdrar stjórnar efnahagsmála. „Til þess að frjáls atvinnustarfsemi og frjálst neyzluval geti notið sín, til þess að markaðsviðskipti geti átt sér stað með eðlilegu móti þurfa ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi“, segir Jónas. „Það er að miklu leyti hlutverk ríkisvaldsins og stofnana þess að sjá fyrir þessum ytri skilyrðum, að stuðla að því að framleiðsla og neyzla, söfnun fjár- magns og ráðstöfun þess, geti farið fram við sem eðlilegastar markaðsaðstæður". Af tilvitnuð- um setningum er það ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að markaðurinn fái notið sín, en það er í samræmi við eina meginhug- nynd frjálshyggjunnar. Markaðs- kerfi hinnar frjálsu samkeppni hefur fjögur sérkenni sem eru: a) einstaklingar og samtök þeirra eigi framleiðslutækin, b) gagn- kvæmur hagur þeirra til að eiga viðskipti hver við annan, c) fram- boð og eftirspurn ræður verðinu fyrir vörur og þjónustu, almennar leikreglur verða að gilda sem fara verður eftir, svo sem að samninga skuli halda o.s.frv. Þá má ekki heldur gleyma hlutverki ákveðins gjaldmiðils. Markaðurinn er ein forsenda frelsisins Rökstuðningurinn fyrir hiiini miklu áherslu á markaðinn, sem frjálshyggjan einkennist af, er í stuttu máli sú að á markaðnum fer í raun og veru fram atkvæða- greiðsla um það hvaða vöru og þjónustu fólk vill kaupa á því verði sem markaðurinn býður. Markaðurinn felur í sér sjálfvirka lausn þess vanda sem ráðamenn miðstýrðs áætlunarbúskapar hafa ekki getað leyst því hvað beri að framleiða, hvernig og á hvaða verði. I frjálsu markaðshagkerfi er óhugsandi að upp komi sú staða að einungis séu til skór af stærð númer 38, eða að eina nagla- tegundin á markaðnum sé þak- ÚT er komin Árbók Nemenda- sambands Samvinnuskólans, fimmta bindi. í þessu bindi eru nöfn, æviatriði og myndir af nemendum Samvinnuskólans, sem útskrifuðust árin 1924,1934, 1944, 1954, 1964 og 1974. Er hef um að ræða 200 nemendur. Jafnframt eru í bókinni valdir kaflar úr fundargerðabókum skólafelagsins á hverjum tíma, grein eftir Snorra Þorsteinsson, saumur. Slíkt er hins vegar ekki óalgengt í hinum miðstýrðu hag- kerfum austan járntjaldsins, þar sem misvitrir embættismenn stjórna framleiðslunni. Það er einkum af þessum ástæðum sem sjálfstæðismenn leggja áherslu á, að skattheimta ríkisins, sem nauðsynleg er til að standa undir óumflýjanlegri starfsemi þess, sé hófleg. „Það skiptir meginmáli," segir Jónas H. Haralz í tilvitnaðri grein, „að ríkið hagi skattlagningu þannig, að hún trufli sem minnst skilyrði frjáls neysluvals." Hvers vegna þegir Þröstur Miklar umræður hafa undan- farið verið um stefnu Sjálfstæðis- flokksins og þá hugmyndalegu vakningu sem nú á sér stað meðal frjálshyggjumanna. Á undanförn- um tólf mánuðum hafa þrjár bækur komið út tileinkaðar frjáls- hyggjunni. Ólafur Björnsson prófessor reið á vaðið með bókinni Frjálshyggja og alræðishyggja: Heimdallur gaf út bókina Sjálfstæðisstefnuna. Ræður og Landssamtökin Líf og land halda fund á Akureyri laugardag- inn 23. júní næstkomandi. Fjallað verður um varðveislu og viðhald gamalla húsa á Akureyri. Fundur- inn verður haldinn í Menntaskól- anum á Akureyri í kjallara Möðruvalla og hefst ■ kl. 16.00. Tryggvi Gíslason, formaður skipu- lagsnefndar Akureyrar, flytur er- indi um stöðu gamalla húsa í skipulagi bæjarins. Gísli Jónsson, fyrrverandi yfirkennara við Sam- vinnuskólann, um fyrstu árin í Bifröst og loks ritar Halldór Kristjánsson um Guðlaug Rós- inkrans fyrrverandi yfirkennara skólans, en hann lést árið 1977. Með útkomu þessarar bókar er verkið hálfnað, en áætlað var að í tíu bókum væri gerð grein fyrir öllum nemendum Samvinnuskól- ans fratl918 til 1979, en þeir eru ritgerðir 1929—1979, en í henni eru tíu greinar eftir jafnmarga áhrifamenn úr röðum sjálfstæðis- manna og tileinkuð Sjálfstæðis- flokknum fimmtugum. Þá er nýkomin út bókin Uppreisn frjáls- hyggjunnar, útgefin af Kjartani Gunnarssyni, og eru í henni greinar eftir fimmtán unga sjálf- stæðismenn. í þeirri bók eru tekin fyrir þau mál sem efst eru á baugi um þessar mundir og greint frá hugmyndum frjálshyggjufólks um hvernig við þau skuli glíma. Umræðurnar um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins hófust annars með grein Þrastar Ólafs- sonar í Morgunblaðinu 8. apríl Hugleiðingum vegna greinar Jónasar H. Ilaralz. Þeirri grein var síðan svarað lið fyrir lið af þeim Hannesi H. Gissurarsyni og Jónasi H. Haralz. Það hefur vakið athygli að greinum þeirra hefur ekki verið mótmælt með rökum af Þresti né neinum skoðanabróður hans allt fram á þennan dag og gæti bent til rökþrots sósíalista í umræðunni um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og frjáls- hyggjuna, eða hvers vegna þegir Þröstur? formaður húsfriðunarsjóðs Akur- eyrar, flytur erindi um hlutverk húsfriðunarsjóðs. Sverrir Hermannsson, húsasmíðameist- ari, svarar fyrirspurnum um við- hald og endurnýjun gamalla húsa. Sverrir vinnur að endurbyggingu elsta húss Akureyrar, Laxdals- húss, auk þess sem hann vinnur að endurbótum á Grundarkirkju og Tuliniusarhúsi. Fundurinn er op- inn öllum. nokkuð á þriðja þúsund talsins. Bókin er afgreidd til áskrifenda og félagsmanna Nemendasam- bands Samvinnuskólans gegn greiðslu gíróseðils sem buíð er að senda út, og einnig fæst bókin að Hamragörðum, Havallagötu 24 í Reykjavík, og þar geta menn einnig gerst áskrifendur. Ritstjóri Árbókar Nemendasambands Sam- vinnuskólans er Guðmundur R. Jóhannsson. (Fréttatilkynning). Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans komin út Líf ogland: Fundur um varðveislu og við- hald gamalla húsa á Akurey ri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.