Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979
33
Björn Einar
r
Arnason;
Kveikjan að þessum skrifum er
sú, að ég fór á bíó um daginn og
sá jarðskjálftamyndina með „óg-
urlegu hljóðunum,,. Mér fannst
hún bæði stórkostleg og hörmu-
lega léleg, og það sat einhver
fyrir aftan mig sem þurfti að
hósta svo mikið að mér varð kalt
á hnakkanum. Að bíóferðinni
endaðri leiddi ég hugann að
ýmsu.
Yfirvofandi jarðskjálftar
Að vonum hafa Vestur-Amerík-
anar miklar áhyggjur af hugsan-
legum jarðhræringum við San
Andreas-sprunguna, en við hana
eru þéttbýl svæði, þar á meðal
stórborgirnar Los Angeles og San
Fransiskó. Og ekki róast þeir á því
að gera sér grein fyrir, að vitað er
með vissu að jarðskjálfti er yfir-
vofandi, og það bráðlega, og að
hann verður bæði mikill og
skeinusamur. Ekki sjá þeir því á
eftir nokkrum aurum til rann-
sókna sem miða að því að læra að
þekkja eðli sprungunnar og fylgj-
ast með henni, og í beinu fram-
haldi af því aö freista þess að fá
séð fyrir hugsanlegar afdrifaríkar
breytingar sem á sprungusvæðinu
kynnu að verða.
Hafa þeir þar mikið forskot á
skynsemina miðað við Islendinga,
því naumast er að tala um að við
séum, éins forsjálir og þeir þó við
getum líka orðið fyrir skakkaföll-
um af völdum jarðarinnar, eins og
sumum mun kunnugt.
I þessu sambandi nægir að
benda á, að við lyftum ekki litla
fingri þó að við vitum með vissu
að Suðurlandsskjálfti (Búrfells-
bani) er yfirvofandi og að hann
verður rammur, því mikil spenna
hefur hlaðist upp síðan 1896 er
hann kom síðast.
Æðruleysi okkar á ef til vill
rætur að rekja til þess misskiln-
ings, að við séum enn algerlega
varnarlaus gegn náttúruhamför-
um, eða til rammíslensks kot-
ungsháttar, eða illgirni i garð
Selfyssinga og þeirra á Hellu, eða
þá til þess, að með jafn djúpum
buxnavösum og ríkum ellilífeyr-
isþegum (breiðu bökin) og við
höfum, getum við boðið öllum
hörmungum byrginn. Nú eða þá til
þess, að á íslandi eru allir hlutir
hafðir með nokkru öðru sniði en
þykir gott og gilt annars staðar.
Jarðskjálftaspár
Þó hafa framfarir í þeirri tækni
að sjá fyrir jarðskjálfta aukist
mikið á allra síðustu árum. Það er
til dæmis ábyggilega bæði ódýrt
og viturlegt að láta smíða litlar,
einfaldar og sjálfvirkar mæli-
stöðvar til að fylgjast með hlut-
fallinu milli hraða utanaðkomandi
P og S jarðskjálftabylgna þvert
yfir sprungusvæði, en verði mikil
og snögg breyting á þessu hlutfalli
eru allar líkur á að stutt sé í
skjálfta. Bændum má ráðleggja að
herma eftir Kínverjum og fylgjast
með hegðan dýra sinna. Dýr eru
skynugri en menn og hlaupi í þau
einhver óróleiki, getur það vitað á
tíðindi.
Og þá er að segja frá því, að
kannski muni það einhvern tím-
ann í framtíðinni þykja gáfulegra
að góna upp í loftið en niður á
jörðina undir fótum sér, sé maður
að velta því fyrir sér hvort það
komi jarðskjálfti.
Tveir sprenglærðir doktorar í
stjarneðlisfræði, J. Gribbin og S.
Plageman heita þeir, sendu frá sér
þunna og langdregna bók fyrir
fjórum árum, þar sem þeir keppt-
ust við að færa athyglisverð og
áleitin rök að því, að sérstök
innbyrðis afstaða reikistjarnanna
níu sem upp kemur á árunum
kringum 1982, kynni að auka
jarðskjálftatíðnina á jörðinni svo
um munar. Og auðvitað spáðu þeir
því með pomp og pragt og miklum
hávaða að upp úr því myndi
ógæfan dynja yfir íbúa Los Angel-
es og San Fransiskó (því annars
mundu fáir nenna að kaupa bók-
ina. Og svo fengu þeir einn
frægasta vísindaskaldsagnahöf-
undinn, ísak Asimov, til að skrifa
f ormála ...) . Þessi sérstaka
innbyrðis afstaða plánetanna er
að þær raða sér upp á línu í eina
átt frá sól.
Kukl?
Einhverjum kann að þykja
þetta sverja sig í ætt við stjörnu-
speki eða kukl, og sjálfur hristi ég
hausinn þegar ég fékk fyrst pata
af þessu, því ég vissi að miðað við
sól og tungl væri aðdráttur reiki-
loft. Veikasti hlekkurinn í þeirri
röksemdafærslu er svo sá, að
truflun á vaggi jarðar valdi
jarðskjálftum, en þar fyrir utan
skortir áreiðanlegt mat á þeim
kröftum og stærðum sem til leiks
eru kallaðar.
Vagg jarðar) Vagg jarðarmönd-
uls er eðlileg afleiðing af því að
jörðin er kýldari um miðbaug en
til pólanna, sól og þó einkum tungl
ná þannig mismunandi taki á
henni með mismunandi afstöðu til
hennar.
Nú er það þekkt, að stærstu
jarðskjálftar valda breytingu eða
lítilsháttar hnykk á þessu vaggi
jarðarinnar, en fáir virðast
treýsta sér til að fullyrða að
breytingar á vagginu valdi skjálft-
um. Dæmi eru þó til um að
tunglstaða hafi haft áhrif á virkni
eldfjalls (t.d. á Galapagos-eyjum,
þar sem skrýtnu dýrin eiga
heima), og einnig er vitað að
jörðin er skjálftavaldur á tunglinu
þegar fjarlægðin milli þeirra er í
minna lagi. Annars þarf engan að
sem þessi himnaglíma verður, því
fastar þarf segulsviðið að
„spyrna" við jörðinni og hættan á
að illa þokkaður hnykkur komi á
vagg hennar blasir við. Hér eru
miklir kraftar að verki, og mæl-
ingar á breytingum á snúningi
jarðar og sólblettafjölda hafa leitt
greinilegt orsakasamband í ljós.
Um þessar mundir þykja sól-
blettir venju fremur margir, og
allt eins líklegt að það sé þeim að
kenna hve vorharðindi hafa verið
hér mikil, því gauragangurinn í
þessum blettaskömmum rekur
lágþrýstisvæði yfir norðurheima.
Og það er skrifað á þeirra reikn-
ing að lofthjúpur jarðar um mið-
baug hefur þanið sig upp þangað
sem geimrannsóknastöðin Skylab
sveimar, svo hún er dæmd til að
hrapa vegna ófyrirséðs loftnún-
ings.
Þó loft sé bara loft og fólk eigi
bágt með að skilj_a að það geti
vegið eitthvað er lofthjúpur jarð-
arinnar býsna þungur og miklar
efnistilfærslur innan hans (veðr-
ið!) geta hæglega (og gera!) skýrt
ýmsar árstíðabundnar breytingar
á vaggi jarðarmönduls.
Það er hressandi að hugleiða, að
öll teikn séu nú á lofti um að fjöldi
sólbletta verði fáheyrilega mikill
Nýmóðins
„ j arðskj álftaspá’ ’
stjarnanna á jörðina ekki umtals-
verður. Þess ber svo að gæta á
móti, að það er nokkuð sjaldan,
eða einu sinni á 179 ára fresti, að
sólkerfið verður þannig í laginu
eins og útstrekkt talnaband, með
sólina á öðrum endanum. Síðast er
það gerðist, upp úr aldamótunum
1800 (sem voru miklir kuldatímar
fyrir Frón), var litlum vísindum
til að dreifa og enn minna var
rannsakað. Það má eiginlega
segja, að við getum nú í fyrsta
sinn almennilega mælt áhrif af
slíkri himintunglaskipan, vopnað-
ir nýmóðins mælitækjum bæði á
jörð og í geimnum. Þar að auki
fellur þessi uppákoma í þetta sinn
við hámark sólbletta, en þeim
fækkar og fjölgar á reglubundinn
hátt á ellefu ára fresti.
Athyglisverðar
kenningar
Hugmyndir þeirra félaga eru
vel þess virði að þær séu kynntar
I stuttu máli má segja að þær
gangi út á það, að þessi óvenjulega
uppröðun reikistjarnanna megni
að erta upp alveg sérdeilis stóra
sólbletti, sem svo aftur samfara
fylgjandi sólgosum trufli vagg
snúningsáss jarðar með átökum
við segulsvið hennar og andrúms-
undra, að lítilsháttar hnykkur
sem kemur á annars „rólegt“ vagg
snúningsáss jarðar geti losað um
fyrir sprungum eða berglögum
sem standa á blístri undan spennu
og tendrað með því jarðskálfta.
Sem sagt, ef Suðurland (eða San
Andreas-sprungan) er aö því kom-
ið að hristast (kannski upp á átta
stig á Richter), gæti truflun á
vaggi jarðar flýtt fyrir því.
Áhrif sólbletta á vaggið. Sól-
blettir eru hálfgerðar „freknur“ á
andliti sólar, risastór svæði sem
eru kaldari en umhverfið. Fjöldi
þeirra vex upp í hámark og
minnkar svo niður i lágmark á
lotubundinn hátt á ellefu árum.
Vitað er að sólblettir, eða öllu
heldur sólgos sem þeim fylgja,
hafa yfirgengilega mikil áhrif á
segulsvið jarðar, lofthjúp og þar
með fasta jörð, því þessir þrír
þættir eru óaðskiljanlegir. Sólgos
eru streymi rafhlaðinna agna, —
og segulsvið þurfa alltaf að amast
við því sem er rafmagnað og
hreyfist í þeim. En segulsvið
jarðar getur ekki tekið á þessum
rafhlaðna „vind“ frá sólinni nema
eiga sér jörðina að bakhjarli til að
styðja sig við, og því magnaðari
eftir þrjú ár, er hann venju
samkvæmt á að vera sem mestur.
Einkum í ljósi þess, sem hér hefur
verið sagt, að mikill sólblettafjöldi
gæti hugsanlega sett í gang jarð-
hræringar, sem standa á „nipp-
inu“ með að fara i gang af
sjálfsdáðum.
Áhrif reikistjarna á sólbletti)
Nú hefur verið sýnt fram á, svo
engum vafa er undirorpið, að
reikistjörnurnar hafa áhrif á
sólbletti. Jafnvel Plútó, sem er
bæði lítil og lengst í burtu, hefur
áhrif á þá, næstum því til jafns við
aðra. Reikistjörnurnar magna
blettina upp og kalla þá fram, og
þeim mun sterkar sem þær leggj-
ast fleiri á eitt. Einkum þykir
Júpíter iðinn við kolann, miðað við
hvað hann er þó langt í burtu.
Þessar kenningar, sem hér er
verið að reifa, hafa því verið
skírðar í hausinn á honum, Júp-
iter-hrifin (Jupiter-effect). Hvern-
ig reikistjörnurnar fara að því að
særa fram sólbletti er ekki fylli-
lega ljóst, en sumir spá í að þær
lyfti þeim upp á yfirborð sólar á
svipaðan hátt og sól og tungl lyfta
upp sjávarmassa (flóð og fjara) á
jörðinni, en ekki virðist vera um
aðdráttarafl að ræða hér.
Er reikistjörnurnar munu allar
leggjast á beina línu í reiptogi
sínu móti sólinni snemmárs 1982,
vilja fyrrnefndir doktorar og
spekingar meina að það muni
ræsa fram geypileg sólgos, sem
svo aftur munu hafa mikil áhrif á
jörðina. — jafnvel setja mikinn
hristing í gang á viðkvæmum
jarðsvæðum.
Og það er nú það
Sem sagt: Að uppröðun plánet-
anna samfara væntanlegri há-
göngu sólblettamergðar valdi
mögnuðum sólgosum, sem grípa í
jörðina með fangbrögðum við seg-
ulsvið og andrúmsloft hennar,
valdi truflun á vagginu — og
stuðli að jarðskjálftum.
Eg tel að við höfum ekki efni á
að vísa þessum hugmyndum á bug
sem fantasíu og markleysu, því
það þurfa þær alls ekki að vera, en
það er líka rétt að taka þær ekki
hátíðlegar en þekkingin leyfir.
Gott að geyma þær á bak við
eyrað.
Og þá er hugurinn kominn niður
á Suðurland á ný.
Væri það ekki í tísku núna að
níðast á bændum, myndi ég stinga
upp á að myndugleikinn gerði
gangskör aö því að hafa tilbúna
áætlun um skipulagningu hjálp-
arstarfs — áður en jarðskjálftinn
kemur. Ekki þekki ég starfsemi
almannavarnaráðs til hlítar, en ég
hef enga trú á að það fái að hafa
eins mikið umleikis og skyldi. Ef
jarðskjálftasveiflur á borð við þær
sem róluðu húsum, sprettu engj-
um af leitum, rótuðu upp jarðveg
og kipptu fótum undan hverri
skepnu árið 1896 (drápu tvennt)
eiga að skella á Suðurland, þó þær
geri það ekki fyrr en eftir tíu ár,
er nauðsyn að hafa einhverja
björgunaráætlun tilbúna. Sveit
torfærubíla (ef vegir kippast
sundur) og færanlegar slysaað-
gerða-miðstðvar. íslensk nátttröll
hafa unnið sér nóg til skammar,
það er mál til komið að þau fari að
hrista af sér slyðruorðin.
Pé ess
Formúlan fyrir stórslysamynd-
um felur í sér að einhver snoppu-
fríð karlkynssöguhetja iðki dáðir
af mikilli list, svo kynbræðrum
hennar meðal áhrofenda verði
ljúft að samsama sig henni og
kvenfólki að dreyma. Hinn
þroskahefti vitundar og kvik-
myndaiðnaður er nefnilega ekki
kominn með tærnar þar sem
væmnar rómantískar ridd-
aradellubókmenntir miðalda
höfðu hælana.
í jarðskjálftamyndinni var það
því táknrænt, að í þúsundasta og
síðasta sinn sem formúlan fyrir
hetjuganginum var notuð, var
klykkt út með því að bullinu
(aðalhetjunni með fleiru) var skol-
að í rólegheitunum niður eftir
öllum skolpleiðslum, líklega alla
þeið þangað sem svartbakurinn
bíður.
Þá varð mér hugsað til Super-
mans og þeirra skolpræsaævin-
týra sem hann hefur flækt sig í í
Morgunblaðinu (í tveimur sam-
hljóða myndasögum, annarri
meira að segja í lit). Það mega
allir vita, að mér liði illa ef þaö
ætti að liggja fyrir þessum tau-
prúða góðborgarafrelsara að
drukkna eins og ótíndur hundur í
klóaki neðan úr neysluþjóðfélagi.
Og jafnvel þó skolpleiðslurnar í
borginni hans séu úr blýi og þvi
boðlegar fyrirmyndarsamfélögum,
sem þykir mannsbragur að þvi að
menga í kringum sig.
Og upp úr þessum hetjuþönkum
varð mér hugsað til Sjálfstæðis-
flokksins. Hvar er nú bjargið, sem
við getum óhult bundið trúss
okkar við, þegar þjóðfélagið stefn-
ir á stórslys? Svo spyr sá serh fer í
fýlu þegar fjara er. Hefði Sjálf-
stæðisflokkurinn enn stýrt
Reykjavík, hefði hann auðvitað
verið búinn að leggja skolpleiðslur
langt langt út af ströndinni, langt
út fyrir Gróttu jafnvel, og það
fyrir löngu. Hann var alla vegana
eitthvað að tala um að gera það,
fyrir tveimur eða þremur kosning-
um síðan.
(Grein þessi hefur beðið birting-
ar vegna þrengsla í blaðinu).