Morgunblaðið - 19.07.1979, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979
Skiltlin"iiní>
Br<tj(lahóls.staflir
Hrakhólmar
Landakt
Eyvindarstaðir -
__ Breiðamýri
0/Hinn sk'hnn
Bjarmut'
Lambhúaatjörn
Selskai
Gáleihraim
Skóatiörn
Garðahraun
Nýibaer \
Álftanes
í þetta sinn er ferðinni heitið
um Alftanes, hinn söguríka stað,
með höfuðbólinu Bessastöðum,
sem um aldir var aðsetur æðstu
valdsmanna landsins en er nú
bústaður forseta Islands. Leiðin
liggur af Reykjanesbrautinni við
Engidal og vestur á nesið yfir
Garðahraun. Engidalur var
fyrrum vinsæll
útiskemmtistaður og vissulega
eiga margir núlifandi menn
endurminningar þaðan, þótt
flest sé þar nú á annan veg en
fyrrum. Framundan og á hægri
hönd er Gálgahraun, en þessi
hraun munu hafa runnið frá
Búrfelli, fyrir austan Hafnar-
fjörð, fyrir um 7200 árum og alla
leið út í Skerjafjörð, gegnt
Álftanesi. Þegar hraunið er að
baki, tekur við mjótt eiði milli
tveggja vatna; er Skógtjörn á
vinstri hönd, en Lambhúsatjörn
á hægri. Innan stundar er komið
að heimreiðinni að Bessastöðum.
Þar er rétt að skilja bílinn eftir,
og taka sér gönguferð um nesið.
Við skulum ganga veginn til
vinstri og brátt erum við komin
að húsunum, en þau standa í röð
meðfram sjónum norðureftir
nesinu. Einhversstaðar mun
vera smuga, svo unnt sé að
komast niður í fjöruna, en hana
er skemmtilegast að ganga, ekki
síst ef lágsjávað er. Víkin er sem
hér gengur inn í landið nefnist
Helguvík, en handan hennar, yst
á tanganum, er býlið Hlið. Úti í
sjónum undan Hliði er hver.
Fyrrum sást hann greinilega um
fjöru, en þar sem land er stöðugt
að síga hér við Flóann, þótt hægt
fari, hefur hverinn horfið í
djúpin, og sést ekki eins og
fyrrum. Við göngum nú norður
fjöruna. Þar er margt að skoða,
og ef vel er að gætt, má vissulega
sjá hér merki um horfna tíð,
þegar um 70 skip voru gerð út til
fiskiveiða héðan, á síðari hluta
19. aldar. Ef fjara er, koma upp
ýmis ker og boðar, sem eru fyrir
utan. Má nefna Hrakhólmana,
sem eru þeirra stærstir og
auðvelt að fara þangað eftir
sléttum granda. En aðgát skal
viðhöfð, því það fellur fljótt að,
og þá er hætta á ferðum.
Fyrir austan Hrakhólmana
beygir hringvegurinn, um nesið,
í áttina að vegamótunum fyrir
sunnan heimreiðina að Bessa-
stöðum, þar sem bíllinn var
skilinn eftir. Ef lýja er ekki
farinn að segja til, má lengja
gönguna með því að halda áfram
austur fjöruna og heim að
Breiðabólstað. Þar bjó um og
eftir sl. aldamót Erlendur
Björnsson, hreppstjóri og
aflasæll formaður. Er skráð um
hann mikil saga og merkileg.
Frá Breiðabólstað er hægt að
ganga yfir á Bessastaðanes fyrir
norðurendann á Bessastaða-
tjörn, en sjálfsagt er að fá leyfi
til þess hjá ábúendum, því mikið
varp er á nesinu og skepnur
hafðar þar í hága. Er umferð
bönnuð um nesið frá því í apríl
og fram í júlí. Rétt fyrir austan
ósinn á Bessastaðatjörn er
Skansinn. Þar var hlaðið virki
árið 1688 og settar niður fall-
byssur, er nota átti til varnar
gegn innrás sjóræningja og
annars illþýðis. Sem betur fór
voru þær aldrei notaðar. Um
síðustu aldamót var smákot á
Skansinum. Bjuggu þá hjónin
Málfríður og Eyjólfur þar og
höfðu smá bú. Þau áttu son, er
Ólafur hét. Var hann hinn mesti
þrifnaðarmaður, kátur, fjörugur
og lífsglaður en enginn
söngmaður, segir í samtíma-
heimild um hann. Ólafur
Eyjólfsson er þó þekkt persóna,
því um hann var saminn söngur-
inn um Óla skans, sem hvert
mannsbarn á íslandi kannast
við. í þessari ferð er ekki úr vegi
að líta inn í kirkjuna á Bessa-
stöðum. Þar er ýmislegt að sjá
og skoða, ekki síst kirkjuna
sjálfa, en hún var byggð á
árunum 1790—1823, utan um
kirkjuna, sem fyrir var á staðn-
um, en var miklu minni. Hér
látum við staðar numið, en þessi
stutta gönguferð um Álftanesið
ætti að vera gagnleg öllum þeim,
sem hafa áhuga á að kynnast
landinu og þeirri sögu, sem við
það er tengd.
Við drekkum 100 þús.
flöskur af kóki á dag
ÍSLENDINGAR drekka um það
bil eitt hundrað þúsund ílöskur
af Coca-Cola á degi hverjum, að
því er Pétur Björnsson fram-
kvæmdastjóri Vífilfells staðfesti í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins f gær. Kvaðst hann ekki
hafa nákvæmar tölur yfir neysl-
una, en sagði þessa tölu nærri
lagi. Eru þá allar stærðir kók-
flaskanna meðtaldar, litlar, stór-
ar og lftersflöskur.
Pétur sagði, að árlega drykkju
Islendingar meira en tuttugu
milljónir lítra af öli og gosdrykkj-
um. Árið 1978 skiptist það þannig,
að þjóðin drakk 17.618.245 lítra af
gosdrykkjum, sautján milljónir,
sexhundruð og átján þúsund, tvö
hundruð fjörutíu og fimm lítra.
Sama ár drukku íslendingar
1.645.983 lítra af maltöli, og
1.549.453 lítra af öðrum óáfengum
drykkjum (Pilsner, Thule). Arið
1978 nam innflutningur á þessum
varningi 40.7 tonnum.
Uppsagnirnar hjáFlugleidum:
Vel hefur gengið að
útvega fólkinu vinnu
MJÓG vel hefur gengið að útvega
þvf fólki vinnu sem sagt var upp
störfum hjá Flugleiðum fyrir
skömmu, að þvf er Grétar
Kristjánsson á skrifstofu Flug-
leiða tjáði Morgunblaðinu f gær.
Grétar veitir forstöðu vinnumiðl-
un sem sett var á stofn eftir að um
200 starfsmönnum fyrirtækisins
var sagt upp, og hefur hún það
verkefni að reyna að útvega því
fólki vinnu annars staðar sem
sagt var upp.
Grétar sagði að mikið væri um
það að einkafyrirtæki hefðu haft
samband við Flugleiðir og beðið um
að komast í samband við eitthvað
af því fólki sem uppsagnarbréfin
fékk. Væri margt þessa fólks þegar
komið í aðra vinnu, og fengi það að
fara án uppsagnarfrestsins ef þess
væri óskað, enda gætu Flugleiðir
ekki tryggt fólkinu vinnu áfram. Þó
sagði Grétar talsvert vera um það
að fólk vildi ekki hætta, heldur
ætlaði að vinna til síðasta dags í
von um endurráðningu ef úr rætt-
ist hjá Flugleiðum í haust.
Grétar sagði það aðallega vera
skrifstofufólk sem hér væri um að
ræða, en eðlilega giltu önnur sjón-
armið varðandi flugliðana. Um
flugfreyjur þær, sem ráðnar höfðu
verið, en urðu að bíða eftir vinnu,
sagði hann að þær hefðu nú allar
hafið störf, eftir að Tían er komin í
gagnið á ný, en um 30 til 40
flugfreyjur var þar aö ræða.
Frá Kynningardeild Flugleiða:
6.2% Loftleiðamanna sagt
upp, en 7.8% Flugfélagsmanna
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi frá Kynningardeild
Flugleiða:
„Vegna endurtekinna ummæla í
blöðum að undanförnu þess efnis
að uppsagnir starfsfólks hjá Flug-
leiðum hafi bitnað harðar á fyrr-
verandi starfsmönnum Loftleiða en
fyrrverandi starfsmönnum Flugfé-
lags íslands þykir rétt að eftirfar-
andi komi fram.
Sameining félaganna varð raun-
veruleg 1. ágúst 1973. Fast starfslið
félaganna í mars það ár, áður en
sumarfólk kom til starfa, var sem
hér segir: Flugfélag ísland, 425
starfsmenn, Loftleiðir, 706 starfs-
raenn. Alls urðu starfsmenn á
íslandi þá 1131. Þar af var starfs-
fólk sem kom frá Loftleiðum
62.4%, en frá Flugfélagi íslands
37.6%.
Af 175 starfsmönnum sem sagt
var upp störfum 29. júní sl., höfðu
94 ráðist beint til Flugleiða eftir
stofnun þess félags. Af þeim sem
ráðist höfðu beint til Loftleiða var
48 sagt upp, en af þeim sem ráðist
höfðu beint til Flugfélags íslands
var 33 sagt upp störfum.
Hlutföllin eru því þau að sé
miðað við fasta starfsmenn félag-
anna fyrir sameiningu var 6.2%
Loftleiðamanna sagt upp en 7.8%
þeirra sem komu frá Flugfélagi
Islands sagt upp störfum.
Þessi sanjanburður ætti að
nægja til þess að leiða hið rétta í
ljós í þessu máli.“
Arnarhóll
- Fasteignasala
Hverfisgötu 16 a.
Sími: 28311.
Höfum kaupendur aö
í Laugarneshverfi, ca. 120 fm
sér hæö. Þarf að losna fljótlega.
í Hlíöum eöa Teigum 130 fm
sér hæö eða raðhús.
í vesturbæ eöa Háaleiti 4ra
herb. íbúð.
í vesturbæ, Lækjum eöa Hlíö-
um 4ra—5 herb. íbúö.
í Seljahverfi 4ra herb. íbúö.
Einnig sér hæöum, raöhúsum,
parhúsum og einbýlishúsum
og öllum smærri eignum. Fjár-
sterkir kaupendur.
Kvöld- og helgarsímar
26261 og 76288.
31710
31711
Brekkubær
Raðhús, tvær hæöir og kjallari
á einum fegursta staö í Selási.
Húsin afhendast fokheld aö
innan en tilbúin undir málningu
að utan, glerjuð meö útihurðum
og trjágróöri í garöi. Teikningar
á skrifstofunni.
Blikahólar
Tveggja herbergja falleg íbúö,
ca. 65 fm.
Hjallabraut
Þriggja herbergja íbúö, 93 fm,
fæst í skiptum fyrir tveggja
herbergja íbúö í Hafnarfiröi.
Blikahólar
Þriggja herbergja vönduð íbúö,
ca. 97 fm. Stór og góöur
bílskúr.
Sumarbústaður
í Kjós, 40 fm, land 'A ha,
vandaður bústaður.
Ásbúð
Einbýlishús í byggingu í Garöa-
bæ, góð teikning.
31710
31711
Höfum kaupendur
að eftirtöldum
eignum:
Þriggja herbergja íbúö í Hafnar-
firði.
Góöri þriggja herbergja íbúð í
Háaleitishverfi.
Fjögurra herbergja íbúö í Aust-
urbænum í Reykjavík.
Litlu húsi í Gamla bænum í
Hafnarfiröi.
Góöum sumarbústaö á stóru
landi fyrir fjársterk félagasam-
tök.
Einbýlishús í Garðabæ, fok-
heldu eöa lengra komnu.
Fasteignamiðlunin
Ármúla 1 — 105 Reykjavík
Símar 31710 — 31711
Fasteignaviöskipti:
Guðmundur Jónsson, sími
34861
Matthias Pétursson, sími 43490
Magnús Þórðarson, hdl.