Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 13 i ^ Sparid orkunal m m Sturta í ataó baókara. 4 mín. aturta aparar 4 kwat. Enda finnur fólk sjálft að það verður sljórra til allra verka og hugsunar í miklum hita. Þeim mun heitara sem er inni í stof- unni, því þurrara er loftið og líkaminn bregst við því, húðin, augun og slímhimnan þornar og maður verður sljórri og latari. Blóm og húsdýr þrífast greini- lega betur ef ekki er of heitt, og þurrkinn má sjá á húsgögn- unum. Það er heldur ekki út í loftið að svefnhitinn er kjörinn 18 stig, því þá telja læknar að jafnvægið sé best milli hita- framleiðslu líkamans og hitans í herberginu. Svíar hafa látið útbúa spjald, sem hver og einn getur haft við höndina, en það er þeirrar náttúru að blána á viss- um bletti til aðvörunar, þegar hitinn fer upp fyrir 20 stig, og enn meira ef hann fer upp í 25 stig. Nú er reiknað með að hver gráða, sem hægt er að lækka hitastigið um, hafi í för með sér 6—7% minni orku til upphitunar. Þarna liggur drjúg upphæð í hverju hitastigi, sem er umfram það sem maður í rauninni þarf eða vill hafa, en hefur vanið sig á. Loftræsting stutta stund Að sjálfsögðu þarf að lofta út eða skipta um loft í híbýlum fólks. En ekki er sama hvernig það er gert, með tilliti til hitataps. • Hagkvæmastur er gegnum- trekkur meðan loftað er út, en ekki má hafa lengi opið í einu. Ekki svo að allir innanstokks- munir og veggir kólni. Því er best að opna upp á gátt svolitla stund, til dæmis glugga beggja vegna í íbúðinni, eða svalahurð og glugga og loka svo aftur. • Sé hitastillir í íbúðinni verður að sjálfsögðu að skrúfa ofnana á 0 meðan opnað er út, því annars herðir hitakerfið sig. Fer á fulla ferð til að halda í við kælinguna. Að opna glugga og kynda á fullu er auðvitað mesta bruðl, enda drjúgt viðfangsefni að hita geiminn. • Staðsetning þreifara í herberg- inu skiptir líka höfuðmáli. Sé hann á veggnum, verður hann að vera þar sem hann sýnir raun- verulega hitann í stofunni, en ekki t.d. nálægt glugga eða hurð, sem trekkur er um eða gengið um. Þá gefur hann falska fyrir- skipun til hitatækjanna. Húsgögnin og hitastreymið Þá er ekki sama hvernig húsgögn- um er fyrir komið í íbúðinni. Staðsetning þeirra getur haft veruleg áhrif á hitastreymi. Dæmi: 0 bókahilla við útvegg verkar sem einangrun • veggteppi á útvegg einangrar líka • þykk gluggatjöld geta lokað fyrir hitastreymi frá ofni undir glugga og einangrað hann frá herberginu • rúllugardínur minnka varma- tapið um gluggann, svo og álþynnur (eins og sjá má í húsum á Keflavíkurflugvelli) Ofnar — ál bak við ofninn Meðferð og stilling á ofnunum sjálfum skiptir miklu. Ofnarnir í íbúðinni þurfa að vera vel sam- stilltir til að virka jafnt. Skiptir máli t.d. í sambýlishúsum með eina hitakerfi að stillingu sé ekki ruglað. En fleiru má hagræða. Dæmi: • gæta þess að hleypa lofti af ofnunum. • gott getur verið að setja ál- pappírsþynnu bak við ofninn, þá endurkastast hitinn inn í herbergið. • liturinn á ofninum skiptir máli. Bronsaðir ofnar eru til dæmis slæmir vegna útgeisl- unar o.s.frv. • hvers konar einangrun milli ofns og veggjar getur komið að gagni. Sturtan sparneytnari Þar sem neysluvatn er hitað, er það oft yfirhitað, þ.e. hitað of mikið og stundum kælt aftur. í flestum tilfellum nægir 50 stiga heitt vatn og er þá sparnaður að hita það ekki meira og bruðla ekki með orkuna. Sturtubað er mun sparneytnara á heitt vatn en baðkar. Fjögurra mínútna sturta í stað vatns í baðkari er talin spara 4 kíló- watstundir af orku. • góð pakkning á krönum skipt- ir máli. Það er orkusóun sé hún farin að láta sig • þvottur og skolun, t.d. á disk- um í uppþvottavélina, tekur drjúgt vatn. Miklu munar hvort skolað er eða þvegið upp undir sírennandi vatni, eða með vatni í bala. • uppþvottavél ætti aldrei að setja í gang fyrr en hún er orðin full. • raforka sparast, ef ekki er þvegið í hálftómri þvottavél. • ísskápinn ætti að þýða áður en íslagið nær '/2sm. 6 gráður þykir hæfilegur kuldi fyrir matföng í frystiskápnum, en 18 stiga frost í kistunni. Þannig mætti lengi telja. Margt smátt gerir eitt stórt orkutap. 29% minni orka í sambýlishúsi Hér í upphafi var fjallað um orkutap í einbýlishúsi á einni hæð. En að sjálfsögðu munar hvort um er að ræða hús með miklum útveggjum eða íbúð í sambýlishúsi og þá hvar íbúðin er í húsinu, undir þaki eða í miðju húsi. Þegar borið er saman slíkt einbýl- ishús á einni hæð og íbúðir í fjögurra hæða sambýlishúsi, er talið að 29% minni orku þurfi til að hita upp rúmmálseiningu í sambýlishúsinu. Það ætti fólk að gera sér grein fyrir, þegar það velur sér húsnæði í upphafi eða ákveður að stækka við sig og komast í einbýlishús. Hitunin sjálf fellur utan ramma þessa greinarkorns. Fjallað var | um möguleika hitaitna í síðustu grein. En auk hitaveitna er vert að líta á fleira. Hafa til dæmis í huga að sé selt rafmagn til hitunar, sem framleitt er með dieselvélum, þá nýtist í upphit- unina tæplega V4 af olíunni og væri drýgra og ódýrara að hita með henni beint. í svo ört hækk- andi orkuverði er líka vert að líta á vindmyllur til rafmagns- framleiðslu og til að hita vatn, enda hafa ýmsir aðilar verið að kanna slíkt. Einnig að drýgja hitann þar sem volgrur eru með varmadælum, svo nýta megi hann til drýginda. Fleira mætti vafalaust nefna, en hér var sjónum einkum beint að því hvað hver íbúi getur gert sjálfur til að lækka hita- og rafmagnsreikn- ing sinn. -E.Pá. Manrti líður batur af hitínn fmr *kki upp tyrir 20—21 stig í stofunni. Og hvert lækkað hitaatig aparar 8—7% orku. Skátaskólinn Úlfljótsvatni Sumarbúðir og útilífsnámskeið fyrir 7—12 ára börn. Nokkur laus pláss á síöustu námskeiðunum. 24,—31. júlí, 8.—15. ágúst, 15,—22. ágúst. Flokksforingjanámskeið fyrir 12—15 ára skáta. 15.—22. ágúst 23.-29. ágúst. Upplýsingar og innritun kl. 9—13 á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta, Blönduhlíö 35, sími 23190. KL.17* HANDBREMSUNA Á ! ATH. Við sitjum kyrr í bifreiðunum þessar tvær mínútur til að geta fært þær strax úr vegi, þurfi sjúkra- slökkviliðs-, eða lögreglubifreiðar að komast framhjá. Samstarfsnefnd bifreiðaeigenda. Ríkisstjórnin grípur tækifærið þegar bensínlítrinn hækkar í verði um 26 krónur og leggur sjálf 30 krónur ofan á hækkunina. Þar af eiga aðeins 11 krónur að renna til vegasjóðs. Sýnum ráðherrum hug okkar til slíks ráðslags með algjörri þátttöku í tveggja mínútna stöðvun allra ökutækja klukkan kortér yfir fimm, hvar sem þau eru stödd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.