Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 33 Dagný Guðbjörns- dóttir—Minningarorð Fædd 9. janúar 1961. Dáin 17. júlí 1979. Hví var þessi beður búinn ... Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir, dagar eru taldir, líf er burtu tekið, það ríkir sorg er ættingjar og vinir hverfa frá oss burt úr þessum heimi, en svo er nú, er við í dag fylgjum ungri og elskulegri vinkonu að grafarbeði, aðeins 18 ára. Dagný var fædd á ísafirði 9. janúar 1961, dóttir hjónanna Elín- borgar Sigurðardóttur og Guðbjörns Ingasonar bakara- meistara á ísafirði, en þau hjón eiga einnig tvo syni, Svein Inga 15 ára og Veigar Þór 11 ára. Hún ólst upp í faðmi ástríkra foreldra ásamt bræðrum sínum. Ef við lítum yfir lífssögu þessarar ungu stúlku, er ekkert nema fagrar og ljúfar minningar sem vekja birtu og yl í hugum þeirra er nú syrgja, birta er lýsir upp í dimmum dögum sorgarinnar. Hún var sterkbyggð og hafði alltaf verið hraust, þar til í vetur, er ólæknandi sjúkdómur knúði á. Það sýndi sig einmitt í því veikindastríði hve sterk hún var og hve mikinn viljastyrk hún hafði. Eg sem þessi kveðjuorð rita, var svo heppinn að fá að kynnast henni náið, — þau kynni hafa orðið mér ljúf og bundin trúnaði. í huga mínum geymi ég mynd að góðri stúlku með framtíðar- drauma — störf hennar og framkoma einkenndust af góðum huga, dugnaði og smviskusemi, ég tel það gæfu að eiga vináttu ungs fólks, i þeim stormviðrum lifsins em oft móta mikið bil kynslóða á milli. Hann er orðinn stór sá hópur sem ég hefi kynnst í starfi og alltaf á sama vinnustað, stór hópur af ungu, frísku og skemmtilegu fólki, það samstarf hefir oft létt lund og dregið úr þreytu í miklu annríki. Eðlilegt er að þurfa að fylgjast með ungmennum í starfi, vekja hjá því áhuga fyrir störfum og hvetja. Dagný mín var þannig að hana þurfti ekki að hvetja, hún var ávallt svo svo vakandi fyrir öllu sem gera þurfti. Þar einkenndist allt af dugnaði og snyrtimennsku, hennar ljúfa skapi og blíða viðmóti. Nú sit ég hljóð er ég hugsa um framtíðaráætlanir hennar og svo margt annað er við töluðum saman um. I síðasta mánuði um sólstöður rofaði til í veikindum Dagnýjar. Þá rættist ósk hennar um að koma til Isafjarðar og fara að vinna. Hún kom og brosti til vina og kunningja, ekki að visu sínu gamla hressilega brosi, en einlægu samt. En sá tími var skammur, því veikindin sóttu aftur með þeim endalokum sem við nú stöndum frammi fyrir. Morgun einn í janúar sagði hún við mig, að andlitið ljómaði af ljúfu brosi — ó, hvað ég vildi að komið væri sumar — og ég svaraði hálfhissa: ertu farin að hugsa um sumar núna í janúar, en þá kom það fram, að í sumar átti hún von á frænku sinni með lítinn son úr fjarlægu landi, það var mikii gleði, sem fylgdi þessari tilhlökkun, að hitta frændfólkið. Hún var ákaf- lega mikið fyrir börn og lítlar frænkur og frændur hafa sannar- lega orðið aðnjótandi allrar hennar blíðu og umhyggju, er hún sýndi þeim og vildi láta þeim líða sem bezt. En nú er sumarið komið og hún fékk að hitta þráða ástvini, en við biðjum þess einnig að nú ríki eilíft sumar hjá henni, í hennar nýju heimkynnum. Ég bið góðan guð að gefa foreldrum, bræðrum, ömmum hennar og öðrum ástvinum styrk í þeirra miklu sorg. En huggun harmi gegn eru þær fögru minningar sem þau og við öll eigum um elskulega stúlku. Við starsfólk Bókhlöðunnar þökkum góð kynni og samsstarf og biðjum Guð að blessa minninguna um góðan félaga og vin. Já, sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf því týnd er yðar eigi hin yndislega gjöf. (B.H.) Geirþrúður Charlesdóttir. Þann 17. júlí s.l. lést á Landa- kotsspítala Dagný Guðbjörnsdótt- ir eftir erfitt sjúkdómsstríð. Við skiljum ekki tilgang þessa lífs. Hvers vegna er þessi góða unga stúlka tekin frá okkur, tekin frá foreldrum og tveimur bræðr- um, ömmum og öðrum ástvinum? En það er víst sama hvað við hugsum lengi um þetta, við fáum ekkert svar. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska, deyi ungir, þess vegna trúum við því að hún hafi verið kölluð til æðri starfa á nýju tilverustigi, þar sem hún er laus við allar þjáningar. Mig langar til að minnast Dagn- ýjar frænku minnar með örfáum, fátæklegum orðum. Hún fæddist á ísafirði 9. janúar 1961, dóttir hjónanna Elínborgar Sigurðar- dóttur og Guðbjörns Ingasonar. Hún ólst upp á elskulegu heimili foreldra sinna og tveggja bræðra, Sveins Inga og Veigars Þórs, sem nú sakna mjög systur sinnar. Hún ólst upp við leik og störf, varð falleg og tápmikil stelpa og allt virtist leika í lyndi. En s.l. haust þá syrti að. Þá fór að bera á sjúkdómi sem átti eftir að leiða hana til dauða. Eftir áramótin var hún flutt hingað suður á gjörgæsludeild Landa- kotsspítala, þar sem hún naut frábærrar umönnunar starfsfólks. Móðir hennar kom með henni suður og var hjá henni í allan vetur, og faðir hennar, sem hún þráði að hafa líka hjá sér, kom suður til hennar eins oft og hann gat, þau gerðu allt sem þau gátu. Þau ætluðu ekki að láta einkadótt- urina af hendi átakalaust. Hún Dagný sýndi óskaplegan dugnað í sínum veikindum, hún kvartaði ekki og reyndi að dylja sjúkdóm sinn fyrir öðrum. Öðru hvort virtist von um bata og fyrir rúmum þremur vikum fékk hún að fara vestur til ísafjarðar og vera á heimili sínu og ég held að ég megi segja að það hafi verið dásamleg- ur tími fyrir þau öll. Ég hitti hana á heimili hennar nokkrum dögum áður en hún lést, þá sagði hún við Kjörorð skata er „Vertu viðbú- inn“. Þó er það svo, að það er erfitt að sætta sig við, að Sveinbjörn Þorbjörnsson sé dáinn — farinn heim — eins og við skátar segjum um látna vini okkar. Þó vissum við, að hann hefur um árabil ekki verið heill heilsu. Sveinbjörn var óvenju heil- steyptur maður og þroskandi að alast upp með honum og kynnast honum í starfi og leik. Þar kom margt til. Hann ólst upp á góðu heimili á Baldursgötunni, þar sem hinar fornu dyggðir voru í háveg- um hafðar: Hjálpsemi, reglusemi og alúð við hvert verk, sem unnið var. Þeir bræður voru samhentir þó aldursmunur væri nokkur. Síð- an gerðust þeir allir skátar og voru á árunum fyrir stríð og fyrst á eftir leiðandi foringjar í skáta- starfinu í Reykjavík. Fyrst í Vær- ingjafélaginu og síðan í Skátafé- lagi Reykjavíkur. Þegar talað var um „bræðraveldið" vissu allir hverja var átt við og sýnir á jákvæðan hátt eingöngu, hve mik- ið þeir lögðu af mörkum. Bræð- urnir fjórir, Björgvin, Þorsteinn, mig, að það væri svo dásamlegt að vera komin heim. Þá hélt ég ekki að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana. En hún veiktist skyndi- lega og fóru foreldrar hennar með hana suður þar sem hún andaðist tveimur dögum seinna. Þó að okkur finnist veröldin köld og drungaleg í kringum okkur núna þá verðum við að hugsa um það, að nú er hún laus við allar þær þjáningar sem hún varð að þola, og við vitum að vel hefur verið tekið á móti henni Dagný af þeim sem á undan eru farnir. Að lokum sendum við hjónin. dætur okkar og móðir mín innileg- ar samuðarkveðjur til foreldra, bræðra og allra aðstandenda. Við Ellu, Búbba og bræður hennar vil eg segja þetta: Þið eigið um sárt að binda núna, en þið eigið ekkert nema failegar minn- ingar um góða dóttur og systur og þær minningar verða ykkur alltaf bjartar og fagrar. Að síðustu óska ég Dagnýju frænku minni guðs- blessunar í nýjum heimkynnum. Sigríður Pétursdóttir. Mikið finnst manni oft erfitt að trúa staðreyndum lífsins og þá sérstaklega þegar ung stúlka í blóma lífsins er tekin í burt frá okkur. Elsku Dagný frænka okkar lést í Landakotsspítala 17. júlí, ná- kvæmlega 6 mánuðum eftir að sjúkdómur sá er hún leið af kom í ljós. Átján ár finnst okkur ekki langur tími þegar líta á til baka, að þeim tíma er lítil stúlka fæddist á ísafirði, fyrsta barn foreldra sinna, Elínborgar Sigurð- ardóttur og Guðbjörns Ingasonar. Dagný var aðeins á fjórða ári þegar hún kom með sól og gleði á heimili okkar og var hjá okkur í nokkra mánuði, þessi tími er okkur öllum eftirminnanlegur, því hvað þótti krökkum skemmtilegra en að fá litla, káta hnátu að leika sér að. Fljótlega komu í ljós þeir eigin- leikar sem einkenndu Dagný allan hennar tíma, rólyndi, trygglyndi og góðvild sem hún var alltaf tilbúin að veita af, þá ekki síst gagnvart börnum og ömmunum hennar tveim. Okkur eru minnis- stæð sumurin sem hún var 12 og 13 ára, að við báðum haná að passa strákana okkar, ekkert var henni ljúfara og gleðisvipurinn á andlitinu leyndi sér ekki. Ekki gat hugsast betri barnfóstra, litlu frændurnir hændust að henni, hún var þeim svo góð og trygg. Já, Dagný unni börnum eins og her- bergi hennar bar vott um, þar áttu myndir af börnum stóran sess. Við fórum í Danmerkurferð með Dagný og eigum ljúfar minningar um, betri ferðafélagi gat ekki hugsast, það var alltaf allt í lagi Sveinbjörn og Sigurbjörn, voru þekktir af störfum sínum, þar fór saman dugnaður í skátastarfinu, áreiðanleiki og reglusemi, sem hverju ungmenni var þroski að kynnast, hvort sem það var í sKatastarfinu í borginni eða í útilegum. Þau eru mörg skátamót- og þótt orðin væru ekki alltaf mörg þá lýsti svipurinn meiru, og hláturinn hennar smitaði alla. Fleiri utanlandsferðir fékk Dagný að fara og það er manni gleðiefni að á ekki lengri tíma hafi hún þó náð að upplifa svo margt. Síðustu sex mánuðirnir voru erfiður tími fyrir Dagný en hún stóð sig með prýði, kvartaði ekki og ef spurt var hvernig liði, var svarið ætíð „vel“, og hún reyndi að leyna ef eitthvað var. Heitasta óskin í þessari löngu legu var að fá að komast heim, vestur atísafjörð í bæinn sinn þar sem henni leið svo vel, og var það mikil gleði- stund þegar hún fékk að fara vestur og vera síðustu vikurnar í faðmi fjölskyldunnar og vinanna. Þetta er erfið stund fyrir Ellu Boggu og Búbba og bræður hennar tvo sem í dag kveðja dóttur og systur sem þau unnu svo heitt, dóttur sem alla tíð bar þeirra hag svo mjög fyrir brjósti. Við vonum að minningin um elskulega dóttur sem fékk að sofna vært án þess að kveljast verði þeim huggun á þessari stund. Starfsfólki á gjörgæsludeild Landakotsspítala sem Dagný tók svo mikilli vináttu við, þökkum við alla umhyggjuna og vináttuna, sem það veitti henni síðasta hálfa árið. 4 Við þökkum Dagnýju fyrir allar samverustundirnar, minpingin um hana mun lifa með okkur alla tíð. Góði guð veit þú foreldrum Dagnýjar,* bræðrunum Sveini, Inga og Veigari Þór styrk á þessari sorgarstundu. Fjölskyldan Hlíðarvegi 17. Hversu vanbúinn er maður ekki alltaf dauðanum? Síðastliðinn þriðjudag, á leið um bæinn, veitti ég athygli íslenska fánanum blaktandi í hálfa stöng svo til við hvert hús. Ég spurði unga stúlku, in, sem þeir lögðu grunninn að með starfi sínu. Sveinbjörn varð snemma skáti og gekk þá fyrst í Skátafélagið Væringja. Honum voru fljótt falin foringjastörf enda traustsins verður. Hann var flokksforingi og síðar sveitaforingi, en síðan í stjórn Skátafélags Reykjavíkur, þar sem hann vann manna mest að uppbyggingu skátastarfsins í Reykjavík. Það var ekki að ófyrir- synju, að honum voru um langan tíma falin gjaldkerastörf og um- sjón fjármála. Þar nutu sín vel miklir hæfileikar hans. Mér er ennþá minnisstætt samstarf okk- ar við fyrsta stóra sameiginlega landsmót skáta hér á landi — Þingvallamótið 1948. Þar sá hann um fjármálin og lagði að miklu þær línur, sem síðan hefur verið stuðst við. Síðan var oft leitað til Svein- bjarnar, þegar mikið þótti þurfa við og var alltaf jafngott að leita ráða hjá honum. Síðustu árin hindraði heilsa hans, að hann gæti tekið meiri þátt í félagsstarfi, en hugurinn var alltaf jafn opinn og því gott að hitta Sveinbjörn og ræða við hann um framgang skátastarfsins. Þar hafði ekkert breyst. Nú er Sveinbjörn farinn heim og skátahreyfingin misst einn sinn besta liðsmann, skáta, sem sem var að flagga í garði foreldra sinna, hver væri dáinn. Hún Dagný hans Búbba bakara, hún dó í gærkvöldi. Helfregnin kramdi hjartað og doði fyllti sálina. Þó vissi ég að þessi unga stúlka hafði barist við lífshættulegan sjúkdóm í rúmt hálft ár. En einhvern veginn vildi ég ekki trúa öðru en læknavísindin og æskan mundu sigra í þessu mikla stríði. Ef til vill fannst mér líka að Drottinn mundi láta sér nægja eitt líf, úr þessum aldursárgangi ísfirskra ungmenna að sinni. En vegir Guðs eru órannsakanlegir sem fyrr og við máttlitlir menn megum oss þar einskis. Dagný var dóttir hjónanna Elínborgar Sigurðardóttur, Páls- sonar frá Nauteyri og Guðbjörns Ingasonar bakarameistara, Eyjólfssonar skósmiðs á Isafirði. Hún var fædd á ísafirði 9. janúar 1961 ejst þriggja barna foreldra sinna. Bræður hennar eru Sveinn Ingi 14 ára og Veigar Þór 11 ára. Eg þekkti Dagnýju ekki vel og e.t.v. voru þeir fáir sem það gerðu. Hún var frekar dul að eðlisfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg, eða æðraðist svo aðrir heyrðu. Þó leyndist engum, sem til hennar þekkti, miklir og sérstæðir mann- kostir sem löngu voru komnir í ljós þótt aldurinn væri ekki hár. Hún starfaði hjá mér um tíma um fermingaraldur. öll störf voru leyst af hendi af dugnaði og sérstakri umhyggjusemi og oftast hafði hún innt af hendi störf, sem flestir leiða hjá sér, áður en hún var beðin um það. Hávaðalaust voru verkin unnin, hratt og lipur- lega svo unun var á að horfa. En nú er hún horfin og við sjáum hana ekki eða verkin henn- ar oftar hérna megin. Fátækleg orð mega sín lítils í sorginni. Þetta eru erfiðir dagar hjá Ellu og Búbba og bræðrum hennar og fátt sem huggar. Þó er gott að vita að minningin um stúlkuna þeirra er flekklaus og heiðrík. Okkur ínu er erfitt um mál þessa döpru daga, en við trúum því að börnin okkar, frumburðir mæðra sinna og sterk- ustu stoðirnar í framtíðardraum- um ungra hjóna, sitji brosandi og hamingjusöm í fegurð himinsins og gróðursetji þar fegurstu blómin við heimreiðina, sem við öll eigum eftir að ganga. En þangað til við hittum þau aftur þar sem ham- ingjan og gleðin eru eilíf, erum við bundin lífinu hérna megin. Drengirnir þurfa ástúð og um- hyggju og hjól tímans sefar sár- ustu sorgina. Góður Guð líknar ef aðeins er til hans leitað. Ég bið hann að blessa minninguna um þessa ungu efnisstúlku og að hann gefi foreldrum hennar og bræðr- um svo og öðrum ástvinum styrk í sorg þeirra og trega. Úlfar Ágústsson. vildi í engu vamm sitt vita og ávallt var viðbúinn. Við eldri skátar söknum nú góðs vinar, sem ánægjulegt var að kynnast, sem unglings og fulltíða manns. Við og skátahreyfingin á íslandi þökkum hin miklu störf, sem unnin voru, og hin ánægju- legu og þroskandi kynni um ára- tuga skeið. Aðstandendum færum við þakk- ir og sendum samúðarkveðjur okkar. Páll Gfslason. Afmælis og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Sveinbjörn Þorbjörns- son—Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.