Morgunblaðið - 14.08.1979, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
NÚ í vikunni hófust
framkvæmdir við að hrúa
Önundarfjörð hjá Holti.
Sjálf brúarsmíðin hefst
þó ekki fyrr en næsta
sumar, en uppfyllint'u að
hrúnni á að ljúka í sumar
svo og brúargerð á Vaðl-
inum sem er í tengslum
við Önundarfjarðarbrú.
Vegavinnuflokkur skip-
aður mönnum úr Vestur-
ísafjarðarsýslu er nú
þarna að störfum, en
verkstjóri þeirra ér
Guðmundur Gunnarsson
frá Flateyri. í tilcfni
þessa hitti blm. Morg-
Séð yfir Önundarfjörð til Holts. Brúin verður innan við rafiínuna.
ar um 6 km. Hitt, sem er
kannski einnig mikilvægt er
samgöngubótin á vetrum
fyrir Mýrhreppinga í Dýra-
firði. Ef Dýrafjörður teppist
er möguleiki á mjólkurflutn-
ingum um Holtsbryggju sé
Gemlufallsheiði fær.“
Hvað er áætlað með kostn-
að?
„í sumar er ráðgert að
vinna fyrir 85 milljónir í
veginum, en brúarsmíðin
yfir Vaðalinn mun áætluð á
50 milljónir skv. fjárlögum.
Þess má geta hér að brúar-
vinnuflokkur er væntanlegur
í næstu viku og erum við að
undirbúa þannig að þeir geti
byrjað.
Onundarfjörður brúaður
Fr amkv æmdir að hefi as t
unblaðsins Guðmund að
máli í búðum þeirra
vegageröarmanna í landi
Mosvalla.
„Þetta eru byrjunar-
framkvæmdir í sambandi við
brúargerð yfir Önundarfjörð
og það sem gert verður núna
er að fylla upp að brúarstæð-
inu út í fjörðinn og tengja þá
uppfyllingu Vestfjarðavegi
þar sem vegamótin eru fyrir
neðan Mosvelli. Helmingur
af þessari framkvæmd er
uppfylling út í fjörðinn. Þá
verða vegamótin á Valþjófs-
dalsvegi við brúarsporð
væntanlegrar brúar.“
Hvernig brú er fyrirhuguð
þarna?
„Hún er nú víst ekki full-
hönnuð ennþá en talað hefur
verið um allt að 70 metra brú
sem ætti að ná um það bil
95% vatnaskiptum. Þetta
verður steypt stöplabrú, en
vegalengdin frá fjöruborði til
fjöruborðs er um 1000 metr-
ar.“
Þetta verður þá ærin
fylling"
„Já, það mætti ætla það,
en meðaltalsfylling í Vaðlin-
um sem svo heitir er um þrír
metrar, en fyllingin yfir
fjörðinn verður að meðaltali
þrír og sextíu, sem er út af
fyrir sig ekki rnikið."
Hvað um ísrek?
„Það þarf að grjótverja
alla uppfyllinguna, smátt
grjót innra en stórt grjót hið
ytra, einnig vegna skolunar
sem alltaf er fyrir hendi."
Texti
og myndir:
Finnbogi
Hermannsson
Ef þú gæfir okkur svolítið
yfirlit yfir brúna sem sam-
göngubót?
„Já, þessi brú styttir leið-
ina á Holtsflugvöll frá Flat-
eyri um 10 kílómetra, en
flugvöllur Flateyringa og
Önundarfjarðar er í Holti.
Þá mun brúin stytta vestur-
leiðina, eða Vestfjarðaveg
sem hann heitir, til Isafjarð-
I
N
J~hr^J6
„Þú spyrð um tæki og
menn, jú, mannskapurinn er
einkum héðan úr vestursýsl-
unni, einnig leiguvélar, og
dagskostnaður getur farið
upp í 1800 þús. á dag þegar
allt er í gangi.
Nú er þetta ákaflega mikið
lífríki hér á Vöðlunum í
Önundarfirði, óttast menn
ekki röskun á því?
„Það er talið að það muni
ekki saka. Hér var líffræð-
ingur í vor frá Náttúrufræði-
stofnuninni og vann hann að
rannsókn á fuglalífi og
fleiru. Hann telur allt með
felldu þótt fjörðurinn verði
brúaður, en skýrsla frá hon-
um mun vera á leiðinni."
Landeigendur hafa sætt
sig við þetta?
„Já það er fullt samkomu-
lag við landeigendur, en auð-
vitað er svona mannvirki
tilfinningamál."
Eftir rabb yfir kaffisopa í
matskála var Guðmundur
svo vinsamlegur að rölta með
blm. um svæðið og að fyrir-
huguðu brúarstæði sem er
millum Holts og Veðrarár
hins vegar við Önundarfjörð.
Séra Lárus í Holti:
Þetta kemur til með
að lýta fiörðinn”
99
Á hlaðinu í Holti var séra
Lárus Guðmundsson prófastur
að fá reítan gang í Bronco
þegar okkur bar að.
Hvernig snýr brúargerðin að
ykkur hérna í Holti?
Það er óhjákvæmilegt að öll
vegagerð spillir landi, hvort
sem það er Hoitsland eða
annað. En þeir mega eiga það
hjá Vegagerðinni hérna að
þeir ganga vel frá sárum. Ég
held þetta' komi til með að lýta
fjörðinn og nátturuverndar-
samtök Vestfjarða hafa mót-
mælt á þeirri forsendu. Ég
held líka að menn séu hræddir
við afleiðingarnar þegar litið
er til ára eða áratuga.
Þið starfið bæði á Flateyri
hjónin?
Þetta styttir leiðina og við
græðum eitthvað á þessu í
krónum, en við töpum á þessu
tilfinningalega.
Nú er þó nokkuð æðarvarp
hér niður frá?
Það er talið að það muni
ekki skaðast vegna þess að
æðurinn leitar þangað sem
maðurinn gengur um.
Er urgur hér í sveitinni út af
brunni?
Nei yfirleitt, ekki, flestallir
hafa verið samþykkir brúnni,
en ekki allir. Við verðum bara
að vona það besta, því lífríkið
hérna er mjög fjölskrúðugt og
viðkvæmt.