Morgunblaðið - 14.08.1979, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
23
verðlaunasaeti á íslandsmóti.
Leikur Selfoss og ÍA var jafn í
fyrri hálfleik, en ef nokkuð, áttu
Skagamenn þó hættulegri færi,
þannig brenndu þeir einu sinni af
fyrir opnu marki og bakvörðurinn
Árnar Friðþjófsson bjargaði
meistaralega af marklínu skoti
Valdemars Sigurðssonar, sem
hafði leikið á markvörðinn. Sel-
foss skoraði þó eina mark hálf-
leiksins og var þar að verki Jón B.
Guðmundsson með þrumuskot
beint úr aukaspyrnu.
Skagamenn jöfnuðu á 15. mín-
útu síðari hálfleiks, er Jóhannes
Gunnlaugsson fékk fallega
stungusendingu inn fyrir vörn
Selfoss og skoraði af öryggi fram
hjá úthlaupandi markverðinum.
Upp úr því sóttu Selfyssingar í sig
veðrið og þeir foru fljótir að ná
Sclfyssingar voru sterkir og kræktu í þriðja sætið.
Skagamenn urðu að láta áer lynda f jórða sætið.
ÍBK varð í fimmta sæti.
• Sindri rak lestina í sjötta sæti.
Ljósmyndir: Þorvaldur Birgisson
forystunni á nýjan leik. Þar var að
verki Páll Guðmundsson, athyglis-
verður framlínumaður í liði Sel-
foss. Skallaði hann örugglega í
netið í kjölfar hornspyrnu. Mínútu
síðar fékk Páll síðan tvö dauða-
færi, en markvörður ÍA bjargaði í
bæði skiptin. Stangarskot átti sér
þarna einnig stað. IA færðist í
aukana undir lokin oig bjargaði þá
Sveinbjörn Másson í markinu
nokkrum sinnum vel með úthlaup-
ÍBK í 5. sæti
Það var óvænt hlutskipti ÍA og
ÍBK að hafna í 4. og 5. sætinu, en
lið þeirra hafa greinilega verið
ofmetin, eða hin kannski frekar
vanmetin. ÍBK átti þó í nokkru
basli með Sindra, þó að 2—0 sigur
hafi loks náðst. Sindramenn börð-
ust vel og gáfu ekki þumlung eftir.
ÍBK var með sterkari liðsheild, en
Sindri betri einstaklinga. Skipu-
lagið sigraði að þessu sinni eins og
oft vill verða. Kristján Geirsson
skoraði fyrra mark ÍBK á 12.
mínútu. Góð sending kom þá fyrir
markið og þó skot Kristjáns hafi
ekki verið fast, var það erfitt
viðureignar fyrir markvörð
Sindra, sem kom hlaupandi þvert
yfir markið og fékk svo skotið
öfugu megin við sig. Enda rann
hann á hausinn.
Síðara mark sitt skoruðu Suður-
nesjamenn ekki fyrr en á síðustu
mínútu leiksins og var þar vara-
maðurinn Einar Kristjánsson að
verki eftir hornspyrnu.
Eðvarð sundkappi Eðvarðsson
markvörður ÍBK átti mjög yfir-
vegaðan leik hjá ÍBK, Kristján
Geirsson, markaskorarinn var
einnig góður, annars var styrkur
ÍBK einkum fólginn í sterkri
liðsheild.
Sindramenn eiga nokkra fram-
úrskarandi leikna einstaklinga,
ekki í fyrsta skipti, því að 5.
flokkurinn var í úrslitum í 4.
skiptið á jafnmörgum árum. Og
alltaf hafa nokkrir leikmanna
liðsins vakið athygli. Að þessu
sinni má nefna framherjann Hlyn
Arnórsson, Gunnar Valgeirsson
og Val Sveinsson. Ásgeir Gunn-
arsson miðvörður átti og sterkan
leik.
í lok mótsins afhenti Helgi
Daníelsson, KSÍ-maður, fyrirliða
ÍR Finni Pálmasyni veglegan bik-
ar og var gleði IR-inga jafnmikil
og leiði norðanmanna. En þeir
gera bara betur næst, það er
enginn heimsendir og það er
tilhlökkunarefni að flestum þess-
ara pilta skuli eiga eftir að fara
gífurlega fram í knattspyrnunni
næstu árin. Áhorfendur horfðu
þarna örugglega á fleiri en einn
upprennandi landsliðsmann.
Þrátt fyrir að yfirleitt hafi verið
vel að úrslitakeppninni staðið, má
undirritaður til með að pexa
svolítið við viðkomandi aðila.
Hvers vegna var félögunum ekki
boðið upp á varamannatjöldin?
Það var skítaveður framan af
sunnudagsrporgni og varamenn og
þjálfarar liðsins norpuðu í kuldan-
um og gátu ekki einu sinni sest
vegna grasbleytu. Og völlurinn
var færður þannig til, að nærri
miðlínu úti við aðra endalínuna
var vígalegt niðurfall með tilheyr-
andi hlemmi. Var vel sloppið að
enginn skyldi meiða sig á því, en
slíkt er ekki æskilegasti hlutur til
að hafa inn á grasvelli. Að öðru
leyti er ekki annað að sjá en að
aðstandendur mótsins eigi hrós
skilið fyrir skerf sinn til mótsins,
utan dómarastéttin, en línuvörður
lét sig vanta í leik IA og IR og
töldu Skagamenn að það , hefði
kostað sig mark.
Eitt vakti athygli á sunnu-
dagsmorguninn, þegar úrslitaleik-
irnir þrír fóru fram. Aldrei var
leikur stöðvaður vegna meiðsla
leikmanns, enginn var bókaður
því síður rekinn af leikvelli. Sam1
var kappið og baráttan litlu minni
en hjá t.d. meistaraflokki. Hvers
vegna taka þeir eldri ekki pollana
sér til fyrirmyndar í þessum
efnum?
— KK-
Liverpool tók
bikarmeistara
Arsenalí
kennslustund
Englandsmeistararnir í knattspvrnu og hikarmeistararnir.
Liverpool og Arsenal. léku á laugardaginn um hinn svonefnda
góðgerðarskjiild. eða ..Charity Shield" á Wemhley leikvangin-
um í Lundúnum. Leikur þessi er árlegur viðhurður og er litið á
hann sem opnun að Engiandsmeistarakeppninni í knattspvrnu.
en hún hefst á fullri ferð næstu helgi með heilli umferð í öllum
deildum. Liverpool og Arsenal skemmtu tæpum 100.000
áhoríendum á Wemhley á laugardaginn. eða iillu heldur
Liverpool skemmti þeim. því að liðið sýndi snilldartakta frá
upphafi til enda og leikmenn Arsenal komust aldrei að til að
sýna hvað þeir gætu. Liverpool vann örugglega 3 —1 og var það
í minnsta lagi. staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Liverpool.
Sem fyrr segir var sigurinn í
minnsta lagi. Liverpool tók
leikinn þegar í sínar hendur og
nær hefði verið að leikmenn
liðsins skoruðu 5 mörk í fyrri
hálfleik í stað eins. Pat Jenn-
ings, markvörður Arsenal, var
eins og frumskógur á marklín-
unni lengst af og erfitt var að
komast í gegn um hann.
Dave Johnson klúðraði
dauðafæri sem McDermott bjó
til fyrir hann á 3. mínútu ög
aðeins 5 mínútum síðar varði
Jennings snilldarlega hörku-
skot Kenny Dalglish. Enn liðu
ekki nema tvær mínútur og þá
sendi Dalglish knöttinn i netið,
en var dæmdur rangstæður.
Alan Sunderland ‘brenndi af
einu góðu færi fyrir Arsenal,
en Liverpool gaf ekki fleiri færi
á sér í bráð. Jennings varði
síðan aftur, skot frá Johrison,
áður en að fyrsta markið leit
dagsins ljós. Það var á 38.
mínútu, Ray Kennedy sendi
laglega á Terry McDermott,
sem skoraði örugglega.
Liverpool slakaði ekki á
nema síður sé í síðari hálfleik
og ekki leið á löngu þar til
annað markið var staðreynd.
Það var dæmigert mark fyrir
Kenny Dalglish. Hann fékk
knöttinn frá Alan Hansen við
vítateigslínuna, snéri á tvo
varnarmenn með bolvindu og
spyrnti síðan í netið án þess að
Jennings kæmi nokkrum vörn-
um við. Þrátt fyrir snilli Jenn-
ings, bætti McDermott við
þriðja markinu. 3 mínútum
fyrir leikslok, skoraði Alan
Sunderland eina mark Arsenal,
en eins og aö líkum lætur,
skipti það engu máli varðandi
úrslit leiksins.
Liverpool lék slíka knatt-
spyrnu í leik þessum, að sér-
fræðingar ytra telja að þó að
ótrúlegt sé, sé liö Liverpool
mun sterkara en nokkru sinni
fyrr. Einkum er það miðvall-
arspil liðsins sem er frábært,
en þar ráða ríkjum fjórir
kappar, Graeme Souness,
Terry McDermott, Ray Kenn-
edy og Jimmy Case. Israelski
landsliðsmaðurinn Avi Cohen
var á varamannabekknum hjá
Liverpool, en kom ekki inn á.
Terry McDermott skoraði tvívegis fyrir Liverpool gcgn Arsenal.