Morgunblaðið - 14.08.1979, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. AGUST 1979
25
Ljósm. Sigtryggur
áá
ana
að lið ÍA er í uppbyggingu eftir að
hafa misst sterka menn en Valur
hefur haldið sínum beztu mönnum
3—4 ár, mjög góðum mönnum,
sem allir geta gert það með
boltann sem þá lystir."
Veður var fremur leiðinlegt á
Akranesi á sunnudaginn. Gekk á
með skúrum og var völlurinn því
blautur.
í STUTTU MÁLI:
Akranesvölllur 12. ágúst, ís-
landsmótiö 1. deild, Akranes —
Valur 1:2 (0:2).
Mark ÍA: Árni Sveinsson é 82.
mínútu.
Mörk Vals: Albert Gudmundsson
á 39. mínútu og Höröur Hilmarsson
á 45. mínútu.
Áhorfendur: 1800.
Spjöld: Matthías Hallgrímsson,
rautt spjald, Hörður Hilmarsson,
Jón Alfreðsson, Ólafur Danivalsson,
Guðjón Þórðarson og Guðmundur
Þorbjörnsson gul spjöld.
- SS.
Grímur Sæm.
Gunnar Gfslas.
KR og IBV aðstoða Val
ALLT virðist ætla að hjálpast við
að gera Val að íslandsmeistara í
knattspyrnu. Sama dag og Vals-
menn sóttu tvö stig á einhvern
erfiðasta völl tii heimsóknar.
völlinn á Akranesi. deildu liðin
tvö sem næst Val og ÍA hafa
verið. KR og ÍBV. stigum á
Laugardaisvellinum. Jafntefli
varð. 2—2. staðan í hálfleik var
1 — 1. Það var áthyglisvert. að
leikurinn fór fram á Fögruvöll-
um. ekki aðalleikvanginum eins
og margir töldu sig þó hafa heyrt
auglýst. Leikur KR og ÍBV var
með þeim betri á sumrinu. oft vel
leikinn. opinn í báða endá og
hörkuspennandi. Varla þarf að
geta þess að baráttan var rosa-
ieg. Valur hefur nú 3 stiga
forystu og ef svo heldur sem
horfir. mun spennan fara að
þverra í mótinu. Ekki einu sinni
bikarkeppnin er líkleg til að
verða tvísýn. því að ætla má. að
lið Vals sé nú mun sterkara en
bæði lið Þróttar og Fram.
KR-ingar voru mun hættulegri í
aðgerðum sínum gegn IBV framan
af og úr þeim herbúðum kom lengi
vel ekkert nema einstaklings
framtak Tómasar Pálssonar. Það
var Jón Oddsson sem fékk færin,
skallaði í fang Arsæls markvarð-
ar, skaut naumlega yfir svo nokk-
uð sé nefnt. Aðdragandinn að
færum Jóns var góður. boltinn
KR:IBV
2:2
gekk frá manni til manns og
KR-ingar virtust vera í essinu
sínu. Hinum megin átti Gústaf
eitt skot vel yfir markið úr þokka-
legu færi. Var KR-vörnin þarna
steinsofandi og Gústaf sá enga
ástæðu til að vekja hana.
Arsæll Sveinsson markvörður
IBV varð að taka á honum stóra
sínum á 12. mínútu, þegar hann
varði fast skot Birgis Guðjónsson-
ar, sem kom eftir fallegan undir-
búning Sverris Herbertssonar og
fleiri góðra manna. Það var því
samkvæmt þessu frekar óvænt
þegar IBV náði forystunni. Tómas
Pálsson lék þá Örn Guðmundsson
grátt, komst upp að endamörkum,
en fyrirgjöf hans fyrir markið
steytti af Berki Ingvarssyni og
smaug í netið.
Þaö tók KR-inga varla mínútu
að jafna, en þá tók Snæbjörn
Guðmundsson aukaspyrnu inn í
teiginn og Sigurður Indriðason
skallaði glæsilega í netið, gersam-
lega óverjandi fyrir Arsæl. Fleiri
mörk voru ekki skoruð í fyrri
hálfleik, en Ársæil kvað Jón Odds-
son einu sinni snarlega í kútinn
með gullfallegri markvörslu, er
Jón skaut hörkuskoti frá vítateig.
j
Besta færi ÍBV var gott skot
Sveins yfir markið rétt fyrir hlé.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki
gæfulega fyrir Stefán Örn Sig-
urðsson, sem brenndi illa af góðu
skotfæri á 8. mínútu. KR-ingar
voru afar fjörugir framan af
síðari hálfleik og á 57. mínútu
náðu þeir forystu með glæsiskalla
Barkar Ingvarssonar, eftir gríðar:
legt innkast Jóns Oddssonar. I
kjölfarið komu bæði skot í stöng
og hliðarnetið hjá ÍBV.
F.yjamenn jöfnuðu óvænt á 71.
mínútu og skrifast það mark að
mörgu leyti á Hreiðar Sigtryggs-
son markvörð, hans einu mistök í
leiknum. Há sending kom inn í
teiginn og Hreiðar æddi út úr
markinu hrópandi „hef hann“. En
hann hafði hann alls ekki og
boltinn hrökk í bak Arnars
Oskarssonar, þaðan til Sveins
Sveinssonar, sem vippaði knettin-
um yfir allan skarann og í opið
markið, 2—2. Við þetta dró allan
mátt úr KR-ingum og Eyjamenn,
einkum þó Tómas og Örn, sem
kominn var í framlínuna, óðu inn
og út að vild. Örn var einkum í því
að mata aðra, en Tómas var
marksæknari. T.d. átti hann eitt
þrumuskot á markið af stuttu
færi, sem Hreiðar varði af eðlis-
ávísun. Annað hörkuskot átti
Tómas í stöng og út, en sigur-
markið v.ildi ekki koma og sat fast
við sinn keip.
apMiH
KR-ingar áttu einn besta leik á
sumrinu, sem undirritaður hefur
séð til þeirra. Liðið náði oft upp
fallegum leikfléttum og skapaði
sér færi sent hefðu fært því sigur,
hefði Ársæll ekki verið í bana-
stuði, En þrátt fyrir að vörnin hafi
yfirleitt virkað örugg, lék Tórnas
Pálsson lausum hala og var séður
náungi nærri teig KR-inga.
Gleymdist oft að gæta hans. Sæ-
björn Guðmundsson var besti,
maður KR, geysilega vaxandi leik-
maður. Tækni hans og yfirferð er
oft með ólíkindum. Jón Oddsson
var ógnandi, auk þess sem margir
KR-ingar lögðu margi gott til.
Tómas Pálsson, Ársæll Sveins-
son og Örn Oskarsson voru bestu
menn IBV, Ársæll hjargaði
málunum með snilldarmarkvörslu
framan af leik, Tómas var ávalit
stórhættulegur og Örn öflugur að
venju, einkum þó er hann blandaði
sér í framlínuna. Minna bar á
öðrum leikmönnum ÍBV.
í stuttu máli:
ísiandsmótiö 1. deild Laugardalsvöll-
ur KR—ÍBV 2—2(1 —1).
Mörk KR: Sigurður Indriðason (23.
mín) og Börkur Ingvarsson (57. mín).
Mörk ÍBV: Tómas Pálsson (22. mín)
og Sveinn Sveinsson (71. mín).
Spjöld: Sverrir Herbertsson KR, Örn
Óskarsson ÍBV og Siguröur Péturson
KR fengu gul spjöld.
Áhorfendur: 1325.
— 99
* lT»,
I I ,
*'*^,»**«»*iM»sm*»** ;* r
........
• Sveínn Svninvvon (nr. 6) iwfur vippað knnttínum ytir vonsvikna KR-ingana og jalnaö.
Ljósm. Guðjón
IBK og Þróttur deildu stigum
ÍBK HLÝTUR að haía misst endanlega af lestinni í kapphlaupinu um
íslandsmeistaratitilinn þegar liðið fékk Þrótt í heimsókn suður með
sjó og varð að siá af öðru stiginu. Jafntefli varð 1 — 1, staðan í hálfleik
var 1—0 fyrir IBK. Það verður að segjast eins,og er, að lið ÍBK var
frekar heppið að sleppa með annað stigið, þvf að þó að munurinn á
liðunum úti á vellinum hefði ekki verið tiltakanlegur, þá opnaðist
vörn ÍBK svo oft og svo illa, að tvfvegis kom til kasta Þorsteins
markvarðar að verja meistaralega á síðustu stundu.
Heimamenn voru sprækari *—mmmmmmmm,m—^mmmmmmm^^
fyrstu mínúturnar og skalf mark
Þróttar tvívegis, er knötturinn
hæfði marksúlurnar. Fyrra skipt-
ið hrökk knötturinn í þverslána,
úr fanginu á Ólafi markverði eftir
hornspyrnu og í síðara tilvikinu
skallaði Úlfar Hróarsson glæsi-
lega í stöngina á eigin marki.
Hann mun þó vafalítið ekki hafa
ætlað sér það. Ólafur varði einnig
vel skot Ólafs Júlíussonar og
skalla Ragnars Margeirssonar.
Þróttarar áttu lengst af undir
högg að sækja, mark ÍBK lá í
loftinu og það kom á 37. mínútu.
Ágúst Hauksson, aftasti maður,
lét þá Steinar Jóhannsson ræna
knettinum af sér rétt fyrir innan
miðlínu. Steinar tók þegar stefn-
una á mark Þróttar á flughraða
með Ágúst og fleiri Þróttara
blásandi á hælunum, lék inn í
vítateig og renndi knettinum lag-
lega og örugglega fram hjá Ólafi
úthlaupandi.
ÍBK Þróttur
1:1
Páll Ólafsson sá um að jafna
fyrir Þrótt, mjög svipað og fyrra
mark leiksins, nú var það Guðjón
Þórhallsson sem hitti ekki knött-
inn á versta hugsanlega augna-
bliki. Páll stakk af og skoraði
örugglega með þrumuskoti úr
dauðafæri. Páll fékk tvö önnur
mjög góð færi, næstum því eins
góð og framangreint, en Þorsteinn
sá við skotum Páls. Baldur
Hannesson fékk annað mjög gott
færi, en dró svo á langinn að
skjóta, að ekkert varð úr þegar
upp var staðið. Heimamenn áttu
auðvitað sín færi einnig, en ekki
eins mörg afgerandi og hættuleg.
Það var helst þegar Ragnar Mar-
geirsson skallaði naumlega yfir
þverslána eftir góða aukaspyrnu
Ólafs Júliussonar.
Fyrir utan nokkra góða knatt-
spyrnuspretti hjá báðum liðum,
höfðu áhorfendur einkennilega
gaman af taugastríði Úlfars
Hróarssonar og Ólafs Júlíussonar.
Það lá nokkrum sinnum við áflog-
um og áhorfendur biðu spenntir.
En dómarinn sá sitt óvænna eftir
eina rimmuna og bókaði báða.
Rann þá af þeim mesti móðurinn,
enda fýsti hvorugan að yfirgefa
völlinn með rautt spjald á bakinu.
Keflavíkurliðið átti ekkert
sérstaklega góðan leik að þessu
sinni, vörnin míglak um miðbikið
og miðvallarleikmennirnir náðu
engum afgerandi tökum á miðj-
unni. Framherjarnir Ragnar
Margeirsson og Steinar Jóhanns-
son áttu mjög góða spretti í
leiknum, en báðum hætti til að
reyna að gera einum of mikið
einir. Það sama er að segja um
langhættulegasta sóknarmann
Þróttar, Pál Ólafsson. Auk hans
áttu góðan leik hjá Þrótti mark-
vörður Ólafur ólafsson og Baldur
Hannesson.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild Keflavíkur-
völlur ÍBK—Þróttur 1—1 (1—0)
Mark ÍBK: Steinar Jóhannsson
(37. mín.)
Mark Þróttar: Páll Ólafsson (52.
mín.)
Spjöld: Úlfar Hróarsson og Ólafur
Júlíusson.
Dómari: Sævar Sigurðsson.
— Kg.
Elnkunnagjöfln
IBK: Þorsteinn Ólafsson 3, Óskar Færset 2, Guðjón Guöjónsson 2,
Guðjón Þórhallsson 1, Sigurbjörn Gústafsson 2, Sigurður Björgvinsson 1,
Olafur Júlíusson 2, Einar Ásbjörn Ólafsson 1, Gísli Eyjólfsson 2, Steinar
Jóhannss^n 3, Ragnar Margeirsson 3, Þórður Karlsson (vm) 2
Þróttur: Olafur Ólafsson 3, Rúnar Sverrisson 2, Úlfar Hróarsson 2,
Jóhann Hreiöarsson 2, Sverrir Einarsson 2, Sverrir Brynjólfsson 1, Daöi
Harðarson 1, Arnar Friöriksson 2, Ágúst Hauksson 2, Halldór Arason 1,
Páll Ölafsson 3, Baldur Hannesson (vm) 2
Dómari: Sævar Sigurðsson 3