Morgunblaðið - 14.08.1979, Page 27

Morgunblaðið - 14.08.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 35 Guðvin Gunnlaugsson: Sumarkveðj an hans sr. Bjartmars úthlutaði. Þetta olli óánægju hjá fólkinu. Víetnamarnir og flugumenn þeirra voru uppgötvaðir. Tilraunir þeirra til að steypa stjórninni voru bældar niður. Það er hins vegar ekki rétt að segja, að víetnamskir undirróð- ursmenn einir hafi vegið fólk að stríði loknu. Einkahefndir manna kostuðu líf eins og hvarvetna hefur gerst eftir styrjaldir. Þau líf voru þó ekki mörg. Milli fátækra bænda og fyrrver- andi borgarbúa skapaðist sums staðar missætti. Eins og þið vitið var borgarlífið í Kampútseu áður fyrr mjög einangrað og gjörólíkt sveitalífinu. Hér í Frakklandi t.d. hafa sveitirnar þróast þannig að borgar- og sveitalíf er ekki eins aðskilið í tvo heima. Þegar borgar- búarnir hjá okkur fóru út í sam- yrkjubúin var þeim langoftast vel tekið en stundum óx tortryggni þar á milli. Ávinningur Helstu ávinningar okkar eftir sigurinn voru þeir að við gerðum allar landvinningatilraunir Víet- nama að engu og að við hófum endurreisn landsins. Nokkrir megináfangar höfðu unnist í viðreisn landsins. Ég nefni bara þá helstu. í fyrsta lagi höfðum við alger- lega feyst fæðuvandamálið, þ.e.a.s. að allir borðuðu sig metta. Það voru vissulega til þau samyrkjubú þar sem víetnamskir flugumenn bönnuðu fólki að neyta hinnar ágætu uppskeru og neyddi þá til að sötra hrísgrjónasúpu. I árslok 1977 gerðum við okkur fyllilega ljóst að þau samyrkjubú sem enn viðhöfðu þennan sið voru í greip- um undirróðursmanna. Þess vegna var skýrt kveðið á um það, og m.a.s. tilkynnt í útvarpinu, að þessi háttur væri fordæmdur, svo að almenningur í samyrkjubúun- um gerði sér grein fyrir þessu og þyrði að grípa til sinna ráða. 1978 voru 98—99% af þessum vanda- málum úr sögunni. Húsnæðismálin voru komin á góðan rekspöl einkum til sveita. Risin voru hús til almenningsnota og einbýlishús. Klæðin. Fólk hafði orðið föt til að klæðast. Ég tek þetta fram því að í landi okkar er þetta mikið mál. Áður fyrr hafði fólk í afdöl- um landsins varla spjarir á kropp- inn. Við höfðum náð svo langt að hver maður fékk að jafnaði tvenn- an alfatnað á ári. Þeir sem unnu vinnu sem útheimti meira fengu þrennan eða fernan. í fjórða lagi þá höfðum við útrýmt malaríu og heilsufar hafði almennt batnað. Gerð voru lyf úr plöntum sem gnótt er af í landi okkar en einnig var flutt inn þar sem þessi lyf dugðu ekki til, svo sem penisilín o.fl. Allir hafa heyrt um hrísgrjóna- ræktina, um skurði, áveitur og vatnsmiðlanir. Ég get bara bætt því við að á árinu sem leið höfðum við áveitur á 600 þús. hekturum lapds og fengum tvisvar af þeim uppskeru. Heildarakurlendi var 2 milljónir ha. Uppskeran jókst úr 1 tonni á ha fyrir frelsunina í 3—3‘/2 tonn á ha í hvorri upp- skeru. Vinir okkar erlendis frá, svo sem bandarísku blaðamennirnir, sem heimsóttu landið í des. sl., sáu og staðfestu að hagur lands og þjóðar fór batnandi áður en Víet- namar gerðu innrás í landið. Óvænt tíðindi Æðstu menn okkar hafa tekið þátt í nær hundrað samningatil- raunum við Víetnama, m.a.s. fyrir 1970. Við létum ekkert uppi fyrr en 1977 þegar Víetnamar gerðu fyrri innrásartilraunina. Þá urð- um við að segja alþjóð frá hvers eðlis var. Síðan var það eftir 3. nóv. í fyrra, þegar Víetnamar opinber- uðu samninginn við Sovétríkin sem færði þeim gífurlegt her- tækjamagn, að þeir hófu seinni atlöguna. Blitzkrieg misheppnast Fyrsta takmark Víetnama með innrásinni var að heyja stutt stríð, Blitzkrieg eins og það heitir á þýsku. Þeir ætluðu að ljúka því af fyrir janúarlok. Takmarkið var einnig að koma stjórnvöldum fyrir kattarnef, gjöreyða her okkar, æsa til upp- þota og setja upp leppstjórn í Phnom Penh. Engu af þessum markmiðum náðu þeir nema einu: að koma á leppstjórn. Þeir urðu því að setja sér sömu markmiðin aftur og nú fyrir lok þurrkatímabilsins, auk þess sem þeir ætluðu að „kmera" stríðið, þ.e. að fá kmera til að berjast við kmera. En allt kom fyrir ekki. Þeir urðu að senda þrjár herdeild- ir (divisions) (um 30 þús. manns) til viðbótar í byrjun febrúar, þrjár i viðbót um mánaðamótin mars-apríl ásamt þrem herflokk- um (régements) frá Laos. Hvar sem Víetnamarnir fóru eyddu þeir, drápu og brenndu. Ef við berum saman þetta stríð við það sem Bandaríkin og herir Lon Nol háðu, þá er þetta enn skað- vænlegra því að takmark þess er útrýming kampútsönsku þjóðar- innar og kynþáttarins. Við áætlum að tala fallinna meðal óbreyttra borgara sé komin í hundrað þúsund. En á fjórum mánuðum hefur her okkar gert fjörutíu þúsund víetnamska her- menn óvirka, fellt þá eða sært. Víetnömum mistókst í ætlunar- verki sínu. Ríkisstjórn okkar komst óhult undan og hefur haft aðsetur sitt í landinu allan tím- ann, svo og allir æðri forystu- menn. Við höfum misst nokkra leiðtoga þorpa og héraða, en aðrir hafa bjargast. Her okkar var ekki tortímt, heldur var hann endur- skipulagður í fjölmargar skæru- liðasveitir um allt land með nokkra tugi eða hundruð manna í hverri. Slíkar sveitir henta betur nú, þær eru beinskeyttari, fljótari í förum og sjálfbjarga. Auk þess- ara sveita höfum við skipulagt varnarlið til að verja bændur og samyrkjubú. Við áætlum að fjöldi vopnaðra manna okkar sé um 300 þús. Varnarliðin hafa þó oft á tíðum aðeins hefðbundin vopn í höndum svo sem eiturörvar, sem Víetnamar skelfast reyndar mjög. Ég þakka sumarkveðju fra sr. Bjartmari Kristjánssyni, sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí, þó að hún væri dálítið köld á köflum. Ég sagði í grein minni í Morgunbl. 22. mars, að ég mundi ekki skrifa meira um þessi mál, nema alveg sérstakt tilefni gæfist til þess. Ég ætla ekki að fara að hrekja lið fyrir lið allar þær rökleysur, sem koma fram í grein prestsins, heldur benda á nokkrar þeirra og láta lesendum eftir að Hæma um, hve sannleikurinn og 'éttlætið skipá þar háan sess. Umsagnir um grein mína Ég læt mér í léttu rúmi liggja, þó að presturinn bregði mér um fáfræði, skilningsleysi, hræsni og að ég geri sjálfan mig Guði jafnan og vel það. Margir þökkuðu mér fyrir grein mína, einkum hér á Akureyri. En einnig hringdu eða skrifuðu all- margir frá Reykjavík og Suður- landi. Það var fólk, sem ég þekkti ekkert personulega. Meðal þessa fólks voru a.m.k. þrír guðfræðing- ar og einn skólastjóri. Leyfi ég mér að birta stutta kafla úr bréfum guðfræðings og skóla- stjóra. Útilokað er, að hér sé um vilfylgi að ræða, því að báðir eru mér algerlega ókunnir persónu- lega. Guðfræðingurinn segir í sínu bréfi: „Það er ánægjulegt að sjá, að til eru leikmenn, sem geta skrifað um kristindómsmál af jafn mikilli þekkingu og þú gerðir í þessari grein. Því miðúr hefur það borið við, að prestar af gamla skólanum hafa ruglað saman trúarbragðafræðum og kristinni trú og þekkja ekki muninn þar á. Þetta hefur valdið óbreyttu safnaðarfólki hinum mestu vand- ræðum er beinlínis forsenda þess, að margt trúrækið fólk hefur leitað til sértrúarflokka, ellegar til annarra trúarbragða og aðhyllst þau sem afbrigði af kristindómi." í bréfi skólastjórans segir m.a.: „Var rétt í þessu að ljúka við lestur á grein þinni í Morgunblað- inu í dag. Vildi aðeins færa þér bestu þakkir fyrir. Treysti mér auðveldlega til þess að skrifa „amen“ undir greinina. Það gleður mig óumræðilega, að slík virðing fyrir og trú á Biblíuna skuli enn finnast. Þakka einnig góðan anda, sem í greininni ríkir. „Ég set þessar tilvitnanir ekki mér til hróss, því að minn hlutur í grein- inni var mestur sá, að ég reyndi að þræða kenningar Biblíunnar um þaií mál, sem voru til umræðu. En ég geri miklu meira með það, sem þessir óvilhöllu, hlutlausu menn segja en köpuryrði prestsins á Laugalandi. Tilvitnanir í grein B.K. Nú vil eg bregða upp nokkrum stöðum úr síðari grein prestsins, sem gefa svolitla hugmynd um hvernig hann fer með staðreyndir. B.K. segir: „Það er eftirtektar- vert, að G.G. vildi láta kenningar Biblíunnar koma sem best fram. Hvers vegna vill hann ekki sem kristinn maður, heldur halda sig við kenningar Krists?" Ég hélt í fávisku minni, að kenningar Krists væru í Biblíunni og hvergi annars staðar. I grein minni sagði ég, að Jesús hefði aldrei dregið i efa sannleiksgildi Ritningarinnar og sýndi fram á það með skýrum orðum Jesú sjálfs m.a. þessum: „Ritningin getur ekki raskast.“ Þegar B.K. fer að ræða þessi mál, verður það svona úr hans penna: „Þá þykist G.G. trúa því, að Ritningin geti ekki raskast." Hér sjá lesendur hvernig farið er með staðreyndir. Þá segir B.K. í fram- haldi af þessu, að ég sé logandi hræddur við alla biblíugagnrýni og haldi, að hún fari öll úr reipunum, sé við einhverju hrófl- að. Þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Ég er alls ekki hræddur um, að gagnrýni og árásir B.K. og annarra slíkra kollvarpi neinu í Biblíunni. Það hafa miklu meiri menn en hann reynt það á öllum öldum, en þrátt fyrir það stendur Biblían nú styrkari en nokkru sinni fyrr. Til þess hefir ekki þurft neina „skothelda virkismúra.“ Þá tek ég upp þessa furðulegu setn- ingu B.K.: „Þá þykir mér týra á skarinu, þegar G.G. þykist hafa búið til sína eigin friðþægingar- kenningu.“ Það sem, ég sagði í grein minni var, að ég tryði friðþægingarkenningunni eins og hana væri að finna í Biblíunni, en ekki eins og hún væri túlkuð í kirkjulegum kenningum. Tilfáerði ég nokkuð marga Biblíutexta um þetta. En presturinn segir, að ég þykist hafa búið til mína frið- þægingarkenningu. Svona er sannleikurinn, svona er hrein- skilnin, svona er samviskusemin að fara rett með heimildir. Því var það að einn, sem minn- ist á þessa furðulegu rangfærslu við mig, sagði: „Það var mikið, að hann sagði ekki, að þú hefðir búið til Biblíuna." Þá er hér einn staður enn, sem varpar ljósi á sannleiksást sr. Bjartmars. Hann segir: „Þess vegna villist hann (hann á við mig. Innskot G.G.) líka út á þá braut að telja trúnað við kirkjukenningar hinn eina og sanna kristindóm." Ekkert væri fjær mér en að halda slíku fram. Allir, sem lesið hafa grein mína hljóta að sjá, að þar held ég eindregið fram kenningum og sjónarmiðum Biblíunnar í ÖLLUM þeim atriðum, sem tekin eru til meðferðar þar. En það er langt frá því, að kenningar Biblí- unnar og kirkjukenningar farv alltaf saman, eins og best sást af skrifum B.K. Þá er hér enn ein tilvitnum í grein B.K., sem sýnir glöggt hina skörpu rökvísi hans: „Þá segir G.G. í öðru orðinu, að grunndvöllurinn sé Kristur en í hinu, að Biblían sé grundvöllur- inn. Eru þá grundvellirnir tveir? „Aumingja Páll“ vissi engan ann- an grundvöll en þennan eina, sem er Kristur. Og hann tók svo stórt upp í sig, að annan grundvöll gæti enginn lagt. En nú hefir G.G. sem sagt lagt annan grundvöll. Og þá veit maður það.“ Allir, sem hleypi- dómalaust lesa grein mína, hljóta að sjá, að ég er ekki þar að reyna að leggja annan grundvöll en Jesúm Krist. Það er nefnilega hrein FJARSTÆÐA, sem presturinn er alltaf að ota fram, að Biblían og Kristur haldi fram tveim ólíkum sjónarmiðum. Biblían og Kristur verða ekki AÐSKILIN. Og svo er það aumingja Páll. Hann segir, er hann er að tala um kristinn söfnuð í Efesusbréfinu: „Bygging, er hefir að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesúm sjálfan að hyrningar- steini." (Efs. 2.20.). Eftir kenningu B.K. er Páll allt í einu farinn að tala um tvó grundvelli. En svo er ekki, hvorki Páll né ég erum að tala um tvo grundvelli. Það er Jesús Kristur, sem tengir saman í eina heild Gamla og Nýja testa- mentið (postulana og spámenn- ina). Úr allri grein sr. B.K. finnst mér mega lesa eitthvað svipað og farisearnir sögðu við manninn, sem fæðst hafði blindur, en Jesús læknað: „Og þú ætlar að fara að kenna oss.“ Ég kveð svo sr. Bjartmar Kristjánsson, hélt ég, að hann myndi verða drengilegri andstæð- ingur en raun hefir á orðið. Ég mun alls ekki svara honum framar, þó að hann skrifi e.t.v. margra blaðsíðna grein eftir svo sem 3—4 mánuði. En áður en hann fer af stað með næstu grein væri ekki úr vegi fyrir hann að lesa vel þessa góðu setningu í grein sinni: „Hreinskilni við sjálf- an sig og aðra er gulls ígildi ekki síður í trúarefnum en á öðrum sviðum." En stundum er hægara að kenna heilræðin en halda þau, prestur minn. 2.'agúst 1979 Guðvin Gunnlaugsson. i kona. Ojí Porki Lúsifer né hans mæði hana nokkru r þeir kumpánar hrelli FTskunnarlaust. eftir |)\ i un K^fur í skyn. fííðvin og Biblían kllér hefði <’. (I átt að lata Faðar numið, svo að ekki sannað- ,t a hon*um, „að hið siðara |>ess f.uantts verði verra en hið fyrra" n i |tess stað skrifar hann langt al i Mhl. 22. marz s.l þar sem sé ekkert gefið um mann- inn þann. Og gæti orsökin verið sú, hve afstaða þeirra til Bihlíunn- ar er gjörólík. í hirðisbréfi sínu: Ljósyfir land, tekur herra biskupinn, Sigurbjörn Kinarsson, fyrir afstöðu Lúters til Ribliunnar. Segir hann Lúter að sonnu hafa verið bibliufastan, en þó hafi hann getað verið óhlífinn í bibliugagnrýni sinni, ef því var að Sr. Bjartmar Kristjánsson: svo mörji lum Hvernig á t.d. að skýra undrun hennar yfir því, er Jesús, tólf ára, varð eftir í musterinu'’ Hún blátt áfram vandar um við son sinn. „o.-., hv, KorAiröu okkur þetta’’ Sjá. faðtr pim. leituðum þín harmþrungin“. Þá er það vitað mál, að hvorki María móðir Jesú né bræður hans fylgdu honum að málum, meðan hann gekk hér um kring. Um það vitnar Markús 3.21 og 3.31—35. En þar kemur það fram. að þau álitu hann >ekki vera með sjálfum sér“. Og þegar Jesú er sagt, að móðir hans og bræður séu að kalla á hann, þá gefur hann það svar. sem ekki verður misskilið og ráða má af, hvaða skilningi hann átti að mæta hjá sínum nánustu. Af húsi og kynþætti DaH ! F.kki eru sannfærail I m«-lonóa mins fvrir þ\^ | moou hH-fj „(>t ^ j Daviðs. Vist hefi eg prenti. En þeir tima*-eru li»l I það eitt séu talin rök fyrirl ! leiksgildfinu Og hér liggur I.T j ast fyrir að spyrja. hvers ve I guðspjallamennirnir. sem leggjl ; svo afarmikla aherzlu á. að Jesu* ] hafi verið „Daviðs sonur“. segja | það þá ekki að Maria hafi verið af j ætt Daviðs, ef Jesús átti ekki mannlegan foður’’ Dr. William Barclay. sem var | mikilsvirtur prófessor i bibliu- !nn um höfuðatriðin r saman þekkingárleysi. skilningi og rangfierslum a uiii miniim (íet eg ekki latið llða að leiðretta þetta F.kki þo J»es> að koma einhverri skimu- i hugskoi viðnue'.anda íiiir.s, að ji.ið er trulega voniaust k. heldur vegna annarra. sem !d \í!i hafa nennt að fylg.iast ' oi ðaskiptum okkar ellast \ið al'.a Bihlíunnar i grein em eittbvað hennar er ifs; skip'.a Og ekki hafi hann heldur álitið, að allt sé jafnbrýnt og mikilvægt. sem geymist innan spjalda hennar Ennfremur segir hiskupinr „Lúter hefir orugg i fotfestu i túlknn Bibliuriiia;, akveðið át’amið. Þess vegna getur hann með ftdlkomnu jafnaðargeði hent á ranghermi og missagnir i baðum tystament unum. Slikum athugasemdum gefur hann svo litinn gaum. að }>;er erff hersyni- lega sjalfsagðar i hans augutv. Bihlian glatar engu af tign sinni ifavaldi. Jmtt hiin heri yvnnIegra .. inLutark- Allt Jietta, og fleira. er i hróp- andi mótsogn við það. sem Maria hefði átt að vita. ef við eigum að lita a fyrsta kapitula Lukasar- ruðso' ills sem sagnfræði fyrst og tremst. En nú dettur engum hihl- niskýranda Jiað i hug, cngum sem \ill láta taka orð sin alvarlega (>g liklegt finnst mér. að Lukasi hafi altlrei komið til hugar. að lii mundu verða |>eir menn er skiltlu „jarðligri skilniiigu" |>ai hann segir guð^ Jiennan einsta athurð^ he Ekkl hugmy i eg und J i verolj fræðum \ið (ilasgow-háskola. seg- ir svo i hok sinni The plain man looks ai the A|>ostles' creed ibls 7t>—77». i lauslegri |>yðingu ...Ettartolur Jesu voru greini lega settar satnan af einhverjuin. sem ekAi hafði heyrt getið un^ Hiey iarstmerni Jesu. eða tok sogu ekk i hokslaflegjt ættart'nlú Pol Pot á fundi með framámönnum f hernum f maf sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.