Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 HLAÐVARPINN Halldór heitinn Péturseon teiknaði margar myndir af þeim félögum, Símoni og Viftari, og þær hanga uppi é vegg inn af barnum. Mbi. ói.k.m. Sambúðin betri en bezta hjónaband „Ég er nú ekki alveg jafn gamall í hettunni hér og Naustiö ajélft. Hef unnift í 23 ér en Naustift veröur 25 éra í næsta ménuöi — 6. nóvember. Ég byrjafti é barnum meft Símoni Sigurjóns- eyni þann 4. égúst 1963. Ég man dagsetninguna svo glögglega því Sfmon étti afmæli þé. Sambúö okkar Símonar hér é barnum hefur verift mjög góft. Aftspurftur sagöi Símon einhverju sinni aft sambúft okkar hér væri betri en bezta hjónaband," sagði Viftar Ottesen, barþjónn é veitingahús- inu Naustinu, í stuttu spjalli vift blaöamann í vikunni. Tilefnift var 25 éra afmæli Naustsins. Ekki þarf aö fara mörgum orftum um Naustið — þaö skipar veglegan sess í hugum Reykvíkinga. Staö- ur, sem staftist hefur tímans tönn — enn í dag er Naustiö einn helsti veitingastaöur borgarinnar. Hefur ekki orðið mikil breyting á samkvæmislífinu? „Jú, því er ekki aö neita. Einkum finnst mér dapurt til þess að hugsa, að fólk er nú alveg hætt aö panta fjór- og sexréttaöa dinnera eins og í gamla daga. Nú kemur fólk bara og fær sér steik. Þaö var ákaflega gaman aö sörvera er fólk fékk sér allt upp í sexréttaöan dinner. Þá haföi fólk Rœtt við Viðar Ottesen, barþjón tíma til aö setjast niöur, boröa og njóta þess. En maturinn er nú hlutfailslega dýrari en þá. Þá hefur oröið breyting á vínneysiunni. Nú drekkur fólk meira ánægjunnar vegna — fyrir sitt hæfi. Þaö finnst mér jákvætt og þaö kalla ég vínmenningu. Eigiö þiö marga fasta kúnna? „Já, þeir eru margir sem koma hingaö reglulega og þeir gefa staönum aukiö gildi. Viö segjum í gamni, aö þeir komi aö sækja póstinn sinn.“ Hefur Naustið sál? „Já, ég er alveg sannfæröur um þaö. Hér vann einu sinni kona, sem var skyggn. Hún sá fólk koma inn, gott fólk. Bæöi ég og Símon höfum oröið fyrir því aö okkur væri strítt hér á barnum. Báöir oröiö vitni aö atburöum, sem eiga sér enga skýringu aöra en að einhver aö handan hafi veriö aö verki. Eins og aö glös hafa veriö felld um koll — án þess aö nokkur væri nærri. Þá finnur maöur stundum fyrir nær- veru einhvers, einkum í skamm- deginu. Húsiö er oröiö mjög gamalt. Hér var einu sinni neta- verkstæöí, þá billardstofa og hús- gagnaverzlun áöur en veitinga- staöurinn tók til starfa." Er gott aö vera barþjónn á Naustinu. „Já, þaö er skemmtilegt og lifandi starf þegar fólk kemur hér til aö njóta stundarinnar. Hinu neita ég ekki, aö þaö getur veriö þrautleiöinlegt er fólk kemur til þess eins aö drekka sig fullt. En skemmtilegu stundirnar eru fleiri.“ Hvernig heldur barþjónn sér í æfingu, ef svo má aö oröi komast? „Við höldum árlega kokkteilkeppni en jafnframt því hef ég fariö út og kynnt mér þaö sem er aö gerast. Ég hef tvívegis borið sigur úr býtum í þessum keppnum okkar hér og fór síöan í bæöi skiptin til ítalíu til frekari keppni. Áriö 1969 sigraöi ég með kokkteil, sem ég kallaöi „Flóttann". Hann saman- stóö af 2/6 Kahlúa, 2/6 Grand Marineur, 1/6 af Cointreau, 1/6 af Cinzano dry. Þetta var svo hrist. í síðara skiptið, ’76, sigraöi ég meö kokktell, sem ég kallaöi Black-Jack. Hann var blandaöur af 1/3 Doctor’s Special Whisky, 1/3 Cointreau og 1/3 Kahlúa. Út í þetta var sett dash af sítrónusafa og síðan hrist. Þaö var ákaflega ánægjulegt aö fara út á þessi mót og kynnast því bezta, sem er aö gerast." SKAKI Stefnum að því að verða meðal efstu á HM „VIÐ eigum góöa möguleika á aö verða meöal efstu sveit- anna á heimsmeistaramót- inu. Viö erum meö jafna og sterka sveit,“ sagöi Jóhann Hjartarson, skákmaöurinn ungi sem teflir fyrir íslands hönd á heimsmeistaramóti sveina, sem fram fer síöar í mánuöinum í Danmörku. Þar keppa 20 sveitir frá 19 lönd- um. Jóhann Hjartarson teflir á 1. boröi, á 2. borði teflir Jóhannes Gísli Jónsson, Elv- ar Guömundsson á 3. boröi og á 4. boröi teflir Karl Þorsteins en hann sigraöi á skákmóti FIDE í tilefni barnaárs Sameinuöu þjóö- anna. Varamaður er Björgvin Jónsson. „Englendingar veröa gífur- lega sterkir í Danmörku. Þeir eru nú sennilega meö sterkari sveit en Bandaríkja- menn og Sovétmenn, en þessar þjóöir taka ekki þátt í mótinu.“ Nú hefur þú tvívegis tekiö þátt í HM-sveina, auk þess áö vinna Noröurlandatitilinn í skák með Álftamýrarskóla. Er það ekki dágott vegar- nesti á mótiö í Danmörku. íldðinni... í leióinni VIKINGUR 41. árgangur 9. tölublað 1979 Háhyrningarnir hirtu lúðurnar af línunni • í 9. tölublaði Sjómannablaðsins Víkings er sagt frá aðgangshörðum háhyrningum er hirtu lúðu af línu báta s-vestur af Garðskaga. Óskari Þórhallssyni, skipstjóra á Arney KE 50, sagðist svo frá. „Það var í endaðan maí sl. að við ætluðum að reyna við lúðu með línu. Við höfðum frétt að Norðmenn hefðu verið að veiða vel vestur af landinu. Og Boði frá Keflavík hafði farið einn góðan túr. Svæðið sem við reyndum á var 70—120 mílur SV af Garðskaga, dýpi frá 200 upp í 450 faðma. Það var vægast sagt léleg útkoma úr þessu hjá okkur og má kenna háhyrningunum um það. Þeir eyðilögðu aiveg fyrsta hálfa mánuðinn. Ef það kom fyrir að bátar sluppu við þá stund og stund þá kom þarna talsverð lúða upp. Þegar við komum á miðin voru þarna margir háhyrningar, þeir skiptu hundruðum. Þeir voru svo aðgangsharðir að suma daga náðum við ekki einni einustu lúðu upp, þeir tóku þær allar á uppleiðinni. Þannig var það t.d. tvo fyrstu dagana að við náðum engri lúðu. Það voru heldur illilegar augnagotur sem þeir voru farnir að senda mér upp í brúargluggann karlarnir. Háhyrningurinn tekur lúðuna niðri í sjónum, grípur um sporðinn og slítur hana af línunni. Síðan fer hann með hana frá skipinu og þeir rífa hana þar á milli sín. Það var engu líkara en þeir héldu baujuvakt. Vaðan hélt sig skammt frá baujunni og beið þess að línan væri dregin. Maður reyndi að keyra burt, færa sig með línuna, en það þýddi ekkert, þeir bara eltu. Það var bara lúðan sem þeir voru að sækjast eftir. Þeir eru matvandir, líta hvorki við keilu né karfa...“ Geltir og griðungar • GOLFVERTÍÐINNI lauk síðastliðinn laugardag með bændaglímum hjá flestum eða öllum golfklúbbunum. Bændur voru að venju valdir með pompi og pragt á hverjum bæ og á Nesvellinum voru tveir forsetar fyrir liðunum, ekki Kristján og .... Heldur þeir Gunnar Friðriksson forseti Slysavarna- félags Islands og Gísla Halldórsson forseti íþróttasambands íslands. Svo fóru leikar að Geltirnir hans Gísla unnu Gunnar og Griðungana örugglega. ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Komstekki í lið fyrir tveim árum—núí landsttðshópnum „Það kom mér skemmtilega á óvart að vera valinn í íslenzka landsliðshópinn. Ég átti ekki von á því svona snemma. Mér finnst ég enn vera í mótun sem handknatt- leiksmaður," sagði Steinar Birgis- son, Víkingurinn skotfasti í hand- knattleik, þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann hafði þá skömmu áður verið valinn í íslenzka lands- liðshópinn í handknattleik. Það, sem er einkum merkilegt við val Steinars, er, að fyrir tveimur árum komst hann ekki í aðallið Víkings. Hann lék þá með 1. flokki félagsins. En með þrotlausum æfing- um og ótakmörkuðum áhuga hefur þessi dugmikli leikmaður tekið ótrú- legum framförum. Nú leikur hann stórt hlutverk í liði Víkings, 24 ára gamall. Hann er öðrum til fyrir- myndar um áhuga og eljusemi — og lýsandi dæmi um það að menn ná þá aðeins árangri að æft sé, og æft af krafti og áhuga. „Ég gekk í Víking vorið 1977. Lék mína fyrstu leiki með meistaraflokki í Reykjavíkurmótinu. Hafði leikið með 1. flokki. Ástæðan fyrir því að ég lék með meistaraflokki í Reykja- víkurmótinu var sú, að landsliðs- menn Víkings tóku ekki þátt í leikjum Víkings í mótinu. Þeir æfðu af krafti undir HM í Danmörku. En eftir að íslandsmótið hófst að nýju þá lék ég með 1. flokki — landsliðs- mennirnir höfðu þá snúið aftur." Hverju þakkar þú þennan mikla og skjóta árangur? „Ég þakka það félögum mínum í Víkingi, þjálfara félagsins, Bogdan Kowalzcyk, sem er geysilega fær. Nú svo auðvitað áhuga og þrotlausum æfingum. Þá hjálpar það auðvitað að leika með jafn sterku liði og Víkingur er. Samkeppnin í liðinu er gífurlega hörð — aldrei má slaka á.“ Nú gekkst þú úr Fylki og yfir í Víking. „Já, en ég ólst upp í Víkings- hverfinu, Háagerði. Æfði með Vík- ingi upp í 3. flokk. Þá hætti ég en hóf síðan æfingar á ný, þá með Fylki. En hugurinn var hjá Víkingi og ég ætlaði mér alltaf að ganga aftur í félagið. Ég lét þó ekki verða af því fyrr en ég hafði verið þrjú ár í Fylki að ég sneri aftur í Víking. Þess iðrast ég ekki þetta hefur verið ævintýri líkast." Steinar Birgisson er múrari að Steinar Birgdsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.