Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 18
AÐ SETJAST I HELGAN STEIN
1 Q MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Pétur Sigurösaon forttjóri
Hrafnistu, dvalarheimilis aldr-
aöra sjómanna í Reykjavík.
Þeir Rafn Sigurósson og Pótur
Sigurösson forstjórar Hrafnistu,
dvalarheimila aldraöra sjómanna í
Reykjavík og Hafnarfiröi, kviöu
ástandiö í hjúkrunarmálum aldr-
aóra vera i einu orói sagt hörmu-
legt.
„Reykjavíkurborg hefur aö vísu
séö til þess að byggja íbúöir fyrir
aldraða en hefur ekkert gert í aö til
séu heimili til aö taka viö fólkinu
þegar þaö getur ekki dvalist í þeim
íbúöum lengur, frekar en á heimil-
um sínurn," sagöi Rafn.
„Langstærsti hluti Hrafnistu eru
íbúöir og herbergi fyrir hjón og
einstaklinga og njóta vistmenn
læknisþjónustu allan sólarhringinn.
Hrafnista sér einnig um aö þjóna
þeim til matar og sængur en þess
„Markvisst reynt
að drepa niður
starfsemi okkar ”
er gætt aö skeröa í engu líferni
vistmanna. Hjúkrunardeildir eiga
aftur á móti aö veita meiri þjónustu
en dvalarheimili sem Hrafnista. Þaö
er þennan þátt sem vantar í okkar
sjúkrahúsakerfi. Við eigum góö
almenningssjúkrahús, en þaö er
líka allt. Heimahjúkrunin og heimil-
ishjálpin koma aö vísu þarna inn í
og veita hjálp því öldruöu fólki sem
býr enn í heimahúsum."
— Hvera vegna er aátandiö
eins og raun ber vitni?
„Þetta ástand er aöallega til-
komiö vegna þjóöfélagsbreytinga,"
sagöi Rafn. Eldra fólk á sífellt
erfiðara meö aö dveljast heima hjá
unga fólkinu. Þarfir þess og dag-
legur lifnaöur kemur ekki heim og
saman. Ungt fólk hefur heldur ekki
tíma til aö sinna eldra fólkinu,
hraöinn er svo mikill og allir eru úti
á vinnumarkaönum.
Orsakir þessa ástands má einnig
finna hjá ríki og bæ, sem skapa
einfaldlega ekki þá aöstööu sem
þarf til að hafa eldra fólk í
heimahúsum í nútímaþjóöfélagi.
— Hver hafa viöbrögö stjórn-
valda veriö vió umbótaviöleitni?
„Hjúkrunarmál aldraöra hafa
veriö til umræöu í heilbrigöisráöi
Reykjavíkurumdæmis aö undan-
förnu en þeir gera sér bara ekki
grein fyrir öllum þeim fjölda sem
þyrfti aö fá inni á hjúkrunarheimil-
um,“ sagöi Pétur. „Þeir taka ekki
meö í reikninginn fólk sem er í
bráöabirgöahúsnæöi dvalarheimil-
anna og þaö fólk sem býr úti í bæ
og lætur ekki vita af sér fyrr en þaö
er komiö í algjöra neyö. Aö mínu
mati þyrftu að minnsta kosti 250
manns aö komast á hjúkrunar-
heimili en heilbrigðisráð ræöir um
allt of lága tölu í þessu sambandi."
„Á Reykjalundi og St. Jósefsspít-
ala er alltof stór hluti vistmanna
sem gæti veriö á hjúkrunarheimil-
um aldraðra," sagöi Rafn. „Yfir-
læknirinn á Reykjalundi, Haukur
Þóröarson, hefur sagt aö um 60%
sjúklinganna á Reykjalundi væri
eldra fólk sem þyrfti að losna við af
heimilinu. Svipaða sögu mætti
segja um aðra spítala á Reykja-
víkursvæöinu nema Landspítalann
og Borgarspítalann."
Stofnanir sem Hátún og Hafnar-
búöir útskrifa fólk um leið og þess
er nokkur kostur og í raun og veru
alltof fljótt því aö í mörgum tilvikum
er ekki grundvöllur heima fyrir til aö
taka viö þessu fólki af sjúkrahúsun-
um,“ sagöi Pétur. Þetta leiöir oft til
þess aö í staö þess eina sem
útskrifaöist koma ef til vill tvö
gamalmenni á sjúkrahús eftir nokk-
urn tíma. Sá sem útskrifaöist fór
e.t.v. heim til maka sem ekki var
fær um aö sjá um viökomandi.
Þetta leiðir til ómanneskjulegrar
meðferöar á gömlu fólki."
— Einhver hlýtur aö þurfa aó
lokum aó taka viö þessu fólki?
„Lausnin veröur alltof oft sú að
þetta fólk er sent á dvalarheimilin,"
sagöi Rafn. En þaö er staöreynd aö
sjúkraþyngd heimilanna er oröin
mun meiri en gert var ráð fyrir í
upphafi og er þaö mjög óæskilegt.
Viö fengum hjúkrunarfræöinga til
aö meta hjúkrunarþyngd Hafnar-
búða og Hrafnistu. Utkoman var sú
aö hjúkrunarþyngd þessara
tveggja stofnana er nákvæmlega
sú sama en daggjaldiö á Hrafnistu
er 9.500 krónur á vistmann á dag
meöan Hafnarbúöir fá 23.600 fyrir
hvern sjúkling. Viö höfum oft og
mörgum sinnum bent daggjalda-
nefnd á þessa staöreynd en hún vill
ekki hlusta á okkur hvaö þá kanna
máliö sjálf."
„Viö hér á Hrafnistu erum mikill
þyrnir í augum stjórnvalda," sagöi
Pétur. „Það er markvisst reynt aö
drepa niður starfsemi okkar. Viö
erum í fjársvelti en höldum starf-
seminni samt gangandi. En svo
þegar borin eru saman daggjöld
okkar og ríkisrekinna stofnana
kemur í Ijós allt þaö sukk og bruöl
sem á sér staö í peningamálum í
rekstri þeirra. Viö vildum vissulega
geta veitt vistmönnum okkar meiri
sérfræöiþjónustu en við höfum ekki
peningana og því reynum viö aö
Pétur Sigurösaon forstjóri
Hrafnistu, dvalarheimilis aldr-
aöra sjómanna í Hafnarfiröi.
láta þeim líöa sem best fyrir þá
peninga sem við fáum en viö erum
ekki meö óþarfa bruöl í rekstri
heimilisins."
Það er eitt enn sem mig langar til
aö minnast á aö lokurn," sagöi
Pétur. „Það er annar mikilvægur
hlutur sem gleymst hefur aö gefa
gaum aö, þegar öldrunarmál eru á
dagskrá stjórnvalda, en þaö er
bygging heimilis fyrir aldraöa sem
eiga viö geöræn vandamál aö
stríöa, en þetta sérstaka vandamál
hefur Gísli Sigurbjörnsson á Grund
margbent á. En ráöamenn bara
hlægja aö þeim sem hafa óskir
fram aö færa í þessu efni. Sofanda-
háttur stjórnvalda gagnvart mál-
efnum aldraöra er til háborinnar
skammar fyrir okkur íslendinga."
„Stjórnmálamenn hafa ekki nægan
skilnmg á hjúkninarmálum aldraðra”
„Ég held aö þaö sé stærsta
vandamálið í heilbrigóismálum
núna að sjá veiku og lasburöa
öldruöu fólki fyrir hjúkrun og
samastað,“ sagöi dr. Friörik Ein-
arsson iæknir Hafnarbúöa. „Ef
gamlir sem ungir veikjast skyndi-
lega eöa slasast komast þeir sem
betur fer fljótlega ó spítala þá,
sem eiga aö taka á móti bráöatil-
fellum. En þegar gamla fólkið er
smám saman orðiö þaö lasburöa,
aö ekki er lengur hægt að sjá um
þaö á heimilum eöa í vernduðum
íbúöum, þá kemur í Ijós mikiö
vandamál.
Margt gott hefir vissulega veriö
gert í vistunarmálum aldraöra í
Reykjavík og víöa úti á landi. Þar
hafa margir lagt hönd á plóginn, en
þaö má samt enginn móögast þótt
ég nefni nöfn þeirra þriggja
manna, sem aö mínum dómi hafa
þar unniö mest aö: Sigurbjörn
Ástvald Gíslason, Gísla Sigur-
björnsson og Pétur Sigurðsson, —
og ekki alltaf hlotið þaö lof eöa
skilning, sem vert heföi veriö.“
— En hvaö um aögeröir stjórn-
valda?
„Ég held aö flestum læknum
finnist, að stjórnmálamennirnir
hafi ekki nægilegan skilning á
þessari hliö heilbrigöismálanna,
eða sýni ekki nógu mikiö framtak.
Auðvitað hafa þeir í mörg horn aö
líta, og þaö er alltaf vandi aö
skipta kökunni réttlátlega. Sumir
stjórnmálamenn eru hins vegar
svo grunnhyggnir aö halda því
fram, aö vandkvæöi í hjúkrunarm-
álum sé vandmál, sem læknum
beri aö leysa. En þennan vanda
veröa stjórnmálamennirnir að
leysa. Sumir þeirra hneykslast á,
aö læknar sendi lasburöa gamal-
menni heim af spítölunum og
bendi þeim á aö reyna aö leita sér
aöstoöar hjá heimilishjálp og
Dr. Friðrik Einarsson læknir í
Hafnarbúöum.
heimahjúkrun. j þessu sambandi
skulum viö taka auöskiliö dæmi: Ef
magi springur í manni eöa konu,
sem getur komið fyrir hjá þeim,
sem viröast annars heilbrigðir, þá
er lifsspursmál aö koma viökom-
andi á spítala, því aö horfur hans á
bata versna meö hverri klukku-
stund, sem ekki er hægt aö gera
viö hann. Eins er meö konu með
sprungið utanlegsfóstur þar sem
blæöir á skömmum tíma inn í
kviöarholið, kannski 1—2 eöa fleiri
lítrum. Hér er um líf eöa dauöa aö
tefla aö gert sé aö sem fyrst. Eöa
sjúklingur fær kransæöastíflu. Eöa
Rætt við dr.
Friðrik
Einarsson lækni í
Hafnarbúðum
alvarleg slys. Þessum tilfellum
veröa almenningssjúkrahús að
taka á móti án undandráttar. En
þau geta þaö ekki, nema útskrifa
aðra sjúklinga. — Þaö er furðulegt
aö menn, sem hafa getað lagt
saman tvo og tvo, og stundum aö
því er viröist meö góðum árangri,
skuli ekki geta skiliö svona einfalt
dæmi. Og einstaka hafa sérstakt
dálæti á aö oröa þaö svo, aö
læknarnir „fleygi sjúklingunum út
af spítölunum". Þaö væri ofur
auðvelt að gera almenningssjúkra-
húsin aö hjúkrunarstofnunum fyrir
aldraöa, en þá ætti aö vera
auöskilið aö ekki er hægt aö taka
á móti bráöatilfellunum. Þeir yröu
þá aö deyja drottni sínum heima.“
— En hvernig er meö mögu-
leika á hjálp í heimahúsum?
„Þaö eru náttúrlega fyrst og
fremst aðstandendur, þar sem þeir
mögulega geta. Og það er í sjálfu
sér ekki óeðlilegt aö börn annist
foreldra sína í ellinni, sem í flestum
tilfellum hafa annast þau í bernsku
og æsku. En auk þess eru tvær
stofnanir: heimahjúkrun og heimil-
ishjálp, sem fólk getur leitaö til og
gegna afarmiklu og þörfu hlut-
verki, en eru báöar of fáliöaöar. í
nágrannalöndunum eru allir ráöa-
menn á einu máli um, að þaö sé
miklu ódýrara fyrir þjóöfélagiö aö
efla sem mest hjálpina í heimahús-
um, eins lengi og fólk getur meö
nokkru móti dvalist þar. Þótt hún
sé kostnaðarsöm er hún þó miklu
ódýrari lausn en dvöl á spítölum
og öðrum stofnunum. Sem sagt:
B-álma Borgarspítalans er brýna
lausnin nú og mundi bjarga þessu
viö í nokkur ár, en síöan þarf
náttúrlega aö halda áfram.“
— Hver er æskileg etærö
hjúkrunarheimila?
„Bezt er aö þau séu ekki alltof
stór. 70—80 rúma hjúkrunarheim-
ili eru t.d. álitin bezta stæröin í
Danmörku. Þau veröa heimiiislegri
og vinalegri, ef þau eru ekki alltof
stór. Meöal annars auöveldara aö
skipta sér meira persónulega af
hverjum einstökum vistmanni. Elli-
heimili, eins og tíðkuðust fyrir
50—60 árum, eru ekki þaö ákjós-
anlegasta. Dvalarheimili aldraöra
eru, eöa ættu aö vera, endurhæf-
ingarstofnanir. Þaö er sérstaklega
nauösynlegt fyrir gamalt fólk aö
hafast eitthvaö aö. Þaö er bæöi
andleg og líkamleg nauösyn. Og
komiö hefir í Ijós, aö gamalt fólk
getur langoftast aöhafst meira en
þaö gerir. En þaö þarf aö örva þaö
til dáöa, eftir líkamlegri og andlegri
getu hvers og eins. Eins þarf
endilega aö stefna aö því, að
gamalt fólk hafi sitt eigið herbergi
út af fyrir sig, a.m.k. ef þaö er á
stofnun, en ekki á einkaheimili.
Herbergið þarf ekki aö vera stórt,
en vistmaðurinn þarf að geta haft
hjá sér þó ekki sé nema eitthvað af
þeim hlutum, sem honum hefir
þótt vænt um í lífinu. Hann þarf
líka aö geta verið út af fyrir sig
þegar hann langar til, meö minn-
ingum sínum, sorg sinni og gleöi
og meö Guöi sínum. — Hitt er
ömurlegt aö þurfa í ellinni aö vera
í hrúgu meö fólki, sem maður hefir
aldrei þekkt og á ekkert sameigin-
legt meö. Þaö er ómannúðlegt. —
En gamla fólkiö er ekki heimtufrekt
og þaö fer ekki í kröfugöngur.
Þess vegna veröa aörir aö gera
kröfur fyrir þaö.“
— Nú erum viö stödd í Hafnar-
búöum. Hvernig hefir þessi stofn-
un reynst?
„Þaö er náttúrlega kostnaöar-
samt aö reka svona litla stofnun.
En vistfólkinu líöur hér vel, eftir því
sem heilsa þess leyfir. Ég get vel
sagt þetta, því aö þaö er ekki mér
aö þakka, heldur því frábæra
starfsfólki, sem hingaö hefir ráöist.
Hér fær enginn aö liggja í rúminu
allan daginn. Allir eru settir á
fætur, a.m.k. tvisvar til þrisvar á
dag. Þaö eru lesnar framhaldssög-
ur, spilað á orgel og sungiö fyrir
þaö. Prestar Dómkirkjunnar koma
hingað til skiptis á hverjum miö-
vikudegi, tala viö fólkið, spila og
syngja fyrir þaö og meö því. Aö
þessu er mikil uppörvun og gleöi-
auki. Og svo eru skipulagöar
hreyfingaræfingar og leikfimi, í
versta tilfelli annan hvern dag, en
þegar hægt er daglega. Og þú
ættir bara aö sjá hversu góð áhrif
þetta hefir á gamla fólkiö! Þaö
finnur aö þaö hefir afrekað eitt-
hvaö og er glaðara og ánægðara
eftir hvern tíma og hlakkar til
þeirra. — Og þó var meðalaldur-
inn síðast þegar ég reiknaöi hann
út 84’/z ár.
Síöan ég kom hingað hefir það
komíö gleöilega á óvart hvaö fólk
vill gera mikiö í heimahúsum til aö
annast sína nánustu og jafnvel
gamla vini. Ég haföi ekki búist viö
því. Reynsla okkar spítalalækn-
anna var sú, aö þaö var oft mjög
erfitt aö fá sjúklinga tekna heim,
þótt búiö væri aö lækna þeirra
bráöa sjúkdóm. En þó varö svo aö
vera af ástæöum, sem ég hefi áöur
nefnt.
Ég hefi reynt aö hafa fáein pláss
fyrir gistivini í allt aö einn mánuö til
þess aö hvíla heimilin, þar sem
húsmóöirin hefir e.t.v. ekki getaö
tekiö sér frí árum saman. Þetta
hefir mælst mjög vel fyrir. Ég vildi
aöeins aö plássin væru fleiri. Allir
aöstandendur skrifa undir
drengskaparyfirlýsingu um að taka
viökomandi heim aftur. Ég man
ekki eftir nema einu eöa tveimur
tilfellum þar sem ég hefi oröiö aö
fara í hart til þess aö fá viö þaö
staðiö," sagöi Friðrik að lokum.