Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Hvaða áhrif hafði stjórnar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: Ekki verra hlutskipti að falla með sœmd en sigra með vafasömum meðulum Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra: Efeitthvað er hef- ur áhugi á stjórn- málunum aukizt „ÞETTA stjórnarsamstarf hefur verið erfitt og þungt. Jafnvel erfiðara en ég hugði í upphafi og gerði ég mér þó engar gyllivon- ir,“ sagði ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. „Ég kvarta ekki undan samstarfinu við ráð- herrana. Þeir eru hver um sig góðir menn og í sjálfu sér hefur samvinnan við þá verið góð. En orsakirnar hcf ég séð í nokkurri stjórnarandstöðu, bæði innan Al- þýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins og þó ennþá meira áberandi í Alþýðuflokknum, ein- kum upp á síðkastið. Á hinn bóginn má segja, að skoðanir okkar Framsóknarráðherranna og ráðherra Alþýðuflokksins hafi að því er mér virðist að mörgu leyti failið saman. Meinieg örlög Aþýðuflokksins tel ég stafa af því að hann hafi haft ökumann- inn í aftursætinu.“ Mbl. spurði Olaf hvort forysta þessarar ríkisstjórnar væri hans erfiðasta verk á stjórnmálasvið- inu. „Já. Út af fyrir sig má segja það,“ svaraði hann. „Náttúrulega tel ég langerfiðasta verkið stjórn á framkvæmd í tveimur landhelg- isstríðum. Því verður ekki jafnað til neins annars. En þá stóð þjóðin líka einhuga. Það skapar mjög mikinn styrk." — Telur þú ef til vill þá tíma þínar beztu pólitísku stundir? „Ég tel að ég hafi gert einna mest gagn í því sambandi. En jafnframt tel ég nú það annað ánægjulegt á mínum stjórnmálaferli að hafa getað átt þátt í þeirri miklu uppbyggingu í atvinnumálum, sem orðið hefur víða um land.“ — Er áttundi áratugurinn ára- tugur Ólafs Jóhannessonar í íslenzkum stjórnmálum, eins og einhvers staðar hefur verið sagt? „Ég kann ekki illa við þá skilgreiningu, þótt sjálfsagt sé nú um oflof að ræða. En ég held, að þegar tímar líða, þá verði þessi áratugur talinn eitt mesta framfaraskeið í sögu þjóð- arinnar á þessari öld. Það hefur orðið gjörbylting á mörgum svið- um. En ef til vill sjáum við þetta ekki fyrr en það er komið í einhverja fjarlægð." — Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að skilja þjóðina eftir illa leikna af verðbólgu? „Það eru því miður fleiri en ég, sem hafa skilið við með mikla verðbólgu og það miklu meiri verðbólguhraða en verið hefur á þessum árum. Ég hef nú ekki geð í mér til að fara að rifja eitthvað af því upp, en menn geta fundið staðreyndirnar, ef þeir leita.“ — Finnst þér gagnrýni í þinn garð hafa verið ósanngjörn? „Það er nú ekki ný bóla, að stjórnmálamenn séu skammaðir. Menn þurfa ekki að hugsa lengra aftur en til aldamótanna. Þá voru skammir á stjórnmálamenn hóf- lausar og persónulegar svívirð- ingar algengar. Ég hugsa þó að sú mynd, sem fólk geymir í huga sér af þessum mönnum, sé allt önnur en sú, sem níðið og árásirnar drógu upp. Mér fannst á tímabili að blaða- mennskan hefði batnað mjög mik- ið. Almennt vil ég segja að per- sónulegar árásir eru minni, þótt einstaka blöð hafi í svipinn komið blaðamennskunni niður á lægra plan. En ég tek ekki skrif um mig nærri mér, enda væri ég nú sennilega varla lifandi þá. Ég held að svona iðja sé leiðinlegri fyrir þá, sem stunda hana, en hina, sem verða fyrir barðinu á henni. Ef til vill iðrast þessir menn einhvern tíma, en það er ástæðulaust að taka slík skrif of hátíðlega. Og menn veitast nánast aldrei að stjórnmálamanni, nema þeim þyki einhvers við þurfa. Þeir stjórnmálamenn, sem sleppa við allt aðkast, eru ekki mikilla sanda eða mikilla sæva.“ — Hvað skiptir mestu máli í stjórnmálum að þínu mati? „Auðvitað vilja stjórnmála- menn fá sem mest fylgi. En hitt er þó aðalatriðið að mínum dómi, að maður telji sjálfur, að maður geri rétt og sé sáttur við sjálfan sig. Og mér finnst það ekki verra hlutskipti að falla með sæmd en sigra með vafasömum meðulum." „Ég hef svolitið hugsað út í þessa persónulegu hlið málsins. En auðvitað hefur að mörgu leyti verið skemmtilegt að kljást við þau erfiðu viðfangsefni, sem ráðuneyti mitt hefur veitt mér, sem og landsmálin öll. Af því hef ég haft ákveðna nautn,“ sagði Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra. „Því er ekki að leyna, að þrátt fyrir allt hafa komið ánægju- stundir í þessu stjórnarsamstarfi. Við höfum náð ýmsum góðum áföngum, einkum á sviði félags- málaumbóta. En allt stendur þetta þó i skugga þess, hversu erfiðlega hefur gengið í efna- hagsmálunum. Á því sviði hafa vonbrigðin verið sár.“ — Kalinn á hjarta þaðan slapp ég? „Nei. Það á ekki við um mig. Ef nokkuð er, þá hefur áhuginn á stjórnmálunum aukizt." — Þú ætlar þá ifprófkjör? „Já.“ — Hefur eitthvað komið þér á óvart í ráðherraembættinu? „Ég verð að segja það eins og er, að mér finnst hagsmunapotið og skæklatogið meira en ég átti von á og þá um leið minni stefnufesta en ég ætlaði." Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra; Verkin eiga að sitja í fgrirrúmi — en ekki pólitíkin „Það má ef til vill segja, að ég sitji í ánægjulegasta sæti samstarfsins, því hvað sem um stjórnarsamstarfið í heiid má segja, þá ná flokkarnir oft ágætlega saman í félagsmálun- um“, sagði Magnús H. Magn- ússon féiagsmálaráðherra i samtaii við Mbl. „Hins vegar hefur okkur mistekizt að ná saman á öðrum veigamiklum sviðum og reynslan sýnir að okkar stjórnmálamönnunum gengur ekki eins vel að vinna saman á vinstri vængnum og þeim í verkalýðshreyfingunni. Þar vantar mikið á, því miður.“ — Hvað veldur? „Þetta er gamalt fár í báðum flokkunum, Alþýðuflokki og Al- þyðubandalagi. Gömul átök í stjórnmálunum. Það hefur svo verið of mikið hellt salti í sárin í stað þess að reyna að græða þau. Ég fría minn flokk ekki í þessum efnum. Þetta hefur ver- ið og er gagnkvæmt." — Hvaða ályktanir á fólk að draga af þessu samstarfi nú? „Eg held að fólk geti dregið þá almennu ályktun, að á verðbólgutímum og tímum þeg- ar erfiðlega árar í efnahagsmál- um, þá geti fólk ekki reitt sig á samstöðu þessara flokka. Það verður þó að segjast varðandi samstarfið nú að ofan á gamlar væringjar bættist ný öfund Al- þýðubandalagsins yfir okkar kosningasigri. Heift Alþýðu- bandalagsins í okkar garð hefur því verið óvenju mikil og er ef til vill skýringin á því, hversu mikla óbilgirni það hefur sýnt gagnvart okkar sjónarmiðum í þessari ríkisstjórn." — Hvernig hefur þér pers ónulega reynzt ráðherradómur- inn? „Hann hefur svo Sem ekki verið neinn dans á rósum. Vinn- an sjálf hefur ekki verið svo ólík því sem ég var vanur úr bæjar- stjórn; svona framkvæmda stjóra hliðin á ráðherraembætt- inu, ef svo má segja. Nú. Ég á mínar tilfinningar sem aðrir og hef verið afskap- lega kátur, þegar tekizt hefur að koma áhugamálunum áleiðis. Og á hinn bóginn jafnsvekktur, þegar tafir hafa orðið á öðrum, eða þau fallið niður, eins og til dæmis frumvarpið um eftirlaun aldraðra, sem ekki náði af- greiðslu á síðasta þingi.“ — Hvað hefur kætt þig? „Ég get nefnt aðstoð við þroskahefta, lög um húsaleigu- samninga og félagsmálapakk- ann, en í honum voru mörg mikilvæg réttindamál verka- fólks." — Hvernig hefur þér reynzt samstarfið við aðila vinnumark- aðarins? „Samvinnan við launþega hef- ur verið góð. Hún hefði ef til vill mátt vera meiri, en það sem hún hefur náð, hefur hún verið góð“. Samstarfið við vinnuveitend- ur hefur verið hreinskiptið. Ég get sagt gott um það líka.“ — Hefur eitthvað í lands málapólitíkinni og ráðherra- starfinu komið þér á óvart? „Ekki svo mjög. Munurinn á starfi í bæjarstjórn og á Alþingi er fyrst og fremst sá, aðí bæjarstjórn hugsa menn fyrst og fremst um að koma málum áfram. Á Alþingi eru menn meira með hugann við pólitíkina og stjórnmáladeilurnar og það meira, en góðu hófi gegnir. Mér finnst að verkin eigi að sitja í fyrirrúmi. Það eiga að vera málefnin, sem skipta mestu máli."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.