Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 21

Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 21 a Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumálaráðherra; Viðfangsefni viðný verkefni vekja öðru fremur áhuga minn „Þetta ár sem ég heí að baki i ráðuneyti og hér á Alþingi hefur síður en svo valdið mér vonbrigð- um á heildina litið né heldur hefur það deyft áhuga minn á þjóðmál- um,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðar- og orkumálaráð- herra. „Ég hef ekki eignazt neinn óvildarmann á þessum tima svo mér sé kunnugt og ég ber ekki kala til neins. Þvert á móti hef ég skynjað hlýju og velvild frá fjölda manna, einnig úr hópi hinna svo- nefndu pólitísku andstæðinga, og slíkt er raunar meiri uppörvun en margur heldur. Vegna þessa eru menn fljótir til að gleyma, þótt kastist i kekki og hnútur fljúgi um sali“. — Þér hefur þá líkað vel ráð- herrastarfið? „Það hefur verið mér ánægjuefni og verulegur skóli. Ég tel mig þannig gerðan að viðfangsefni við ný verkefni vekja öðru fremur áhuga minn og tilfinningin fyrir því að vera að bæta við mig er mér mikils virði. Viðfangsefnin hafa verið afar fjölþætt og ég hef reynt að beita mér fyrir nýjum stefnumörkunum bæði í iðnaðarmálum og á sviði orkumála. Þessi vinna er misjafm lega á veg komin og söknuðurinn yfir því að hverfa nú að líkindum úr þessu starfi innan skamms er fyrst og fremst tengdur því að geta ekki borið fram og fylgt eftir þessum málum." — Og samstarfið? „Þátttakan á Alþingi og störfin í ríkisstjórninni, samskiptin við aðra ráðherra og fjölda aðila í stjórn- kerfinu og utan þess, allt hefur þetta verið ákaflega lærdómsríkt og yfirleitt ánægjulegt, þótt skoðanir hafi engan veginn alltaf farið sam- an við ríkisstjórnarborðið eða utan þess.“ — Hvaða pólitíska lærdóm dreg- ur þú af þessu stjórnarsamstarfi? „Ég held að það skipti nú afar miklu máli fyrir okkur Islendinga að ná saman um úrlausn mála. Við þurfum að breyta okkar vinnu- brögðum á ýmsum sviðum, greina megindrætti og efla samkennd inn- án flokka og milli flokka um þau efni sem samstaða getur á annað borð tekizt um og gefa þjóðinni kost á að velja og vera okkur stjórnmálamönnunum til leiðbein- ingar um það sem máli skiptir. Það er kannski lakast við þjóð- málaumræðuna og þá einnig þátt fjölmiðla í henni að hún hnígur ekki sem skyldi að þessu marki." — Nú hafðir þú unnið að um- hverfisverndarmálum áður en þú varðst ráðherra. Fannstu til þess að einhverrar tortryggni gætti í þinn garð vegna þess? „Nei. Ég varð ekki var við tor- tryggni í fari manna. Hins vegar skynjaði ég að menn hlytu að geta litið á mig með nokkurri tortryggni að þessu leyti vegna áhuga míns og afskipta af umhverfismálum síðustu 10 árin. Ég lít hins vegar á það málasvið, sem aðeins einn þátt, að vísu kannski einn þann gildasta, sem hafa þurfi í huga í stefnumótun á sviði þjóðmála. Vistfræðileg viðhorf eiga að geta hjálpað stjórnmála- mönnum í starfi þeirra. Þau viður- kenna og byggjast á fjölbreytni, samspili margra krafta, sem ráði niðurstöðu mála og framvindu til lengri tíma. Það er engin tilviljun að hinir svokölluðu grænu flokkar eru nú að vaxa úr grasi á þjóðmálasviðinu víða í Vestur-Evrópu. Það er stað- reynd, sem hollt væri fyrir flokkana hérna að hugleiða, er þeir setja saman kosningastefnuskrárnar á næstunni." Tómas Árnason fjármálaráðherra: Annasamt starf í 40-50% verðbólgu „Mér hefur þótt geysilega annasamt að gegna starfi fjár- málaráðherra við 40 til 50% verðbólguaðstæður þann tíma, sem ég hefi verið í starfi,“ sagði Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, í samtali við Morgunbiað- ið. „Samkomulagið i rikisstjórn- inni hefur verið stirt og ein- kennst framan af af því að ráðherrarnir voru allir nýir, nema forsætisráðherra.“ „Þrátt fyrir óhagstæð ytri skil- yrði," sagði Tómas Árnason, „tókst að afgreiða fjárlög fyrir yfirstandandi ár með þeim hætti, að ég vonast til að rekstur ríkis sjóðs á þessu ári verði í jafnvægi. Énnfremur hef ég lagt fram fjár- lagafrumvarp á yfirstandandi Al- þingi, sem ég álít að boði ábyrga fjármálastjórn á næsta ári. Frum- varpið felur í sér 9 milljarða króna tekjuafgang og talsverða niðurgreiðslu á skuldum ríkisins og er við það miðað að verðbólgan á næsta ári verði 30% frá upphafi til loka árs. Ég vil ekki skilja við þetta embætti án þess að viðhafa það, sem ég tel vera fyrir mína hönd og míns flokks, ábyrg vinnu- brögð." „Eg hef bæði haft ánægju af starfinu og amstur. Það hefur orðið mitt hlutskipti í stjórnmál- unum að fjalla um fjármál, efna- hagsmál og atvinnumál. Persónu- lega sakna ég ekki ráðherraemb- ættisins, nema ef vera skyldi vegna hinnar ágætustu samvinnu við starfsfólk ráðuneytisins. Sem stjórnmálamaður saknar maður ævinlega þess að fá ekki að ráða gangi mála. Til þess er leikurinn gerður." „Það er mikil lífsreynsla að fá verkefni á borð við slíkt starf og því fylgja því mikil vonbrigði, þegar rikisstjórnarsamstarfið reynist svo skammlíft og nær ekki þeim árangri, sem menn gerðu sér vonir um,“ sagði Bene- dikt Gröndal utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Þótt starfið á hinu pólitíska sviði hafi stundum gengið skrikkjótt, þá má segja að per sónulegt samstarf hafi verið gott og ánægjulegt. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með þeim — og nefni ég þá öðrum fremur forsætisráðherra, sem ég hefi átt mest skipti við. Utanríkismál hafa alltaf verið mér heillandi verkefni, þótt þau séu á stundum erfið. Alla mína lífstíð hefi ég haft áhuga á þeim málum, en hins vegar er alltaf dálítil hætta á að erfitt sé að samræma starf að utanríkismálum og nægilega þátttöku í innanlandspólitík.“ Benedikt Gröndal utanríkisráðherra: Almennur skiln- ingur á utanríkis- málum er oflítill „Ég mun sakna bæði verkefn- anna og fólksins, því að það hefur verið einstaklega gott samstarf bæði við fólkið í ráðuneytinu og í utanríkisþjónustunni." „Áttu kannski von á að koma brátt aftur í ráðuneytið?" Ég er nú búinn að vera það lengi í pólitík, að ég er orðinn talsvert veðraður. Ég er því við- búinn því að aðstæður geti breytzt með skömmum fyrirvara eins og nú. Starfið er margþætt, samband við önnur lönd og al- þjóðastofnanir. Það hefur yfir- leitt gengið vel. Svo eru það einstök verkefni, sem upp koma eins og Jan Mayen. í því máli hef ég góða samvizku, þótt ég hafi orðið fyrir harðri gagnrýni." „Svo er þess að gæta að utan- ríkisráðherra er í raun einnig varnamálaráðherra og er það mikið starf, sem viðkemur Kefla- víkurflugvelli. Þar get ég nefnt flugstöðvarbygginguna, sem ég tel þjóðinni nauðsyn á að fá áður en langt um líður og flutningur olíutankanna sem er verkefni upp á tugi milljarða. „Ég tel að almennur skilningur manna á utanríkismálum sé enn allt of lítill og að það vanti fræðslu á því sviði um mikilvægi þeirra fyrir frelsi þjóðarinnar. Við verðum að hafa bæði þekk- ingu og geta lagt málefnalegt mat á stöðu mála og megum þá ekki láta tilfinningarnar einar ráða, þegar við ákveðum stefnuna." Sjá viðtöl við Steingrím Hermannsson og Ragnar Arnalds á bls. 22. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra: Ætli % tímans hafi ekki farið í sífelld fundahöld „Lifið er alltaf að kenna mönnum ný tíðindi og setan í ráðherraembætti hefur verið ákaf lega lærdómsrík. Ég býst við að þessi reynsla sem önnur setji sín mörk á menn, bæði persónulega og pólitiskt,“ sagði Svavar Gests- son viðskiptaráðherra, er Mbl. spurði hann um áhrif ráðherra- dómsins. „Þetta hefur líka verið ákaflega erfitt samstarf og lítill timi gefizt til að sinna nauðsyn- legum verkum til að knýja fram breytingar. Mestur timinn hefur farið í þctta gífurlega þóf fram og aftur. Ætli þrir fjórðu timans hafi ekki farið i sifelld fundahöld. Ég hygg að það sé rétt, sem mér eldri menn segja, að þetta sé erfiðasta stjórnarsamstarf. scm okkar flokkur hefur tekið þátt i. Ég tel hins vegar enga ástæðu fyrir Alþýðubandalagið til að sjá eftir því og ég er viss um að okkar flokkur er nú vel í stakk búinn.“ — Hefur þér komið þetta þóf á óvart? „Þetta hefur orðið öðru vísi, en ég í bjartsýni minni vonaði og þá fyrst og fremst vegna óánægju með stjórnina innan Alþýðuflokksins. Vegna hennar hafa ráðherrar flokksins alltaf átt erfitt með að taka ákvarðanir í nokkru máli. Þeir höfðu lengi Vel meirihluta þing- flokksins á bak við sig, en hafa nú beðið ósigur fyrir órólegu deildinni, sem hrærist í þessu sérkennilega andrúmslofti gömlu guðfræðideild- arinnar hér á Alþingi. Fyrir Alþýðubandalagið hefur þetta stjórnarsamstarf verið mikil reynsla og ég tel að það hafi verið afar lærdómsríkt fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Mér finnst nú skipta meginmáli, að verkalýðshreyfingin, launamenn allir, dragi réttar ályktanir af því sem nú er að gerast, sem sé þá að hægri öflin í landinu eru nú að vígbúast gegn launafólki og hagsmunum þess í bráð og lengd.“ — Hvernig kemur þú sjálfur út úr þessu samstarfi? „Mér hefur að mörgu leyti likað það sæmilega. Ég skildi vel að það var erfitt fyrir Framsóknarflokk- inn að ganga til starfa með rauðu tvílembingunum, eins og ég held að Ólafur hafi einhvern tímann sagt, en á síðustu mánuðum hefur mér fundizt örla á meiri skilningi hjá Framsóknarmönnum á því, hver eru lágmarksatriðin í stjórnarsam- starfi, þótt áfram bæri nokkuð á því að þeir ættu erfitt með að hverfa frá því að stunda pólitík ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar varðandi kaup og kjör. Nú, upphlaup kratanna hef ég reynt að þola eftir því sem ég bezt hef getað. Með tímanum held ég að mér hafi tekizt að venja mig á að búast við hverju sem er úr þeirri áttinni. Maður sjóast óneitanlega í öllum þessum tillögum, breyt- ingartillögum, úrslitakostum og dagsetningum. Mér hefur lánazt að vinna að framgangi ýmissa góðra mála í mínu ráðuneyti, en óneitanlega kippir það í mann að sjá nú öðrum stofnað í hættu vejgna slita stjórn- arsamstarfsins. Ég er ánægður með stöðu þjóðarbúsins út á við. Viðskiptajöfnuðurinn er óvenju góður og gjaldeyrisstaðan fer batn- andi. Við íslendingar framleiðum mikið og seljum framleiðslu Okkar við góðu verði.“ — En þú sjálfur ...? „Ég er sem fyrr tilbúinn í slaginn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.