Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 26

Morgunblaðið - 13.10.1979, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Nefbroddurinn saumaður á sinn stað eftir að hann fannst í hundsmaga UNG Kaupmannahafnarstúlka, Mia Olsen, varð nýverið fyrir heldur óskemmtilegri lifsreynslu, en sejfja má að allt hafi farið vel að lokum. Mia, sem er IV-i árs, var að leik með hundi nágrannans, en þegar leikurinn stóð sem hæst jferði hvutti sér lítið fyrir og beit framan af nefi Miu. Miu var ekið í skyndi á sjúkrahús og leit var gerð að hluta nefsins þar sem Mia og hundurinn voru að leik. Þegar allt kom fyrir ekki ók eigandi hundsins í skyndingu til næsta dýralæknis. Hundinum voru gef- in sterk uppsölulyfog fannst þá loks nefbroddurinn, eða rúmri klukkustundu eftir að hann var bitinn af. Dýralæknirinn vafði nefbrodd inn inn í klút og ók rakleiðis á sjúkrahúsið þar sem Mia var til meðhöndlunar og þar tókst læknum að sauma nefhlutana saman. Þykir mesta mildi að nefhlutinn var ekki illa skemmd- ur úr maga hundsins, þar sem magasýrur hans eru það sterkar að þær eyða beinum. Kínyerjar endurvekja lýðræðissinnaða flokka PekinK, 12. október, AP-Reuter. KÍNVERJAR hafa endurvakið þjóðarsamkomur átta lýðræðis- sinnaðra flokka og kapitalískrar stofnunar, en samkomur þessar voru bannaðar í ofsóknum gegn hægrisinnum á fimmta áratugn- um. Að sögn kínversku frétta- stofunnar Hsinhua voru 2.533 fulltrúar flokkanna samankomn- ir á fundi i dag til að undirbúa þátttöku í stórri ráðgjafarsam- kundu, sem blásið var lífi i á ný í fyrra að undirlagi Teng Hsiao Ping varaforsætisráðherra. Að sögn kunnugra er það að undirlagi Tengs að samkoma lýð- ræðisflokkanna og félags kínverskra iðnrekenda hefur verið endurvakin, og er einkum talið að með þessu sé verið að leggja drögin að sameiningu Formósu og meginlandsins. í frétt sinni í dag hvatti Hsin- hua samkundu flokkanna til þess að sameina meðlimi sína til nýrra átaka í átt til framfara og aukins lýðræðis. Hua Kuo-Feng, forsætisráðherra Kína veifar á Pekingflug- velli áður en hann lagði upp í ferð til V-Evrópu. Hann mun koma við í Sinkianghéraði á leið sinni. Fyrsta Evrópulandið sem Hua heimsækir er Frakkland — til Parísar er hann væntanlegur á mánudag. Þetta er fyrsta ferð Hua til V-EvrÓpU. Simamynd AP. Eiturhernadur á flóttamannabúðir Mia að leik. Faðir Miu hefur látið svo um mælt, að atvikið og aðgerðin hafi ekkert fengið á hana, og að hún hafi leikið á als oddi á eftir, að því undanskildu að henni þótti leitt að frétta að hundurinn hefði verið aflífaður strax eftir að hann hafði selt upp og skilað nefbroddinum. Washinxton, 12. október. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið skýrði frá því í dag að upplýsingar bentu til þess að orrustuþotur af Mig-gerð frá Vietnam og Laos hefðu varpað eitursprengjum á búðir flótta- manna í Laos. Haft væri eftir Hmong flótta- mönnum, sem sloppið hefðu undan eiturefnaárásunum, að orrustu- þoturnar hefðu varpað sprengjum og eldflaugum sem venjulegast Río de Janeiro, 12. október. AP. TIGRAN Petrosian, fyrrum heimsmeistari þokaði sér upp að Hbner og Portisch á millisvæða- mótinu í skák, sem nú fer fram í Brazilíu. Petrosian vann Luis Bronstein, Argentínu, í 14. um- ferð. Skák Portisch og Jean Herberts og Hbners og Garcia fóru í bið. Önnur úrslit í 14. umferð urðu, að Balashov vann Simeon Kagan, Vaganian og Smejkal gerðu jafn- tefli. Aðrar skákir fóru í bið, hefðu sprungið skammt yfir höfð- um flóttamannanna og dreift dauðagasi yfir búðirnar. Af hálfu ráðuneytisins er verið að gera ítarlega könnun á fullyrð- ingum um eiturefnahernaðinn, en í skýrslu sem ráðuneytið gaf út um málið í dag sagði að „ekki þyrfti að fara í grafgötur með það að sovézk-studdar hersveitir hefðu beitt eiturgasi í miklum mæli í Laos“. skákir Sunye — Torre, Timman — Ikov, Harandi — Shamkovich. Staðan er nú: 1.—2. Portisch, Húbner 8 v. og biðskák. 3. Petrosian 8 v. 4. Sunye, Vaganian 7.5 v. og biðskák. 6. Sax 7 v. 7. Shamkovich 6.5 v. og biðskák. 8.—10. Ivkov, Balashov 6 v. og 2 biðskákir. 11. Timman 5.5 v. og 2 biðskákir. 12. Torre 5 v. og biðskák. 13.—14. Bronstein, Vel- imirovic 4 v. og 3 biðskákir.' 15. Herbert 3.5 v. og biðskák. 16. Garcia 2.5 v. og 3 biðskákir. 17. Kagan 2.5 v. og biðskák. 18. Harandi 2 v. og 2 biðskákir. Petrosian við hlið Hiibners og Portisch „Þér þurfið að borga 700.000 krónur að auki fyrir þessa miklu yfirvigt“. „Já, en þetta er alls ekki farangur okkar. í pokunum eru peningarnir fyrir fargjaldinu”. Há flugfargjöld á Grænlandi: / ------------------ Arstekjurnar duga ekki fyrir fjölskylduferð GRÆNLENDINGAR eru ekki öfundsverðir af flugsamgöngum sínum innanlands, þar sem fargjöld hafa hækkað svo mikið að meðalárstekj- ur grænlenzkrar verkamannafjölskyldu myndu ekki duga fyrir flugferð frá Upernavik á Norðvestur-Grænlandi til Nanortalik á suður- odda landsins og til baka, en það er alls um 1.400 kilómetra vegalengd. Af þessum sökum hefur landsþing Grænlands nú komið á fót nefnd til að kanna og gera úttekt á flugsamgöngum þar í landi. Nefndin mun einkum kanna hvort og með hvaða hætti væri hægt að lækka fargjöld barna, unglinga og ellilífeyrisþega. Eins og málum er háttað í dag kostar það hjón með þrjú börn eldri en 11 ára alls um 57.000 danskar krónur, eða um 4,2 milljónir íslenzkra, að ferðast flugleiðis frá Upernavik til Nanortalik og til baká, en árstekjur fjölskyldunnar eru vart meiri en 45.000 danskar krónur, eða um 3,3 milljónir íslenzkra. En dæmið verður fyrst sláandi ef Grænlending- ur þarf að fara flugleiðis frá Jakobshavn á norðvesturhluta landsins til Julianeháb á suður- hluta landsins, en þar á milli eru um 1.000 kílómetrar. í stað þess að fara þar á milli í innanlandsflugi kæmi betur út fjárhagslega að fara frá Jakobshavn til Syðri Straumfjarðar í innanlandsflugi, þaðan 8.000 kílómetra leið til Narssarsuaq gegnum Kaupmannahöfn, og loks frá Narssarsuaq í innanlandsflugi til Julianeháb. Að sögn kunnugra er fátt um lausnir á fargjaldamálinu af hálfu flugfélagsins, Grenlands- fly. Notast verður við þyrlur í innanlandsfluginu og vegna strangra öryggisreglna er rekstur þeirra mjög kostnaðarsamur. Ef fargjaldalækkanir fyrir vissa hópa eiga að koma til, verður að hækka fargjöld annarra hópa, ef ekki kemur til aukin aðstoð hins opinbera við reksturinn, en ólíklegt er talið að svo verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.