Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 27 Ákall fyrír lifandi dauðan ÞETTA ákall samdi Alexander Solzhenitzyn til varnar vísindamanninum Igor Ogourtsov, í tilefni Sakarov- réttarhaldanna í Washington 29. september, og flutti kona hans ávarpið þar. Það birtist í Mbl. sl. sunnudag, en fyrir mistök í prentun ekki allt, endirinn féll niður. Því birtist ákallið hér aftur. Fyrir tveimur árum bað ég þátttakendur í Sakarov-réttar- höldum að beina sjónum sínum sérstaklega til þeirra, sem hlotið hafa langa fangelsisdóma. Árin líða og líða, og áhrif eyðilegg- ingarinnar setja mörk sín fyrst og fremst á þá. Igor Ogourtsov, þessi kristni hugsuður og píslarvottur, vísindamaðurinn sem svo fljótt var hrifinn frá verkum sínum, einn af eftirtektarverðustu son- um Rússlands, ranglega dæmd- ur og haldið föngnum í meira en 12 ár, hann er nú með annan fótinn í gröfinni. Þeir sem voru að hefja skóla- göngu, þegar Igor Ogourtsov var handtekinn, eru nú við háskóla- nám. Ogourtsov er enn í haldi. Á meðan hefur næstum öll valdatíð Bresnefs liðið. í Banda- ríkjunum hafa farið fram þrennar forsetakosningar og þær fjórðu í undirbúningi. Víetnamstríðið brann líka heit- ast á þessu tímabili. Tafl Kínverja um menningarbylt- ingu og samvinnu við Vestur- lönd er til lykta leitt. En Og- ourtsov hefur á meðan farið úr einangrun í fangaklefa, úr fang- elsi í þrælabúðir og síðan aftur í fangelsi. Á meðan hefur öll þíðan og ískaldi veturinn liðið í Tékkóslóvakíu. Portúgal og Spáni hefur unnist tími til að breyta um ásjónu. Við höfum séð fæðast Evrópukommúnisma, og horft á hann daprast eftir nokkurt brambolt. Þriðji mið- depill heimskommúnismans — Kúba — hefur náð fótfestu í Mið-Ameríku og drepið niður fæti í Afríku. Mörg ríki hafa séð dag frelsis eða gefið sig á vald nýju hernámi, og í tugum landa hafa orðið stjórnarskipti. Alltaf er Ogourtsov í haldi. Á þessum sömu 13 árum hafa stórkostlegar tilraunir manns- ins í geimnum farið fram. Menn hafa getað æst sig yfir máli Daniels Ellsbergs, yfir Angelu Davis, og síðan gleymt þeim. Alltaf er Ogourtsov í haldi. Hann var búinn að sitja í 8 ár í fangelsi, þegar undirritaður var með mikilli auglýsingaher- ferð Helsinkisáttmálinn, svo að Vesturlönd sáu í hillingum opn- ast frelsisdyr í austri. Og þær vonir höfðu nægan tíma til að fölna, til að verða að rytju, jafnvel í augum hinna trúgjörn- ustu, meðan Ogourtsov situr enn í haldi. Á sama tíma hefur Sakarov tekið upp sína pólitísku baráttu, sem við þekkjum, og mín eigin opinbera saga tekið vendingu, frá rithöfundaþinginu og fram að því að mér var vísað úr landi. Hinir sjö hugrökku andófsmenn á Rauða torginu hafa verið handteknir, dæmdir, afplánað refsingu og síðan látnir lausir. Ogourtsov, sem ekkert hafði af sér gert, er enn í haldi. Siniavski, Daniel, Amalrik ... hversu fjölmargir einstaklingar, sem ógnað hefur verið, hundelt- ir, handteknir og haldið í So- vétríkjunum, hafa ekki á þess- um sömu árUm heyrst á Vestur- löndum, þar sem þeir hafa ýtt við almenningsáliti heimsins og vakið upp áköf mótmæli, sem fyrir einstakt lán hafa í mörg- um tilfellum náð markmiði sínu. Með öflugri baráttu tókst fyrir ekki svo löngu að hrifsa frelsi til handa Pliouchtch, sem handtek- inn var fimm árum á eftir Ogourtsov. Stern, sem tekinn var átta árum síðar, hefur líka notið góðs af. Tekist hefur að hrifsa — jafnt í eiginlegri sem í víðtækari merkingu — Grigorenko, Silva Zalmenson, Boukovski, Moroz, Vins, Ginzburg o.fl. Hversu margir aðrir, sem neitað var um að flytja úr landi eða bjuggu við ofsóknir í Sovétríkjunum, svo Igor Ogourtsov. sem ekkja Panovs, Levitch og önnur aðskilin hjón, eða urðu fyrir heimskulegri neitun við umsóknum um að fara úr landi, hafa ekki fengið frelsi með engum fyrirvara án sameigin- legra aðgerða? Igor Ogourtsov hefur verið í haldi öll þessi löngu ár, og loks nýlega er farið að nefna nafn hans á Vesturlöndum. Til eru dómar, sem eru þolan- legir, þótt þeir endist heila mannsævi. Aðrir eru það ekki. Þrettán ár, hvort sem er í Vladimirfangelsinu eða í hörð- um refsibúðum ríkisins, Svo að ekki sé nefndur nagandi ótti nánustu ættingja um heilsufar sonar; nei, þar er á ferð morð, sem verið er að fremja. Með árunum drepa kommún- istar með köldu blóði hug- myndafræðilega andstæðinga. Enn á Ogourtsov eftir sjö og hálft ár í ýmiss konar víti. Ekki þarf þó á þeim öllum að halda. Þeir verða fyrr búnir að ná markmiði sínu. Á þeirri stundu sem ég skrifa þetta bréf, er Ogourtsov aftur kominn í Tchistopol-fangelsi, fyrir að hafa andmælt ástand- inu í vinnubúðunum, og hversu margar þyngingar á refsingu á hann ekki enn eftir að upplifa? Líkamsstarfsemi hans er í skelfilegri og stöðugri hrörnun, líffærin sigin og skröltandi, sjónin að dofna, tennurnar hrynja úr honum ... Ég skora á þátttakendur í „Sakarov-réttarhöldunum" að brýna raddir sínar til að bjarga Igor Ogourtsov. Á Vesturlönd- um aðhyllast ekki allir sósíal- kristnar skoðanir Ogourtsovs, sem hafa komið honum í fang- elsi, en er nú ekki tækifæri eða aldrei til að sanna að menn raunverulega aðhyllist þau grundvallaratriði að verja beri allar mannverur um heim allan? E.Pá. Aðkoman á morðstað i miðborg Haag þar sem Achmed Benler sonur ambassadors Tyrklands var myrtur. Benler heíur hnigið niður. Simamynd — AP. Þetta gerdist 13. október V örubílstjórar í Noregi herskáir 1973 — Jórdanir fara í stríð gegn ísraelsmönnum. 1972 — 176 taldir af í flugslysi nálægt Moskvu. 1970 — Kanada og Kína taka upp stjórnmálasamband. 1969 — Rússar skjóta þriðja geimfarinu á þremur dögum (sjö geimfarar í geimnum). 1965 — Kasavubu forseti í Kongó víkur stjórn Moise Tshombe frá völdum. 1943 — Malagasay-lýðveldið Madagaskar) fær sjálfstæði. 1943 — ítalir segja Þjóðverjum stríð á hendur. 1923 — Ankara (áður Angora) verður höfuðborg Tyrklands. 1889 — Búar gera uppreisn gegn Bretum í Suður-Afríku. 1880 — Transvaal lýsir yfir sjálf- stæði frá Bretum. 1861 — Ítalíu skipt í héruð. 1848 — Nasir Ud-Din verður keisari í Persíu. 1815 — Bretar taka eyna Ascen- sion. 1812 — Orrustan á Queenston- hæðum. 1307 — Handtaka Musterisridd aranna í París. Afmæli — Hervey lávarður af Ickworth, enskur stjórnmálaleið- togi og rithöfundur (1696—1745) = Richard Boyle, jarl af Cork, ensk- ur stjórnmálaleiðtogi (1566—1643) = Mary Kingsley, enskur land- könnuður (1862—1900) = Margaret Thatcher, brezkur forsætisráð- herra (1925— ). Andlát — Joachim Murat, kon- ungur hinna tveggja Sikileyja, líflátinn, 1815 = Maximilian I, konungur af Bæjaralandi, 1825 = Sir Henry Irving, leikari, 1905. Innlent — Bein Jónasar Hall grímssonar flutt suður með fóg- etavaldi 1946 = Koma fyrsta skips- ins frá upphafi stríðs Dana og Breta 1808 = d. Arngrímur Brandsson ábóti 1361 = Bjarni meistari Jónsson 1798 = f. Bjarni Jónsson frá Vogi 1863 = Steinn Steinarr 1908 = d. Sigurgeir Sig- urðsson biskup 1953 = Bruggarar teknir í jarðhúsi í Kaidadal 1933 = Eldstöðvarnar í Öskju kannaðar 1961 = Svarta skýrslan 1975 = f. Agnar Kl. Jónsson 1909. Orð dagsins — Einstaklingar geta myndað nefndir, en einungis stofnanir geta skapað þjóð — Benjamin Disraeli, enskur stjórn- málaleiðtogi (1804—1881). Ósló, 12. októbor. Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. YFIR 7.000 vörubiíreiðar ollu umferðaröngþveiti víða í Noregi i dag, er bifreiðastjórar efndu til aðgerða til að mótmæla mörgum og háum gjöldum sem lögð eru á vörubifreiðaeigendur. Aðgerðirnar, er fólust í því að aka lúshægt um götur bæja og borga, hófust klukkan sex að morgni og stóðu til kl. 22.00 að Veður víða um heim Akureyri 3 alskýjaó Ameterdam 20 skýjaó Aþena 24 heióskfrt Barcelona 19 skýjaó Berlin vantar BrUeeel vantar Chicago 15 skýjaó Feneyjar 19 þokumóóa Frankfurt 21 rigning Genf 17 skýjaó Heleinki 12 skýjað Jerúsalem 28 léttskýjaó Jóhannesarb. 26 heióskirt Kaupm.höfn 17 heióekfrt Lae Palmae 24 léttekýjeó Liseabon 20 rigning London 18 heióskírt Loe Angeles 17rigning Madrfd 17 rigning Malaga 19 alskýjaó Mallorca 19 skýjaó Miami 31 ekýjaó Moskva 14 heióskírt New York 10 heíóskírt Ósló 13 ekýjeó Paríe 17 ekýjaó Reykjavík 4 léttskýjaó Rio De Janeiro 28 skýjaó Rómaborg 24 rigning Stokkhólmur 15 léttskýjaó Tel Aviv 28 léttskýjaó Tókýó 24 heióskírt Vancouver vantar Vfnarborg 14 heióskfrt kvöldi. Einkum skapaðist mikið öngþveiti á mesta umferðartim anum er fólk var að fara til og frá vinnu. Talsmenn vörubifreiðaeigenda sögðu í dag að þeir hefðu átt viðræður við stjórnvöld um mál sín, en ekkert hefði verið aðhafst. Bílstjórarnir væru orðnir lang- þreyttir á biðinni og hefðu gripið til aðgerðanna til að leggja áherzlu á kröfur sinar. Framund- an eru frekari aðgerðir og þá hyggjast bílstjórarnir leggja bifreiðum sínum þvert á götur og loka þannig fyrir alla umferð. Róstur í íran London. 11. október. AP. UPPREISNARMENN í Kúrdistan gerðu atlögur að sveitum hermanna og lög- reglumanna í vesturhluta írans, að því er útvarpið í Teheran skýrði frá í dag. Utvarpið sagði að slegið hefði í brýnu milli upp- reisnarmanna og her manna á miðvikudagskvöld og fyrr í dag hefði her- mönnum tekist að tvístra liði uppreisnarmanna. Aðalátökin hafa vérið í Bayang- an- og Kermanshah-héruðum. Sagði útvarpið að einn hermaður hefði fallið og tveir særst í átökunum, en ekki var getið um mannfall í röðum uppreisnar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.