Morgunblaðið - 13.10.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
31
þeim er takmarkaður, hann er kom-
inn undir leyfum, sem fulltrúar starfs-
greinarinnar veita. Hverjir græöa á
þessu? Mennirnir í starfsgreininni,
sem selja þjónustu sína á hærra
verði en þeir fá, ef starfsgreinin er
opin og samkeppnin harðari: Þeir eru
til dæmis tannlæknar, leigubifreiða-
stjórar, flugmenn, bóksalar, löggiltir
endurskoðendur, margir iðnaðar-
menn og fleiri. Hverjir tapa á þessu?
Neytendur, sem kaupa þjónustuna á
of háu verði, og þeir, sem fá ekki
aögang að greininni. Skólarnir eru
stundum notaðir til þessara takmark-
ana, fleiri fá ekki að taka próf en
fulltrúar starfsgreinarinnar geta sætt
sig viö. Þetta misrétti ræöir Israel
ekki um, enda er þaö vegna þess, aö
samkeppni er ekki leyfö og mark-
aöslögmálin fá ekki aö gilda.
Hvaö segir Israel um skólana?
Hann bendir á það og gerir mikið úr
því eins og aðrir róttæklingar, aö
mörg börn lendi í sömu stétt og
foreldrar þeirra, miklu fleiri börn
háskólaborgara en verkamanna
verði til dæmis háskólaborgarar.
Hann dregur þá ályktun af þessari
staðreynd, að umhverfiö móti þau.
Hann segir (bls. 75):
Aögangur aö skólunum hefur aö
vísu orðiö greiðari, en þeir virðast
lítið draga úr félagslegri mismun-
un.
En kemur honum og öðrum „sam-
félagsfræöingum" ekki í hug að
draga aðra ályktun af þessari sömu
staðreynd — þá, að náttúrlegur
munur manna erfist? Ekki er ósenni-
legt, aö hæfni til háskólanáms sé
meiri með háskólaborgurum en
verkamönnum, þótt undantekningar
séu margar. Og ekki er heldur
ósennilegt, aö þessi hæfni erfist.
Sannleikurinn er sá, aö einstakling-
urinn veröur til viö samleik erföa og
2. grein
hver frammistaöa nemendanna er.
Að sjálfsögöu fær einn maður hærri
einkunn en annar, en út í bláinn er að
segja, að það „hindri" þann, sem fær
lægri einkunn. Er þaö afburöamann-
inum að kenna og á hann að gjalda
þess, að einhver annar öfundi hann
og fái minnimáttarkennd? Um allar
kröfur, sem geröar eru til manna, er
það svo, að menn sinna þeim
misjafnlega, því aö þeir eru ólíkir.
Sumir eru gáfaöir, aörir ekki, og
sumir sinna námi, aörir íþróttum,
skemmtanalífi eða öðrum áhugamál-
um. Umhverfiö getur hvatt menn eða
latt til náms, en það skiptir engum
sköpum. Það getur valdiö einhverju
um ahugamál eöa val einstaklings-
ins, en litlu sem engu um getu hans,
því aö annaðhvort hefur hann náms-
gáfur eða ekki En hvar veröur ekki til
eitthvert umhverfi? Hvar veröa ekki
til fjölskyldur eöa kunningjahópar?
En tilgangurinn með sleggjudómnum
skilst af næstu setningum (bls. 76):
Skólarnir geta heldur ekki breytt
samfélaginu. Ef við viljum aö
skólarnir gegni öðru hlutverki en
þeir gegna nú verðum við fyrst að
breyta samfélaginu.
Stööumunur
og misrétti
Ætla má, að Israel eigi einkum við
það, þegar hann ræðir um stétta-
skiptingu, aö menn fæðist inn í
eitthvert umhverfi — inn í einhvern
hóp með svipaöa stöðu í eigin vitund
og annarra — og hneigist til þess aö
vera kyrrir í því. Hann segir (bls. 65);
i samfélaginu eru mismunandi
Sleggjudómar Israels í kennslubókinni um skólana eru margir,
en hann minnist ekki á það, aö þeir eru stundum misnotaðir til
þess aö tryggja hagsmuni manna í einhverri starfsgrein meö því
aö takmarka aögang að greininni.
umhverfis, hann er afkvæmi hvors
tveggja, og hann er umfram allt
siðferðisvera, sem velur og hafnar.
Sumir leggja út á námsbrautina,
aðrir ekki. Sumir geta gengið hana,
aðrir ekki. Allar lýsingar á einstakl-
ingnum, sem eru annaöhvort sóttar í
umhverfiö eitt eða í erfðirnar einar,
eru óhóflegar einfaldanir.
Sleggjudómar Israels um skólana
eru margir og miklir. Hann segir til
dæmis (bls. 76):
Við búum aö vísu í samfélagi þar
sem ríkir frjáls samkeppni —
einnig í skólanámi. En vandinn er
sá aö hin frjálsa samkeppni kemur
aöeins fáum til góða. Samkeppnin
verkar sem hindrun fyrir flesta —
og þá fyrst og fremst þá sem búa
við lélegar aöstæður.
Hvað á hann við með frjálsri
samkeppni í skólum? Á hann við
það, að gefnar eru einkunnir? Senni-
lega. En gefa veröur einkunnir (meö
einum hætti eða öðrum), á meöan
skólunum er ætlaö aö miðla þekk-
ingu (fremur en hugmyndafræði Al-
þýöubandalagsins) og þjálfa nem-
endur, því aö ella fást engar upplýs-
ingar um þaö, hvernig þaö tekst og
stéttir. Stéttirnar hafa ólíka mögu-
leika í lífinu, og þess vegna er
lífsreynsla manna ólík eftir því
hvaða stétt þeir tilheyra.
Israel er þó mjög óhreinskilinn,
þegar hann ræöir um stéttaskiptingu
í þessum skilningi. í fyrsta lagi
minnist hann ekki á þaö, að staða
manna í eigin vitund og annarra
verður alltaf ólík, á meðan til eru
almenn viömið í samlífi manna,
frammistaða þeirra verður ólík, því
aö náttúrulegur munur er á þeim.
Stéttaskipting er í þessum skilningi
óhjákvæmileg.
i ööru lagi veröur umhverfiö, sem
menn fæðast inn í, alltaf ólikt, á
meðan til verða fjölskyldur og kunn-
ingjahópar (enda kjósa margir rót-
tæklingar aö slíta öll slík bönd og ala
börn upp á opinberum stofnunum).
Möguleikar manna í þessum skilningi
verða aldrei jafnir.
í þriöja lagi eru möguleikarnir þrátt
fyrir allt jafnastir (þótt þeir geti ekki
orðið jafnir) í „kapítalísku" kerfi, því
aö í viöskiptum spyrja menn einung-
is, hvaöa hag þeir geti haft hver af
öðrum, en ekki hverrar ættar þeir
séu, trúar eöa litarháttar. (Milton
Friedman, bendir á þetta í kaflanum
Capitalism and Discrimination í
bókinni Capitalísm and Freedom.
W.H. Hutt, sem var prófessor í
hagfræöi í Suöur-Afríku, leiöir rök að
því í bókinni The Economics of Ihe
Colour Bar, að ástæðan til óeðlilegs
launamunar hvítra manna og svartra
í Suður-Afríku sé sú, að markaðslög-
málin fái ekki aö gilda á vinnumark-
aönum. Og þau fá ekki aö gilda aö
kröfu verkalýösfélaga hvítra manna.
Með öðrum orðum ráöa kynþátta-
hleypidómar ekki eins miklu um
kynþáttamisréttiö og hagsmunir
hvítra launþega. Hutt er mjög á móti
Apartheid-stefnu Suöur-
Afríkustjórnar.)
Stéttaskipting felur ekki nauösyn-
lega í sér misrétti. Munur er á
einstaklingum, og menn hafa ójafna
möguleika vegna ólíks umhverfis, þó
aö sömu reglur gildi um alla. Misrétti
er óverjandi, en það er fremur þrótt
fyrir markaöinn en vegna hans.
Misrétti er auövitaö enn til á íslandi.
Menn njóta þess enn eða gjalda,
hverrar ættar þeir eru. Og sennilega
hafa róttæklingarnir mestar áhyggj-
urnar af því. Það er skiljanlegt. En
tilfinningin má ekki sigra skyn-
semina. Benda verður á þaö, að
misrétti er einkum í ríkisfyrirtækj-
um. Til dæmis má taka stööuveit-
ingar ráðherra. Fyrir nokkrum árum
sóttu tveir menn um lektorsstööu í
heimspeki við Háskóla íslands.
Magnús Torfi Ólafsson var mennta-
málaráöherra. Annar umsækjandinn
var með doktorspróf í heimspeki,
hinn með B.A.-próf. Manninum með
B.A.-prófið var veitt staðan. Hann
var ráðherrasonur (Þorsteinn Gylfa-
sor: Þ. Gislasonar). Mjög var um
þetta rætt og á þessu hneykslazt.
Núverandi menntamálaráðherra,
Ragnar Arnalds, hefur einnig oröiö
frægur fyrir siíkar stööuveitingar.
íslendingar eru sennilega ekki enn
lausir viö alla fjötra ættbálkaskipu-
lagsins (Tribal Society), þar sem ekki
er miðaö viö einstaklinginn sjálfan,
heldur ætt hans eöa flokk, og þar
sem almennar, hlutiausar reglur gilda
ekki, heldur gerræöi ríkisstjórna eða
„landsfeðra". í einkafyrirtækjum er
misréttiö minna en í ríkisfyrirtækjum,
því aö í þeim bera eigendurnir sjálfir
kostnaöinn af því aö hafa óhæfari
starfsmenn en kostur er á, og þaö
knýr þá til þess að varast þaö.
Markaöurinn er í eðli sínu blindur,
svo að líkingamál sé notaö, hann
spyr ekki, hvaðan menn séu, heldur
hvað þeir geta gert.
Rætur stéttaskiptingar í vestrænu
iönskipulagi eru fjölskyldan, verka-
skiptingin og hin misjafna hæfni
manna. Samlíf mannanna án stétta-
skiptingar í þessum skilningi er
óhugsandi. Draumurinn um stéttlaust
samlíf verður alltaf martröö lögreglu-
ríkisins. Ég tel æskilegt, aö stétta-
skipting sé sem sveigjanlegust,
þannig að möguleikar hvers einstakl-
ings í lífinu séu sem flestir (þó að þeir
geti aldrei orðið jafnir). Róttækl-
ingarnir eru aö minnsta kosti í orði
sammála mér um það. En hvar er
stéttaskipting sveigjanlegust? í
Bandaríkjunum, þar sem menn
hreyfast örar á milli stétta („Social
mobility" er með öörum orðum
meira) en í Noröurálfu (Evrópu), enda
eru engar leifar léns- og ættbálka-
skipulagsins í þessum fyrstu frjálsu
ríkjum heims. Óg hvar er stéttaskipt-
ing ósveigjanlegust? Sennilega í
Ráðstjórnarríkjunum og öðrum sam-
eignarríkjum, þar sem stöðumunur
er meiri en á Vesturlöndum og
aögangur einstaklinganna aö
valdsmönnunum skiptir mestu máli.
(Ólafur Björnsson ræöir um þekk-
ingarbyltinguna í grein í Mbl. 16.
desember 1966. Dr. Þráinn Eggerts-
son hagfræöingur ræðir um tekju-
jöfnun í greininni Ójöfnuöi og jafnaö-
arstefnu í tfmaritinu Eimreiöinni
1975. Hann ræöir um menntun,
fjölskyldur og stéttaskiptingu í grein-
inni Mannauö í sama tímariti 1973.
Milovan Djilas ræðir um stéttaskipt-
ingu í sameignarríkjunum í bókinni
Hinni nýju sfétf 1958. Heimild um
hvöt róttæklinganna til tekjujöfnunar:
Helmut Schoeck: Envy, pappírskilja.
Nokkrar heimildir um jafnréttishug-
takið og jöfnunarstefnuna: Lionel
Robbins: Liberty and Equality,
bæklingur. Robert Nisbet: Twilight
of Authority. ffiilton Friedman: Cap-
italism and Freedom, pappírskilja.
Friedrich A. Hayek: Law, Legislation
and Liberty, Robert Nozick. An-
archy, State, and Utopia, pappírs-
kilja. Heimild um stéttaskiptinguna í
sameignarrfkjunum: Hedrick Smith:
The Russians, pappírskilja.)
Ný verksvið
opnast kirkjunni
KIRKJUDAGUR Óháða safnað-
arins er á morgun. sunnudaginn
14. október og hefst með guðs-
þjónustu kl. 2 e.h. Klukkustundu
síðar verður Kirkjubær opnaður
og þar verður almenn kaffisala
eins og venja er til, og kl. 4 hefst
barnasamkoma með litmynda-
sýningu. Á þessu ári átti safnað-
arkirkjan 20 ára vígsluafmæli og
snemma á næsta ári er safnaðar-
starfið 30 ára.
Það vakti verðskuldaða athygli
á sínum tíma þegar fámennur
hópur áhugafólks, sem aðhylltist
lítt kreddufestu í trúarefnum og
enga sértrú, Iagði það á sig á
„trúlítilli öld“ eins og oft er sagt,
að reisa af eigin rammleik og
aflafé kirkjuhús með sambyggðu
félagsheimili, sem Kirkjubær
nefnist eins og kunnugt er. Meira
að segja hefir þessi hópur jafnan
staðið vel undir þessari fram-
kvæmd.
En þó flestir viti að þessi
kirkjubygging er til er mörgum
áreiðanlega ókunnugt um það hve
fjölbreytt starfsemi hefir farið
þar fram með tengslum við aðrar
menningar og velferðarstofnanir
enda því ekki verið haldið á loft
sem skyldi hvað þá að nokkur
auglýsingastarfsemi hafi verið
höfð í frammi. I sambandi við 20
ára vígsluafmæli kirkjunnar, er
ekki úr vegi að víkja örfáum
orðum að þessu.
í Kirkju- og félagsheimili
Óháða safnaðarins, sem er hagan-
legt húsnæði í nútímastíl, teiknað
af Gunnari Hanssyni, hefir, auk
reglubundins helgihalds, frá upp-
hafi verið haldið uppi félags- og
menningarstarfi, sem mér er ekki
kunnugt um að aðrar kirkjur hér á
landi hafi opnað dyr sínar fyrir,
en ætti þó að vera sómi í a hýsa ef
á þyrfti að halda. Tvennt skal
nefnt í því sambandi:
I fyrsta lagi var Kirkjubær
lánaður Barnavinafélaginu
Sumargjöf í mörg ár og þar haidið
barnaheimilið Austurborg. Margir
Reykvíkingar sem nú eru orðnir
fulltíða, voru þarna börn og léku
sér á kirkjulóðinni. í öðru lagi
nefni ég að Kennaraháskóli
íslands hefir fengið afnot af öllu
safnaðarheimilinu til kennslu
nokkra undanfarna vetur, enda
býr skólinn við þröngan húsakost,
og í vetur hefir Kennaraháskólinn
einnig afnot af kirkjusalnum
sjálfum til fyrirlestrahalds fyrir
væntanlega kennarastétt lands-
ins. Hygg ég að slík notkun á
kirkjusal sé næstum einsdæmi hér
á landi og engin kirkjubygging sé
meira notuð eins og sakir standa
þar sem fyrirlestrahaldið er alla
virka daga. Mér virðist safnaðar-
stjórnin hafa sýnt sjálfsagða en
þó of sjaldgæfa víðsýni, miðað við
það sem tíðkast, með því að lána
kirkjusalinn til kennslustarfa, en
dregið er fyrir kórinn í kirkjunni á
meðan. Sýnist vel fara á því að
uppvaxandi kynslóð og þá sérstak-
lega kennarastétt, mótist og
menntist undir þaki kirkjunnar og
minnist ég þess nú í því sambandi
að gagnfræðaskólinn á Siglufirði
var lengi til húsa á kirkjuloftinu
þar.
Ég hefi nú nefnt tvo þætti úr
samstarfi Óháða safnaðarins við
aðrar uppeldis og menningar-
stofnanir á liðnum árum en minn-
ist um leið á fjölsóttan sunnu-
dagaskóla, sem við höfðum í kirkj-
unni í mörg ár og einnig guðsþjón-
ustuhald Vestmanneyinga þar um
skeið, meðan þeir voru í „útlegð-
inni“ hér í Reykjavík. Að ekki sé
nú talað um það fjölþætta félags-
og menningarstarf sem kvenfélag
Óháða safnaðarins hefir ætíð innt
af hendi og árlegt tónleikahald í
kirkjunni af ýmsu tagi. Og margt
fleira mætti rifja upp. Eitt er það
að Kirkja Óháða safnaðarins var
meðal þeirra 11 bygginga í höfuð-
borginni, sem hlutu sérstaka við-
urkenningu á 1100 ára afmæli
Islandsbyggðar árið 1974. Fólkið,
sem reisti þessa kirkju af fágætri
bjartsýni og ósérplægni fyrir 20
árum getur því glaðst yfir því að
hugsanir þess og handaverk hafa
komið í góðar þarfir æ síðan og að
byggingin hefir ekki aðeins verið
notuð stöðuglega sem guðshús
heldur og sem félags- og menning-
armiðstöð, sem ekki var ógert að
láta þar sem öll sönn félagsleg og
menningarleg verðmæti ættu að
vera kristinni kirkju viðkomandi.
Ekkert lát er heldur á áhuga og
starfi fólksins míns í Kirkjubæ
þótt starf kvenfélags kirkjunnar
beri ávallt af og konurnar muni
sanna það á morgun (sunnudag)
eins og á öðrum Kirkjudögum.
Þær hafa kaffí á boðstólum með
rómuðu veislusniði allan daginn
að lokinni messu og verja öllu
andvirðinu til kirkjustarfsins og
líknarmála eins og ávallt áður.
Um leið og ég óska þeim, og öllum
sóknarbörnum mínum, til ham-
ingju með daginn og þakka fórn-
arlund þeirra og myndarskap heiti
ég á hvern sem er, og vill starfinu
vel, að koma til okkar á kirkjudag-
inn, njóta þar góðs og koma um
leið góðu til leiðar. Verið öll
velkomin í kirkju og Kirkjubæ
sunnudaginn 14. október.
Emil Björnsson prestur.
Vilja utanþingsstjórn
Framkvæmdanefnd Valfrelsis
hefur samþykkt ályktun þess efnis,
að forseti íslands athugi þann
möguleika að mynda utanþings-
stjórn. Til þess tíma að kosningalög-
unum verði breytt þannig að kjós-
endur velji (kjósi) frambjóðendur
persónulega til Alþingis. Frekar en
einungis flokka eins og nú er.
Greinargerð: Ástæðan fyrir þessari
ályktun er sú' að stjórnmálaflokk-
arnir hafa sýnt getuleysi við að leya
efnahagsmál þjóðarinnar. Fram-
kvæmdanefndin ályktar að utan-
þingsstjórn sem þarf ekki að vera á
sífelldum atkvæðaveiðum, sem yfir-
leitt enda með fölskum loforðum og
endalausum blekkingum, myndi
gera þær ráðstafanir sem þarf til að
rétta við efnahagslíf þjóðarinnar.
Reykjavik 11.10.1979
Framkvæmdancfnd Valfrelsis:
Sverrir Runólfsson, ábyrgðarm.,
Hilmar Guðjónsson. Lárus Lofts-
son, Marias Sveinsson. Smári Stef-
ánsson.