Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Fyrirliði landsliðsins ólafur H. Jónsson i kröppum dans i landsleik. ólafur leikur sinn 117 landsleik á
mánudag. Vonandi tekst honum að Ieiða lið sitt til sigurs i leiknum.
Vann einbylishöll
lyrir holu í höggi
JAPANSKI kylfingurinn Iaso
Aoki datt heldur betur í lukku-
pottinn í gær. Hann var að keppa
i heimsmeistarakeppninni sem
fram fór í Virginia Water i
Englandi og sló þar holu i höggi
á 155 faðma langri braut númer
tvö.
Aoki hafði svo sem tvisvar
áður slegið holu i höggi, en aldrei
áður á holu sem áheit hvíldu á, en
byggingarfyrirtæki eitt rosalegt
hafði fyrir keppnina lofað auka-
verðlaunum ef einhver færi um-
rædda holu í einu höggi. Verð-
launin voru ekki af lakara tag-
inu, griðarlegt einbýlishús i
Skotlandi, með útsýni yfir Glen-
eagles-golfvöllinn, sem er einn
frægasti golfvöllur veraldar.
Bústaðurinn er metinn á 120.000
bandarikjadali og Aoki steig
trylltan dans er kúlan lak ofan i
holuna. Kappinn notaði kylfu
númer 7.
Ekki nóg með það, heldur fær
Aoki að velja sér húsgögn í nýju
höllina á kostnað sama fyrirtæk-
is. Fær hann úttektarmiða fyrir
21.500 dollara.
Vinnst sigur
í fyrsta lands-
leik vetrarins?
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik hefur búið sig vel undir
landsleikina við Tékka sem fram
fara á mánudagskvöld og á
þriðjudag. Báðir leikirnir hefjast
kl. 20.30. Liðið hefur æft á
hverjum degi alla vikuna og
stundum tvívegis. Þrátt fyrir að
handknattleikstimabilið sé ný-
hafið hér, heíur handknattleikur-
inn verið mjög góður og sýnt er
að leikmenn eru i góðri æfingu.
Jóhann Ingi landsliðsþjálfari hef-
ur sagt að nái islenska liðið
góðum leik, séu góðir möguleikar
á sigri. íslenskir handknatt-
leiksmenn hefðu liklega aldrei
verið i jafn góðri likamlegri
æfingu og nú.
Landsleikir þessir eru fyrsta
viðfangsefni nýs landsliðskjarna
sem á að keppa í undankeppni HM
1981. Þá verður mjög fróðlegt að
sjá til unglingalandsliðsins í
leiknum á móti Tékkum sem fram
fer á Selfossi á miðvikudagskvöld.
Unglingaliðið hefur æft í allt
sumar, og mun hafa undirbúið sig
mjög vel fyrir HM-keppni ungl-
inga sem fram fer í Danmörku í
lok þessa mánaðar. Leikurinn við
Tékka verður því viss prófsteinn á
getu liðsins.
Landsleikir íslands og Tékka í
handknattleik hafa ávallt verið
mjög spennandi og jafnir, fimm
sinnum hafa liðin gert jafntefli og
oftast verið mjótt á mununum.
Það hefur því mikið að segja að
áhorfendur láti vel til sín heyra í
Laugardalshöllinni á manudags-
kvöldið. Hvatningarhróp þeirra
geta hæglega fleytt sigri í höfn.
Forsala aðgöngumiða á leikinn
verður á mánudag við Útvegs-
bankann.
íslenska landsliöiö
Jens Einarsson Víkingi
Kristján Sigmundsson Víkingi
Bjarni Guömundsson Val
Erlendur Hermannsson Víkingi
Þorbjörn Guömundsson Val
Steinar Birgisson (nýl.) Víkingi
Hörður Haröarson Haukum
Ólafur H. Jónsson fyrirl. Þrótti
Steindór Gunnarsson Val
Ólafur Jónsson Víkingi
Bjarni Bessason ÍR
Stefán Gunnarsson Val
Þorbergur Aðalsteinsson Víkingi
Páll Björgvinsson Víkingi
• Geir Hallsteinsson á það landsleikjamet sem Ólafur
H. Jónsson jafnar eftir helgina gegn Tékkum, en Geir
lék á landsliðsferli sínum 118 landsleiki og skoraði í
þeim 534 mörk. Geir verður í eldlínunni með félagi sínu
FH, er úrslitaleikurinn í Reykjanesmótinu fer fram, en
mótherjarnir eru erkifjendurnir Haukar.
Handknaltlelkur
Úrslitaleikur
Hauka og FH
Á MORGUN sunnudag leika
Haukar og FH í Reykjanesmót-
inu í handknattleik. Viðureign
liðanna sker úr um hvort liðið
hreppir Reykjanesmeistaratitil-
inn. Haukar hafa unnið alla sína
leiki til þessa en FH-ingar hafa
gert eitt jafntefli á móti Breiða
blik. Leikur liðanna mun hefjast
kl. 17.00 og ef að líkum lætur má
búast við skemmtilegri viður-
eign. Á undan leik Hauka og FH
eru tveir leikir. Kl. 15 leika
Grindavik og FH i kvennaflokki
og þá Haukar og Breiðablik i
kvennaflokki.
Dómara-
fundur
Handknattleiksdómara
félag Reykjavíkur boðar
til fundar að Hótel Esju kl.
11.00—13.00 í dag og er
aðalefni fundarins
„boðsmiðamálið“ svokall-
aða, og vetrarstarfið. Áríð-
andi er að allir mæti.
Stjórnin.
Innanfélagsmót KR i badminton var haldið 6. okt. Keppendur voru
um 20, nuitið fór vel fram undir stjórn Hjalta Helgasonar sem var
mótstjóri. Úrslit i einstökum greinum voru þessi: Einliðaleikur karla:
Friðleifur Stefánsson sigraði Reyni Guðmundsson 15—3 og 15—11.
Einliðaleikur kvenna: Sif Friðleifsdóttir sigraði Þórunni Óskarsdóttir
11 — 2 og 11—6. Tviliðaleikur karla: Reynir G. og Björgvin
Guðbjörnsson unnu þá Óskar Guðmundsson og Eirik 15—7 og 15—7.
Tvenndarleikur: Björgvin G. og Sif F. unnu óskar G. og Erlu 15—2 og
15—5. A myndinni eru (talið frá vinstri): Friðleiíur Stefánsson, Sif
Friðleifsdóttir, Björgvin Guðbjörnsson, Reynir Guðmundsson, og
formaður badmintondeildar KR óskar Guðmundsson.
'f
»