Morgunblaðið - 13.11.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1979
Gunnar Thoroddsen:
Nýtt átak í orkumálum
Blásum nýjum lífsanda í íslenzkt
Á því má ekkert hlé verða að
virkja orkulindir íslands, fall-
vötn og jarðhita. Það er undir-
staða undir og forsenda fyrir
batnandi lífskjörum lands-
manna og atvinnuöryggi. Með
örum orkuframkvæmdum getur
innlend orka komið í stað er-
lendra orkugjafa. Hús skulu
hituð, iðnaður þróast, bílar og
skip knúin með innlendri orku.
Við spörum gjaldeyri og öflum
gjaldeyris. Við blásum nýjum
lífsanda í islenzkt atvinnulíf.
Verum sjálf okkur nóg
um næstu aldamót
Markmið í orkumálum eiga
að vera þessi:
1. Miðum framkvæmdir í
orkumálum við það mark, að
verða sjálfum okkur nóg eigi
síðar en um næstu aldamót.
2. Næg raforka þarf að vera til
á hverjum tíma fyrir almenn-
ing, til allra heimilisnota, og það
þarf að koma henni til notenda.
Það er mikið átak að styrkja
dreifikerfi um landið svo að
rafmagnið komist til skila.
3. Öll hús á íslandi, þar sem
næst til heitra linda, verði hituð
með jarðvarma, en blandaðar
fjarvarmaveitur notaðar þar
sem við á.
4. Skip og bílar verði knúin
raforku eða annarri orku, sem
framleidd verður hér á landi
með rafmagni eða jarðvarma.
Um síðustu aldamót orti Hannes
Hafstein: „Sé ég í anda knör og
vagna knúða krafti, sem vannst
úr fossa þinna skrúða."
Látum þau orð verða veru-
leika.
5. Iðnaður hafi greiðan að-
gang að innlendri orku, hvort
sem er rafmagn eða jarðhiti.
Með nægri orku verði stefnt að
stórfelldri aukningu iðnaðar,
jafnt smáiðnaðar, meðalstórra
iðnfyrirtækja sem stóriðju.
Nýjar virkjanir
Þörfin á nýjum virkjunum er
miklu brýnni en flestir lands-
menn gera sér grein fyrir. Árleg
aukning á rafmagnsnotkun er
svo ör, að þótt ekki kæmu til
nein ný orkufrek fyrirtæki, þarf
25—30 megavött til viðbótar á
hverju ári.
Sjónarmið við val
á nýjum virkjunum
Við val á nýjum virkjunum
þarf að hafa þessi sjónarmið:
1. Hagkvæmni. Hvaða virkjun
framleiðir ódýrast rafmagn.
2. öryggi. Reisa þarf stór-
virkjanir einnig utan hinna eld-
virku svæða á stöðum, þar sem
hverfandi lítil hætta er á elds-
umbrotum og jarðskjálftum.
3. Orkutap. Séu allar aðal-
virkjanir á sama svæði, tapast
atvinnulíf
talsverð orka við flutning henn-
ar langa vegu. Er því hagkvæm-
ast að eiga virkjanir í fleiri
fjórðungum en einum.
Með hliðsjón af þessum sjón-
armiðum koma sérstaklega til
greina, næst á eftir Hrauneyj-
arfossvirkjun:
Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkj-
un, Þjórsá, ný virkjun eða
stækkun Búrfellsvirkjunar.
Leggja þarf áherzlu á allan
undirbúning undir þessar virkj-
anir, tæknilegan og fjárhagsleg-
an, en ekki síður varðandi um-
hverfisvernd og samninga við
þá, sem hlut eiga að máli.
Nýting jarðgufunnar
Jafnframt verður að efla
raunhæfar rannsóknir og bor-
anir á jarðhitasvæðum til þess
að undirbúa hagkvæma nýtingu
jarðgufunnar.
Fyrirbyggjum orkuskort
Áður en Hrauneyjarfossvirkj-
un tekur til starfa, verður hér
rafmagnsskortur, nema rösklega
sé tekið til hendi. Þar eru tveir
kostir til og þarf að nvta þá báða
samtímis:
1. Ljúka Kröfluvirkjun
Mannvirki Kröfluvirkjunar,
vélar og rafbúnaður, hafa reynzt
vel og staðizt allar prófraunir.
Nú þarf án tafar að halda áfram
borunum eftir gufu. Það er
samdóma álit kunnáttumanna,
að boranir við Kröflu sé ódýr-
asta og hagkvæmasta orkuöflun,
sem nú er kostur á.
2. Rafmagnsframleiðsla í
Svartsengi
Þegar hið ágæta fyrirtæki,
Hitaveita Suðurnesja, var stofn-
að, var ráðgert, að þar yrði
einnig framleidd raforka. Það
liggur nú fyrir, að þarna eF hægt
að fá allt að 30 megavött á
ódýran hátt, og ætlunin er að
byrja með 6 megavatta áfanga.
Á þessu má enginn dráttur
verða.
FÍLASPOR
Ný saga eftir
Hammond Innes
IÐUNN hefur gefið út nýja
skáldsögu eftir hinn kunna
breska sagnahöfund HAMMOND
INNES og nefnist hún á íslensku
FÍLASPOR.
Þetta er þrettánda bók höfund-
ar sem út kemur í íslenskri
þýðingu, en Hammond Innes hef-
ur unnið sér frægð og vinsældir
fyrir spennandi sögur sem gerast
á ýmsum heimshornum. FÍLA-
SPOR gerist í Afríku.
Sagan skiptist í fjóra aðalhluta
sem svo heita: Ráðstefnan, Syðra
Horrskarðið, Síðasta athvarfið og
Útvörður norðursins. — Álfheiður
Kjartansdóttir þýddi FÍLASPOR.
Bókin er 232 blaðsíður. Setberg
prentaði.
Spilavíti
lokað vegna
skulda
Nizza, 10. nóv. AP.
FRANSKA ríkisstjórnin
fyrirskipaði í dag lokun á
næststærsta spilavíti
landsins, Ruhl-spilavítinu,
vegna þess að það skuldar
90 milljónir franka — eða
rösklega 9 milljarða í
ógreidd opinber gjöld.
Gunnar Thoroddsen þáverandi iðnaðarráðherra hleypir vatni á hitakerfi Hitaveitu Suðurnesja.
Ræðir nýja
hægri stefnu
í frönskum
stjórnmálum
BJÖRN Jónsson hagfræðingur
heldur fyrirlestur á vegum All-
iance Francaise í franska bóka-
safninu, Laufásvegi 12, i kvöld
(þriðjudaginn 13. nóv.) kl. 20.30
um nýja hægri stefnu í frönskum
stjórnmálum.
Að undanförnu hefur mikið verið
rætt og ritað í Frakklandi um
hugmyndir hóps manna sem yfir-
leitt eru kenndar við nýja hægri
stefnu (la nouvelle droite).
Björn mun í erindi sínu gera
grein fyrir helstu kenningum þessa
hóps og fjalla nánar um nokkra af
upphafsmönnum þessara kenninga,
þar á meðal Alain de Benoist o.fl.
og gagnrýni þeirra á nýju heim-
spekingana (les nouveaux philo-
sophes).
Björn Jónsson nam hagfræði í
Frakklandi á árunum 1970—78 og
starfar nú sem kennari í þeirri
grein við Menntaskólann við Sund.
Á eftir fyrirlestrinum, sem er á
íslensku og öllum opinn munu fara
fram umræður.
Stjórn Alliance Francaise.
FALLEGT OG STERKT
Þú getur valið um II gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi aðþærþyldumiklanotkun. Viðveitumþérallarráðleggingaroggerum
verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á Hríngdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema
innréttingahúsið
SINOREMA
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344