Morgunblaðið - 13.11.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.11.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Guðmundur Magnússon leikari: Fatlaðir — tekj- ur og samgöngur Heiðruðu ráðamenn (eða á ég ef til vill að segja tilvonandi ráða- menn?), elskulegu landar! Mig langar að gera hér dálitla grein fyrir þeim vandamálum, sem við fatlaðir eigum við að búa. Því miður er ekki hægt að ræða það í stuttri blaðagrein jafn vítt og ýtarlega og ég hefði viljað. Það sem ég ætla að taka fyrir er tvennt, sem er ótrúlega saman- tvinnað, þ.e.a.s. tekjur og sam- göngur. Til að takmarka þetta enn frekar, mun ég aðeins miða við einstakling, sem er það mikið fatlaður að hann er bundinn í hjólastól. Athugum þá fyrst samgöngurn- ar: Þar kemst maður í hjólastóli ekki spönn frá rassi! „Hvers vegna ekki?“ Jú, þá rekum við okkur fyrst á gangstéttarbrúnirnar! Gerum nú ráð fyrir að maður sé kominn í bæinn, og ætli í verslun- ina handan götunnar. Maður lítur í kringum sig. Ah, ha, mikið rétt, skammt frá er merkt gangbraut og meira að segja með umferðar- ljósum. Hér ber vel í veiði! Nú rúllar maður sér að brautinni og bíður eftir grænu ljósi. (Maður veit jú, að ekki má fara yfir á rauðu!). Bílarnir bruna áfram enda er rétturinn enn þeirra. En viti menn, skyndilega stöðvast straumurinn og við fáum grænt. Það gengur nú hálf brösulega að komast niður á brautina, en hefst þó! Nú er um að gera að rúlla sér sem hraðast yfir, til að tefja nú engan. Eftir sprettinn er komið að hinum fyrirheitna bakka, en þá BÚMMS! Það er ekki nokkur möguleiki að komast hjálparlaust upp á stéttina. Nú vill svo til að á sama rólinu er kona með barna- vagn. Eftir að hafa komið bless- Guðmundur Magnússon. uðu barninu í skjól fyrir bílunum, með miklum erfiðismunum, snýr hún við og aðstoðar þennan ósjálf- bjarga ræfil, sem annars yrði fyrir bílunum. Þetta var saga sem endaði vel! Hetjan góðhjörtuð móðir eða amma bjargaði þarna manni frá bráðum bana. En hvers vegna? Það skyldi nú ekki vera, að hún hafi kynnst bölvaðri gangstéttar- brúninni af eigin raun í erfiðleik- unum með barrfavagninn, auk þess sem hún hefur nú kennt ósköp mikið í brjósi um þennan vesaling. Eftir að hafa þakkað vel fyrir sig, er nú haldið að búðinni. En hvað er nú þetta!? Hér ætlar sama sagan að endurtaka sig, við flestar verslanir eru nefnilega annað hvort tröppur eða það háir þrösk- uldar og maður er kominn í sama vanda og við gangstéttarbrúnina. Þar sem ekki var meiningin að skrifa sögu, er rétt að setja hér punkt. Þó get ég ekki stillt mig um að setja hér dálitla eftirskrift: Ég vildi nefnilega skora á borgar- og bæjaryfirvöld svo og alla kaup- menn á okkar indæla skeri, að gera allar þær lagfæringar sem í þeirra valdi standa, sem allra fyrst, og ekki síðar en árið 1981, sem er jú ár fatlaðra! Og látið þið nú ekki fara fyrir því eins og þessu blessaða „barnaári", sem er nú rétt lokið. Áður en lengra er haldið er rétt að athuga fjárráð þessara „af- ætna“ á þjóðfélaginu. Gerum nú ráð fyrir, að einstaklingurinn, sem um er að ræða, sé metinn 75% öryrki (hæstu prósentur sem um er að ræða) og er í öllum tilfellum, að ég held, ef um lamaða mann- eskju er að ræða. Þá eru bætur Tryggingastofn- unar ríkisins sem hér greinir: Örorkubætur 68.141,00 Tekjutrygging 62.589,00 Uppbót 23.385,00 Samtals 154.115,00 Nú er rétt að taka það fram, að þessum einstakling er leyfilegt að þéna allt að 455.000.00 kr. á ári án þess að fyrrgreindar tölur skerð- ist. Fari árstekjur viðkomandi fram úr áður getinni upphæð skerðast fljótlega tekjutrygging og uppbót um allt að 55% og hverfa með öllu þegar náð er 1.820.000,00 krónum. Nú skulum við athuga tekjur verkamanns, sem vinnur á I. taxta (þeim lægsta) Dagsbrúnar. Þá eru mánaðarlaun hans fyrir 40 stunda vinnuviku, miðað við að hann sé að vinna á fyrsta ári, 203.725,00 kr. Hef ég hvergi séð eða heyrt annað en að allir séu sammála um að þetta séu smánarlega lág laun. Þá er rétt að athuga hvað við gerum við þessa peninga, sem við drögum upp úr vösum skattborg- aranna. Jú, því skal ég svara eftir bestu samvisku. Þá er því fyrst til að svara, að þó við séum ekki metin nema 25% úr manni, þá þurfum við að borða eins og 100% menn. Verðum þó að skera allt við nögl okkar sem mest við getum. Svo er það húsnæðið: Getur nú hver sem vill athugað sjálfur hver leiga er á einstakl- ingsíbúð. Hún þarf þar að auki að vera þeim eiginleikum búin að hægt sé að athafna sig í hjólastól og komast út og inn úr húsinu. Þá er það bensín á bílinn. „Hvað? Ætla nú þessar bölvuðu afætur líka að eyða gjaldeyrinum okkar í bensíneyðslu?" Þessu skal ég svara: Bíll er fyrir okkur það sama og fætur ykkur. Okkur langar til dæmis að fara í heimsóknir til vina okkar, sem búa svo vel að við komumst þar inn. Þá viljum við komast í verslanir til að eyða þessum miklu fjármunum. „En var ekki mannfjandinn að segja að hann kæmist hvergi inn í verslun?" Rétt er það, en þó skal það viðurkennt sem vel er gert! Við að minnsta kosti tvær verslanir hér í höfuðborg landsins, hefur verið komið fyrir sérmerktum bílastæð- um fyrir fatlaða og er allur aðgangur þar til fyrirmyndar! En betur má ef duga skal! Auk þessa koma öll gjöldin af bílnum og eru þau töluverð þar eð okkur er gert skylt að hafa bílana í kaskó. Nú, svo koma afborganir af lánum. „Hvernig dettur þessu fólki í hug að stofna til lána með ekki meiri fjárráð?" Þórir S. Guðbergsson: Hvað er barnamenning? 11 Eiga börnin að taka barnalist- ina inn eins og lýsi?” sagði Thor Vil- hjálmsson forseti Bandalags íslenzkra listamanna í setningarræðu sinni á Hótel Borg s.l. sunnudag á listamannaþingi um barnamenningu SUNNUDAGINN 11. nóv. hélt Bandalag íslenskra listamanna allfjölmennt þing á Hótel Borg í Reykjavík og var aðalumræðu- efni þingsins „barnamenning“. Undirbúningur þingsins var mjög rómaður, en hann önnuðust þau Gestur Ólafsson, AI, Jón Axel Egilsson, FK, Jónas Ingimundar- son, FÍT, Nanna Ólafsdótir, FÍLD, Sigrún Guðjónsdóttir, FÍM, Stein- unn Jóhannesdóttir, FÍL og Vil- borg Dagbjartsdóttir, RI. Eins og áður sagði var þingið allfjölmennt og þátttakendur frá öllum aðildarfélögum Bandalags ísl. listamanna. Héldu fulltrúar þeirra stutt erindi, hver á sínu sviði. Þingið hófst kl. 10 árdegis með setningarræðu forseta Bandalagsins, Thors Vilhjálms- sonar. Thor sagði meðal annars: „Ekki eru aðeins gagnrýnendur og fræðimenn, sem spyrja hinnar stóru spurningar: Hvað er list? Listamaðurinn sjálfur hlýtur að spyrja þess. Og til hvers er list? Hvert er hlutverk listar? Og hver Er einhver sérstök list fyrir born. er ábyrgð listamannsins?" Thor sérhönnuð fyrir börn? Mynd: Þórir spurði einnig, hvort ætti að vera einhver sérstök iist fyrir börn, sérhönnuð fyrir börn. Hann spurði hvort barnið ætti að búa í ein- hverjum sérhönnuðum heimi með sérklósett, sérlist og sérstöku tungumáli. „Kannski má treysta því, að hugmyndaflug barnsins standi flest af sér, og tryggi barninu sín ævintýr þrátt fyrir vélræði og vélunna sálarfæðu handa börnum". Sagði Thor að eftir þennan dag, sem hann vonaði að yrði frjósamlegur með fram- streymandi hugviti, mundu menn dreifast á ný og leita rýrra svara við mörgum og margþættum spurningum varðandi listina. Að lokinni ræðu Thors ávarpaði Steinunn Jóhannesdóttir þing- heim og skýrði nánar frá verkefn- um undirbúningsnefndarinnar og tilhögun dagskrár, en Stefán Júlí- usson rithöfundur var kosinn fundarstjóri. Fyrir hádegi voru flutt tvö fræðileg erindi. Það fyrra var um börn og fjölmiðla, flutt af Sigur- björgu Aðalsteinsdóttur, og fjall- aði það um könnun á þessu sviði, sem gerð var á sl. vetri af Félagsvísindadeild Háskóla íslands, af Þorbirni Broddasyni, en einnig var haft náið samráð við norska og sænska félagsfræðinga við háskóla í Ósló og Lundi, þar sem sambærilegar rannsóknir fara nú fram. Voru lagðar fram nokkrar frumniðurstöður könnun- arinnar. Thor Vilhjálmsson, forseti banda- lags isl. listamanna Síðara erindið flutti Guðný Guðbjörnsdóttir sálfræðingur um gildi lista í uppeldi og námi barna. Eftir hádegi fluttu þessir aðilar stutt erindi: Stefán Edelstein um tónlistar- uppeldi, Edda Óskarsdóttir um stöðu myndmenntarkennslu í íslenskum skólum, Gestur Ólafs- son um byggingarlist, Ingibjörg Haraldsdóttir um kvikmyndir fyrir börn, Pétur Gunnarsson um börn og bækur, Nanna Ólafsdóttir um barnið og dansinn, Þórhallur Sigurðsson um börn og leikhús og Atli Heimir Sveinsson um hvað tónskáld á íslandi hafa samið fyrir börn. Að lokum þessum erindum var skipt í umræðuhópa og urðu um- ræður mjög fjörugar í öllum fjórum umræðuhópunum. Verður nánar sagt frá þessu þingi lista- manna síðar. „Kannski má treysta þvi, að hugmyndaflug barnsins standi flest af sér og tryggi barninu sin ævintýr, þrátt fyrir vélræði og vélunna sálarfæðu handa börnum?“ Mynd: bórir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.