Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979
25
Isiandsmftllð 1. delio |
l........ ...:............
Einkunnagjofin
KR:
Pótur Hjólmarsson 2
Svavar Ásmundsson 1
ÓlafurLárusson 4
Símon Unndórsson 3
Friörik Porbjörnsson 4
Jóhannes Stefánsson 2
Þorvarður Höskuldsson 2
Kristinn Ingason 1
Konráö Jónsson 1
Haukur Ottesen 3
Björn Pétursson 1
VÍKINGUR:
Jens Einarsson 2
Kristjón Sigmundsson 2
Guðmundur Guömundsson2
Siguröur Gunnarsson 2
Þorbergur Aóalsteinsson 2
Póll Björgvinsson 5
Árni Indriöason 3
Erlendur Hermannsson 2
Ólafur Jónsson 2
Steinar Birgisson 2
Heimir Karlason 1
Dómarar:
Guömundur Kolbeinsson 2
Rögnvald Erlingsson 2
FH
Birgir Finnbogason 4
Guömundur Magnússon 3
Valgaröur Valgarösson 3
Snmundur Stefónsson 3
Guömundur Á. Stefónsson 2
Eyjólfur Bragason 1
Árni Árnason 2
Pótur Ingólfsson 3
Magnús Teitsson 2
Geir Hallsteinsson 2
Kristjón Arason 3
Sverrir Kristinsson 2
VALUR:
Brynjar Kvaran 2
Brynjar Haröarson 1
Bjarni Guömundsson 2
Höröur Hílmarsson 2
Steíndór Gunnarsson 2
Þorbjörn Jensson 2
Jón H. Karlsson 2
Stefón Halldórsson 2
Ólafur Benediktsson 1
Þorbjörn Guömundsson 2
Gunnar Lúövíksson 1
Dómarar:
Óli Olsen og
Björn Kristjónsson 2
HK:
Einar Þorvaöarson 4
Bergsveinn Þórarinsson 2
Kristinn Ólafsson 2
Hilmar Sigurglslason 1
Ármann Sverrisson 1
Ragnar Ólafsson 1
Erling Sigurösson 2
Kristjón Gunnarsson 2
Friöjón Jónsson 3
Magnús Guðfinnsson 2
Nói Björnsson 1
Gíssur Kristinsson 1
ÍR:
Þórir Flosason 4
Bjarni Hókonarson 3
Guöjón Marteinsson 2
Siguröur Svavarsson 3
Guömundur Þórðarson 2
Bjarni Bessason 3
Ársaall Hafsteinsson 3
Pótur Valdimarsson 1
Steínn Öfjörö 1
Höröur Hókonarson 2
Ásgrfmur Friöriksson 1
Bjarni Bjarnason 2
Dómarar:
Gunnar Kjartansson og
Ólafur Steingrímsson 4
STRAX í FYRSTA leik íslandsmótsins í handknattleik i 1. deild urðu
óvænt úrslit. íslandsmeistarar Vals urðu að sætta sig við stórtap gegn
ungu en bráðefnilegu liði FH. Langtímum saman í síðari hálfleiknum
áttu Valsmenn sér ekki viðreisnarvon í leiknum. Sóknarleikur þeirra
var afar fálmkenndur og varnarleikurinn riðlaðist hvað eftir annað
og Brynjar og Ólafur í marki Vals gátu cngum vörnum komið við er
leikmenn FII komust óhindraðir í hvert dauðafærið af öðru og voru
ekki í vandræðum með að skora. Valsmenn verða svo sannarlega að
leika betur en þeir gerðu að þessu sinni ætli þeir sér að eiga möguleika
á að verja íslandsmeistaratitil sinn í vetur.
■ Þegar hálfleikurinn var hálfnaður
var staðan jöfn, 5—5. Þá ná
Valsmenn forystunni með marki
Gunnars Lúðvíkssonar en Guð-
mundur Árni jafnar með fallegu
marki úr horninu. FH-ingar héldu
1 síðan forystunni út hálfleikinn og
staðan í hálfleik var 9—8.
Valur
Jaín fyrri
hálíleikur:
Framan af fyrri hálfleiknum
virtust leikmenn beggja liða vera
frekar taugaóstyrkir og nokkurt
fum var í sendingum og tækifæri
fóru forgörðum á báða bóga. Þetta
lagaðist eftir því sem líða tók á
leikinn. FH-ingar voru fyrri til að
skora. Guðmundur Magnússon
læddi boltanum í netið, Stefán
Halldórsson jafnaði fyrir Val úr
vítakasti. Jafnræði var með liðun-
um allan fyrri hálfleikinn og
aldrei skildi nema eitt mark liðin.
Knattspyrnufélagiö VÍÐIR í Garöi vantar
þjálfara fyrir nœata keppnistímabil. Upp-
lýsingar í síma 92-7290 næstu daga.
Valsmenn úr jafnvægi:
Lið FH kom mjög ákveðið til
leiks í síðari hálfleiknum, og var
ljóst strax í upphafi leiksins að
þeir ætluðu að . selja sig dýrt.
Varnarleikur þeirra var mjög góð-
ur svo og markvarsla Birgis Finn-
bogasonar.
Þá var sóknarleikurinn yfirveg-
aður og ekki skotið nema í góðu
marktækifæri. Steindór Gunn-
arsson jafnaði að vísu leikinn 9—9
í upphafi hálfleiksins en Kristján
Arason og Guðmundur Magnús-
son koma FH tveim mörkum yfir
11—9. Þorbjörn Jensson minnkar
muninn í 11 — 10, en næstu fjögur
mörk voru frá FH og staðan
breyttist í 14—10. Á þessum tíma
náði FH-liðið mjög góðum leik-
kafla og yfirspiluðu Valsmenn
algjörlega.
Þegar síðari hálfleikur var
hálfnaður var staðan 16—12, og
var þá eins og Valsmenn vöknuðu
af vondum draumi. Þeir sáu að
sigurinn var að ganga þeim úr
greipum og gerðu örvæntingar-
fulla tilraun til að jafna metin en
allt kom fyrir ekki. FH-ingar
höfðu lengst af fimm marka for-
ystu það sem eftir var og sigur
þeirra var sanngjarn og verð-
skuldaður.
Óvænt frammistaða FH:
Ekki er hægt að segja annað en
að lið FH hafi komið verulega á
óvart með góðum leik bæði i vörn
og sókn. Geir Hallsteinsson sagði
eftir leikinn: „Það sem við höfum
verið að æfa gekk upp hjá okkur.
Og það hefur líka sitt að segja að
það er ekki reiknað með okkur í
toppbaráttunni."
Lið FH var afarjafnt í leiknum,
og ekki er gott að gera upp á milli
leikmanna. Besti maður liðsins
var þó Birgir markvörður sem
varði allan leikinn mjög vel. Sæ-
mundur Stefánsson kom vel frá
varnarleiknum og ungu mennirnir
Valgarð, Guðmundur Magnússon
og Pétur Ingólfsson áttu allir
góðan leik. Þá var Kristján Ara-
son atkvæðamikill. Geir Hall-
steinsson er kjölfestan í liðinu og
heldur öllu spili vel gangandi.
Lið Vals átti svo sannarlega
slakan dag. Getur það verið að
jafn leikreyndir spilarar og hjá
Val láti það henda sig að hugsa að
einhver leikur sé unninn fyrir
fram? Það hvarflaði að manni
þegar maður horfði á hið ráðleysi-
lega spil Vals. Enginn einn bar af
í liðinu allir voru niðri á sama
lága planinu, boltinn var ekki
látinn ganga, mikið var um hnoð
og ótímabær skot reynd.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild, Laugardalshöll 10. nóv.
Valur - FH 17-21 (8-9)
Mörk Vals: Stefán Halldórsson 6v,
Þorbjörn Guðmundsson 3, Þor-
björn Jensson 2, Steindór Gunn-
arsson 2, Stefán Gunnarsson, Jón
Karlsson, Gunnar Lúðvíksson og
Bjarni Guðmundsson, eitt mark
hver.
Mörk FH: Valgarður Valgarðsson
4, Kristján Arason 4, Guðmundur
Magnússon 3, Geir Hallsteinsson 3
(lv), Guðmundur Árni Stefánsson
2, Pétur Ingólfsson 3, Magnús
Teitsson og Sæmundur Stefánsson
eitt mark hvor.
Brottvísanir af leikvelli: Guð-
mundur Stefánsson og Valgarður
Valgarðsson FH í 2 mín. Hörður
Hilmarsson Val í 2 mín.
Misnotuð vítaköst: Brynjar Kvar-
an varði frá Geir Hallsteinssyni
og Sverrir Kristjánsson varði frá
Stefáni Halldórssyni.
Dómarar: Óli Olsen og Björn
Kristjánsson og dæmdu þeir leik-
inn nokkuð vel. — þr.
ÍR-ingar báru sigurorð af HK á heimavelli þeirra síðarnefndu að
Varmá í Mosfellssveit á sunnudag. Sigur ÍR gat þó verið minni,
jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslit leiksins. IIK-menn misnot-
uðu ekki færri en fimm vítaköst í leiknum, og munar um minna í
hnífjofnum leik. Það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að
Sigurði Svavarssyni, tókst að skora sigurmarkið í leiknum. ÍR-ingum
gekk afar illa að finna smugu á vörn IIK og ef skot fór í gegnum
vörnina þá varði Einar Þorvarðarson allt sem á markið kom. En
markverðir beggja liða áttu stórgóðan leik. Staðan í hálfleik var 11
mörk gegn 9 IR í vil. En þegar 27. mínútur voru liðnar af síðari
hálfleiknum hafði ÍR-ingum aðeins tekist að skora tvö mörk og staðan
var jöín 13—13. En það kom þeim rcyndar ekki að sök. heilladísirnar
voru þeim hliðhollar að þessu sinni og þeim tókst að ná í bæði stigin.
Leikur þessi var reyndar leikur markvarðanna. Þór Flosason i marki
ÍR gerði sér Íítið fyrir og varði fimm vítaköst og fjöldann allan af
hörkuskotum. Og i marki IIK var
og gaf Þóri lítið eftir. Einar varði
Ganjíur lciksins:
IR-liðið hafði frumkvæðið í
leiknum fyrsta korterið og virkaði
þá öllu sterkara. En HK-menn eru
jafnan erfiðir heim að sækja og
slepptu þeir IR-ingum aldrei langt
á undan sér í mörkum. Um miðjan
fyrri hálfleikinn jafna HK-menn
metin 5—5, og ná síðan forystunni
með marki Hilmars Sigurgísla-
sonar 6—5. Bjarni Hákonarspn
skoraði næstu þrjú mörk fyrir IR
og kemur þeim yfir og er flautað
var til hálfleiks hafði IR tveggja
marka forskot 11—9.
Mikil spcnna í síð
ari hálflciknum
Síðari hálfleikur var spennandi
og ekki mátti á milli sjá hvort
liðið var sterkara. IR hafði þriggja
marka forskot þegar 12 mínútur
voru liðnar af hálfleiknum, en þá
var eins og broddurinn færi úr
sóknarleik þeirra og þeir réðu ekki
við sterka vörn HK og góða
markvörslu. HK jafnar leikinn
13—13, og nú kom langur leikkafli
hjá báðum liðum, þar sem ekki
tókst að skora mark. Vítaköst
voru varin á báða bóga og góð
marktækifæri fóru forgörðum hjá
báðum liðum.
Einar Þorvarðarson í miklum ham
þrjú vítaköst í leiknum.
HK ÍR
14 — 15
Þegar aðeins þrjár mínútur eru
til leiksloka skorar svo Bergsveinn
Þórarinsson laglega úr horninu og
kemur HK yfir 14—13. Nú var allt
á suðupunkti í húsinu. Stuðn-
ingsmenn HK hrópuðu allt hvað
þeir máttu og ekki heyrðist
mannsins mál fyrir látum og
hávaða. Það var rétt svo að greina
mætti flaut dómara.
En HK var illa á verði í
vörninni og Guðmundur Þórðar-
son jafnaði svo til strax fyrir IR.
Næsta sókn Hk rann út í sandinn
með óyfirveguðu skoti. IR-ingar
bruna upp og Sigurður Svavarsson
skoraði sigurmarkið rétt fyrir
leikslok og færði félagi sínu tvö
dýrmæt stig.
Liðin
Lið IR var allgott í leiknum en
þó var leikur þess nokkuð sveiflu-
kenndur. Besti maður lisins var
markvörðurinn Þórir Flosason. Þá
átti Bjarni Bessason og Ársæll
ágætan leik. Lið HK verður erfitt
heim að sækja í vetur fyrir hvaða
lið sem er. Það var slæmt fyrir
liðið að þessu sinni að misnota
fimm vítaköst. Hefur það efalaust
kostað þá sigurinn í leiknum.
Einar Þorvarðarson markvörður
var besti maður liðsins. Hann
varði allan leikinn mjög vel og
hefur alla tilburði til að komast í
fremstu röð markvarða hér á
landi. Þá vakti athygli ungur
efnilegur leikmaður, Friðjón
Jónsson, með góðum leik. Hilmar
Sigurgíslason var allt of skotbráð-
ur í leiknum og Ragnari Ólafssyni
þeim reynda keppnismanni bæði í
golfi og handboltaknattleik, brást
illa bogalistin í vítaköstunum að
þessu sinni.
Dómarar í leiknum voru þeir
Gunnar Kjartansson og Ólafur
Steingrímsson og dæmdu þeir
leikinn mjög vel.
í stuttu máli: Iþróttahúsið Varmá
Mosfellssveit.
HK — ÍR 14 — 15 (9-11)
Mörk ÍR: Bjarni Hákonarson 4
(lv), Bjarni Bessason 3, Ársæll
Hafsteinsson 2, Guðmundur Þórð-
arson 2, Guðjón Marteinsson 2,
Hörður Hákonarson 1, Sigurður
Svavarsson 1.
Mörk HK: Friðjón Þórðarson 3,
Ragnar Ólafsson 3 (lv), Hilmar
Sigurgíslason 3, Kristján Gunn-
arsson 2, Magnús Guðfinnsson,
Kristinn Ólafsson og Bergsveinn
Þórarinsson 1 hver.
Brottvísun af leikvelli: Bjarni
Bessason ÍR í 2 mín.
Misnotuð vítaköst: Þórir Flosa-
son varði fjögur vítaköst frá
Ragnari Ólafssyni og eitt frá
Ármanni Sverrissyni og tvívegis
frá Herði Hákonarsyni.
— þr.
• Þorbjörn Guðmundsson Valsmaður kemur vel út á móti nýliðanum í FH-liðinu Eyjólfi Bragasyni áður leikmanni
með Stjörnunni, Steindór Gunnarsson reynir að hindra línumanninn sem býr sig undir að grípa boltann. Ljósm.Rax.
FH-ingar lögðu
meistara Vals
Naumara gat það ekki
verið hja IR-ingum
KR-ingar sprungu
á síóustu mínútunum
KR Víkingur
21 — 24
ÞEGAR litið er á lokatölurnar í
leik Vikings og KR í 1. deild
íslandsmótsins í handbolta. 24 —
21, mætti ætla að Víkingur hafi
unnið nokkuð öruggan sigur á
KR. En það er fjarri sannleikan-
um. Þegar fjórar mínútur voru
til leiksloka skoraði Páll Björg-
vinsson úr víti fyrir Víking, en í
næstu sókn KR reyndi Símon
Unndórsson vægast sagt ótíma-
bært skot, úr harðlæstu færi,
Víkingar brunuðu upp og Páll
skoraði öðru sinni úr hraðaupp-
hlaupinu. Aðeins ein minúta og
32 sekúndur til leiksloka, sigur-
inn í höfn. Næsta mark var
einnig hraðaupphlaup hjá
Víkingi. Það var blóðugt fyrir
KR-inga að svona skyldi fara,
snemma í síðari hálfleik höfðu
þeir fjögurra marka forskot,
14 — 10, og lengst af gáfu þeir
Víkingum ekkert eftir nema
síður sé. En sem sé, þegar mest á
reið, vantaði yfirvegun og því fór
sem fór.
Það var strax í upphafi mikill
barningur, Sigurður Gunnarsson
skoraði fyrsta markið fyrir
Víking, en Símon jafnaði með
þrumuskoti. Síðan voru jafntefl-
istölur allt upp í 9—9, en þá
skoruðu þeir Friðrik og Símon
fyrir KR, komu KR í 11—9, Páll
minnkaði muninn úr víti, en
Símon átti lokaorðið, 12—10 í
hálfleik. Það markverðasta við
gang mála í fyrri hálfleik, var
frammistaða Ólafs Lárussonar.
Hann sýndi þarna takta sem
menn kannast við af honum úr
ostaauglýsingum sjónvarpsins,
skoraði hvert markið af öðru,
mörg með þrumufleygum. Átti
Ólafur örugglega þarna einn sinn
besta leik fyrir KR.
KR-ingar hófu síðari hálfleik-
inn af miklum fimbulkrafti, Frið-
rik skoraði úr vinstra horninu og
fiskaði síðan víti á sömu slóðum,
sem Ólafur skoraði úr af öryggi.
Víkingar sigu nokkuð á, en þegar
síðari hálfleikur var hálfnaður,
var enn tveggja marka munur,
17—15 fyrir KR Páll og Ólafur
Jónsson jöfnuðu þá fyrir Víking,
KR skoraði næst, Konráð, en
næstu tvö mörk skoruðu Víkingar
og höfðu þar með náð forystunni á
mikilvægum tíma. Jafnt var síðan
19—19 og 20—20, en lokasprettin-
um hefur þegar verið lýst,
Víkingar innbyrtu dýrmætan sig-
ur, þeim mun dýrmætari þar sem
Valur tapaði fremur óvænt fyrir
FH.
Þrátt fyrir sigur voru Víkingar í
hinum mestu erfiðleikum.
KR-ingar klipptu hornamennina
lengst af mjög þokkalega úr sam-
bandi og upp úr þvi spratt mikil
þvaga og brölt á miðjum vellinum,
sóknarleikur Víkings riðlaðist. Ól-
afur Jónsson skoraði t.d. ekki
nema þrjú mörk í leiknum og
Erlendur ekkert. Svona á að af-
greiða Víkingana, en undir lokin
fiskuðu þeir í hornunum nokkur
víti. Páll Björgvinsson var í mikl-
um ham í leiknum, en einhverra
hluta vegna virtist bera lítið á
honum, þó að það hljómi fárán-
lega þar sem hann skoraði 13
mörk í leiknum. Sigurður Gunn-
arsson skoraði nokkur mörk utan
af velli, en lét að öðru leyti lítið á
sér kræla. Segja má að þetta hafi
verið einn af lélegri dögum
Víkings, þrátt fyrir sigur. Það er
eitt af einkennum toppliðs, að
vinna þrátt fyrir slaka frammi-
stöðu.
KR-ingar geta verið eftir atvik-
um ánægðir með frammistöðu
sína. En það vantaði herslumun til
að halda fengnum hlut og menn
verða að halda haus og leika af
skynsemi þegar mest á ríður. Það
gerðu KR-ingar ekki þegar með
þurfti. Lengst af var vörnin mjög
föst fyrir og KR-ingar gengu eins
langt og möguleiki var með hlið-
sjón af nærveru tveggja dómara.
Það gerðu Víkingarnir að sjálf-
sögðu einnig og var því oft sterk-
lega tekið á í varnarleiknum,
nokkrar sniðglímur sáust og
margir mjaðmahnikkir og hæl-
krókar svo ekki sé minnst á hin
hefðbundnu brot, hrindingar og
fleira. Ólafur Lárusson átti stór-
leik hjá KR, einkum í fyrri
hálfleik, hann var mun rólegri í
þeim siðari. Símon var einnig
stórhættulegur í sókninni, en
„klikkaði" illa undir lokin. Þá áttu
þeir Friðrik Þorbjörnsson og Jó-
hannes Stefánsson góðan leik í
vörninni og Pétur markvörður
varði þokkalega, m.a. eitt vítakast.
í stuttu máli:
íslandsmótið í handbolta, 1. deild
Laugardalshöll:
Víkingur — KR 24—21 (10—21)
Mörk Víkings: Páll Björgvinsson
13 (7 v), Sigurður Gunnarsson 4,
Ólafur Jónsson 3, Steinar Birgis-
son og Þorbergur Aðalsteinsson 2
hver.
Mörk KR: Ólafur Lárusson 9 (6v),
Símon Unndórsson 6, Friðrik Þor-
björnsson 3, Konráð Jónsson og
Haukur Ottesen eitt hvor.
Brottvísanir: Árni Indriðason í 4
mín., Haukur Ottesen, Sigurður
Páll og Jóhannes Stefánsson KR
og Steinar Birgisson Víkingi í 2
mín. hver.
Varin víti: Pétur Hjálmarsson
varði vítakast Sigurðar Gunnars-
sonar.
Dómarar: Guðmundur Kolbeins-
son og Rögnvald Erlingsson. - gg.
• ólafur Lárusson dregur greinilega hvergi af sér, er hann æðir inn í
vítateig Vikings og skorar eitt af níu mörkum sínum í leiknum.
Ljósm. Kristján.
• Steinar Birgisson bítur á jaxlinn og rembist, en kemst hvergi fyrir Hauki Ottesen sem er að þvælast
fyrir honum. Ljósm. Kristján.