Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 15 Líkan af kjarnorkuverinu Forsmörk. Forsmörk I, 900 MW hefur þegar verið tekið í notkun, lengst til vinstri, þá Forsmörk II, 900 MW, tilbúið en bíöur atkvæöagreiðslunnar, og lengst til hægri Forsmörk II!, 1.050 MW, væntanlega tekiö í notkun 1984. Kostnaðurinn við byggingu Forsmörk II er um 230 milljarðar ísl. kr. eða svipuð upphæð og fjárlög ársins 1980 á íslandi. Áætluö heildarupphæð veranna þriggja er um 900 milljaröar. mbssi mynd er tekin á efstu hæö Forsmörk II. Til vinstri á myndinni er lokið á kjarnaofninum. Stóru svörtu boltarnir á lokinu eru sams konar og boltarnir í Ringhals 4, en þar fundust sprungur í 7 af 58 boltum. Stangirnar við hliðina eru eldsneytisstangir, sem bíða hleðslu. Greinarhöfundur, ásamt ferðafélögum, Jóni Ormi Halldórssyni i miðið og Kjartani Rafnssyni t.h. Til hliöar eru rafalarnir þar sem rafmagnið verður til. Hápólitískt umræðuefni á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík gufa Kjarnaofn kjarnaklofn kælivatn þóttlr valdi að gæta svo fullkomins öryggis, að óhöpp geti ekki hent. Harrisburgar- slysið í brennidepli Mótmælendurnir sænsku hafa komið í gang mjög skipulagðri baráttu fyrir kjördaginn 23. marz og er Harrisburgarslysið m.a. í brennidepli sem dæmi um óöryggi veranna. Vandinn við geymslu hinna hágeislavirku úrgangsefna, sem einangra verður öldum sam- an, er mikið deiluefni, eins kæli- kerfi veranna og eru náttúru- verndarsjónarmið ríkur þáttur í umræðunni. Einnig er það Nei- hópnum til framdráttar, að nýlega fundust sprungur í skrúfuboltum kjarnaofna í stærsta kjarnorku- veri Svía, Ringhals nr. 4. Það eru boltar, sem halda föstu lokinu á kjarnaofnunum, en í þeim fer kjarnaklofningurinn fram. Fund- ist hafa gallar í 7 af 58 boltum. Mótmælendur fara þessa dag- ana í skipulagðar ferðir um landið og sýna m.a. amerísku heimilda- myndina „The Nuclear Gang“, en hún hefur ekki fengist sýnd í sænska sjónvarpinu. Fjallar kvik- myndin um blaðamanninn Paul Jacobs, sem fylgir eftir hermönn- um sem þátt taka í kjarnorkutil- raunum í Nevadaeyðimörkinni ár- ið 1950. Óeðlilega margir þeirra dóu úr krabbameini, Paul Jacobs lést einnig úr krabbameini fyrir u.þ.b. ári. Kvikmyndin er sögð Einfölduð teikning af rás raf- orkuframleiöslunnar í kjarn- orkuverinu Forsmörk: í kjarna- ofninum sem er af gerðinni „Korreaktor — Asea—Atom, klofna úraníumkjarnarnir. Viö klofninguna myndast hiti, sem hitar vatniö upp aö suöumarki. Gufan, sem stígur upp, knýr túrbínuna og rafalinn. Gufan er kæld og þétt og vatniö fer síöan aftur í gegnum ofninn. Kæli- vatniö er sjávarvatn og fer í gegnum lokaö rörakerfi. Vatniö, sem er lóttvatn, og gufan eru í algjörlega lokaðri hringrás. mjög átakanleg, en sumir vilja halda þvi fram, að hún eigi ekkert skylt við notkur. kjarnorku sem orkugjafa. Öryggisútbúnaður margfaldur Já-hópurinn bendir aftur á móti á, að í dag sé kjarnorkan besti og ódýrasti kosturinn. Verði kjarn- orkuverunum lokað, segja þeir, þýðir það hækkun á rafmagns- kostnaði, verri lífskjör og binding við rándýra olíu og kol. Þeir segja engan iðnað í heiminum undir jafn miklu og öruggu eftirliti og að öryggisútbúnaðijr sé. margfald- ur og svo vandaður og að hann geti ekki brugðist. Þeir segja einnig, að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið Nei- hópsins nái ekki langt, því að mengun af kolum og olíuverum sé mun meiri en af öðrum orkugjöf- um, og þeir benda á iðnvædd héruð í Bretlandi og Ruhr-héraðið í Þýzkalandi sem dæmi um hvern- ig nýting kola í þessum tilgangi getur farið með náttúruna. Klofnar ríkisstjórnin Margir Svíar spyrja, hvort sænska ríkisstjórnin komi til með að klofna í afstöðu sinni, er niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar liggja fyrir og bendir margt til að svo verði. Kjarnorku- verið í Bársebæck verður há-póli- tískt umræðuefni á þingi Norður- landaráðs í Reykjavík í byrjun næsta- mánaðar, skv. því sem sænsk blöð sögðu í s.l. viku. Verða það bæði danskir og sænskir þingmenn sem að því standa og er það sagður liður í baráttu sænskra mótmælenda. Kjarnorkuverið Bársebæck stendur við Eyrarsund og hefur verið þyrnir í augum margra Dana, en þar í landi fyrirfinnast engin kjarnorkuver. Náttúruauðlindum misskipt — skilningur nágrannaþjóðanna í norska blaðinu Aftenposten,. þriðjudaginn 12. þ.m., er fjallað um þetta vandamál Svía í leiðara. Segir þar m.a.: „Ef Svíar segja nei við kjarnorkunni verður Svíþjóð í a.m.k. 25 ár að byggja á notkun steinkola og olíu, eða hvoru tveggja. Að gera sig algjörlega háðan olíuinnflutningi er háska- legt. Steinkolanotkunin er einnig fráhrindandi og myndi kosta stór- slys í náttúrunni. Eitt stórt kola- ver (1.000 MW) lætur frá sér 750.000 tonn af eitruðum úrgangi á ári. Það yrði endanlegt morð á lífríki allra sænskra stöðuvatna." Leiðarinn vitnar í nýframlagða norska skýrslu í þessu sambandi og segir einnig: „Þó að við Norð- menn höfum nægar náttúruauð- lindir, þá er því miður ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum.“ Við íslendingar getum einnig státað af að hafa nægar náttúru- auðlindir til raforkuöflunar, þó ekki séu alltaf allir á sama máli um hvernig nýta skuli, og koma þar einnig náttúruverndarsjón- armið til. Við höfum sem betur fer ekki þurft að taka afstöðu til kjarnorkuvera, en það verður samt sem áður fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með niðurstöð- um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð og hverju fram vindur, sérstaklega ef niðurstaðan verður Nei. FRELSUN EÐA 1 ( Texti og myndir: Fríóa Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.