Morgunblaðið - 21.02.1980, Side 35

Morgunblaðið - 21.02.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 3 5 Björn Þorsteinsson: Ekki er ofsögum sagt af því að atkvæðagreiðslur ollu ýmiss konar hugarangri á bæjum á sl. ári. Ein slík angurvaka varð í heimspeki- deild Háskóla íslands hinn 30. nóv. 1979. Þá greiddu deildarmenn atkvæði um umsækjendur um prófessorsembætti í almennri sagnfræði, sem Ólafur Hansson hafði gegnt. Dómnefndarálit og atkvæða- greiðslur á deildarfundum hafa hingað til verið trúnaðarmál, en þeim trúnaði hafa einhverjir deildarmenn brugðist, því að hlut- ar dómnefndarálita og úrslit at- kvæðagreiðslunnar hafa þegar birst í blöðum. í Morgunblaðinu 14. febr. sl. segir að Ingi Sigurðs- son Ph.D. bókavörður hafi hlotið 7 atkvæði, Sveinbjörn Rafnsson fil. dr., starfsmaður Árnastofnunar 17 og Þór Whitehead D.Phil. 3 atkvæði. Fyrir fundinum í heimspeki- deild 30. nóv. lágu dómnefndarálit frá okkur Heimi Þorleifssyni menntaskólakennara og Sigurði Líndal prófessor í lögum, en okkur þremur hafði verið falið að meta hæfni umsækjenda. Nefndin skil- aði að nokkru sameiginlegu áliti, en ég minnihluta áliti einkum um tvo umsækjendur, sem ég taldi ekki hæfa til þess að gegna prófessorsembætti eins og sakir stæðu. Samnefndarmenn mínir voru á annarri skoðun, og þeirra meirihluta álit var ákvarðandi en mitt ekki. Með áliti mínu vildi ég vekja athygli á því að gera ber ólíkar kröfur við hæfnismat til lektors og prófessors, svonefnd doktorspróf eru ólíkra ætta og að mínu viti ættu prófritgerðir alls ekki að vera marktækar við um- sóknir um prófessorsstöðu, heldur eingöngu útgefin rit, sem unnin hafa verið sjálfstætt og án allrar handleiðslu. Á fundinum 30. nóv. var mál umsækjenda um prófessorsemb- ætti í almennri sögu lögformlega afgreitt af heimspekideild og sent ráðherra og þess vænst að hann afgreiddi það fljótt í samræmi við óskir deildarinnar. Háskólann skortir kennslukrafta m.a. í sagn- fræði á kandidatsstigi, svo að allur óþarfadráttur á veitingu kennaraembætta er vægast sagt mjög bagalegur. Vilmundur grípur til blekkinga Þegar komið var fram yfir nýár og ekki bólaði á nýjum prófessor í sagnfræði við háskólann, tóku bæði stúdentar og deildarráð heimspekideildar að ganga eftir því við þáverandi menntamálaráð- herra, Vilmund Gylfason, að hann setti þegar mann í embættið í samræmi við óskir deildarinnar. Hann brást við eftirgangsmunun- um með því að endursenda dóm- nefndarálitin ásamt áminningar- bréfi til deildarinnar dagsettu 23. jan. sl. og stíluðu til forseta hennar, Alan Bouchers prófessors, en í bréfinu beindi hann nokkrum skeytum til mín. Eg svaraði með bréfi til deildarforseta 5. febrúar sl. og fara aðalatriðin úr svörum mínum hér á eftir. — I bréfi ráðherra segir að vöndun og yfirvegun skuli sér- staklega stjórna gerðum manna í heimspekideild, af því að hana „skipa kennarar í ólíkum fræði- greinum og ganga allir til atkvæða um umsækjendur um hverja stöðu og greiða þá flestir atkvæði á grundvelli dómnefndarálits fyrst og fremst að því er ætla má“. — Þetta á síður við um heimspeki- deild en ýmsar aðrar deildir há- skólans. Aðalstofnanir heimspekideild- ar: bókmennta-, málfræði- og sagnfræðistofnunin — eru sprottnar af sama meiði og náið samstarf hefur jafnan ríkt milli kennara og nemenda deildarinnar. sem eiga sér m.a. sameiginlegt félag, Félag islenskra fræða. Áð guðfræði-, lögfræði- og viðskipta- fræðideildum undanskildum mun heimspekideild ein hin samstæð- asta innan háskólans. I áminntu bréfi segir að ráðu- neytið telji „afgreiðslu heimspeki- deildar á dómnefndaráliti um um- sækjendur um prófessorsembætti í almennri sagnfræði eigi galla- lausa. Kemur þar fyrst til sá höfuðgalli á dómnefndarálitinu að dómnefndin virðist ekki taka nægilegt tillit til þess að embætti það sem um ræðir er kennarastóll í almennri sagnfræði. Þetta mál kom mjög til umræðu á fyrstu fundum nefndarinnar í maí sl. vor. Að gefnu tilliti tók ég saman handa nefndinni nokkur atriði, sem hafa bæri í huga við samningu álitsgerða. Forsendur álitsgerða Auglýst prófessorsembætti er hið eina sem kennt er við almenna sagnfræði við heimspekideild H.Í., og mun hliðstætt starf ekki finn- anlegt við háskóla í r.álægum löndum. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að skipting sagnfræði við H.í. milli íslenskrar og almennrar sögu á ekki framar rétt á sér og var bundin við fámennisskeið heimspekideildar. Almenn sagnfræði er heildarheiti á svonefndri mannkynssögu, en íslandssaga er hluti af henni og skiptist í sérgreinar og sérfræði- tímabil eins og hún. Enginn mun nokkru sinni skýra viðhlítandi neitt meginvandamál íslenskrar sögu án rækilegrar þekkingar á almennri sögu þess tímabils sem um er fjallað. Óþarft á að vera að taka fram, að fróðleikur er ekki háskólafræði í sjálfu sér, heldur þekkingin á því hvernig hans er aflað og hvernig hann verður til. Krefjast ber að hver sagnfræði- kennari deildarinnar hafi lokið háskólaprófi í almennri sagn- fræði, en prófessor, ábyrgðar- maður fyrir sagnfræðilegum vinnubrögðum og útskrift sér- fræðinga, verður einungis valinn eftir fræðilegu gildi verka sinna. í almennri sagnfræði óskilgreindri eru öll sagnfræðileg vandamál jafngild til umfjöllunar, fræðilegt gild ritgerðar er eitt marktækt, og auðvitað er mönnum ávallt fjölhæfni til framdráttar. Mark- tæk verk eru endanlega frágengn ar og birtar sérfræðirannsóknir, en handrit síður, enda ekki alls staðar tekin gild til hæfnismats við erlenda háskóla. Þá eru próf- ritgerðir miður gildar sökum áhri- favalds kennara. — Röskleiki í námi og starfi er mikilvægur eiginleiki hjá hverjum háskóla- kennara og frumleiki, víðsýni og innsæi í gang mála. „Umbúða- laus áróður“ Fyrrverandi menntamálaráð- herra segir í bréfi sínu frá 23. jan., að ekki verði séð „að sérálit formanns dómnefndarinnar, sem virðist hafa ráðið mestu um hvernig atkvæði féllu um umsækj- endur í deildinni, eigi neitt skylt við hlutlaust álit fræðimanns, heldur er það umbúðalaus áróður fyrir einum umsækjanda gegn öðrum. Er svo langt gengið að telja doktorspróf frá háskólanum í Edinborg og Oxford ekki vera fullgild doktorspróf." Ekki er ofsögnum sagt af því að mikill er máttur hins illa. Með umbúðalausum áróðri á ég að hafa Ieitt heimspekideild á glapstigu, ruglað þar dómgreind manna, villt þeim sýn og ráðið mestu um úrslit atkvæðagreiðslunnar 30. nóv. sl. í heimspekideild eru margir sem þekkja ritverk Sveinbjarnar Rafnssonar og þurfa engar um- sagnir frá níér til þess að meta þau. Háttvirtur fyrrverandi menntamálaráðherra hlýtur að vita að hann er hvorki að slá heimspekideild né Háskóla íslands gullhamra með ummælum sínum. í álitsgerð minni og Forsendum álitsgerða reyndi ég að minna á að munur er á: a) doktorsgráðu, sem veitt er fyrir prentað rit, unnið alveg sjálfstætt og veitir kennslu- réttindi, jus docendi, við þann skóla, sem gráðuna veitir, — og b) doktorsprófi, sem lýkur með ritgerð unninni undir hand- leiðslu prófessors. í sumum löndum tíðkast aðeins gráðan, í öðrum prófið, og í enn öðrum hvort tveggja. Þá ber þess einnig að geta að starfsmat B.S.R.B. og ríkisins 1969 metur doktorspróf (PhD og viðlíka gráður) til launa ekki mikið fram yfir fil.lic. — Þessu til staðfestingar æski ég að birt sé 22. síða úr starfsmatinu: Sveinbjörn Rafnsson tók fil. dr.-próf en fékk ekki dósents- kompetance fyrr en hann hafði gefið út eina tímaritsgerð enn á prenti. Slíkt er alþekkt í Svíþjóð og þykir ekki tíðindum sæta. Að því leyti er Sveinbjörn í hópi ýmissa merkra háskólamanna á Norðurlöndum. Ég sá ekki ástæðu til að svara neinu, sem „ítarleg svör tveggja umsækjenda við dómnefndarálit- inu“ höfðu að flytja, og tel þau aðeins staðfesta réttmæti álits- gerðar minnar. Ingi Sigurðsson gerir sér ekki ljóst að PhD-ritgerðir eldast eins og allt annað. Slík ritgerð frá 1972 óprentuð getur verið gott framlag tii lektorsstarfs 1976, en gagns- lítið til prófessorsembættis þrem- ur árum síðar. Þá virðist Ingi ekki hafa skilið að gera beri strangari kröfur til fræðilegra afreka próf- essors en lektors. Þeir Ingi og Þór Whitehead segjast í sameiginlegu bréfi frá 29. nóv. 1979 hafa hlotið „æðstu prófgráðu í enskumælandi lönd- um“. Ekki kemur þessi fullyrðing heim við það sem segir í bókinni British Universities eftir Sir Jam- es Mountford, London 1967, bls. 58 (ljósrit fylgir); — „Postgraduates are awarded the degree of ‘master’ in their own faculty or (at a more advanced level) of ‘doctor in philosophy’ (Ph.D.), a title which is common to all faculties. The higher doctorates, as D.Sc. or D.Litt., are awarded on the evidence of a body of published work contributing substantially to knowledge." Hér segir að eftir B.A.-próf geti hinn útskrifaði tekið meistara- gráðu í deild sinni eða (enn fremra stig) „doktorsgráðu í heimspeki" (Ph.D.), en sá titill er sameigin- legur öllum deildum. Æðri dokt- orsgráður, D.Sc. eða D.Litt., eru veittar fyrir prentuð rit, sem hafa að geyma verulegan þekkingar- auka. Á umræddum deildarfundi 30. nóv. hafði ég víst orð á því að Ph.D.-gráðan væri að verða „færi- bandaframleiðsla" á Bretlandi og lagði fram skýrslu frá háskólan- um í Cambridge, 1977, máli mínu til sönnunar. Þar segir að náms- nefnd hafi samþykkt 369 stúdenta til Ph.D.-náms 1976. Þá vekur nefndin einnig athygli á því að „Sérstöku reglurnar" um Ph.D.- gráðuna haldi áfram að draga að stöðugan straum umsækjenda. — Lektorar og prófessorar Frá mínum bæjardyrum séð er það réttlætismál íslenskra stúd- enta, sem inna af hendi mikil rannsóknarstörf hjá mér og öðr- um, að þeim sé ekki skipaður óæðri sess en fjöldaframleiðslunni bresku að námi loknu. Ef hér á að miða hæfi manns til prófessors- starfs við breskar Ph.D.-kröfur, verður Háskóli íslands að taka undirbúning að slíku prófi inn á námsskrá sína. Sumir þeir stúd- entar, sem ég hef útskrifað sem kandidata, hefðu staðist Ph.D,- próf með prýði að óbreyttum námstíma, en þeir áttu þess ekki kost. Þá mun sú fullyrðing þeirra Inga og Þórs málum blandin, að það sé algengt, að menn með þessa „æðstu prófgráðu" sem þeir nefna svo, séu ráðnir til háskólakennslu „strax að námi loknu“. Hér skiptir samt aðalmáli til hvaða starfa menn eru ráðnir. Ég beitti mér fyrir því að Þór yrði ráðinn sem rannsóknarlektor við Háskóla íslands nokkru áður en hann lauk doktorsprófi sínu. Þá var tregða hjá menntamálaráðune/tinu að koma málinu í höfn. Ég tel þá Inga báða vel hæfa sem lektora, en ekki til prófessorsembættis eins og sakir standa, en þeir virðast hvorugir gera greinarmun á þessum störfum. Dómnefndir munu settar til þess að nefndarmenn segi, hvernig að málum er staðið hjá háttvirt- um umsækjendum. í þeim efnum, hafa náungar eins og ég ekki við annað en takmarkaða þekkingu og eigin dómgreind að styðjast. Um getsakir og skáldskap blaðamanns Morgunblaðsins og heimildarmanna hans get ég verið fáorður. Sagt er að „Sveinbjörn Rafns- son hafi jafnan verið talinn sér- stakur skjólstæðingur Björns Þorsteinssonar“. Mér hefur aldrei dottið í hug að ég væri neinn skýlisrimi, en einum manni reyndi ég að duga lítilsháttar; — hann heitir Þór Whitehead. Ég sagði honum reyndar í sumar að ég gæti ekki stutt umsókn hans um próf- essorsembættið. Síðan hefur mér reynst tregt talsamband við Þór. Ég á enga aðild að neinu sem sagt hefur verið um þetta mál í blöðum annað en eina málsgrein. Blaðamaður frá Þjóðviljanum hringdi í mig dag nokkurn og spurði hvað ég vildi segja um viðbrögð þáverandi menntamála- ráðherra, Vilmundar Gylfasonar í prófessorsmálinu. Ég svaraði að bragði að um innrás Vilmundar í Afganistan yrði hann að tala við forseta heimspekideildar, Alan Boucher. Ég veit ekki betur en Háskóli íslands eigi að vera full- valda í eigin málum og á allan hátt hafi verið staðið lögformlega að verki 30. nóv. sl. — Ég vona að þessu máli verði ráðið farsællega til lykta sem allra fyrst. Kópavogi, 15. febrúar 1980. Björn Þorsteinsson Athugasemdir við úlf aþyt Skipaferðir til ísafjaröar og Hafóu samband Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP ™ ^ SÍMI 27100 HÁLFSMÁNAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR VÖRUMÓTTAKA Í SUNDASKÁLA OG A-SKÁLA, DYR 2, TIL KL.1500 FÖSTUDAGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.