Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1980 39 Minning: Eiríkur Þorsteinsson bóndi, Löngumýri Fæddur 6. október 1886 Dáinn 25. júlí 1979 A fyrsta og öðrum tug þessarar aldar byrjuðu búskap margir dug- miklir baendur í Skeiðahreppi. Það var mjög áberandi, að búskapar- saga flestra þessara bænda varð miklu lengri en fyrirrennara þeirra, sem'við höfum heimildir um. Þeir eignuðust flestir ábýlis- jarðir sínar og bundust þeim sterkum böndum og bjuggu á þeim alla sína búskapartíð. Þessir bændur lyftu hreppnum úr sár- ustu fátækt til bjargálna. Þeir hófu ótrauðir baráttu fyrir bætt- um lífskjörum og lögðu í miklar framkvæmdir, sem áttu eftir að færa þeim sjálfum og afkomend- um þeirra mjög bætt lífskjör. Sveitin er þéttbýl og hæg aðstaða til félagslífs og fólkinu lærðist að ef það ynni saman að hagsmun- amálum sínum næðist meiri ár- angur heldur en ef hver einstakur glímdi við vandamálin. Upp úr aldamótunum var stofnað rjóm- abú í hreppnum og var talið að það hefði bætt mikið lífskjör fólksins. I lok fyrri heimsstyrjaldarinnar réðust Skeiðamenn í að gera áveitu úr Þjórsá. Þetta var stórát- ak fyrir eina sveit. Það er ekki hægt annað en undrast hvað þessir menn voru bjartsýnir, því í rauninni höfðu þeir ekkert annað til að leggja í fyrirtækið en bjartsýnina eina, og óbilandi trú á framtíð landbúnaðarins. Áveitan bætti svo búskaparaðstöðu í sveit- inni, að Skeiðabændur urðu fyrri til með framkvæmdir á jörðum sínum en margir aðrir. Áveitu- heyið reyndist gott kúahey og varð undirstaða þess að bændur fjöl- guðu mjþg kúnum, voru þeir því tiltölulega vel undir það búnir að hefja mjólkursölu er möguleikar opnuðust til þess um 1930. í kjölfar áveitunnar hófst svo mikil ræktunaralda er dráttarvélar komu til sögunnar. Einn þeirra manna er framar- lega stóð í þeirri baráttu sem hér hefur verið gerð að umtalsefni lést á síðastliðnu sumri á tíræðisaldri. Eiríkur Þorsteinsson bóndi á Löngumýri var fæddur á Reykjum á Skeiðum 6. október 1886, dáinn 25. júlí síðast liðinn, og voru þá liðin 115 ár frá því foreldrar hans giftust, mun það vera nokkuð óvenjulegt. Foreldrar Eiríks voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og smiður á Reykjum og kona hans Ingigerður Eiríksdóttir. Þau létust í hárri elli og höfðu þá lifað í 62 ár. í hjónabandi. Þorsteinn var þjóð- hagasmiður. Lagði hann mikið fyrir sig járnsmíði. Var sérstak- lega vitnað til þess hvað vel hann smíðaði hestajárn. Þorsteinn á Reykjum var sonur Þorsteins bónda í Brúnavallakoti, Jörunds- sonar á Laug í Biskupstungum, Illugasonar á Drumboddsstöðum, er kallaður var staðarsmiður vegna þess, að hann stundaði mikið smíðar í Skálholti á dögum Finns biskups. Heíur hagleikur fylgt afkomendum Uluga til þessa dags. Ingigerður, móðir Eiríks, var dóttir Eiríks yngra dbrm. á Reykjum, en hann var sonur Eiríks Vigfússonar hreppstjóra er þar bjó lengi. Kona Eiríks eldra var Guðrún, dóttir sr. Kolbeins í Miðdal. Eru afkomendur Guðrún- ar og Eiríks orðnir margir og nefndir Reykjaætt. Þorsteinn á Reykjum og Ingi- gerður voru vinsæl af sveitungum sínum og öðrum er komust í kynni við þau. Þegar þau áttu gullbrúð- kaup færðu sveitungar þeirra þeim gjöf og með því fylgdi smáljóð, sem Brynjólfur frá Minna-Núpi hafði ort í nafni þeirra. I því eru þessi erindi: ReÍHtuð í byggð vorri bú, bjugguð hér lengi með sóma. stundandi hújarðar bót, bætandi náungans þörf. Börn ykkar mannvæn og mörg meðal vor nú eru í blóma. önnur í fjarlægð. — en öll uppeldis giiðs bera vott. Þið hafið almennings orð, á það ei reynum að bæta. Viljum þó kannast þar við. viljum að það megi sjá. Eiríkur Þorsteinsson var yngst- ur af 13 systkinum, sem til aldurs komust. Á uppvaxtarárum Eiríks var félagslíf í sveitum fábreytt og öll aðstaða til þess líka erfið. Á fyrstu árum aldarinnar barst Umf.-hreyfingin hingað til lands, æska sveitanna tók henni opnum örmum. Ungmennafélögin urðu sveitunum lyftistöng. I þeim fékk margur unglingurinn mikla, fé- lagslega þjálfun, sem átti eftir að koma hónum að gagni síðar á lífsleiðinni. Umræðufundir félag- anna höfðu stórlega vekjandi áhrif og juku bjartsýni ungl- inganna á framtíð sveitanna. Kom það sér vel fyrir marga að hafa vanist félagsstörfum á unga aldri. Þegar Eiríkur var 22 ára gekkst hann fyrir stofnun ungmennafél- ags í sveitinni, sem starfað hefur óslitið til þessa dags. Um tildrögin að stofnun Ungmennafélags Skeiðamanna sagði hann meðal annars þegar hann rifjaði upp minningar sínar frá fyrstu árum félagsins á 60 ára afmæli þess: „I janúar 1908 var haldið bænda- námskeið í Þjórsártúni. Var þar fjölmenni í eina 10 daga. Var ég á þessu námskeiði en ekki aðrir af Skeiðunum. Auk kennslustund- anna voru talsvert stundaðar íþróttir, glímur og leikfimi. Á kvöldin og flesta morgna voru umræðufundir um ýmis málefni. Þóttu þessir fundir mjög skemmtilegir, og er ég viss um, að þetta námskeið flýtti talsvert fyrir stofnun ungmennafélaganna, enda mörg stofnuð 1908. Á þessu námskeiði ríkti mikill félagsandi. Síðari hluta vetrar fór ég til Reykjavíkur í vinnu, gekk ég þá í Umf. Reykjavíkur, sem var ný- stofnað, kynntist ég þar mörgum ágætismönnum, sem síðar urðu þjóðkunnir menn. Þegar ég svo kom heim um vorið, fór ég bráð- lega að tala við menn um að við stofnuðum ungmennafélag í sveit- inni, og tóku flestir vel í það. Var mér falið að boða til fundar, sem ég gerði fljótlega. Þann 24. maí var fundur hald- inn í þinghúsinu og Umf. Skeiða- manna þá stofnað með 17 félögum. Stjórnarkösning fór þannig að við Reykjabræður hlutum kosningu: Eiríkur formaður, Þorgeir féhirðir og Gunnar ritari. Kom það sér nú vel að hafa kynnst þeim félags- skap, sem ég hefi áður lýst.“ Eiríkur stundaði nám i bænda- skólanum á Hvanneyri og lauk þar búfræðiprófi eftir tveggja vetra nám vorið 1912. Næstu árin stund- aði hann ýmis störf m.a. hjá Sandgræðslunni og Skógræktinni, sem þá höfðu nýlega hafið starf- semi sína. Vorið 1915 kvæntist Eiríkur Ragnheiði Ágústsdóttur, er var mikilhæf og velmenntuð ágætis- kona. Ragnheiður var fædd 9. mars 1889, dóttir hinna lands- kunnu hjóna Móeiðar Skúladóttur og Ágústs Helgasonar í Birtinga- holti. Þau Ragnheiður og Eiríkur hófu sama vor búskap á hálfri jörðinni Löngumýri á Skeiðum, sem þau þá keyptu, en vorið 1921 tóku þau við hinum hluta jarðar- innar og festu þá jafnframt kaup á honum. Búskaparsaga þairra varð alls 52 ár því Ragnheiður andaðist 26. febrúar 1967. Seinni árin voru þau farin að minnka við sig. Ágúst, elsti sonur þeirra, bjó þar líka, og tók hann við allri jörðinni. Miklar framkvæmdir í byggingum og ræktun gerðu þau á jörðinni. Meðan áveitan var notuð á Skeiðum voru mjög góðar engjar á Löngumýri, og var hægt að vinna þær með vélum. Yfir heimilinu á Löngumýri var léttur og frjálslegur blær. Hjónin og börnin þeirra hlutu í vöggugjöf mikla hæfileika á sviði söngs og hljóðfæraleiks. Bæði lærðu þau Ragnheiður og Eiríkur að leika á hljóðfæri á unga aldri, og stóðu fyrir fjölbreyttu tónlistarlífi í sveitinni í áratúgi. Þegar gesti bar að garði settist oft annað hvort þeirra við hljóðfærið, og þá var spilað og sungið. Eiga margir kærar minningar frá slíkum stundum. Einn sterkasti þátturinn í fari Eiríks á Löngumýri var, hvað hann var félagslyndur og hneigður til félagsstarfa, enda fór það svo, að hann var kvaddur til marg- víslegra starfa fyrir sveit sína um áratugaskeið. Hann var listrænn skrifari og sýnt um alla reiknings- færslu. Verður hér getið nokkurra starfa hans. Formaður búnaðar- félags sveitar sinnar var hann í 22 ár. Á þeim tíma var mikil gróska í starfsemi félagsins. Vorið 1931 keypti það dráttarvél, ásamt jarð- yrkjuverkfærum. Var þar mikið í ráðist, þar sem kreppan var þá skollin á með öllum sínum þunga, og afurðir bænda féllu niður um helming eða meira, svo dilkar fóru ofan í 7—8 krónur. Með þessari vél var unnið stórvirki í hreppnum. Lokið var við að slétta öll gömlu túnin með henni og einnig gerð mikil nýrækt. Deildarstjóri Slát- urfélags Suðurlands var hann á þriðja áratug. Endurskoðandi hreppsreikninganna var hann í um 50 ára skeið og endurskoðandi Sparisjóðs Skeiðahrepps meðan hann starfaði. I skólanefnd í 25 ár, þar af formaður í 16 ár. Sóknar- nefndarmaður var hann yfir 40 ár og formaður í tæp 20 ár. Þegar Eiríkur var 19 ára byrjaði hann að spila í Ólafsvallakirkju og gerði það nær óslitið til 1938, að Eiríkur á Votamýri tók við því starfi. Meðhjálpari var hann í 28 ár, er hann sagði því af sér 1968 og hafði hann þá starfað fyrir kirkj- una í 64 ár, og er það fágætur starfsaldur við sömu stofnun. Safnaðarfulltrúi var hann um áratugi. Var orð á því gert hvað hann rækti meðhjálparastarfið af mikilli smekkvísi og læsi bænina vel, enda einlægur trúmaður. Eiríkur og Ragnheiður eignuð- ust sex börn og einn fósturson. Þau eru: Ágúst bóndi á Löngu- mýri, kvæntur Emmu Guðnadótt- ur, Þorsteinn,- yfirkennari við Vogaskólann í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Hjörvar. Þorsteinn lést haustið 1978. Páll, aðstoðaryfir- lögregluþj. í Reykjavík, kvæntur Svanfríði Gísladóttur. Sigurður, vélamaður hjá Vegagerð ríkisins. Elín húsfreyja á Votamýri, gift Eiríki Guðnasyni bónda. Ingigerð- ur, húsfreyja á Skipum í Stokks- eyrarhreppi, gift Jóni Ingvarssyni bónda. Fóstursonur þeirra er Baldvin Árnason iðnaðarmaður á Selfossi, kvæntur Þuríði Bjarna- dóttur. Lífslán Eiríks á Löngumýri og Ragnheiðar var mikið og fyrir það þökkuðu þau Guði í auðmýk't. Æskuástin entist þeim alla ævi, þess vegna féll þeim mikil ham- ingja í skaut. Heimili þeirra varð gróðrarreitur menningar og frændur og vinir gerðu sér tiðför- ult til þeirra. Ragnheiður á Löngumýri hafði yndi af að leika fyrir gesti sína á hljóðfæri og kynna þeim ný lög, sem hún hafði þá nýlega lært. Hún kenndi mörgum unglingum að leika á hljóðfæri. Það eiga margir skemmtilegar minningar frá slíkum stundum á heimili þeirra Eiríks og Ragnheiðar. Er árin færðust yfir fóru þau að draga saman seglin í búskapnum og Ágúst sonur þeirra tók að mestu við jörðinni. Eftir að Eiríkur missti konu sína dvaldi hann lengi vel í sínu húsi og hélt fyrstu árin áfram búskap í smáum stíl. Eiríkur á Löngumýri átti sérstaklega góð og ánægjuleg elliár. Hann átti því láni að fagna að hafa góða heilsu allt til hins síðasta, og hann fylgdist með málum samtíðarinn- ar af lífi og sál. Á hverjum degi spilaði hann á orgelið sitt og söng þá oft með. Nokkur síðustu árin var Eiríkur til skiptis hjá börnum sínum a Votamýri og Löngumýri. Seinni- part sumars 1978 fór hann til Þorsteins sonar síns og Sólveigar konu hans og var þar þangað til hann fór á Elli- og dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Hann veiktist snögglega seinnipartinn í júní og var fluttur á spítala og þar andaðist hann 25. júlí sl. Með Eiríki á Löngumýri er genginn heilsteyptur og vammlaus maður er naut trausts og virð- ingar samtíðarinnar. Jón Guðmundsson 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég kem frá heimili, þar sem kristin trú ríkir. En í skólanum er hlegið að trú minni og hæðzt að Biblíunni. Hvernig get ég varðveitt trúna? Þakkaðu Guði fyrir kristið heimili þitt og fyrir foreldrana, sem elskuðu þig og vildu gefa þér rétta1 undirstöðu fyrir lífið. Spyrðu sjálfan þig nokkurra spurninga: Hverjir unna mér heitar, þau, sem gáfu mér kristið heimili og trú á Guð, eða hin, sem gera lítið úr þeirri trú: Hvorir eiga bágt, þeir, sem trúa Biblíunni og láta hana dæma um líf sitt, eða þeir, sem henda gaman að henni og fella dóma yfir henni A hverju byggi ég trú mína, á trú foreldra minna eða á Guði foreldra minna? Er trú mín eftirlíking eða persónuleg reynsla af Jesú Kristi sem frelsara og Drottni? Jafnskjótt og þú hefur sjálfur sett traust þitt á Guð, á son hans og orð hans, þá skaltu minnast þess, að þú stendur á grundvelli, sem haggast ekki. Ef til vill gefur Guð þér óvenjulegt tækifæri til að bera Drottni vitni. Það má vel vera, að þeir, sem hlæja að trú þinni, þrái innst inni að eignast sjálfir trúna. Kannski hungrar þá, sem gera gys að Biblíunni, í trú á ritningarnar og sannindi hennar. Bið Guð að hjálpa þér að sjá hann og orð hans í réttu ljósi, og síðan verður þú fær um að gefa skýran vitnisburð, einhverjum þeim, sem þurfa auðsjáanlega á slíkum vitnisburði að halda. MARLIN-T0G LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG NÆL0N-TÓG LANDFESTAR • BAUJUSTENGUR ÁL, PLAST, BAMBUS BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR LÍNUBELGIR NETABELGIR NOTABELGIR, ílangir BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR LÍNUDREKAR NETADREKAR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKISTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR VASAHNÍFAR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA, OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTt. 'R ® VÍR- OG BOLTAKLIPPUR GRÁSLEPPUNET RAUÐMAGANET K0LANET SILUNGANET GOTUPOKAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULOÐAONGLAR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SNJÓÝTUR KLAKASKÖFUR GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INN- LEGG glærar með og án innlegg LOFTSLÖNGUR * VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUM OG MISL. GRISJUR í RÚLLUM Opiö laugardaga 9—12 Ananaustum Sími 28855 Opið laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.