Morgunblaðið - 01.04.1980, Side 40

Morgunblaðið - 01.04.1980, Side 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2flt>r£jmiWaíiií> J Sími á ritstjórn H Hfi og skrifstofu: IU IUU ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um helgina: 8% gengisfelling og 11 milliarða nýjar álögur RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á Alþingi i gær frumvarp til laga um orkujöfnunargjald í formi 2ja soluskattstiga, þannig að verði það samþykkt verður söluskattur 24%. Þessi tvö söluskattstig gefa á ári 11 milljarða króna, en fram til áramóta gefa þau 7 milljarða króna. Af því munu 4,5 milljarðar eiga að renna í niðurgreiðslur á olíukyndingarkostnaði, en afgangurinn til styrktar ríkissjóði. Jafnframt sam- þykkti ríkisstjórnin um helgina í sambandi við fiskverðsákvörðun allt að 8% gengisfellingu á næstu vikum og um helgina kom til framkvæmda 3,5% gengisfelling krónunnar gagnvart dollar. Þessi tvö söluskattstig hækka framfærsluvísitölu um 0,9 stig, en hve mikil áhrif þau hafa á verð- bótavísitölu fer eftir ráðstöfun fjár- ins í meðförum ríkisstjórnarinnar að mati Kauplagsnefndar á því að hvaða leyti ráðstöfun fjárins fellur undir ákvæði Ólafslaga, en Ragnar Arnalds fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að aðeins mismunur þessa nýja fjár, 4,5 milljarðanna og þess sem áður hefði verið varið í olíustyrk, 3,2 milljarðar, ylli frádrætti í' verð- bótavísitölu. Samkvæmt því eru það um 1,3 milljarðar króna, sem gætu valdið 14 til ’/í % í frádrátt á verðbótavísitölu, nema eitthvað nýtt komi fram, sem breyti því. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur ríkisstjórnin sam- þykkt 8% gengisfellingu fram í maí. Þar af féll krónan gagnvart dollar um 3,5% frá skráningu á föstudag og fram að skráningu í gær. Er þá hækkun dollarans orðin 7% frá því er núverandi ríkisstjórn tók við völdum og verður því í maí samkvæmt þessu orðin um 11,6%. Meðaltalsgengi hækkaði þó nokkuð lægra í gær eða um 3%, þar sem dollarinn hefur mjög styrkzt á alþjóðagjaldseyrismarkaði um helgina. Aðrir gjaldmiðlar hafa því ekki hækkað að sama skapi og dollarinn gagnvart krónunni. Mikil andstaða var í þingflokki Alþýðubandalagsins gegn hækkun söluskatts vegna orkujöfnunar- gjalds, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokksins sagði 1 samtali við Morgunblaðið í gær, að þingflokkurinn hefði samþykkt hana með því fororði, að 7 milljarð- arnir fram til áramóta skiptust þannig, að 4 milljarðar færu til að greiða niður olíu til húshitunar, 500 milljónir til orkusparnaðaraðgerða, 500 milljónir til hækkunar óvissra útgjalda og 2 milljörðum yrði varið til að fjármagna félagslegar fram- kvæmdir, sem þegar væru hafnar samningaviðræður við verkalýðs- hreyfinguna um. Sjá: Átök í rikisstjórninni.. .bls 2 Árni Benediktsson um fiskverðsákvörðunina: Tel mig svikinn af ríkisstjóminni „ÉG verð eiginlega að telja mig hálfpartinn svikinn í sambandi við það sem gerzt hefur í þinginu í dag,“ sagði Árni Benediktsson framkvæmdastjóri Sambandsfrysti- húsanna og fulltrúi í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir ákvörðun fiskverðs í gær, þar sem hann ásamt oddamanni ákvað fisk- verð. Árni sagði. að fulltrúar frysti- húsanna í yfirnefndinni hefðu sótt hart að fá lækkuð ýmis gjöld á fiskvinnslunni. „En það varð meiri fyrirstaða gegn þvi að lækka gjöld- in en að láta þetta koma niður á genginu.“ „Sú skýring var gefin,“ sagði Árni, „að fjárlög væru svo til afgreidd, það væri búið að reikna með þessum tekjum í fjárlögunum og þau of langt komin til að hægt væri að taka þau upp. En nú gerist það eftir hádegið, þegar fiskverðsákvörðun hefur verið tekin, að ríkisstjórnin ber fram á alþingi frumvarp um sérstakt gjald vegna orkujöfnunar, þar sem fyrirhugað er að taka þó nokkra milljarða umfram það, sem þarf til þeirra hluta. Þannig að ég stend frammi fyrir því, að allt sem sagt var í sambandi við þetta, er markleysa og það er geymt en ekki gleymt." Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað fiskverð með 2 at- kvæðum gegn einu, en 2 nefndar- manna sátu hjá. Með ákvörðuninni greiddu atkvæði Jón Sigurðsson, formaður og Árni Benediktsson. Kristján Ragnarsson fulltrúi útvegs- manna greiddi atkvæði gegn ákvörð- uninni, en Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson fulltrúi SH og Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna greiddu ekki at- kvæði. Með þessari ákvörðun hækkar fiskverð um 1,7%, þ.e. hrá- efniskostnaður fiskvinnslunnar, _en skiptaverð til sjómanna hækkar um 4%, þar sem 2,5%, sem áður voru hluti olíugjalds utan skipta koma nú inn í skipti. Eftir stendur þá olíu- gjald, sem er 2,5%. Raunveruleg hækkun til útvegsins er því um 0,6%. Sjá ummæli yfirnefndarmanna á hls. 5 Ljósm. Klaus V\(’invartncr • Valsmenn urðu í 2. sæti í Evrópukeppni meistaraliða í handknatt- <fik um helgina. er liðið mætti vestur-þýsku meisturunum Gross- waldstadt í Munchen. Á myndinni skorar Vestur-Þjóðverjinn UIi Gnau. milli fótanna á Brynjari Kvaran i marki Vals. Má segja. að mynd þessi sé að mörgu leyti táknræn fyrir gengi Vals í leiknum. Sjá nánar um Evrópuleikinn á íþróttasíðum. bls. 21. 24 og 25. Rændu 30 tonn- um af saltfiski ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt af vinsældum íslenzka saltfisksins í löndunum við Miðjarðarhafið. Fyrir nokkrum dögum rændu vopnaðir menn í Napolí vöruflutn- ingabifreið með tengivagni. en innanborðs voru 30 tonn af salt- Geir Hallgrímsson um hækkun á söluskatti: Fer langt fram úr því, sem verja á til húsahitunar — Stefnir í 110 milljarða erlendar lántökur, segir Sighvatur Björgvinsson GEIR Hallgrímsson gagnrýndi harðlega vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar við afgreiðslu ríkis- fjármála og aðra þætti efna- hagsmála í ræðu á Alþingi i gær. Sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins, að ríkisstjórnin hefði velt þessum málum og öðrum fyrir sér í tvo mánuði og loks á sunnudagskvöldi hefðu formenn þingflokka fengið frumvarp af- hent og til þcss ætlast að þingið samþykkti á tveimur dögum 11 milljarða álögur á almenning. Sagði Geir Ilallgrímsson það litilsvirðingu við Alþingi, hvern- ig staðið væri að verkstjórn þessara mála. I ræðu Geirs Hallgrímssonar kom einnig fram eftirfarandi: • Eðlilegt er að kanna, hvort hægt er að afla fjár til þess að greiða niður húshitunarkostnað með sparnaði í öðrum ríkisút- gjöldum t.d. að hluta með minni niðurgreiðslum á búvöru. • Inn í fjárlagadæmið vantar ákvæði um það hvernig á að standa undir útgjöldum vegna landbúnaðar og hvernig á að standa undir útgjöldum vegna boðaðs „félagsmálapakka". • Heildarskattbyrði landsmanna verður 50 milljörðum króna hærri á þessu ári en vera myndi með sömu álagningarreglum og 1977. Beinir skattar og óbeinir skattar einnig 25 milljörðum hærri. • Ríkisstjórnin hefur þverbrotið lagaákvæði um að fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun skuli fylgja fjárlagafrumvarpi. • Söluskattshækkun um 11 mill- jarða á 12 mánuðum fer langt fram úr því, sem ríkisstjórnin hyggst verja til niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði, sem eru um 4 milljarðar. Sighvatur Björgvinsson sagði í ræðu við þessar umræður að erlendar lántökur stefndu í 110 milljarða á þessu ári, sem væri 40 milljörðum meira en Seðlabank- inn teldi eðlilegt að auka skuldir um. Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á bls 18. fiski. Ekkert hefur spurzt til salt- fisksins síðan, en söluverðmæti þýfisins er um 35 milljónir króna frá íslandi. Flutningaskipið Eldvík losaði fyrir nokkru saltfisk, m.a. í Napolí, og af farminum fóru um 30 tonn í flutningabifreið með tengivagni, sem ekki væri í frásögur færandi ef þessi ágæti fiskur hefði komizt í vöruskemmu kaupandans. Þangað komst fiskurinn þó aldrei, því að skammt frá höfninni réðust vopnað- ir menn að bifreiðinni, höfðu þeir bílstjórann undir og hurfu síðan á braut á saltfiskbílnum. Lögreglunni í Napolí var tilkynnt um bílhvarfið þegar það uppgötvað- ist og var skipulögð mikil leit í Napólí að saltfisknum. Morguninn eftir fannst bifreiðin, en þá var allur saltfiskur á braut. Bílstjórinn fannst skömmu síðar lítt meiddur, en rækilega bundinn og keflaður, í nálægum skurði. Rækilega hefur verið leitað að þessum vopnuðu saltfiskþjófum síðan, en án árang- * Utsvarshækk- unin samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær heim- ildarlög til hækkunar útsvara í 12,1% af brúttótekjum. Lögin fela í sér heimild til sveitarfélaga um 10% álag á 11% útsvör af gjald- stofni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.