Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 94. tbl. 67. árg.______________LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Harold Brown landvarnaráðherra Bandarikjanna um nýjar aðgerðir: Útilokiim ekkert IRAN — Þegar fregnin um misheppnaða tilraun Bandaríkjamanna til að frelsa sendiráðsgíslana barst út, varð uppi fótur og fit í Teheran. Þúsundir flykktust að bandaríska sendiráðinu, þar sem hrópuð voru vígorð að Bandaríkjastjórn og Carter forseta. (AP-símamynd) BANDARÍKIN — Carter forseti býr sig undir beina sjónvarpsútsend- ingu frá Hvíta húsinu til að gera þjóð sinni grein fyrir björgunartilraun- inni. (APsímamynd? Khomeini hótar drápi gíslanna verdi ný tilraun gerd til ad frelsa þá - Persaflói verdur að stóru báli, segir Ghotbzadeh WashinKton. London. Tohoran. 25. april — AP. AYATOLLAH Khomcini trúarlciðtogi og námsmennirnir sem hafa sendiráð Bandarikjanna i Teheran á valdi sínu áttu vart orð til að lýsa ánægju sinni með að tilraun bandarisks herliðs til að frelsa gíslana úr sendiráðinu skyldi fara út um þúfur. Skipaði Khomeini her landsins i viðbragðsstöðu og hótaði að gíslarnir 50 yrðu drepnir cf gerð yrði önnur tilraun til að frelsa þá. Sadegh Ghotbzadeh utanrikisráðherra hótaði því að íranir myndu láta oliu sina renna i sjó fram og bcra eid að, þannig að Persaflói yrði að stóru báli, ef Bandarikjamcnn gerðu aðra tilraun til að frelsa gíslana. Þrátt fyrir viðvaranir og hótanir yfirvalda í íran tók Harold Brown landvarnaráðherra Bandaríkjanna ekki fyrir þann möguleika í dag að gerð yrði önnur tilraun til að frelsa gíslana úr prísundinni. „Vonandi efast enginn um áform okkar og tilgang. Við útilokum engan mögu- leika,“ sagði ráðherrann. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna bauðst í dag til að hafa frumkvæði að nýrri friðsamlegri tilraun til að fá fram lausn á málum gíslanna. Carter forseti lét Waldheim ekki vita fyrir- fram um björgunaraðgerðirnar, en í dag lýsti sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ. að tilraunin til að frelsa gíslana hefði verið liður í sjálfs- bjargarviðleitni bandarísku þjóðar- innar. Hann sagði að takmark til- raunarinnar hefði verið að koma úr landi bandarískum þegnum er væru fórnardýr hernaðarlegra aðgerða gagnvart bandaríska sendiráðinu í Teheran. Til harðra orðaskipta kom í bandaríska þinginu í dag og deilt var hart um hvort Carter hefði brotið lög með því að hafa ekki samráð við þingið áður en hann greip til þess ráðs að reyna að frelsa gíslana með aðstoð hersins. Talsmenn stjórnar- innar lögðu á það áherzlu að ekki hefði verið um hernaðaraðgerðir að ræða, heldur björgunaraðgerðir, og hefði forsetinn því ekki þurft að leita til þingsins. Kandidatarnir við bandarísku for- setakosningarnar, sem allir hafa gagnrýnt forsetann fyrir stefnu hans gagnvart Iran að undanförnu, höfðu misjafna skoðun á björgunar- aðgerðunum. George Bush, er leitar eftir útnefningu republikana, lýsti heiishugar stuðningi við aðgerðirn- ar, en Ronald Reagan sagðist ekkert um málið hafa að segja. Edward Kennedy, sem keppir við Carter um útnefningu demókrata, sagði að bandaríska þjóðin væri óskipt í afstöðunni til gíslanna í sendiráðinu í Teheran. Hverjar svo sem væru skoðanir manna á öðrum málefnum, stæði þjóðin heilshugar með gíslun- um og fjölskyldum þeirra, og að sameiginlega væru syrgdir hugrakk- ir menn er fallið hefðu við þær tilraunir sínar að bjarga samlöndum sínum, sagði Kennedy. Aðstandendur gíslanna lýstu von- brigðum sínum með að tilraunin skyldi fara út um þúfur. Sumir létu í ljós undrun á aðgerðunum, og að ekki skyldi haft samráð við þá, en flestir lýstu ánægju sinni með að- gerðirnar og sögðu að Carter hefði ekki fyrirskipað þær nema í góðri trú um að þær bæru tilætlaðan árangur. Fregnir herma að lið það sem tók þátt í björgunaraðgerðinni tilheyri leynilegu herliði, sérstaklega þjálf- uðu til að fást við hryðjuverkamenn. Það hafi verið sett á laggirnar árið 1978 og haldið til í Norður-Karólínu. í engu hafi verið til sparað við að gera það sem bezt úr garði. Brown utanríkisráðherra sagði hins vegar á blaðamannafundi í dag að liðsmenn björgunarflokksins væru sjálfboða- liðar úr öllum fjórum deildum hers- ins. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum lýstu í dag vantrú sinni á skýringum Carters og Browns á því hvers vegna tilraunin fór út um þúfur, og telja þeir jafnframt að eitthvað um- fangsmeira sé í bígerð. Haim Herzog fyrrum yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagði að tilraun Bandaríkjamanna til að frelsa gíslana hefði verið vel skipu- lögð þó svo að hún hefði farið út um þúfur á byrjunarstigi. Frá hernaðar- legu sjónarmiði hefði þó verið rétt- ara að grípa til aðgerðarinnar f.vrir nokkrum vikum. Fyrrum íranskeisari hefur fylgst gaumgæfilega með síðustu atburð- um í Iran, að því er nánir sam- starfsmenn hans sögðu í dag. Þeir sögðu að keisarinn „hefði ekkert að segja" um björgunartilraunina, en hann fylgdist af áhuga með fram- vindu mála. Þegar fréttir bárust af hinni misheppnuðu björgunartilraun féll dollarinn í verði á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu, en gull hækkaði um nokkra tugi dollara únsan. Óvissu- ástand ríkti á verðbréfamörkuðun- um í New York og London. Sjá nánar fréttir og frá- sagnir á bls. 22, 23, 24 og 25. Herlög í Líberíu Monróviu. 25. april. AP. Byltingarstjórnin í Líberíu tilkynnti í dag að herlög væru gengin í gildi í landinu, og að stjórn- arskrá landsins yrði ekki í gildi „um stundarsakir“. Chea Cheapoo dóms- málaráðherra skýrði fréttamönnum frá því að frá og með deginum í dag yrði allt löggjafarvald og framkvæmdarvald í hönd- um viðreisnarráðs alþýðu- nnar, er væri 17 manna ráð er lyti forystu Samuels K. Doe, hins nýja leiðtoga þjóðarinnar. Þréttán fyrrum háttsett- ir embættismenn voru drepnir í Monróvíu á þriðjudag, og sagði Chea- poo að 80 fyrrum embætt- ismenn og ættingjar Tol- berts fyrrum forseta væru á lista yfir óæskilega aðila, og yrðu þeir leiddir fyrir rétt, sakaðir um landráð, og spillingu' 146 fórust með 727 Santa Cruz, Tenerife, 25. apríl. AP. BOEING 727 farþegaflugvél frá brezka flugfélaginu Dan- Air, með 146 manns innan- borðs, fórst skömmu fyrir lend- ingu á Los Rodeos-flugvellinum við Santa Cruz, og komst eng- inn lifs af. Flak flugvélarinnar fannst i hlíðum Teide tinds, sem er hæsta fjall Kanaríeyja, 3.716 metra hátt. Var flakið í um 20 kilómetra fjarlægð frá flugvell- inum. Flakið fannst fimm klukkustundum eftir að vélar- innar var saknað. Brezka útvarpið sagði að neyð- arkall hefði heyrst frá flugvél- inni skömmu áður en hún átti að lenda, en flugumferðarstjórar í flugturninum á Los Rodeos sögðu að fjarskiptasamband við flugvélina hefði verið með eðli- legum hætti og að samband hefði rofnað sex mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Skýja- hæð var aðeins 1.000 fet í nágrenni vallarins er vélin fórst. I fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn, og beindist leit í fyrstu að hafsvæðinu umhverfis eyjarnar. Vélin var að koma frá Manchester á Englandi og með henni voru 138 farþegar, þar af þrjú börn, og átta manna áhöfn. Flestir farþeganna, sem voru að fara í sumarleyfi, voru frá Manchester og nágrenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.