Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 15 um eins og kunnugt er. Þetta var vafalaust stærsta skref sem stigið hefur verið til verndar efnahagslegu sjálfstæði lands- ins. Fólkið í landinu stóð ein- huga með okkar köppum á sjónum. Andstæðingurinn þrautseigur og ákveðinn sigldi utan í varðskipin ókkar svo lá við stórslysum. Fréttirnar voru gat fyrir ofan sjólínu, gat fyrir neðan, beyglað bátadekk, bil- aður stýrisgangur, kokkarnir þjáðust af ástvinasöknuði, allt í skralli. Forsætisráðherrann Ól- afur Jóhannesson hét á fólk um að skjóta saman peningum til að smíða nýtt og betra varðskip og sýna varðskipsmönnum samhug með því. Varla nokkur maður ansaði þessu, engir peningar í sjóðinn. Svo komið þið með Varið land. Setjið á fót skrifstofu, ráðið framkvæmdstjóra, áróðurinn í fullum gangi og hvað skeður? Fjármagnið streymir til ykkar svo allir balar eru barmafullir. Þið hafið efni á að tölvuvæða starfsemina og skrá í tölvugögn, a.m.k. þá sem voru með. Þetta er svo kostnaðarsamt að þetta geta ekki nema stærstu fyrirtæki í landinu. Og nú spyr ég: Hvaðan komu allir þessir peningar? Annað dæmi má nefna. Stuttu eftir að undirskriftasöfnunin fór af stað voruð þið búnir að fá áróðursmenn í öllum landshorn- um, menn sem fóru milli vinnu- staða og húsa eða óku milli bændabýla með undirskrifta- listana. Af hverju var ekki barið að dyrum hjá þeim sem vitað var að væru á móti, heldur hinum? Nú veit ég að enginn ykkar sem á myndinni frægu var hafði þá skipulagsaðstöðu og þekk- ingu á staðháttum og fólki t.d. úti á landi að þetta væri hægt. Nú spyr ég hver skipulagði og hvaðan kom þekkingin? Var þarna kannski tölva í notkun. Hugsum okkur t.d. að áhuga- menn um skógrækt vildu stofna til almenningshreyfingar til að efla skógrækt í landinu, eða þá Bókmenntafélagið glæða bók- menntaáhuga. Hvar væru þá allir áróðursmennirnir þeysandi milli bæja? Eru ekki miklar líkur á að tölvuvæðingin sé orðin miklu víðtækari en nokkurn grunar? Kannski eru baunadósirnar, ný- fæddu kjúklingarnir, óvarleg orð í leikhúsi lífsins, ástamál og pólitík skráð og varðveitt á þennan stórvirka hátt, og hefur verið gert a.m.k. síðastliðin 20 ár. Og nú spyr ég ef svo er, hvar eru þessi gögn geymd? Er nú ekki kominn tími til að Alþingi taki málið föstum tökum? IV í svargrein þinni s.l. þriðju- dag reynir þú að finna athöfn- um ykkar Varins lands manna stað í ritum Jóns Sigurðssonar. Ljóst er af þeim, að forsetanum hefur aldrei komið til hugar að hér yrði til hópur manna sem vildi hafa erlendan her í land- inu. Því spyr ég aftur: Hvaða álit heldurðu að Jón Sigurðsson hefði haft á atferli og málflutn- ingi ykkar Varins lands manna? Jæja, það virðist vera hægt að karpa um þessa hluti endlaust. Þú ert pennaglaður og ég hefi lagt fyrir þig nokkrar spurn- ingar, svo þú átt efni í margar greinar og vona ég að þú svarir af sama krafti og áður. Ég aftur á móti lýk þessu spjalli og ætla ekki að svara aftur, svo þú mátt eiga síðustu leikina. Kannski liggur okkar skoð- anamunur að einhverju leyti í því að við höfum alist upp við dálítið mismunandi aðstæður. Ég hef séð landið öðlast sjálf- stæði og fundið hvílkíkur fögn- uður greip um sig. Þið í hópi Varins lands eruð aldir upp í andrúmslofti kalda stríðsins og hafið ekki áttað ykkur á því enn að því er löngu lokið. Þeir árgangar sem á eftir komu eru aldir upp við velmegun mikla, þeir sjá að jarðkúlan skiptist ekki lengur í tvo hluta, heldur þrjá, fjóra eða jafnvel fimm. Og það eru þeir sem munu áenda herinn heim að lokum. Reykjavík 23. apríl 1980 Ólafur Pálsson verkfræðingur. er heldur ekkert til að guma af og verður ekki gert og var ekki gert. Auðvitað gerir Jóhanna enga athugasemd hér við frekar en önnur efnisleg atriði í viðtalinu við mig. Ekki hrekur hún sam- anburðartölur milli ára í neinu, sem skiptir þó höfuðmáli. Ekki hrekur hún hækkunina nú frá frumvarpi flokksbróður síns. Ekki hrekur hún eða gerir at- hugasemdir við álit fjárveitinga- nefndar um aukin verkefni mið- að við endanlega lagagerð í fyrra, þegar samruni tveggja mismunandi frumvarpa skóp himinhrópandi ósamræmi; sem nú verður að leiðrétta. A það benti ég í Þjóðviljanum einnig og þetta viðurkenna allir sem um málið fjölluðu í fyrra, að hafi verið hrein mistök, auðvitað hafi vistheimilin átt sinn fulla rétt í raun framar öðrum. En varðandi aðalefnisatriðið næst fjárveitingaupphæðunum, um það hvernig fjármagna skuli framkvæmdir í þágu þroska- heftra, þá fara skoðanir okkar Jóhönnu ekki saman í öllu. Ég veit þó ekki hversu náið skal út í það farið hér. Mín skoðun er enn sem fyrr óbreytt — til þessara verkefna, sem vissulega eru for- gangsverkefni, er sjálfsagt og eðlilegast að veita fjárveitingum beint úr ríkissjóði hverju sinni. Og ég tel það hreina skyldu fjárveitingavaldsins að fjár- magna þessi verkefni myndar- lega. Reynsla af Styrktarsjóði vangefinna var í engu nógu góð, alltof oft var þar um óbreytta fjárhæð að ræða, m.a. í fyrra þegar hliðstæð verkefni fengu á fjárlögum beint 50% hækkun minnst. Þetta er ekki mín einkaskoð- un, þetta hefur verið skoðun sjórnar Þroskahjálpar frá upp- hafi. Þetta var skoðun þeirrar nefndar, er lagði fram fullbúið frumvarp um aðstoð við þroska- hefta, sem síðan var slengt saman við frumvarpið um Fram- kvæmdasjóð öryrkja. Ég dreg ekkert úr góðum vilja Jóhönnu með því frumvarpi sínu eða til.þessara mála í heild — síður en svo — frumhlaupið við afgreiðslu fjárlaga verður henni fyrirgefið einmitt þess vegna. En sýndarmennska var það og við þurfum á öðru að halda í erfiðri baráttu fyrir skjólstæðinga okk- ar. Við skulum verja því stór- aukna fjármagni, sem við nú þó höfum til ráðstöfunar á sem skynsamlegastan hátt, t.d. með því að leggja undirstöðuna með greiningarstöð, en að öðru leyti skulum við gæta þess, að lands- byggðin fái réttlátan skerf í sinn hiut. Mér þykir meira en nóg um öll áformin hér á Reykjavíkursvæð- inu, miðað við ástandið hér og á landsbyggðinni. Þau eiga vissu- lega sinn rétt, en engan forgang umfram svelta landsbyggðina. Það verða áhugasamir aðilar hér syðra að skilja, að við getum ekki haldið áfram að breikka bilið, þvert á móti. Svo lýk ég máli mínu og hirði ekki um þó frekari svör verði vegna þessarar greinar. Málið er skýrt frá minni hálfu og þar er ekkert undan að draga. Helgi Seljan. Eyðsluseggir í Brussel Undanfarin ár hefur Roy Jenkins, fyrrverandi fjármála- ráðherra Breta, verið í forsæti í stjórnarnefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu í Brussel. Þennan tíma þykir heldur hafa sigið á ógæfuhlið hvað kostnað snertir við rekstur nefndarinnar. Það var því hafist handa við endurskoðun reikninga þeirra 13 fulltrúa, sem í nefndinni eru, kom þá í ljós að ýmsir þeirra höfðu verið ótrúlega eyðslusamir á fé skattgreiðenda heimalands síns og farið langt yfir sett mark fjáráætlana. Skýrsla endurskoðenda var 15 bls. að lengd og koma hér nokkur dæmi um „örlæti“ fulltrúanna. Roy Jenkins hafði keypt áfengi fyrir $3;842, eða 1,7 millj. ísl, króna, til nota á skrifstofu sinni í Brussel. Daninn Finn Olav Gundelach hafði eytt $126,993 (57 millj. ísl. kr) í ferðalög. Wilhelm Haferkamp, fulltrúi V-Þýskalands lagði inn reikning fyrir aukarisnu, sem hljóðaði upp á $39,976, (18 millj. ísl.) Þegar endurskoðendur báðu um lista yfir gesti þá, sem hann hafði boðið, dró hann til baka 23 af reikningunum og kvaðst ekki muna hverjir gestirnir hefðu verið. Það munu hafa verið reikningar Haferkamps, sem fyrst vöktu athygli og urðu til Það er alltaf velþegið að fá heitt ostabrauð, hvort sem er með te eða kaffi á síðkvöldi eða sem smárétt á matmálstima. Margar samsetningar koma til greina, því margt er hægt að hafa með ostinum til bragðbæt- is og uppfyllingar. 1. Brauð með osti, beikoni og eplum. Beikonsneiðar og epla- bátar steikt á pönnu. Lagt ofan á ostsneiðina á brauðinu og hitað í ofni. þess að endurskoðun fór fram. En meðal afreka hans á þessu sviði var kokteil-boð í Caracas, sem kostaði $14.000, (6,3 millj. ísl kr.). Og á síðasta ári tók hann með sér til Kína konu nokkura, sem túlk á fullum launum. En þar sem konan talaði ekki eitt orð í kínversku þótti endurskoð- endum ekki allt með felldu! Reikningur fyrir þriggja nátta gistingu Haferkamps á Hótel Pierre í New York þótti líka allhár, er hann hljóðaði upp á $2.000 (900 þús. ísl kr.) Vinsælasti ferðamáti eyðslu- seggjanna var auðvitað leiga einkaflugvéla, sá liður einn var yfir $600,000, (270 millj. ísl kr.). Italinn Lorenzo Natali fór svo margar ferðir til Rómar að hann eyddi þar 104 dögum af árinu í staðinn fyrir á skrifstofunni í Brussel. Þess má geta að laun full- trúanna eru $ 122,000 — 140,000 (55—65 millj. ísl kr.) á ári og auk þess er þeim úthlutað $20.000— 33,000, 9—15 millj. ísl kr. í risnu árlega. Þýska tímaritið „Stern“ skýrði frá því að eyðsla fulltrúa stjórn- arnefndar Efnahagsbandalags- ins hefði kostað skattgreiðendur hinna níu aðildarríkja $1,4 millj. eða 630 millj. ísl. kr., og því óhætt að segja, það munar um minna. Brauðið smurt, skinka lögð á og síðan þykk ostsneið ofan á. Hitað í ofni. 4. Brauð með tómötum og osti. Á smurða sneið eru settar tómatsneiðar, ostur settur yfir. Hitað í ofni. 5. Hawaii-brauð. Á smurða sneið er sett skinka, þá ananassneið og ostur ofan á. Hitað í ofni. Peningar skatt- greiðandans Eins og flestum mönnum er kunnugt, vaxa peningar ekki á trjánum. Sameigin- legir sjóðir eru heldur ekki óþrjótandi, í þeim verður aldrei meira en í þá er látið, af fé hins almenna skatt- greiðanda. Mönnum víða um lönd er að verða þessi stað- reynd ljós, meira að segja hér úti á Fróni. Þess vegna telja borgar- arnir sig víða í fullum rétti, þegar þeir vilja fylgjast með í hvað fé þeirra er notað, og jafnframt til að gera athuga- semdir ef illa er farið með það. Hér koma tvö dæmi um eyðslusemi þeirra, sem með opinbert fé fara. 1. í fylkinu Illinois í U.S.A. Á síðastliðnu sumri fóru 53 fulltrúar löggjafarvaldsins í fylkinu Illinois ásamt 60 að- stoðarmönnum, á fimm daga landsþing löggjafa í San Fransisco. Þetta var talin mikilvæg samkunda, sem nauðsyn var að taka þátt í. En þegar það vitnaðist í heimafylkinu, að þátttakend- ur voru ekki skyldaðir til að sitja fundina, og gerðu marg- ir allt annað við tímann, urðu heimamenn bálreiðir. Upp úr sauð þegar í ljós kom, að Illinois-fulltrúarnir höfðu, ásamt fjölda annara þing- gesta í 50 rútubílum tekið þátt í ferð til vínekranna í Napa Valley til vínsmökkun- ar. Borgararnir tóku sig til, undir forystu félagsskapar, sem berst fyrir heiðarleika í stjórnmálum „Coalition for Political Honesty", og kröfð- ust dómsúrskurðar, sem kæmi í veg fyrir að ferð þessi væri greidd af opinberu fé. Fulltrúarnir sóru og sárt við lögðu, að þeir hefðu verið að vinna allan tímann. Heimamenn stóðu við sitt, sögðu að kominn væri tími til að hætta að greiða skemmti- ferðir fyrir opinbera starfs- menn, þeim bæri að leggja fram eigið fé til slíkra hluta, eins og áðrir. Áætlaður kost- naður var um 40 millj. ísl. kr. ($85,000). Heitt ostabrauð 2. Brauð með sinnepi, osti og grænum pipar. Brauðið smurt, þunnt lag af sinnepi sett yfir, ostsneið ofan á, þá sneið af grænum pipar og ostsneið efst. Bakað í ofni. 3. Brauð með skinku og osti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.