Morgunblaðið - 26.04.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1980
5
Opinberar hækkanir:
Gjaldskrárnefnd
leggur fram álit
sitt á mánudag
GJALDSKRARNEFND hefur
verið á fundum daglega að und-
anförnu og f jallað um framkomn-
ar hækkunarbeiðnir opinberra
fyrirtækja og stofnana, en opin-
berar hækkanir eiga sem kunn-
ugt cr að taka gildi fyrir mánaða-
mót, þær sem heimilaðar verða.
Að sögn Georgs Ólafssonar
verðlagsstjóra, formanns nefndar-
innar, stefnir nefndin að því að
Ieggja fram álit sitt á mánudag-
inn. Verður unnið alla helgina við
að meta hækkunarþörf opinberra
fyrirtækja.
Eins og fram hefur komið í Mbl.
hefur verið óskað eftir hækkun á
rafmagni, heitu vatni, síma- og
póstgjöldum, strætisvagnafar-
gjöldum, farmgjöldum skipafé-
laga o.fl.
Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði:
Mótmælir harðlega
skattpíningarstefnu
ríkisstjórnarinnar
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í ennfremur: „Fundurinn telur þess-
Hafnarfirði átelur harðlega
skattpíningar- og verðhækkun-
arstefnu rikisstjórnarinnar, sem
„nú er látin rýra enn einu sinni
stórskertan kaupmátt verkafólks,
þrátt fyrir fyrirheit um niðurtaln-
ingu verðlags. Þessari óheilla-
stefnu, eða stefnuleysi er beitt nú,
þegar kjarasamningar eru al-
mennt lausir í landinu.“ segir i
fréttatilkynningu frá félaginu.
Ofangreind samþykkt var gerð á
almennum félagsfundi í Verka-
mannafélaginu Hlíf, fimmtudaginn
17. apríl síðastliðinn. Þar segir
ar síðustu aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum vera beina
ögrun við verkalýðshreyfinguna, og
ekki til þess fallnar að greiða fyrir
samkomulagi um nýja kjarasamn-
inga. Þess vegna skorar fundurinn
á heildarsamtökin að knýja nú
þegar á um samninga og ef þörf
krefur að beita öllum tiltækum
ráðum til að ná þeim fram.“
Þá skoraði þessi sami fundur á
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nýta
ekki þá heimild til hækkunar á
útsvörum, sem nýsamþykkt lög á
Alþingi heimila sveitarstjórnum.
*
Krafa VMSI um nýja flokkaskipan:
Mesti launamun
ur nýja kerf-
isins er 39%
Verkamannasamband íslands af-
henti nýlega samtökum vinnuveit-
enda tillögur sínar til breytinga á
skipan kauptaxta. Samkvæmt
upplýsingum VMSÍ er um tals-
verða einföldun kauptaxta Verka-
mannasambandsins að ræða. í
tillögunum er gert ráð fyrir 9
aðaltöxtum og að bil milli þeirra
verði 8 þúsund krónur. Einnig er
gert ráð fyrir 4 aldurshækkunar-
þrepum í hverjum taxta, þ.e. eftir
1 árs, 2ja ára, 3ja ára og 5 ára
starf í viðkomandi starfsgrein. Bil
milli aldursflokka verði hið sama
og milli taxtanna, 8 þúsund krón-
ur.
Ekki er gert ráð fyrir aldurs-
hækkunum í 1. taxta, enda munu
sárafáir taka laun samkvæmt hon-
um. Taxtarnir verða með þessum
hætti 5x8 + 1 = 41, en kauptölurnar
aðeins 13. Þessir taxtar koma í stað
almennu tímakaupstaxtanna, sem
eru 5x3 = 15, taxta stjórnenda
þungavinnuvéla, 7 talsins, og alls
þorra mánaðarkaupstaxta, þar með
taldir taxtar starfsfólks mötuneyta
alls 10 með 4 og 5 aldursþrepum.
Alls koma hinir nýju taxtar með
þessum 13 kauptölum í stað 77
taxta með 64 kauptölum. Síðan
segir í fréttatilkynningu VMSÍ:
„Sést af því, að um mikla einföldun
er að ræÓa. Má þá gera ráð fyrir, að
sambandsfélög VMSÍ muni aðhæfa
meira eða minna af töxtum sér-
samninga sinna þessu nýja taxta-
kerfi ef um það verður samkomu-
lag, sem fastlega má gera ráð fyrir
ef marka má yfirlýsingar forsvars-
manna atvinnurekenda."
Eins og áður segir er 8 þúsund
krónu bil milli taxta og 8 þúsund
krónu bil milli aldurshækkunar-
þrepa. Samkvæmt því er fyrsta árs
kaup 9. taxta 26% hærra en fyrsta
árs kaup 1. taxta, en mesti munur
— þ.e. 5 ára kaup 9. taxta/fyrsta
árs kaup 1. taxta — er 39%.
I !ok fréttatilkynningar VMSÍ er
það tekið fram, að þessi tillaga um
breytta skipan launataxta er óháð
tillögu ASI um 5% grunnkaups-
hækkun og er VMSÍ einnig aðili að
verðbótakröfu ASÍ.
Byrjunarlaun í 1. flokki eru
246.020 samkvæmt tillögum VMSÍ
og í 2. flokki 254.000 krónur. Síðan
eru sléttar 8 þúsund krónur á milli
flokka og starfsaldursþrepa. Loks
er gert ráð fyrir því að eftir 10 ára
starf hjá sama atvinnurekanda
hækki starfsfólk um einn flokk.
Afram
fló hjá
FEF
EINS og síðustu laugardaga
verður áfram haldið flóa-
markaði Félags einstæðra
foreldra í húsi þess í Skelja-
nesi 6. Hefst hann kl. tvö eftir
hádegi. í frétt frá FEF segir,
að þarna sé mikið úrval af
nýjum fatnaði á boðstólum
fyrir nánast gjafverð. Mjög
mikil aðsókn hefur verið að
fló FEF siðustu tvo laugar-
daga. í fréttatilkynningu
FEF er fólki bent á að
strætisvagn nr. fimm stoppi
við húsið á endastöð sinni.
„Einhvers konar hlið-
stæða við skáldskap“
Sýningarsalurinn Háhóll
hcldur áfram því ætlunarverki
sinu að kynna Norðlendingum
myndlist og er nú af sem áður
var, þegar það var mál mynd-
listarmanna, að ekki þýddi að
sýna á Akureyri. Óli G. Jó-
hannsson hefur unnið gott starf
í þá veru að kynna myndlist-
armenn og verk þeirra í heima-
bæ sinum og Akureyringar og
fólk úr nágrannabyggðalögun-
um hefur tekið þessu með lofs-
verðum áhuga.
I dag klukkan 4 verður opnuð í
Háhóli sýning Gísla Sigurðsson-
ar myndlistarmanns á 40 olíu-
málverkum, sem flest eru frá
síðustu tveimur árum, eða frá
því Gísli hélt síðast sýningu í
Norræna húsinu. Sýningin
stendur framyfir aðra helgi.
Gísli Sigurðsson hefur komið
við sögu á þessum vettvangi um
nærri 20 ára skeið. Fyrstu einka-
Gísli Sigurðsson
sýnir i Háhóli
á Akureyri
sýningu sína hélt hann að Hafn-
arstræti 1 árið 1964, síðan í
Bogasalnum 1967, í Norræna
húsinu 1973 og aftur 1978 og auk
þess hefur hann haldið sýningar
í Alwin Gallery í London og
Safnahúsi Arnessýslu á Selfossi.
Gísli vinnur að myndlist sinni
jafnframt starfi sínu við Lesbók
Morgunblaðsins og hafa and-
litsmyndir og aðrar teikningar
eftir hann birzt þar annað veifið.
Hinsvegar hefur Gísli ekki áður
sýnt norðanlands. Myndefnin
eru öll nema eitt, bundin við
landið og fólkið og það umhverfi,
sem við búum og störfum í. Þar
eru myndir tengdar þjóðlífi og
má telja myndina, sem hér sést í
þeim flokki: Pétur Hoffmann
Salómonsson og fleiri á Lækjar-
torgi. Sumar fyrirmyndir eru
sóttar í Islendingasögur, aðrar í
þjóðsögur og enn aðrar í ljóð.
Gísli setur gjarnan tvær eða
þrjár myndir saman í eina og
sjást stundum allar, hver í
gegnum aðra, líkt og á sér stað í
kvikmyndum. Þannig hefur
hann til dæmis málað þann
kunna trillukarl, Héðin Maríus-
son á Húsavík, og fleiri fyrir-
bæri úr atvinnulífi. Aðspurður
um heiti þesskonar myndgerðar,
sagði Gísli, að erfitt væri að
draga hana í einhvern hefðbund
inn dilk. „Þetta er alls ekki
raunsæisútfærsla," segir hann,
„en ekki hreinn expressjónismi
heldur, — enda skiptir það ekki
máli. En ég vona það sé ein-
hverskonar hliðstæða við
skáldskap."
Samningarnir fyrir vestan:
Útvegsmenn vilja lítið segja,
en forseti ASV talar
um nauðungarsamninga
„ÞETTA eru algjörir nauð-
ungarsamningar. gerðir und-
ir þeirri pressu að mörg
hundruð manns hafa misst
vinnuna og hafa verið at-
vinnuiausir í viku, en þó ekki
aðilar að deilunni. Því gera
menn það upp við sig í lokin,
því að útvegsmenn höfðu
greinilega ekki þessa tilfinn-
ingu, að þessi atriði sem á
vantar eru lagfæringar hjá
linumönnum. I samningnum
eru engar lagfæringar, held-
ur er um ákveðna tekju-
möguleika að ræða, sem kosta
þó sitt,“ sagði Pétur Sigurðs-
son, forseti Alþýðusambands
Vestfjarða, er Morgunblaðið
spurðist fyrir um álit hans á
samningunum í gær.
Pétur sagði, að menn hefðu
staðið frammi fyrir því að þurfa
að vera í verkfalli kannski viku til
hálfan mánuð í viðbót, með allt
fólkið atvinnulaust, eða þá að bera
þetta undir almenna félagsmenn.
„Þetta er ekki samkomulag til
þess að hrópa eitt eða neitt yfir,
hvorki húrra né eitthvað annað.
Það má segja, að sá vægði, sem
vitið hafði meira,“ sagði Pétur, en
bætti við: „Hitt er annað mál að
deilan sýndi hörku atvinnurek-
enda og þetta er alvarlegt mál
vegna annarra samninga. Þó má
kannski segja, að það sé hið eina
góða við þetta, að af þessu sjá
menn við hverju er að búast af
atvinnurekendum."
„Mér líst sæmilega á samkomu-
lagið, enda hefði ég ekki undirrit-
að það, nema svo væri,“ sagði
Gunnar Þórðarson, formaður Sjó-
mannafélags Isfirðinga í gær.
„Meðal togaramanna vegur mest
aukið hafnarfrí, en aukningin er
rúmir 3 sólarhringar á ári. Helztu
annmarkar eru og að hafa ekki
náð 30 tímunum fyrstu 4 mánuð-
ina.“ Þá kvað Gunnar loforð sjáv-
arútvegsráðherra um frítt fæði
mikilvægt atriði, en á síðasta
samningafundinum lá fyrir skrif-
legt loforð hans fyrir því. í
sambandi við frívaktir taldi hann,
niðurstöðuna nægilega góða í
augnablikinu. Því kvaðst Gunnar
fyrir hönd togaramanna vera
sæmilega ánægður. Hins vegar
kvað hann línusjómennina hafa
möguleika á tekjuaukningu, en
annmarkarnir væru augljósir, þar
sem þeir þyrftu fyrir að leggja á
sig aukna vinnu. Þeir verða ekki
eins ánægðir.
Aðspurður hver væri munurinn
á Suðureyrarsamkomulaginu og
þessu sagði Gunnar, að þar hefðu
náðst inn páskafrí og september-
helgarfrí, en ísfirzkir sjómenn frí
á öðrum tímum, svipuðu að lengd.
Þá er umfram Suðureyrarsam-
komulagið einn frídagur að auki í
desember.
Guðmundur Guðmundsson, for-
maður Útvegsmannafélags Vest-
fjarða vildi ekkert um samkomu-
lagið segja, annað en það að hann
væri ánægður með að það skyldi
takast. Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna vildi heldur
ekki tjá sig um samkomulagið, en
tók undir með Guðmundi, að hann
fagnaði því að samkomulag hefði
tekizt.