Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 19
HVAÐ ER AD GERAST I RÆNUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 19 TÓNLEIKAR Píanóverk fyrir tvo SJÖTTU Háskólatónleikar vetr- arins verða haldnir í dag í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Hefjast þeir kl. 17. A þessum tónleikum leika hjón- in Ursula Ingólfsson-Fassbind og Ketill Ingólfsson fjórhent á píanó Ursula Ingólfsson-Fassbind auk tónverka fyrir tvö píanó. A efnisskránni eru Mars í D-dúr og Fúga í e-moll eftir Franz Schub- ert, Sónata í D-dúr og Fúga í c-moll eftir W.A. Mozart og Til- brigði í B-dúr um stef eftir Joseph Haydn eftir Johannes Brahms. Ketill Ingólfsson TÓNLEIKAR Einleikur á bassa Vestur-þýzki bassaleikarinn Peter Kowald leikur einleik á tónleikum í Djúpinu í Hafnarstræti í dag kl. 16. Kowald hefur hér viðkomu á leið sinni til Bandaríkjanna þar sem hann mun stunda tónleikahald. LEIKHÚS Sýningum fækkar á ,Jtlerkar FRÁ ÞVÍ í janúar hcfur Lcik- félag Rcykjavíkur sýnt ærsla- lcikinn „Klerkar í klípu" á miðnætursýningum í Austur- bæjarbiói og cru sýningar orðnar 20. Sýningargcstir nálgast 15. þúsundið. Sýnt cr á laugardagskvöldum kl. 23.30 cn sýningum fcr nú fækkandi. þar sem skammt er til lcikárs- loka. í klípu“ Höfundur er Philip King og er leikurinn sýndur í leikstjórn Sigurðar Karlssonar. Hlutverk- in eru í höndum Sögu Jónsdótt- ur, Jóns Hjartarsonar, Soffíu Jakobsdóttur, Margrétar Ólafs- dóttur, Haralds G. Haraldsson- ar, Kjartans Ragnarssonar, Guðmundar Pálssonar, Stein- dórs Hjörleifssonar og Sigurð- ar Karlssonar. Soffía Jakobsdóttir og Harald G. Haraldsson í hlutverkum sínum í ærslaleiknum „Klerkar í klípu'* eftir Philip King. Skólakór Árbæjarskóla ásamt stjórnanda sinum Jóni Stefánssyni. VESTMANNAEYJAR Skólakór Árbœjarskóla SKÓLAKÓR Árbæjarskóla heldur tónleika í Félagsheimilinu í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 17. Stjórnandi er Jón Stefánsson en á efnisskránni eru 20 lög, bæði skandinavísk þjóðlög og syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson. Mynd þessi var tekin sl. fimmtudagskvöld er Filharmóniukórinn flutti sálumessuna ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Fyrir miðri myndinni eru Sieglinde Kahman og Guðmundur Jónsson sem sungu einsöng með kórnum ásamt Marteini H. Friðrikssyni stjórnanda kórsins. Ljósm. Björn Pálsson. TÓNLEIKAR Þýsk sálumessa eftir Brahms SÖNGSVEITIN Fílharmonía er 20 ára um þessar mundir og heldur af því tilefni tvenna hátíðartónleika. Fyrri tónleikarnir voru sl. fimmtudagskvöld en þeir síðari eru í dag í Háskólabíói og hefjast kl. 14.30. Á tónleikunum flytur kórinn ásamt Sinfóníuhljómsveitinni og einsöngvurunum Sieglinde Kahman og Guðmundi Jónssyni Þýska sálumessu eftir Jóhannes Brahms. Stjórnandi er sir Charles Groves. TÓNLEIKAR Burtfararpróf í flautuleik BIRNA Bragadóttir heldur flautu- tónleika í sal Tónlistarskólans í Reykjavík sunnudaginn 27. apríl kl. 14.30. Er það burtfararpróf hennar frá skólanum. Á efnisskrá eru verk eftir Hándel, Bach, Roussel og Reinecke. Þórunn H. Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Velunnarar skólans eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.