Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Vltf> MORö-db/-* KAFP/NÖ ^ (0 Minnka verður matarskammt- inn við hann, eí við einum að ná af honum gifsumbúðunum! Við viljum fá að skipta þessu hálsbindi — það er ekki jafn- langt i báða enda! rwFj. {r t'í * uV'. Wn. 'í fr* f»i 3 I i ^ íi > ! '1 < Kirkjugestir eiga að vera þátttakendur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í keppnisleik Skotlands og Noregs í útvarpi kom fyrir skemmtilegt spil, sem við lítum á í dag. Lokasögnin varð 3 grönd í austur á báðum borðum og þegar norðmaðurinn stýrði útspiiinu spiiaði suður út hjartaþrist. Norður S. G932 H. D1097 T. - „ L. DG1083 . Vestur Austur S. 64 S. KD8 H. Á842 H. K6 T. Á82 T. KD943 L. K952 Suður L. Á64 S. Á1075 H. G53 T. G10765 L. 7 Austur sá, að spilið snerist í rauninni um, að tryggja sér 4 slagi á tígulinn. Ætti norður fimmlit yrði þetta vandalaust en ætti suður alla tíglana yrði að fara varlega. Hann tók því drottningu norðurs með kóng og næsta slag tók hann á tígulháspil heima. Þegar norður fylgdi ekki spilaði hann lágum tígli, suður lét tíuna, ásinn, áttunni spilað og hleypt og suður fékk á gosann. Þar með voru tígulslagirnir fjórir orðnir öruggir og níu slagir í allt. Á hinu borðinu hafði austur einnig sagt tígul en norðmaðurin í sæti suðurs valdi að spila út spaðafimmi. Norður lét gosann og skotinn fékk slaginn. Honum var auövitað fullkomlega ljóst, að fjórir slagir á tígul myndu nægja en um leið var eðlilegt að sjá til þess, að norður kæmist ekki til að spila spaða í gegn um kóng og áttu. Skotinn spilaði því laufi á kónginn og síðan tíguláttunni frá blindum. Þegar norður fylgdi ekki varð ljóst, að ekki fengjust nema 3 slagir á tígulinn og að níunda slaginn vantaði. Reyndar lét hann lágt í tíguláttuna en suður tók og skipti réttilega í hjartagosa. En þá gerði norður skyssuna. Hann átti kost á að drepa gosann af makker en lét r' öið og- suður fékk að eiga slagi. . riann spilaði aftur hjarta og nú vissi skotinn hvað klukkan sló. Tók heima, síðan tígull á ásinn, hjartaás, laufás, síðan tígulhjónin og enn tígull. Til neyddur varð suður að eiga slag- inn og spila næst spaða og gefa þar með níunda slaginn á kóng. COSPER 0294 COSPER. Takk fyrir bogann frændi! I „Velvakanda" 17. þ.m. las ég stutta grein með fyrirsögninni: „Hvers vegna ekki að syngja" eftir Sigurborgu Eyjólfsdóttur. Greinin fjallar um almennan safnaðar- söng í kirkjum, enda þótt nú séu sem betur fer orðnir leiðandi æfðir kórar við flestar kirkjur hérlendis. Að sjálfsögðu eru þessir kórar misjafnlega góðir, bæði hvað snertir raddgæði og þjálfun. Það er vitanlega eðlilegt, því víða, sérstaklega í sveitum landsins, eru fámennir söfnuðir. Ég kem þá að því í grein Sigurborgar og leyfi mér að taka orðrétt upp þann kafla sem vakti sérstaklega athygli mína og ég vil undirstrika hann: „Ég minnist atburðar, sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Það var verið að jarðsyngja 11 ára dreng, sem dáið hafði af slysförum. Ég sat næstum frammi við dyr, þegar einn sálmur hafði verið sunginn kom inn í kirkjuna telpa á að giska 10—11 ára. Hún settist hjá mér. Ég sá að hún var hrygg. Annað slagið teygði hún úr hálsinum til að horfa þangað sem kista leikfélag- ans eða skólabróðurins stóð. Svo þegar sálmurinn „Á hendur fel þú honum" var sunginn, hóf litla stúlkan upp röddina og söng allan sálminn til enda með sinni hreinu og skæru barnsrödd, sem þó var full af trega. Hún var ekkert að hugsa um hvað aðrir gerðu, en hún létti á litlu hjarta, sem grét með því að syngja. Áður en síðasti sálmurinn var sunginn hvarf hún út úr kirkjunni eins hljóðlega og hún kom. Hún hafði afrekað tvennt, sungið bernskuvin inn í himininn og eftirskilið mér fagra minningu, sem mér mun seint gleymast." Það rifjar upp fyrir mér hlið- stæðu, er ég var viðstaddur fyrir mörgum árum kveðjustund, „hús- kveðju" á heimili aldraðs manns, heiðursborgara þess bæjarfélags sem ég var þá búsettur í. Þar voru börn og nánustu ættingjar og vinir hins látna manns. Þegar presturinn hafði lokið stuttri kveðjuræðu var sunginn hugljúfur sálmur og svo samstilltir voru hugir allra, að um leið og fyrstu tónar hljóðfærisins ómuðu var eins og straumur færi um hugi allra og söngur viðstaddra hljóm- aði þýður og þakklátur til þess sem kvaddur var síðasta sinni. Þó þetta væri óvenjulegt var þetta svo eðlilega sjálfsagt að mér fannst að svona ætti það alltaf að vera. Hugsanir og tilfinningar fengu á þennan hátt eðlilega útrás. Litla stúlkan, sem Sigur- borg talar um, gefur hinum eldri gott fordæmi, það gera þau einnig börnin á fleiri sviðum, fái þau það uppeldi og þroska sem geti verið þeim fyrirmynd, bæði í uppvexti og þegar alvara lífsins tekur við. Undir því getur framtíð þeirra verið komin. Ég styð skoðanir Sigurborgar á því að kirkjugestir eiga að vera þátttakendur í almennum söng, enda þótt kór leiði sönginn. Á Bridgefélag Reykjavíkur Síðasta keppni vetrarins var Butler-tvímenningur sem lauk með glæsilegum sigri Skafta Jónssonar og Viðars Jónssonar sem hlutu 491 stig sem er mjög góður árangur. Staða efstu para varð annars þessi: Guðmundur P. Arnarsson — Sverrir Ármannsson 447 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 404 Gestur Jónsson — Páll Valdimarsson 402 Ásgeir Ásgeirsson — Aðalsteinn Jörgensen 390 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 381 Oli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 377 Aðalfundur BR verður haldinn í maí og verður nánar auglýstur síðar. Barðstrendingafé- lagið í Reykjavík Árangur úr fyrri umferðinni í einmenningskeppninni var þessi: Stig Kristinn Oskarsson 112 Eggert Kjartansson 108 Helgi Einarsson 107 Þorsteinn Þorsteinsson 106 Guðrún Jónsdóttir 101 Þorvaldur Lúðvíksson 99 Þórir Bjarnason 99 Síðari umferð verður 28. apríl og þar með lýkur vetrarstarfs- eminni. Þau leiðu mistök urðu síðast að formaður Taflfélags Patreksfjarðar var sagður Ágústsson en hið rétta er að hann heitir Birgir Pétursson. BSR - Hreyfill — Bæjarleiðir Síðustu keppni vetrarins lauk sl. mánudag en það var þriggja kvölda tvímenningur sem 24 pör tóku þátt í. Úrslit: Guðni Skúlason — Halldór Magnússon 560 Guðlaugur Nielsen — Gísli Tryggvason 540 Bjarnleifur Bjarnleifsson — Gunnar B. Sigurðsson 528 Cyrus Hjartarson — Svavar Magnússon 526 Ester Jakobsdóttir — Daníel Halldórsson 525 Gísli Benjamínsson — Jóhannes Sigvaldason 524 Jón Magnússon — Reynir Haraldsson 517 Gunnar Oddsson — Tómas Sigurðsson 516 Egill Einarsson Brldge Umsjónj ARNÓR RAGNARSSON — Kári Sigurjónsson 515 Sigurður Sigurjónsson — Skjöldur Eyfjörð 512 Meðalskor 495 Bridgedeild Breiðfirðinga — Bridgefélag kvenna í vikunni fór fram keppni milli Breiðfirðinga og Bridgefélags kvenna. Lauk viðureigninni með sigri hinna fyrrnefndu, sem hlutu 123 stig á móti 97 stigum kvennanna. Bridgeklúbbur hjóna Þremur kvöldum af fjórum er iokið í hraðsveitakeppni hjá bridgeklúbbi hjóna en þetta er síðasta keppni vetrarins hjá klúbbnum. Úrslit siðasta kvöld: Gróa Eiðsdóttir 590 Dröfn Guðmundsdóttir 586 Guðríður Guðmundsdóttir 550 Erla Eyjólfsdóttir 537 Svava Ásgeirsdóttir 531 Staða efstu sveita eftir 3 um- ferðir: Guðríður Guðmundsdóttir 1706 Dröfn Guðmundsdóttir 1664 Gróa Eiðsdóttir 1644 Dóra Friðleifsdóttir 1632 Erla Eyjólfsdóttir 1611 Síðasta umferðin verður spil- uð 6. maí. Brigdedeild Skagfirðinga Sextán pör tóku þátt í fjög- urra kvölda tvímenningi sem nýlega er lokið, en það var síðasta keppni deildarinnar á þessu starfsári. Úrslit: Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 984 Stígur Herlufsen — Vilhjálmur Einarsson 967 Haukur Hannesson — Þorvaldur Þórðarson 937 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 923 Erlendur Björgvinsson — Hallgrímur Márusson 900 Haukur ísaksson — Karl Adolphsson 893

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.