Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Afstaða Sovétríkjanna til íslands Henry Kissinger fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna mót- aði á sínum tíma þá stefnu, að mikilvægt væri að gera Sovét- m'enn að þátttakendum í efna- hagskerfi heimsins og þar með alþjóðakerfinu, því að með því yrði það þeim til hagsbóta að leggja sitt af mörkum til að viðhalda þessu kerfi. Með öðrum orðum þá væri nauðsynlegt að veita Sovétmönnum það uppeldi, sem gerði þá meðábyrga um þróun heimsmála. Ekki er með rökum unnt að halda því fram, að þessi stefna Kissingers hafi borið til- ætlaðan árangur en nú eru 12 ár síðan hann var skipaður öryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta og í átta ár var hann í þeirri aðstöðu að geta ástundað stefnu sína í beinum samskiptum við sovéska ráðamenn. Hlutur Sovétmanna í heimsviðskiptunum hefur að vísu aukist en hann skiptir engu veru- legu máli og þess verður ekki vart að þeir hafi tekið upp nýja og betri starfshætti á alþjóðavettvangi. Þegar þeim býður svo hundsa þeir almenningsálit um heim allan og fara sínu fram eins og innrásin í Afganistan hefur síðast sannað. Ekki sjást þess nokkur merki að sovésk stjórnvöld taki það hið minnsta nærri sér, þótt 104 ríki Sameinuðu þjóðanna fordæmi þetta valdarán þeirra í atkvæða- greiðslu á allsherjarþinginu. Viðbrögð Jimmy Carters Bandaríkjaforseta við innrásinni í Afganistan voru ekki í samræmi við þá kenningu Kissingers, að sem mest ætti að blanda Sovét- mönnum í framvindu mála. For- setinn ákvað að frysta samskiptin við Sovétríkin, ef þannig má að orði komast. Hann mæltist til þess við öldungadeild Bandaríkjaþings, að hún frestaði meðferð Salt 2 samkomulagsins. Hann bannaði sölu á háþróuðum tæknivarningi til Sovétríkjanna, takmarkaði kornsöluna þangað við fyrirfram umsamið magn og svipti sovésk skip veiðiréttindum innan banda- rískrar lögsögu. Þá hefur forset- inn gerst talsmaður þess, að þjóðir heims neiti að taka þátt í Olympíuleikunum í Moskvu á sumri komanda. Skilja Sovét- menn forsendur Vesturlandabúa? Hefur þetta frumkvæði Banda- ríkjaforseta haft nokkur áhrif á Sovétmenn? Það má draga í efa, ekki síst á þeirri forsendu, að þeir hafa aldrei orðið virkir þátttak- endur í því, sem hér hefur verið nefnt hið alþjóðlega kerfi. Raunar má velta því fyrir sér, hvort Sovétmenn hafi nokkru sinni skil- ið, hvað Vesturlandabúar eru að fara, þegar þeir ræða um slíkt kerfi, og hafi þeir gert það, hvort þeir hafi þá ekki talið kerfinu beint gegn sér og þess vegna aldrei viljað eiga að því aðild. Margt bendir óneitanlega til þess, að Sovétmenn hafi aldrei skilið þær forsendur, sem við Vesturlandamenn höfum talið vera fyrir slökunarstefnunni. Að okkar mati hefur það falist í henni, að ekki aðeins í sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á sviði hernaðarmála skyldi ríkja vilji til samninga, heldur ættu þjóðirnar allar í austri og vestri að taka höndum saman á sem flestum sviðum og ekki síst ættu almenn samskipti manna af ólíku þjóðerni að margfaldast með auknu ferða- og skoðanafrelsi. Vegna þvermóðsku Sovétstjórnar- innar hefur ekkert af þess^u gerst með þeim hætti, sem við vonuðum. Þvinganir og fangelsanir halda áfram fyrir austan tjald og með óbeinum hætti hafa Sovétmenn í gervi Kúbumanna seilst til valda í löndum Afríku og staðið að baki hernaðaraðgerðum Víetnama í Indókína. Með innrásinni í Afgan- istan hafa þeir síðan kastað grímunni og hernumið hlutlaust land á mörkum eins viðkvæmasta hluta heims, þar sem minnstu sviptingar gætu leitt eld að stór- hættulegri púðurtunnu. Þrátt fyrir allt þetta eru ráða- menn til dæmis Frakklands og Vestur-Þýskalands enn þeirrar skoðunar, að ekki beri að hafna slökunarstefnunni og þess vegna hafa þeir talið nauðsynlegt að ganga nokkuð á svig við Banda- ríkjaforseta. Friðmælendurnir Á öllum tímum hafa þeir menn verið til, sem telja skynsamlegra að friðmælast við andstæðinginn en svara honum með þeim hætti, að honum verði ljóst, að honum verði að minnsta kosti goldið í sömu mynt. Bandaríski fræði- maðurinn Walter Laqueur birti 1978 tímaritsgrein, sem hann nefndi „Sálarfræði friðmælanna". Þar segir hann meðal annars: „Friðmælin hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir marga þjóðfélagshópa í lýðræðisríkjum, en sumir hafa gerst öflugri talsmenn þeirra en aðrir. Diplómatar eru eðlilega talsmenn friðmæla vegna starfa síns; ef til vill er ástæðulaust að álasa þeim fyrir þetta nema það gangi úr hófi. Flestir diplómatar ... eru vafalaust þeirrar skoðunar að jafnframt því, sem Sovétmenn hafi oft verið þreytandi, séum við ekki alltaf saklausir, og að sam- skipti á bak við tjöldin séu ennþá meira virði en stóryrtar yfirlýs- ingar og skýrar vísbendingar. Og þegar hljóðlátt samband ber eng- an árangur — en það gerir það næstum aldrei nema þá í málum, sem hafa ekkert stjórnmálagildi — má alltaf finna einhverja af- sökun. Stórfyrirtæki eru yfirleitt í fremstu röð þeirra, sem vilja friðmælast, hvað sem líður goð- sögn lenínismans um hið gagn- stæða. Hagkvæm viðskipti byggj- ast á friði og ró; stjórnmálaumrót hefur ávallt slæm áhrif á við- skipti. Þótt nokkrir kunni að hagnast á hervæðingu, þá eru þeir í miklum minnihluta... Harold Nicolson sagði um Chamberlain, að það hefðu ekki verið afkomend- ur gömlu höfðingjaættanna, sem dáðu hann mest, heldur afkom- endur iðnbyltingarinnar: „Chamb- erlain er átrúnaðargoð athafna- mannanna" sagði hann. ... Stór- fyrirtækin í Bandaríkjunum hafa ekki „hlotið neina tilfinningu fyrir öryggi ríkisins í arf“. Þau vilja, að starfsemi þeirra erlendis sé vernduð en eru treg til að greiða rétt verð fyrir verndina. Þau vilja greina algjörlega á milli viðskipta og stjórnmála." Síðan nefnir Walter Laqueur kirkjuna, fjölmiðlana og háskól- ana sem friðmælendur í Banda- ríkjunum. Um leiðarahöfunda og dálkahöfunda blaðanna segir hann, að sumir þeirra prédiki eins og biskupar og séu í engum vafa um siðferðilegan rétt sinn og vitsmunalega hæfni til að gera það. Eins og gæslumenn samvisku frjálslyndisins slái þeir á strengi sektarkenndar á sama veg og friðmælendurnir fyrir síðari heimsstyrjöldina hömruðu á því „óréttlæti" sem Þýskaland hefði orðið að sæta í Versalasamningn- um. Þessir menn viti sem er, að það sé hlutverk fjölmiðlanna að gagnrýna eigin ríkisstjórn en ekki ríkisstjórnir annarra landa. Um háskólana segir hann, að tugir bóka og þúsundir greina hafi verið birtar síðustu 15 ár, þar sem fullyrt sé, að kalda stríðið sé fyrst og fremst Truman, Dulles og Einu sinni haffa sovésk herskip komiö í opin- bera flotaheimsókn til íslands, í lok október 1969. Myndin sýnir herskipin tvö, sem þá komu til Reykjavíkur, viö hafnarbakkann. lærisveinum þeirra að kenna, að Bandaríkin séu burðarás aftur- haldsseminnar í heiminum og heimsvaldastefnunnar, stefna þeirra hafi alltaf verið and-bylt- ingarleg, að sovéskt alræði sé aðeins hugarburður og vestræn lýðræðisríki séu að færast í áttina að fasisma. í þessum ritverkum séu Stalín og arftakar hans kynnt- ir annað hvort sem meinlausir umbótamenn eða íhaldssamir stjórnmálamenn, sem þoli engar breytingar. Þessi sjónarmið end- urskoðunarsinna hafi verið kennd árum saman og sé þau að finna í kennslubókum æðri skóla. Laq- ueur segir, að eina góða við þessar kenningar sé það, að þær kunni sjálfar að geyma upphaf eigin eyðileggingar, því að ný kynslóð hljóti óhjákvæmilega að koma fram, sem endurskoði kenningar endurskoðunarsinnanna, en nú um stundir sé stefna þeirra ofan á. Laqueur leggur á það áherslu, að sjónarmið endurskoðunarsinn- anna hafi ekki rutt sér til rúms meðal þeirra háskólamanna, sem áhrif hafi á stefnumótun stjórn- valda, en jafnvel í þeim hópi eigi friðmælendur marga góða fylg- ismenn. Og miðað við umræðurn- ar um Olympíuleikana í Moskvu er óhætt að bæta íþróttamönnum víða um lönd í þennan hóp frið- mælenda. Sovéskir hernaðar- hagsmunir ráða ferðinni Ég tel að þessar skoðanir Walt- ers Laqueurs eigi erindi hér á landi sem annars staðar, því að þær lýsa prýðilega, hvernig marg- víslegir aðilar á Vesturlöndum leggja sig fram um að draga upp þá mynd af Sovétríkjunum, sem fellur best að þeim boðskap, sem þeir hafa að flytja, og þeim hagsmunum, sem þeir hafa að gæta. Hér á landi eru þau öfl vissulega til, sem markvisst vinna að því að milda ásýnd sovéska valdsins og leitast við að heimfæra allt sem aflaga fer í alþjóðamálum á herð- ar annarra en Kremlverja. Jafnvel alþingismaður hefur látið að því liggja á Norðurlandaráðsfundi, að samskonar atburður hafi gerst hér á landi 1951 við gerð varnar- samningsins við Bandaríkin og komu varnarliðsins og í Afganist- an um síðustu jól. Og hvað kemur okkur svo sem við, það sem er að gerast í Afganistan?, kunna ein- hverjir að segja. Ekki höfum við reynt Sovétmenn að öðru en góðu. Samskipti þjóðanna hafa þróast og eflst á grundvelli stjórnmála- sambands, viðskipta og menning- arsamstarfs. En hernaðarleg staða íslands gagnvart Sovétríkj- unum hefur einnig þróast. Þegar metið er viðhorf Sovétmanna til erlends ríkis, verða menn að reyna að setja sig í spor þeirra, sem í Moskvu meta eigin hagsmuni gagnvart viðkomandi ríki. Grundvallarþátturinn í þessu mati eru hernaðarlegir hagsmunir HERNAÐARLEGIR HAGSMUNIR YFIRGNÆFA ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.