Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Væntum þess að úrlausnarefni verði leidd til lykta með sanngjömum og réttlátum hætti Inngangsorð Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, í Jan-Mayen-viðræðunum Morgunblaðið hefur fengið til birtingar innganKsorð ÓlaÍM Jó- hannessonar utanríkisráðherra á viðræðufundi með Norðmönnum um Jan Mayen á dögunum og fara þau hér á eftir: Ég vil hefja þessar viðræður með því að láta í ljós þá von mína, að okkur takist að finna heildar- lausn að því er varðar hagsmuni okkar á Jan Mayen svæðinu. Ég vænti þess, að við getum verið sammála um, að það þjóni best sameiginlegum hagsmunum, ef efnahagslögsaga umhverfis Jan Mayen ásamt efnahagslögsögu íslands yrði tii þess að létta sem mest af svæðinu utanaðkomandi ásókn. Svo sem kunnugt er, má rekja hagsmuni íslands á Jan Mayen svæðinu langt aftur í tímann, allt til 17. aldar. Ég mun ekki nú víkja nánar að þessu efni, en vísa til hins ítarlega yfirlits í riti Sigurð- ar Líndals, prófessors, „ísland og Svalbarði hinn forni". En eitt atriði, sem ég tel mjög mikilvægt frá lagalegu og siðrænu sjónar- miði, vil ég ræða nánar. Norskt landnám á Jan Mayen var tilkynnt Islendingum á sínum tíma. íslenski forsætisráðherrann, Jón Þorláksson, tók þá fram í bréfi, dags. 27. júlí 1927, að ríkisstjórn Islands áskildi íslensk- um ríkisborgurum jafnrétti gagn- vart borgurum sérhvers annars ríkis varðandi hagnýting náttúru- auðæfa Jan Mayen. Getið var um þennan fyrirvara ríkisstjórnar Islands í Stórþingsfrumvarpi nr. 27, 13. janúar 1928, um innlimun Jan Mayen í norska ríkið, svo og í áliti fullskipaðrar utanríkis- og stjórnlaganefndar Stórþingsins, 3. maí 1929, er fjallaði um málið. Þessum fyrirvara var ekki and- mælt, né heldur gerðar aðrar athugasemdir við hann. Ekki er vitað um þess háttar fyrirvara annarra ríkja. Mikilvægasti kafli bréfs Jóns Þorlákssonar hljóðar svo: „I tilefni þess, að ríkisstjórn Noregs hefur opinberlega tilkynnt ríkisstjórn íslands landnám þetta, skal það tekið fram, að Island, sem næsti granni eyjarinnar á vissra hagsmuna að gæta að því er hana varðar. Þannig hafa Islendingar sótt þangað rekavið til eldsneytis, síðast 1918, svo vitað sé. Þá er veðurþjónusta á Jan Mayen mik- ilvæg hagsmunum íslands. Jafn- framt því, að látin er í ljós viðurkenning á starfsemi veður- stofunnar, skal tekið fram, að ríkisstjórn Íslands telur sann- gjarnt, að náttúruauðæfi eyjar- innar verði nýtt í þágu starfsemi veðurstofunnar, að því marki, sem hún telur nauðsynlegt, en að því leyti sem til greina gæti komið að nýta eyna í þágu annarra hags- muna óskar ríkisstjórn íslands að áskilja íslenskum ríkisborgurum jafnan rétt á við borgara hvaða annars ríkis sem vera skal.“ Framangreindur fyrirvari var í heild sinni skráður í orðsendingu þeirri, sem afhent var sendiherra Noregs í Kaupmannahöfn 30. sept- ember 1927 og jafnframt tekið þar fram, að ekki virtist að öðru leyti ástæða til að taka afstöðu til réttaráhrifa landnámsins. í bréfi dags. 25. október 1927 til utanríkisráðuneytis Dana, lýsti Tryggvi Þórhallsson, sem tekið hafði við embætti forsætisráð- herra 28. ágúst s.á., yfir samþykki sínu á efni og orðalagi orðsend- ingarinnar frá 30. september. Nánari vitneskju í þessu sam- bandi er að finna á bls. 25—33 í ritinu „ísland og Svalbarði hinn forni". Hagsmuni Islands á svæðinu má að sjálfsögðu rekja til legu Jan Mayen í nánd við ísland og þeirra efnahagslegu atriða, sem taka ber tillit til við sanngjarna afmörkun milli Islands og Jan Mayen/Nor- egs. Afmörkunin verður að ákveð- ast með hliðsjón af öllum þeim þáttum, sem eru forsenda sann- gjarnrar niðurstöðu. Þessir þættir eru, að Jan Mayen er lítil, óbyggð og án sjálfstæðs atvinnulífs eða efnahags. Hún er í námunda við Island — en fjarri Noregi. Slík eyja er ágætt dæmi um sérstakar aðstæður („special circumstanc- es“), sem taka verður tillit til, þannig að vægi hennar verður takmarkað miðað við Island, sem er 277 sinnum stærra og byggt þjóð, sem háð er náttúruauðæfum svæðisins. Því má einnig slá föstu, að Island og Jan Mayen-svæðið mynda eina heild, sem úthafsdýpi og mikil fjarlægð skilja glöggt frá Noregi. Allar þessar ástæður stuðla að eftirgreindum niðurstöðum: 1. 200 mílna efnahagslögsaga íslands stendur óhögguð. 2. Jafnframt er nauðsynlegt að ná samkomulagi um hvernig heildarveiði utan 200 mílna marka íslands skuli ákveðin, svo og um skiptingu veiðimagns. Ég hygg, að samkomulag hafi orðið í umræð- um í fyrra, þess efnis, að loðnu- veiði á svæðinu bæri að skipta jafnt milli Islands og Noregs. Öðrum fisktegundum ber einnig að skipta á svipaðan hátt. Starfs- bróðir minn, Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra, Skrýtið blað Þjóðviljinn. Nú síðustu vikurnar þegar skattaæði ríkisstjórnarinnar samfara stór- felldri kjaraskerðingu hefur átt sér stað í skjóli veiklundaðra valdastreitumanna Alþýðubanda- lagsins, hefur blaðið gersamlega ruglast. Blaðið, sem áður fyrr hafði uppi tilburði við að styðja verkalýðshreyfinguna, veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Það hefur tapað öllum áttum. Það lofsyngur kjaraskerðingarpostulana, ræðst af fádæma heift að einstaklingum, einstökum verkalýðsfélögum og forystumönnum þeirra. Það vottar ekki lengur fyrir baráttugleðinni, hvað þá hugsjónum eða stefnu. Þá var hlegið Stutt er síðan undirritaður fékk næstum heilsíðuskammt af óhróðri. Tilefnið mun hafa verið greinarkorn er ég ritaði í Faxa, mánaðarblað, sem gefið er út í Keflavík. í greininni ræddi ég um lofsvert framtak manna í Karla- kór Keflavíkur við byggingu fé- lagsheimilis. Jafnframt vakti ég athygli á undarlegri afstöðu stjórnar Félagsheimilasjóðs til þessa eina félagsheimilis í Keflavík. Þjóðviljinn var afar óhress vegna þessa. Hann varði undarleg- heit Félagsheimilasjóðs og skammaðist mikið. Taldi blaðið mig vera á lævísan hátt að ráðast á Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra fyrir afstöðu stjórnar Fé- lagsheimilasjóðs. Allir sem til þekktu hlógu mikið er þeir lásu pistil Þjóðviljans, því Félagsheim- ilasjóður hefur frá upphafi lotið stjórn menntamálaráðuneytisins. Félagsmálaráðherra mun ekki stjórna því ráðuneyti. Guði sé lof. Ég taldi ekki ástæðu til að svara mun síðar gera nánari grein fyrir þeim vandamálum er snerta fisk- veiðarnar. 3. Landgrunninu utan 200 mílna íslands ber að skipta á sanngjarnan hátt milli Islands og Noregs. Taka ber ákvarðanir um skiptihlutföll í viðræðunum hér og ganga frá þeim í smáatriðum í samræmi við niðurstöður þeirra umræðna. I þessu sambandi ber að geta þess, að það er matsatriði, hvort Jan Mayen á að fá nema 12 mílna lögsögu á sjó að viðbættu mjög takmörkuðu landgrunnssvæði. Dæmi eru til þess, að slík eyja hafi aðeins fengið viðurkennt einnar mílu landgrunn. Því ber að ræða það og leita niðurstöðu um, hve stórt svæði skuli koma í hlut Jan Mayen. Af íslands hálfu er lögð áhersla á það, að ef ekki væri um að ræða kröfugerð vegna Jan Mayen, fengi ísland yfirráð yfir öllu landgrunnssvæði sínu. Þegar af þeirri ástæðu má ekki til þess koma, að Jan Mayen raski heild- armyndinni á ósanngjarnan hátt. Ef íslandi er ætlað að styðja það, að tekin sé efnahagslögsaga við Jan Mayen, verður það meginsjón- armið að ráða, að slíkt þrengi ekki kost íslands með ósanngjörnum hætti. Viðurkenna ber, að hér er ekki um að ræða sams konar aðstæður. Annars vegar er Island sem á lífshagsmuna að gæta á áðurnefndum samsetning. Mér var nóg að vita að samborgarar mínir hentu gaman að vitleysunni í Þjóðviljanum. Samúð með innrásarherjum Nú í vikunni kom annar skammtur. Nú er ráðist að verka- mönnum á Keflavikurflugvelli. Gefið í skyn að þeir hafi sam- kvæmt pöntun samþykkt að neita afgreiðslu á flugvél sovéska inn- rásarhersins í Afganistan. Þegar álík skrif eiga sé stað er ekki hægt annað en mótmæla. Það er mat mitt að allir þjóðhollir íslendingar hafi fyllst reiði þegar sovésku innrásarherirnir yfirtóku Afganistan. Hins vegar voru við- brögð Þjóðviljans á annan veg. Á ritstjórn þess blaðs sitja menn, sem meta öryggi smáþjóða lítils, — menn sem þekktir eru að fádæma geðleysi í utanríkismál- um. þessu svæði, hins vegar lítil, óbyggð eyja, víðsfjarri Noregi, sem stenst engan samjöfnuð við ísland og þar af leiðandi er mjög léttvæg þegar til svæðisskiptingar kemur. Af Islands hálfu er þess vænst, að öll þessi úrlausnarefni megi leiða til lykta með sanngjörnum og réttlátum hætti, svo sem sæmir bræðraþjóðum og vinum. Ég vil fullvissa norsku viðræðunefndina um það, að íslenska nefndin geng- ur til viðræðnanna með jákvæðum huga og eindregnum vilja til þess að ná fram sanngjarnri heildar- lausn. Við verðum að leggja okkur alla fram til þess að óvissan um lausn málsins verði ekki svo mikil eða langæ, að hún taki smám saman að varpa skugga á góð samskipti þjóða okkar. Ég hef veitt athygli og met mikils yfirlýsingar þínar, Fryd- enlund utanríkisráðherra, og fleiri norskra ráðherra og stjórnmála- leiðtoga á þá lund, að af norskri hálfu sé vilji til að taka sann- gjarnt tillit til hagsmuna íslands í málinu. Ég vona, að það verði gert nægjanlega til þess að við náum saman um grundvallaratriðin. Þessi læt ég vera inngangsorð mín að viðræðum okkar og ég vil biðja hinn norska starfsbróður minn að láta í ljós viðbrögð sín við þessum hugleiðingum. Viðbrögð vestrænna þjóða við innrásinni voru margs konar. Hér á landi var rætt um ýmsar leiðir til að sýna vanþóknun á sovésku innrásarherj unum. Atburðirnir voru ræddir hjá verkamönnum á Keflavíkurflug- velli, í utanríkismálanefnd og víðar. Við Benedikt Gröndal rædd- um einnig um málið. Þá þegar höfðu verkamennirnir, sem fyrstir manna höfðu frétt um komu flugvélarinnar, rætt um að neita afgreiðslu. Þeir áttu sjálfir frum- kvæðið. Þeir samþykktu allir sem einn að neita afgreiðslunni. Verkamenn hjá Olíufélaginu á Keflavíkurflugvelli eru samstæð- ur hópur. Þeir hugsa ekki eins og óhróðursmennirnir á Þjóðviljan- um. Þeir afgreiða ekki samþykktir eftir pöntunum. Þeir eru þjóðholl- ir íslendingar. í Þjóðviljanum er Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágr. blandað í málið, félagið atyrt á ósmekklegan hátt án nokkurra raka. Líklegt er að fréttina hafi skrifað einn af fjöl- mörgum Þjóðviljamönnum, sem ekkert botna í verkalýðsmálum. Verkalýðsfélagið ákvað, er það frétti um ákvörðun verkamann- anna, að standa fast við bakið á þeim. Það er sjálfsagt tilefni óhróðurs Þjóðviljans. Það er nöturlegt að hér á landi skuli finnast málsvarar innrás- arherjanna í Afganistan, og það er táknrænt að fráhvarf Þjóðviljans frá hugsjónum sínum og stefnu skuli brjótast út með áðurgreind- um hætti. Árásir á verkafólk á Suðurnesjum og hvers konar dylgjur um forystumenn þess verða málgagni kjaraskerðingar- postulanna ekki til framdráttar. Það er mikils virði. Karl Steinar GuAnason. Meðfylgjandi mynd Gunnars Hallssonar er af neðri hæð bæjarfógetaskrifstofanna á Bolungarvík, en á neðri hæðinni er lögregluvarðstofa. I kjallaranum eru fangageymslur og eins og sést á myndinni er ein rúðan brotin. Eins og frá hefur verið greint í fréttum brutu þrír piltar rúðuna um síðastliðna helgi og hleyptu félaga sínum þaðan út. Nokkru síðar gerðu þeir aðför að lögregluþjónum staðarins vopnaðir óvirkum loftriffli. Karl Steinar Guðnason, alþm.: t>á var hlegið Um málsvara innrásarherjanna í Afganistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.