Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 31 Hans Jörgensson: Mikil þörf á litlum íbúðum fyrir aldraða Mánudaginn 14. apríl sl. var aðalfundur Samtaka aldraðra haldinn á Hótel Sögu. Mörg mál voru rædd, en bygg- ing lítilla söluibúða fyrir aldraða var aðalmái fundarins. Þar kom fram, að mikil þörf er á því að slikar íbúðir rísi sem allra fyrst. Mikið af gömlu fólki er í allt of stórum íbúðum. þar sem börnin eru uppkomjn og farin úr heima- húsunum. Öryggisleysi er víða viðvíkjandi læknaþjónustu og fé- lagsleg einangrun er mörgum tilfinnanleg. Einnig kom fram, að mikil þörf er á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Aðalfundur Samtaka aldr- aðra, haldinn 14/4 1980, fagnar þeirri samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur, að hefja á næst- unni byggingar söluíbúða fyrir aldraða, með þeirri félagslegu aðstöðu, sem talin er þurfa. Við teljum, að með þessari stefnu í íbúðarmálum aldraðra verði möguleikar á því, að fleirum verði gerð úrlausn en með því að borgin byggi aðeins leigu- íbúðir. En við viljum jafnframt benda á það, að þörfin er svo mikil og brýn fyrir skjótar framkvæmdir í þessum málum, að borgarstjórn þarf, — sam- tímis því að byggja á eigin vegum, — að stuðla að því að þau samtök, sem hafa það á stefnuskrá sinni að vinna fyrir aldraða að þessum málum, geti fengið úthlutaða lóð innan borgarmarkanna, á æskilegum stöðum, og geti hafið fram- kvæmdir sem fyrst. Við teljum það einnig mjög mikilvægt í þessu sambandi, að íbúðir byggðar fyrir gamalt fólk, með læknaþjónustu og félagslega aðstoð í huga, hald- ist í eigu aldraðra, eins og til þeirra er stofnað. Þess vegna höfum við, í Samtökum aldr- aðra, gert mjög hnitmiðaðar félagslegar reglur um endur- söluform viðvíkjandi þeim íbúðum, sem við munum standa að. Og þegar borgarfulltrúar taka afstöðu til umsókna um íbúðir fyrir aldraða, viljum við benda á, að slíkar reglur þurfa að vera fyrir hendi hjá um- sækjendum, annars gætu leigu- íbúðavandamál skapast á þess- um íbúðum í náinni framtíð. 2. Aðalfundur Samtaka aldr- aðra leggur áherslu á, að eitt af þeim framtíðar-verkefnum, sem Samtökin vilja leggja lið, er bygging og starfræksla hjúkrunarheimilis fyrir aldr- aða. Mörg sjúk gamalmenni innan Reykjavíkur þarfnast sjúkrahúsvistar, án þess að fá Hans Jörgensson hana. Sjúkrahúsin eru yfirfull og geta ekki tekið við þessu fólki. Ástand Reykjavíkursvæð- isins í þessum málum er óviðunandi. í því augnamiði, að vinna fyrir þetta nauðsynjamál, hafa Samtök aldraðra stofnað „Framkvæmda- og styrktar- sjóð“. Fé í þennan sjóð hyggst félagið fá með gjöfum og áheitum svo og ýmiskonar frjálsri fjáröflun, t.d. minningarkortasölu, sem þegar er hafin, (þau fást í Bókabúð Braga, Aðalstræti 2). Segja má að þessi sjóðsstofnun sé á byrjunarstigi og sjóðurinn ekki til stórræða ennþá, en það skal tekið fram, að allar gjafir er gefendum heimilt að draga frá skattskyldum tekjum sínum á skattaframtali. Við vonum að þessi sjóður eigi eftir að eflast. Jafnframt skorum við á eldra fólk að styrkja málefni okkar með því að gerast félagar. 3. Aðalfundur Samtaka aldr- aðra lýsir undrun sinni yfir því hve naumur meirihluti þing- manna stóð að þeirri samþykkt á Alþingi, að ellilífeyrisþegar fengju sama rétt og aðrir landsmenn til 10% frádrags-á skattaframtali. Fundurinn hefði talið eðlilegt og æskilegt að samþykktur hefði verið tvö- faldur persónufrádráttur elli- lífeyrisþega, — eða jafnvel að ellilaun hefðu öll fengist dregin frá skatti. Samtök aldraðra fagna aftur á móti þeim lögum og reglum, sem félagsmálaráðherra hefur birt, þar sem um lækkun á læknaþjónustu fyrir aldraða er að ræða. Sá skilningur sem þar kemur fram er athygli og þakk- ar verður. Stjórn Samtaka aldraðra skipa nú: Hans Jörgensson, formaður Stefán Björnsson, Nanna Þor- móðs, Teitur Sveinbjörnsson, Sig- urður Gunnarsson, Lóa Þorkels- dóttir og Guðrún Runólfsdóttir. Stjórn „Framkvæmda- og styrktarsjóðs aldraðra“ skipa, auk formanns, þau Hafsteinn Þor- steinsson, Soffía Jónsdóttir og Þórður Kristjánson. Árni Helgason: ORÐ I TIMA TOLUÐ Nýlega barst mér Heimilispóst- urinn, blað fólksins á Elliheimil- inu Grund mars apríl 1980. Ég hefi haft þá ánægju að mega njóta þessa blaðs um mörg ár og alltaf þótt fengur að. í blaði þessu kennir margra grasa og margt þar af reynslu spaklega sagt og gæti verið hollt þeim sem eru í farar- broddi lands og þjóðar að hlýða á þær raddir sem þar birtast, raddir reynslu liðinna tíma. Hugsanir sem taka mið af því besta í hinu daglega lífi, merkt starfi og reynslu liðins tíma. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvernig kraftaverk geta gerst meðal okk- ar. Stjórn Gísla Sigurbjörnssonar á heimilinu á engan sinn líka og væri það eitt út af fyrir sig efni í mikið mál og mættu margir af læra. Og svo hitt að Gísli lætur sér ekkert óviðkomandi sem getur fært landi og lýð sanna hamingju. Það er því engin tilviljun að guðstrú og bindindi eru hátt skrifuð í huga hans og athöfnum. Frelsarinn hefir gefið honum svo margt og margt og störf sín að líknarmálum telur Gísli örlitla vexti af þeim miklu gjöfum sem hann hefir notið frá almættinu. Því hefir oft hvarflað að mér og sú hugsun eflst við nánari kynni að raunverulega ætti Gísli hvergi annarsstaðar heima en í fremstu víglínu allra mannbóta. Hann hefir sett sig svo inn í öll þau mál sem gætu orðið til bóta þeim málum sem stefna að bættu þjóð- lifi, ekki nóg hversu hann skilur þann sem er að leggja bát að nausti, heldur hinn sem er að brýna skel að lífssjó í frum- bernsku. Gísli tók snemma reynsl- una í sína þjónustu. Lærði af. Hann hefir um árin séð hversu miklu illu til vegar hafa komið allskonar nautnir áfengi og annað og séð blóðsporin við hvert leiti, manndómi spillt og allskonar illsku og eyðileggingu þróast í skjóli lágra hvata. Stjórn hans og umsvif bæði við Hringbrautina og í Hveragerði sýna að þar fer enginn meðalmaður og hann hefir vissulega efni á því að tala um hluti og benda á það sem betur má fara. í blaðinu sem ég minntist á er eins og svo mörgum öðrum rætt um sparnað meðal landsmanna og betri meðferð verðmæta. Þar eru orð sem eru vel þess verð að hugleiða. Greinin nefnist: „Er þetta allt nauðsynlegt?" Þar segir: Farið var fyrir nokkru að ræða um sparnað, en það var ekki gert í mörg ár. Þótti ekki nauðsynlegt, næg efni, allsstaðar peningar, framkvæmdir, allt lék í lyndi og menn voru ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum. Að vísu var safnað skuldum innanlands sem utan, en þetta gekk allt sam- kvæmt áætlun, fá ián í dag og | borga svo seinna með verðminni krónu. Að græða á verðbólgunni var lausnarorðið og að halda Árni Helgason nægri atvinnu hvað sem það kostaði var hitt lausnarorðið. Á þessu gat ekki orðið nema einn endir — óðaverðbólga sem enginn ræður neitt við. En nú skal söðlað um. Að vísu verður ekki sparað hjá mér, held- ur hinum, hugsa menn. En að slepptu öllu gamni sem ekki á við, þegar svona er komið þá verður að freista þess að fá fólkið allt til að spara — hver hjá sér. Að vísu verður ríki, borg og sveitarfélög og allt kerfið að ríða á vaðið en það er hægara sagt en gert. Þá segir: Ef flett er í símaskránni þá rekst maður fljótt á alla skrif- stofusíma allskonar félaga, sam- banda og samtaka. ... Fyrst skrifstofa símaskrár. Er nú gert ráð fyrir að gefa þessa víðlesnu bók út árlega 100 þúsund eintök. Ef nokkuð er að baki tali um sparnað, þá ætti að vera nóg að gefa út viðbætur og breytingar árlega en sjálfa skrána annað eða þriðja hvert ár. Þá er sagt að auglýsingarnar beri kostnað við útgáfuna, en auglýsingar þarf einhver að borga — að endingu þeir sem vörur kaupa eða þjón- ustu. Eitt fyrirtæki er með marga síma og tvo dálka af nöfnum í símaskránni en stjórnarráðið er þó enn rúmfrekara, heil síða, 5 dálkar með númer og nöfn. Borgar ríkissjóður alla þessa síma? Hægt að ná í fólkið ef með þarf. Hvað þetta kostar er allt annað mál. (Hvað borgar ríkissjóður fyrir marga síma?) • Skrifstofur félaga og allskonar samtaka og sambanda skifta tug- um og símarnir og skrifstofuvél- arnar að ógleymdum tölvunum, sumt nauðsynlegt um það verða viðkomandi sjálfir að dæma — en að allur þessi fjöldi sé nauðsyn- legur? Sameina mætti og endur- skipuleggja — en það er ekki vinsælt hjá okkur, við tökum ekki við okkur fyrr en allt er komið í strand. Þá á öllu að bjarga, en hvernig? Það vefst fyrir mörgum. En er fyrsta skilyrði þess að þjóðin vakni að allt strandi? Vil ekki sjálfur trúa þessu — svo ótrúlegt finnst mér það vera — og þó. Við förum ekki að spara fyrr en ekkert er til að spara (lbr. mín). Aðrir eignast eitthvað vegna þess að þeir lifa ekki um efni fram, spara þegar eitthvað er til að spara. Greinin endar svo á þessum orðum: Grein eins og þessi er rituð í þeirri veiku von að einhver — einhverjir fari að hugsa betur um sinn eigin hag — en við erum öll á þjóðarskútunni og nú er lífsnauð- syn að rétt sé stýrt í öllum okkar málum. Vissulega er hvert orð satt sem þessi grein geymir og við hana mætti bæta fjölmörgum upptaln- ingum, því óreiða og sóun verð- mæta á sér lítil takmörk í okkar velferðarþjóðfélagi. Við erum oft gleymin á að margt smátt gerir eitt stórt og einnig á það að það er í okkar valdi hver árangur næst í sparnaði en til þess þarf samtök. Eyðslan hlýtur fyrr eða síðar að segja til sín og sú stund getur verið nærri að við vöknum upp við vondan draum. Ýmist í ökla eða eyra. Skipaflotinn alltof stór og því verður að leggja honum vissan tíma. Það þýðir aftur á móti að hver stund sem báturinn liggur hreyfingarlaus er dýr. Og þó er verið að auka flotann og að sjálfsögðu til að binda fleiri við bryggjur og lengja tímann. Svona er á mörgum sviðum. Og svona gengur það, og svona er það. Allir vita þetta en enginn sér það, sungum við í gamla daga. Og því ekki að opna augun fara að hugsa og láta að stjórn. Því fyrr því betra. FRÁ Svíþjóð berast að jafnaði mörg bréf þar sem óskað er eftir bréfasambandi á ensku eða sænsku við Islendinga: Lotta Hágglund, 17 ára stúlka, Lerbácksgránd 13 II, 12443 Bandhagen, Sverige. Christel Paulsson. 14 ára stúlka, Stidvig P1 5846, S-264 00 Klippan, Sverige. Yvonne Starvall, 14 ára stúlka, Ljunggatan 33, 24402 Furulund, Sverige. Agneta Sundman. 17 ára stúlka, Oxvágen 14, 777 00 Smedjebacken, Sverige. Maria Sundvall, 17 ára stúlka, Box 20022, S-75020 Uppsala, Sverige. Annika Ingvarsson, 18 ára stúlka, Pl. 16669, 905 90 Umeá, Sverige. Lena Papa, 19 ára stúlka, Barnhemsgatan 32, 431 31 Mölndal, Sverige. Bo Arnesson, 16 ára piltur, Marstrandsvágen 38, 81600 Ockelbo, Sverige. Johanna Viberg, 14 ára stúlka, Nygáardsvágen 12a, 433 32 Partille, Sverige. Annika Bodvik, 15 ára stúlka, Vipvágen 23, S-61700 Skárblacka, Sverige. Elisabeth Marklund. 11 ára stúlka, Markvágen 22, S-93400 Káge, Sverige. Nemendur eins bekkjar í skóla í Linköping, sem hafa í huga að heimsækja Reykjavík í júní 1981, óska eftir að komast í samband við jafnaldra sína, bekkjardeild eða þess háttar. Þeir eru fæddir árið 1965 og frekari upplýsingar er að fá hjá umsjónarkennara bekkjarins: Göran Karlsson, Ekholmsvágen 345, S-582 62 Linköping, Sverige. Þá sendu tvær sænskar stúlk- ur myndir með bréfum sínum, en þær eru: Susanne Kjellman, 15 ára Skánegatan 263, 43200 Varberg, Sverige. Anneli Nilsson, 11 ára stúlka, Södra Allén 39a, 852 39 Sundsvall, Sverige. Susanne Anneli Kjellman Nilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.