Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ^ijjanry tia'v if tímabili munu ýmsir hafa litið svo á, eða fundist þeir ekki aðlagast kórnum og e.t.v. skaða hljóm hans. Það þarf ekki að vera enda þótt raddir fólks séu mismunandi. Á síðari árum og áratugum hefir kirkjusöngur verið í mjög mikilli framför. Það má þakka söngmála- stjórum þjóðkirkjunnar, sem allir hafa verið mikilhæfir á því sviði, að vekja skilning og áhuga fólks í þeim efnum, — svo „kirkjan ómaði öll“. Nöfn nefni ég ekki, því þau eru vel þekkt. Ég þakka Sigurborgu Eyjólfs- dóttur að hún veitti mér tilefni til að tjá mig um hugðarmál mitt og undirstrika að skoðanir okkar falla saman. Karl Helgason • Meira af kristilegu efni Enn langar mig til að stinga niður penna og taka þátt í um- ræðu dagsins. Vil ég fyrst þakka ykkur Morgunblaðsmönnum fyrir fróðlegt og fjölbreytt páskablað. Svo langar mig til að þakka biskupnum kærlega fyrir svör hans við spurningum sem lagðar voru fyrir hann í útvarpinu ný- lega. Jafnframt vil ég taka undir þá hvatningu sem þar kom fram, að meira verði flutt af kristilegu efni í ríkisfjölmiðlunum. Útvarpið hefur flutt messur á sunnudögum i áraraðir. Margir eru þakklátir fyrir þennan dagskrárlið og vilja alls ekki án hans vera. Einnig er morgunbæn á virkum dögum og kristilegt efni í tali og tónum á miðvikudags- morgnum, og skulu útvarps- mönnum færðar þakkir fyrir allt þetta. En ýmislegt mætti betur fara. Til dæmis færi vel á því að sunginn væri sálmur eða kristi- legur söngur á undan og eftir morgunbæninni, svo að eitthvað sé nefnt. Og það er ég viss um að margir yrðu þakklátir ef útvarpið hefði einnig kvöldbæn á dag- skránni. — Biskupinn er fróður maður um kristindóm og önnur trúarbrögð. Hvernig væri að biðja hann að svara spurningum oftar? Margir glíma við þessi mál í huga og hjarta og vildu gjarnan heyra svör frá fróðum, kristnum mönnum. Sjónvarpið hefur fært sína vikulegu helgistund fram á miðjan sunnudag og tel ég það til mikilla bóta. En einnig þar mætti gera betur, aðeins ef viljinn er fyrir hendi. Á ég þar við sönginn sem ævinlega fylgir kristinni boðun. Eitt eða tvö lög á undan og eftir hugleiðingunni mundu gera stund- ina hátíðlegri. Hér er mikið af kórum og sönghópum, bæði í kirkjum og kristilegum félögum, og væru þeir vafalaust meira en fúsir til að leggja lið á þessum vettvangi ef til þeirra væri leitað. Og ekki má gleyma börnunum. Þar hefur margt gott verið á borð borið, bæði í útvarpi og sjónvarpi, og skal það sannarlega þakkað. En eitt hefur svo til alveg gleymst: Kristilegt efni handa börnum. Væri ekki sjálfsagt og eðlilegt að yngri kynslóðin ætti sína föstu þætti á þessu sviði, rétt eins og fullorðna fólkið? Ég er ekki ein um þá skoðun að svo sé og ég veit að ég tala fyrir munn margra er ég skora nú á útvarps- og sjón- varpsmenn að taka þessi mál til vinsamlegrar athugunar og láta síðan fljótlega til skarar skríða. Með bestu kveðjum og þakklæti, Jórunn Halla Jósteinsdóttir. Þessir hringdu . . . • Skrifað hefur verið um Chardin Þór Jakobsson verðurfræð- ingur hringdi: .„Vegna skrifa Þorsteins Guð- jónssonar í Velvakanda laugar- daginn 19. apríl um að ekki hafi verið skrifað neitt um heimspek- inginn Teilhard de Chardin langar mig að koma að smá leiðréttingu. Matthías Eggertsson, kennari á Hólum í Hjaltadal, skrifar grein um Teilhard de Chardin í Lesbók Morgunblaðsins 19. janúar sl., 2.tbl. 1980. í sama blaði er birt grein eftir Chardin sem ber yfir- skriftina „Félagslegur arfur og framfarir“. Ég vil aðeins koma þessu að og einnig benda á að svo mikið er skrifað og talað hérlend- is, að vel gæti komið til að meira hafi verið skrifað um hann. Teilhard de Chardin var Jesú- ítaprestur en jafnframt jarðfræð- SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á samsovézka úrtökumótinu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Lerners, sem hafði hvítt og átti leik, og Sidejfzade. 18. Bb2! - Dxb2, 19. Hd8+ - Bxd8, 20. Dxb2 og svartur gafst upp. Þeir Lerner og Rashkovsky urðu jafnir og efstir á mótinu. ingur og fornleifafræðingur og braut hann mikið heilann um þróun mannsins og tilveruna í heild. Árið 1955 kom út bókin „Fyrirbærið maður“ eftir hann á frönsku. Sú bók hefur verið þýdd á norsku og er gefin út af norska forlaginu Gyldendal, ef einhver hefur áhuga á að kynna sér þau skrif." HÖGNI HREKKVÍSI :,í<3 iM riANH 6AM6A MEP p&>$A (þJÖLU; ÓVO nxrLAewevm Ar Honum!" Sýning íbúða íbúðir í 7. byggingaráfanga Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar þ.e. parhús viö Háberg í Hóla- hverfi í Breiðholti veröa til sýnis laugardaginn 26. og súnnudaginn 27. apríl milli kl. 13 og 21. Hænsnabú til leigu 30 mín akstur frá Reykjavík. Búr fyrir 4 þús. hænur. Markaöur fylgir. Laust til afnota 1. júlí n.k. Tilboð og uppl. sendist Mbl. fyrir 10. maí merkt: „Hænsnabú — 6244.“ Kjörskrá Kjörskrá til forsetakjörs er fram á aö fara 29. júní n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæö, alla virka daga frá 29. apríl til 27. maí n.k. þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 7. júní n.k. Reykjavík 26. apríl 1980. Borgarstjórinn í Reykjavík. Auglýsing frá Æskulýðsráði ríkisins Stuðningur við æskulýðsstarfsemi Samkvæmt 9. gr. III. kafla laga um æskulýösmál hefur Æskulýösráö ríkisins heimild til þess aö veita stuöning viö einstök verkefni í þágu æskufólks. Stuöningur þessi getur bæöi oröiö beinar fjárveit- ingar af ráöstöfunarfé ráösins og/ eöa ýmis önnur fyrirgreiðsla og aöstoð. Æskulýösráð samþykkti á fundi sínum 19. apríl s.l. aö óska eftir umsóknum frá æskulýössamtökum og öörum aöilum er aö æskulýösmálum vinna um stuöning viö einstök verkefni er fallið gætu undir þessa grein laganna. Slíkar umsóknir ásamt upþlýs- ingum og áætlunum um verkefnin þurfa aö berast Æskulýðsráöi ríkisins, Hverfisgötu 4—6, fyrir 1. júní n.k. Æskulyðsrað rikisins. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöið aö notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 26. apríl veröa til viötals Birgir ísleifur Gunnarsson og Margrét Einarsdóttir. Birgir er í borgarráöi, hafnarstjórn, stjórn lífeyrissjoðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, launamálanefnd og skipulagsnefnd. Margrét er í heilbrigöisráöi, jafnréttisnefnd, leikvallanefnd og þjóöhátíðarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.