Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 I íslensk flugvél er stödd á flugvellinum í Rotterdam að undirbúa flug austur í ríki hins vonda manns Khomeinis í Te- heran. Bandarískur spæjari sendir fréttir um þetta vestur og áður en langt líður hringir íslenska utanríkisráðuneytið í umboðsmann flugfélagsins þar á staðnum og ber fram kröfur að vestan um að flugvélin fari hvergi, farmurinn sé kjúklingar sem eigi langa lífdaga í vændum í sæluríkinu austur þar. Um- boðsmaðurinn svarar að orð séu orð og vilji hann við þau standa, en færi svo að hann yrði neydd- ur til að bregðast þeim, yrði utanríkisráðuneytið að borga nokkra tugi milljóna fyrir skað- ann og dapraðist þá rómur diplomatsins, því hvergi var að finna fjárveitingu til slíkra ævintýra, kjúklingarnir flugu austur við mikla hrifningu þeirra og dagblöðin sögðu frá þessari för, en Ríkisútvarpið komst mjög hnyttilega að orði þegar það greindi frá að kjúkl- ingarnir hefðu ekki verið gaml- ir, því þeir hefðu fæðst daginn áður. Barni var mér kennt að hænuungar yrðu fyrst kjúkl- ingar svona um fermingaraldur. En þessi litla saga sýnir okkur hve leynimakkið í heiminum er virkt. Jæja, það var nú ekki þetta sem ég ætlaði að ræða við þig sem ert svo pennaglaður, en ég svo pennalatur. Upphaflega ástæðan til að ég sigraðist á pennaletinni um stund var sú að ég las grein eftir þig — aðaltals- mann Varins lands — í Morgun- blaðinu þar sem ráðist var að einum frambjóðandanum í for- setakosningunum. Eg held að það sé vilji allra að frambjóð- endum sé hlíft við persónulegum atyrðum og hvað þá þegar ann- Ólafur Pálsson verkfræðingur: arra orð og gerðir eru færð þeim til ámælis. Ég er minnugur þess hvernig þú og þínir lagsmenn réðust að sómamanninum Steingrími Hermannssyni hér um árið út af víst tveimur baunadósum. Málið vaknaði þannig að spæjari fann nótu fyrir báunadósum sem hafði verið færð á bifreið Steingríms, en hann var þá framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs, og hafði nótan verið greidd af Ríkissjóði. Stjórnaði hann á þeim tíma leiðangri vísinda- að þegar rýra á álit andstæð- ingsins. II A Alþingi var ekki alls fyrir löngu rætt um persónunjósnir, hvernig tölvuvæðingin hefði gert það mögulegt að fylgja nærri hverju fótmáli manna. Atferli manna er skráð og varð- veitt. Ef upplýsinganna er þörf er hægt að fá þær samstundis með þessari tækni. Svo einfalt er þetta. Margir alþingismenn tóku til máls við umræðuna og Ólafur Pálsson komið og hlustað á hana, en hann svarar að maður komi. Og maðurinn kom með tólin sín og gekk á fund frambjóðandans í einrúmi og hlustar á góðan siðfræðiboðskap „flutningur með ágætum, röddin þýð og hljómfögur“ eins og hann orðar það. Það er eins og Þorsteinn hafi ekki skilið hvað sagt var: „Þeir sem hafa tekið að sér ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu eru stöðugt undir smásjá sem vera ber. Én þeir sem finna hjá sér köllun til að gera athuga- semdir við starfshætti þeirra, gera það alltof sjaldan af þeim virðuleik sem sæmir þeim sem að finnur. Oftar en ella segir það meira um hugarfar, tilfinn- Fleiri spurningar til dr. Þorsteins Sæmundssonar manna út í Surtsey, en þar er enginn greiðasölustaður eins og kunnugt er, og voru dósirnar keyptar til að gefa vísindamönn- unum baun á diskinn sinn. Þú náðir í ljósrit af skjalinu og skrifaðir langar óvirðingar- greinar um Steingrím. Svo tóku félagar þínir undir, jafnvel al- þingismenn, auðvitað pólitískir andstæðingar, miklir siðvæð- ingarmenn allir saman. Stein- grímur var talinn óalandi og óferjandi og hneisa talin að hann væri í framboð til Alþing- is. Þetta var ljótur leikur og þeim til skammar er að stóðu. En það var þetta sem kveikti í mér. Ég sá fram á að þennan leik átti að endurtaka í garð frambjóðandans, þótt „hlé“ væri gert í bili. Svona brögð hafa miklir áróðursmeistarar oft not- voru menn sammála um að þörf væri sérstakrar löggjafar til verndar persónuréttindum borgaranna. Hefur slík löggjöf verið sett sumstaðar úti í lönd- um. I fyrri grein þinni er heilmikil upptalning á athöfnum fram- bjóðandans, sem hefur getið sér gott orð, einkum á sviði lista og menningarmála, nær sú upp- talning langt aftur í tímann. Nú geri ég ekki ráð fyrir að þú hafir t.d. lesið eina tuttugu eða jafn- vel þrjátíu árganga hins leiðin- lega blaðs Þjóðviljans, svo sterkur grunur læðist að mér um að þú hafir haft aðgang að nákvæmri upplýsingaþjónustu þegar þú settir grein þína sam- an. Þetta er nú nýjasta tækni og vísindi! Fyrsta tilvitnunin er frá 1961, þá er önnur frá ’67, svo ein frá 73, frá 74 svo 76 og loks 77. Ekki ætla ég að rekja efni þeirra hér, en ein þeirra varpar ljósi á málið. Upplýsingar liggja fyrir um að persónan heldur erindi um daginn og veginn árið 1974 í útvarpið, en erindið hefur hvergi birst á prenti. Þarna kom það. Þarna hefur hún sagt eitthvað bitastætt! Segul- bandsspólan hlýtur að vera til hjá útvarpinu. Það þarf ekki að læðast inn í bygginguna að nóttu til heldur er einn ráðs- maður stofnunarinnar, Ellert Schram, sá sem dansaði diskó- dansa í Hollywood fyrir kosn- ingarnar og féll síðan, fenginn til að láta leita spóluna uppi. Og viti menn, spólan finnst niðrá botni í gömlu kofforti og honum er tjáð það og að hann geti ingar og skoðanir gagnrýnand- ans en þess, sem verið er að gagnrýna." Svo er farið heim og ófræg- ingargrein um röddina skrifuð. Hvað segja svo siðvæðingar- menn þegar efnið er notað á þennan hátt, vafalaust án leyfis útvarpsins og hvað þá höfundar- ins? Og hvað um þann góða mann Ellert Schram, hann hef- ur þó vitað hvað í bígerð var? Hann hefur opinberlega stutt málstað Varins lands og nú spyr ég: Er Ellert huldumaður í samtökunum, eða er hann að- eins fyrirgreiðslumaður? En sleppum þessu í bili. III Fyrir um hálfum áratug átti landið í mikilli baráttu, Island færði út landhelgi sína í áföng- Helgi Seljan: Ekki getur það orðið málefn- um þroskaheftra til neins fram- dráttar að tveir stjórnarmenn úr þeirri nefnd á vegum stjórn- valda, sem um málefni þroska- heftra fjallar, eigi í opinberum ritdeilum. Þó af ýmsu væri að taka þá mun ég aðeins taka til meðferðar leiðrétt, engum tölum hnekkt, allt stendur það óhaggað eftir grein Jóhönnu. Hins vegar eru skemmtilegar dylgjur um breytta afstöðu mína til þessara mála og skiljanleg sárindi út af orði því, er ég notaði um tillögu Jóhönnu við afgreiðslu fjárlaga. — Ég sagði skemmtilegar, því á Sighvatur Björgvinsson lagði fram frumvarp til fjárlaga fyrir sína hönd og Jóhönriu. Mjög hafa kratar af þessu frumvarpi gum- að, m.a. talið tímamótamarkandi fyrirmynd í útdeilingu á fjár- magni ríkisins. — Hvað fékk Framkvæmdasjóðurinn marg- nefndi í frumvarpi Alþýðu- flokksins? — Svar: 1020 millj. — Voru þá ekki verkefni frá honum færð og fyrir þeim gert ráð annars staðar? — Svar: Nei hreint ekki. — Hvar varst þú, Jóhanna mín, þegar Sighvatur var að bauka við þetta merka frumvarp sitt? Strax og þessi mál komust í hendur ráðherra Alþýðubanda- lagsins var knúið á um leiðrétt- ingu. Stuttur tími og lítið svig- „Sannleikur“ Jóhönnu — til hvers? örfá efnisatriði úr grein Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. apríl. Til hvers sú grein er skrifuð og enn frekar hvers vegna yfirskriftin er. „Hafa skal það er sannara reyn- ist“ er mér hins vegar illskiljan- legt. Greinin á að vera svar við ýmsu því er ég sagði í viðtali við Þjóðviljann 3. april um þessi málefni. I engu eru nein efnisatriði mig virka þær sem brandari, lélegur að vísu, því ég hefi í engu breytt um afstöðu, hún hefur verið og er skýr, enda hefi ég nú um átta ára skeið alveg sérstak- lega skipt mér af þessum mál- efnufn, bæði á þingi og heima í héraði, og tel það ekkert afrek, heldur eingöngu sjálfsagða skyldu mína. Við Jóhanna eigum áreiðan- lega samleið í mörgu og ekki efa ég góðan vilja hennar, en varð- andi tillögugerð hennar get ég ekki notað annað orð en í Þjóðviljanum 3. apríl, þ.e. sýnd- artillögur. Fyrir því liggja rök, sem erfitt er að hrekja, enda nota ég ekki þetta orð að tilefn- islausu. Ég segi sýndartillögur vegna þess að flokkur Jóhönnu, og þar með hún sjálf, fékk sitt gullna tækifæri til að sýna sitt rétta andlit í þessum málum. rúm var til, en þó náðist nokkur árangur, ekki var ég að guma af honum í Þjóðviljanum, en mér fannst full ástaða til að benda á hann, enda hrekur Jóhanna það i engu. Samtals var hér um 75 millj. kr. hækkun að ræða beint og að auki nokkrir milljónatugir í viðhaldi vistheimila, sem fært verður nú inn í daggjöld. Hækk- unin frá frumvarpi þeirra Sig- hvats og Jóhönnu nemur því eitthvað á annað hundrað milljónum króna. Þetta vissi Eiður Guðnason og því sat hann hjá við tillögu Jóhönnu, hann vildi nefnilega hafa það er sann- ara reyndist og var auk þess búinn að lýsa yfir samróma áliti fjárveitinganefndar á því, hvaða verkefni Framkvæmdasjóðurinn skyldi fá. Hefði Jóhanna komið inn leiðréttingu á sínum tíma hjá Sighvati, þó ekki hefði verið nema um sjáanlega viðleitni að ræða, hefði ég ekki valið tillögu hennar þetta nafn. Því miður hefur hún til þessa nafns unnið með því að sýna í engu lit, þegar hún átti þess kost. Jóhanna eyðir nokkuð löngu máli í upprifjun ræðu minnar á Alþingi í fyrra varðandi Fram- kvæmdasjóðinn. Þau orð halda sínu fulla gildi, en einnig þau orð, sem Jóhanna ekki rifjar upp, um það, hverja skipan fjárveitinga til þessara mála ég telji æskilegasta, þ.e. beinar fjárveitingar, svo sem ég kem að síðar. En varðandi það, sem Jóhanna vitnar í úr minni ræðu, þá er það jafnljóst þá og nú að ég tel, að vistheimili vangefinna eigi að fá fé úr sjóðnum, úr því sjóður er til staðar. Ég hefi gagnrýnt aðferðir Fjárlaga- og hagsýslustofnunar til að skerða verðtrygginguna. Ég hef líka gengið þar hreint til verks og tel mig hafa fulla vissu fyrir því, að þær kúnstir verða ekki endurteknar. Á þaö benti ég í Þjóðviljanum, sem einn ávinn- ing þessa máls frá því Alþýðu- bandalagið tók við þeim. En það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.