Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 47

Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 47 Ágúst Borgfirðingur sigraði í 65. víðavangshlaupi IR ÁGÚST Þorsteinsson UMSB sýndi af sér sömu hörku og áður í víðavangshlaupum vetrarins og sigraði verðskuldað í víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. Það var annars skemmtileg keppni um flest öll sœti í hlaupinu, og enginn „öruggur" með ákveðin sæti. Úrslit siðustu ára sýna einnig að með hverju árinu sem líður eykst breiddin í röðum viðavangshlauparanna og gerir það keppnina skemmtilega. Af þessum sökum er sveitakeppnin einnig harðari og meira spennandi en oft áður. Þrír hlauparar skáru sig þó nokkuð úr í byrjun og fóru geyst, þeir Ágúst Þorsteinsson, Mikko Háme IR og Steindór Tryggvason KA. Þeir Ágúst og Mikko fylgdust lengi að, en þar kom að Ágúst opnaði á milli þeirra það bil sem dugði honum til síns fyrsta sigurs í þessu sögufræga hlaupi. Ágúst hljóp vel og ljóst að hann er að komast í góða æfingu, en hann átti við meiðsli að stríða í fyrrasumar og fram á haust. Mikko og Stein- dór eru einnig í betri æfingu en í fyrra og verður skemmtilegt að fylgjast með þessum þremur hlaupurum á hlaupabrautinni í sumar. En það voru fleiri sporléttir en þrír fyrstu. Flestallir keppendurn- ir, en þeir voru 74 talsins, 50 karlar og 24 konur, komu hressir í mark, ljóst að flestir sem þátt tóku í hlaupinu höfðu einhverja æfingu að baki, en það hefur viljað brenna við að óæfðu fólki er att út í erfiðar þolraunir á borð við víðavangshlaup. Guðrún Karlsdóttir UBK sigr- aði af öryggi í kvennakeppni hlaupsins og stöllur hennar úr UBK voru í næstu þremur sætum. Thelma Björnsdóttir UBK var fjarri góðu gamni þar sem hún hefur átt við lasleika að stríða. Það var einkennandi fyrir hlaupið, að flestir keppendurnir voru annaðhvort úr ÍR eða UBK, en þessi félög hafa öðrum fremur lagt áherzlu á hlaupin. Dágóður hópur var frá báðum félögum í elzta hópnum, en í þeim flokki hefur sveit Glímufélagsins Ár- manns verið í sérflokki. Að loknu hlaupinu buðu ÍR- ingar til veglegrar veizlu í IR-hús- inu, þar sem verðlaun voru afhent. Voru þar viðstaddir margir af fyrrverandi forystumönnum fé- lagsins og sumir fyrrverandi keppnismenn félagsins, sem gert hafa garðinn frægan. En lítum annars á úrslitin: Úrslit fi.r>. vírtavanifshlaups ÍR 24/1 1980. 1. Áitúst Porsteinsson IIMSB 12.18 mln. 2. Mikko Ilúme lR 12.22 min. 3. Steindór Tryttifvason KA 12.12 min. 1. Gunnar Snorrason IIBK 13.1fimin. 5. Sittfús Jónsson ÍR 13.18 mín. fi. Einar SÍKurðsson UBK 13.20 min. 7. Brajfi Jónsson l!BK 13.21 mín. 8. Steinar FriÓKcirsson ÍR 13.35 mín. 9. Ajjnar Stcinarsson ÍR 13.10 min. 10. Jóhann Svcinsson UBK 13.13 min. 11. Ajíúst Gunnarsson UBK 13.50 min. 12. (iunnar Kristjánsson A 13.52 mín. 13. (iuómundur Gislason Á 13.52 min. 11. Lciknir Jónsson Á Jóhann Ilcióar ÍR 13.54 min. 15. 13.59 mín. ifi. Injfvar Garóarsson IISK 11.11 min. 17. Ulfar AÖalstcinsson ÍR 14.20 min. 18. Stcfán Friójceirsson ÍR 14.23 min. 19. Sijíurjón Andrcsson ÍR 14.23 mín. 20. Árni Kristjánsson Á 11.25 min. Úrsiit fiö. vióavanitshlaups ÍR 21/1 1980 Konur: 1. Guórún Karlsdóttir IIBK 15.33 mín. 2. Ilrónn Guómundsdóttir UBK 15.13 mín. 3. Sóley Karlsdóttir UBK lfi.37 mín. 1. SólveÍK Kristjánsdóttir UBK lfi.38 min. 5. Bryndis Ilólm ÍR lfi.39 min. fi. Alia Jóhannsdóttir IIMFA 17.0fi min. 7. SÍKríóur ValKeirsdóttir ÍR 18.07 mín. 8. Kristin SÍKUrhjórnsdóttir ÍR 18.13 mín. 9. Kristin Ilaviósdóttir ÍR 18.27 mín. 10. Kristin Pétursdóttir ÍR 19.18 mín. 11. Elísabet Jónsdóttir ÚMFA 19.2fi mín. 12. Ilafdis Hafsteinsdóttir ÍR 19.45 min. 13. SÍKríður SÍKurjónsdóttir ÍR 19.15 mín. 11. SveinbjórK í’álsdóttir ÍR 19.52 min. 15. Guðrún Lísa Kristinsdóttir ÍR21 .lfi min. lfi. RaKna Ólafsdóttir ÚBK 21.20 min. 17. Pórunn Guómundsdóttir ÚBK 21.20 min. 18. Pórunn Pétursdóttir ÚBK 21.21 min. 19. lluld MaKnúsdóttir ÍR 21.32 mín. 20. Sa'dis Samúelsdóttir ÍR 21.52 mín. Úrslit sveitakeppnanna uróu sem hér seKÍr: 3ja. manna sveit karla: 1. ÍR — A10 stÍK 2. IJBK - A 11 stÍK 3. Armann 33 stÍK I. ÍR — B 35 stÍK 5. ÚBK - B 38 stÍK 5 manna sveit karla: 1. UBK - A 28 stÍK 2. ÍR - A 30 stÍK 3. ÍR - B 83 stÍK i. Ármann 8fi stÍK 10 manna sveit: 1. ÍR - A 93 stÍK 2. ÚBK 1II stÍK 3. ÍR - B 233 stÍK 3ja kvenna sveit: 1. UBK — A fi stÍK 2. IR - A 18 stÍK 3. ÍR - B 27 stÍK 3ja sveina sveit: 1. ÍR — A 8 stÍK 2. ÚBK - A 13 stÍK 3. ÍR - B 27 stÍK ÖldunKusveit: 1. Ármann fi stÍK 2. ÍR - A 15 stÍK 3. ÍR - B 27 stÍK Elsti þátttakandi var Jón GuólauKsson HSK ok elst kvenna var Kristin SÍKurhjórns- dóttir IR. Bikarúrslit HSÍ KR og Haukar reyna öðru sinni á sunnudagskvöld Á sunnudagskvöld reyna Haukar og KR með sér í annað sinn í bikarúrslita- leik HSÍ. Fyrri leik lið- anna lyktaði með jafntefli 18 — 18 eftir mjög spenn- andi og jafnan leik, þar sem ekki mátti á milli sjá hvort liðið hefði betur. Það má því búast við hörkuleik á sunnudaginn er liðin mætast öðru sinni. Leik- menn svo og þjálfarar lið- anna hafa lýst því yfir að ekkert annað en sigur komi til greina, enda mik- ið í húfi. Liðin haf búið sig af kappi undir síðari leikinn, og vart er annað hugsan- legt en að úrslit fáist að þessu sinni. Hinn veglegi bikar sem keppt er um verður síðan afhentur í leikslok. Þrír íyrstu í 65. viðavangshlaupi ÍR á sumardaginn íyrsta. Á myndinni eru (í.v.) Steindór Tryggvason KA er varð þriðji, Ágúst Þorsteinsson sigurvegari og Mikko Hame er varð í öðru sæti. Ljósm. Guðjón Birgisson. Enn léttur sigur ÍSLENSKU handknattleiksstúlk- urnar unnu aftur auðveldan sig- ur á Færeyingum í landsleik þjóðanna, sem fram fór i Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Lokatöl- ur leiksins urðu 21 — 12, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—3. Alls fengu 14 íslenskar stúlkur að spreyta sig í leiknum og stóðu allar fyrir sínu, þó að ljóst sé, að nokkrar þeirra standa sýnilega mun framar hinum. Má þar nefna Guðríði Guðjónsdóttur og Örnu Garðarsdóttur fyrst og fremst, en þær áttu báðar stórgóðan leik, einnig fyrirliðinn Katrín Dani- valsdóttir. Þá er Jóhanna Guð- jónsdóttir mjög snjall markvörð- ur. Um færeyska liðið er það helst að segja, að það skortir ekki leikgleði og baráttu, stúlkurnar hafa gaman af því sem þær eru að gera og taka hraustlega á móti. Hins vegar er leikskipulag og geta einstaklinga á mun lægra plani en hjá íslensku dömunum. Þess vegna bendir allt til þess að þriðji sigurinn verði innbyrtur er liðin leiða saman hesta sína í þriðja skiptið í íþróttahúsi Hafnarfjarð- ar í dag. Hefst sá leikur klukkan 15.00. Einhver forleikur verður víst og kann það að verða eitthvað skrautlegt, því að reytingur leik- manna úr hinum og þessum liðum voru að reyna að skrapa saman mannskap seint í gærkvöldi. Hins vegar virðist áhugi almennings á landsleikjum þessum vera í núll- punkti og undarlegt að lagt sé kapp á forleiki þar sem fólk kemur ekki einu sinni á sjálfa aðalleik- ina. MÖRK íslands: Guðríður Guð- jónsdóttir 6, Arna Garðarsdóttir 4, Harpa Guðmundsdóttir, íris Þráinsdóttir, Katrín Danivals- dóttir og Svanlaug Káradóttir 2 hver, Eva Baldursdóttir, Sigrún Blómsterberg og Karólína 1 mark hver. — gg- Valsmenn hrepptu Egil Steindórsson! • Egill Steindórsson, markvörð- urinn snjalli hjá Tý, leikur með Val næsta keppnistímabil. Ljósm. Sigurgeir. HANDKNATTLEIKSLIÐI Vals hefur borist góður liðsauki fyrir næsta keppnistímabil. Liðsauk- inn sem um ræðir er í líki Egils Steindórssonar, sem leikið hefur í marki Týs i Vestmannaeyjum síðustu keppnistímabil. Egill gekk nýlega frá félagaskiptum úr Tý í Val og lék æfingaleik með Val í fyrradag. Egill hefur um nokkurt skeið verið talinn einn fremsti mark- vörður landsins í handknattleik og mörg af 1. deildar félögunum haft áhuga á að hreppa kappann. Ilann hafði verið orðaður við ýmis önnur féiög, þó að þau félög fáist nú varla staðfest t.d. FH og Fram, en hann hefði styrkt þau félög mjög. En Valur hreppti hnossið, liðið átti i slæmum markvarðarvandamálum í vetur, þannig að ef vel tekst til verður Egill himnasending fyrir liðið. - gg- Fengu bikar aöláni!!! EKKI var framkvæmd HSÍ á úrslitaleiknum í bikar- keppni kvenna til fyrir- myndar. Leikurinn fór fram á Akureyri og var það ekki aðfinnsluvert heldur hitt, að þegar Fram hafði sigrað Þór örugglega, hvar hvorki full- trúi frá HSÍ mættur né heldur sjálfur bikarinn. Varð að íá lánaðan bikar úr saíni ÍBA til þess að afhenda Fram-stúlkunum. Var þetta einn allsherjar „þykjustu- leikur" eins og smábörnin mundu orða það. Annars -á ekki að bjóða nokkrum manni upp á svona vinnu- brögð. íslenskur sigur ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kvcnna þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigri sinum í fyrsta lands- leiknum gegn Færeyingum, en ieikurinn fór fram i iþróttahúsinu í Hafnarfirði á sumardaginn fyrsta. Loka- tölur leiksins urðu 24—11, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 13—4. Siðari hálfleikur endaði því 11—7 fyrir ísland. Leikur þessi var nokkuð þokkalega ieikinn á köflum. einkum og sér i lagi af háifu islenska iiðsins. Færeyska liðiö á hinn bóginn er að sjá ekki ýkja sterkt, þó að stúlk- urnar séu fastar fyrir og hafi gert laglega hiuti milli þess sem þeim urðu á mis- tök. Sigur Islands var sem sé aldrei i hættu. Hjá íslenska liðinu bar Guðríður Guðjónsdóttir nokkuð af eins og vænta mátti, en margar áttu ágæta spretti, svo sem fyrirliðinn, Katrín Danivalsdóttir, Jenný, Erna og fleiri. Það kom mjög á óvart, að þegar leikurinn hófst, urðu færeysku stúlkurnar að láta sig hafa það að syngja eiginn þjóðsöng, þar sem hann var ekki tii á bandi. Var lítiil landsleikjabragur á þessum atburði, þó ekki sé með því verið að segja að stúlkurnar hafi sungið illa. MÖRK Islands: Guðríður 6, Jenný og Kristjana 2 hvor, Jóhanna, Erna, Sigurrós og Margrét 2 mörk hver, Sigrún, Katrin og Eiríka 1 mark hver. — gg. ÍBV lagði UBK VESTMANNAEYJAR sigr- uðu Kópavog i bæjakeppni í knattspyrnu í fyrradag. en bæirnir háðir tefldu að sjálfsögðu fram 1. deildarliö- um sínum. IBV sigraði ör- ugglega í leiknum með fall- egu marki Ómars Jóhanns- sonar í fyrri hálfleik. I dag klukkan 13.30 ieika ÍBV og Fram, eða Isiandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs, vináttuleik i knatt- spyrnu. Gæti það orðið hin besta skemmtun. Íslandsglíman fer fram í dag ÍSLANDSGLÍMAN. hin 70. í röðinni, verður háð að Laug- um í Suður-Þingeyjársýslu í dag og hefst kl. 14.00. Fjór- tán keppendur eru skráðir til Jeiks. Fjórir frá Ármanni. fimm frá HSÞ, þrír frá KR og tveir frá Víkverjum. Handhafi Grettisbeltisins er Ingi Þór Yngvason HSÞ. Jón Unndórsson keppir nú á nýjan leik eftir langt hlé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.