Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 27 Úlfar Ilinriksson sölumaður í hinum nýja sýnintcarsal Ford- umboðsins. Ljósm. Hax. Nýr sýningarsalur hjá Fordumboðinu FORD-UMBOÐIÐ Sveinn Egils- son hefur tekið í notkun nýjan sýningarsal í húsnæði sínu i Skeif- unni 17 í Reykjavík. Er þar um að ræða 200 fermetra sýningarsal og fær fyrirtækið þar aðstöðu til að sýna nýja bíla og flyst söludeildin í það húsnæði einhvern næstu daga. í dag, laugardag, sýnir Ford- -umboðið nokkrar gerðir af Ford bílum í hinum nýja sal. Má m.a. sjá þarna Ford Thunderbird sportbíl í nýrri gerð, Mustang, Cortinu GL, Fairmont Ghia og Fiesta. Að sögn Úlfars Hinrikssonar sölumanns hefur Cortinan verið einn mest seldi bíll umboðsins að undan- förnu, en hann hefur verið boðinn á sérstöku afsláttarverði frá 4,6 til 5,7 m.kr. Thunderbird bíllinn kost- ar tæpar 10 milljónir, Mustang bíllinn, sem sýndur er í salnum nú kostar kringum 7,6 m.kr., Fairmont rúmar 8 milljónir og Ford Fiesta kostar nú kringum 4,6 milljónir króna. Nýi sýningarsalurinn verður op- inn í dag kl. 13—17. Sala notaðra bíla fer áfram fram í kjallara Fordhússins en þar er um 600 fermetra sýningarsalur. Verkalýðsfélagið Rangæingur: 32,5% grunn- kaupshækkun VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Rang- æingur, Rangárvallasýslu, hefur lagt fram tillögur sínar að breyt- ingum á kjarasamningum, sem m.a. fela 1 sér 32,5% grunnkaups- hækkun og 120% álag á dag- vinnukaup á vinnu, sem unnin er á nýjársdag, föstudaginn langa. páskadag. hvitasunnudag, 17. júní og jóladag. í fylgiskjölum með tillögum Rangæings segir, að meðallauna- tekjur á Suðurlandi undanfarin ár hafi verið þær lægstu á landinu og miðað við landsmeðaltal 100 hafi þær verið á bilinu 89-90. Þá hefur félagið einnig látið reikna út kyndingarkostnað og kemur þar fram að kostnaður af olíukynd- ingu er 26,6% árslauna verka- manns miðað við 3ja taxta eftir 4 ár, þar sem mánaðarlaun dag- vinnu eru 265.508 krónur. Kostn- aður við rafhitun samkvæmt taxta Rarik Hellu nemur 21,4% árslaun- anna, en kostnaður af kyndingu með hitaveitu, þar sem dæmi er tekið af Hitaveitu Reykjavíkur, nemur 5,3% af framangreindum árslaunum. Isinn hefur færzt nær ÍSJAÐARINN norður og vestur af landinu hefur talsvert færzt nær landinu síðustu dagana, en rikjandi hefur verið norðvestlæg átt. Flugvél Landhelgisgæzlunn- ar kannaði isinn i gær og hafði þá orðið veruleg breyting á isnum frá 10. apríl. ísinn er nú réttvísandi 350 gráður 43 sjómílur frá Horni og 25 sjt mílur frá Straumnesi, en á þessum stöðum er ísinn næst la idinu. ísjaðarinn er 7/10—9/10 að þéttleika. Frá Látrabjargi ligg- ur ísinn í stórum sveig norður og vestur uns komið er að honum á Dohrnbanka. S-Afríka: Enn aukast andmæli svartra skólabarna Jóhannesarborg, 25. apríl. AP. ÞÚSUNDIR svertingja mættu ekki i skóla i dag um þvera og endilanga Suður-Afriku frekar en undanfarna daga og bættust nú við þúsundir svartra nemenda i gagnfræðaskólum og háskólum. Létu nemendur sem vind um eyru þjóta hótanir stjórnarinnar um að hún myndi loka skólum svertingja frá og með deginum i dag, föstu- degi, ef þeir mættu ekki. Leiðtog- ar stjórnarandstöðunnar. klerkar og menntamenn, skoruðu á Mar- ais Steyn, ráðherra þann sem fer með málefni svertingja, að verða við kröfum nemenda um jafnan rétt til menntunar til að forðast endurtekningu á blóðugum óeirð- um sem urðu í Soweto fyrir fjórum árum og lyktaði svo að sjö hundruð manna lágu i valnum. Þau andmæli sem nú eru uppi höfð hófust í fyrri viku í Höfðahér- Veður víða um heim Amsterdam 10 skýjaó Aþena 19 skýjað Berlín 5 rigning BrOssel 11 skýjaö Chicago 6 skýjaö Frankfurt 12 rigníng Genf 10 skýjað Helsinki 14 skýjað Jerúsalem 19 skýjað Jóhannesarborg 23 heiöskírt Kaupmannahöfn 9 skýjaó Lissabon 12 skýjaö London 12 skýjaö Los Angeles 19 heiöskírt Madrid 17 heiöskirt Miami 26 skýjaö Moskva 21 heióskírt New York 19 rigning Ósló 11 heióskírt París 12 heióskírt Rio de Janeiro 30 heióskfrt Rómaborg 19 skýjaó Stokkhólmur vantar Tel Aviv 21 skýjaö Tókýó 35 heiðskirt Vancouver 15 skýjaö Vínarborg 5 rigning aði í vesturhluta landsins, en þar býr meirihluti þeirra 2,4 milljóna svertingja sem eru afkomendur svertingjakvenna og hvítra land- nema. Síðan gengu börn af Asíu- landaættum inn í mótmælin og um eitt hundrað þúsund börn létu að sér kveða og mættu ekki í skóla sína. í dag slógust síðan í hópinn Ottawa, Kanada, 25. apríl. AP. RÖSKLEGA sjö hundruð og fimmtíu þúsund flóttamenn, að meirihluta til konur og börn, eru að svelta i hel í flóttamannabúð- um i Sómaliu. Mun allt þetta fólk deyja úr hungri innan skamms nema al- þjóðahjálparstofnanir geri snar- legt og mikið átak til að koma því Ósló, 23. april. — frá Ján Erik Lauré, fréttaritara Morgunbiaðsins. NIÐURSTAÐA þriggja skýrslna um slysið mikla í Norðursjó á dögunum, þegar íbúðarpallinum Alexander Kielland hvolfdi, er sú, að ekki sé ástæða til að breyta áformum um olíuvinnslu. Þessi niðurstaða er samhljóða álit þeirra stofnana sem skýrslurnar sömdu, en stofnanirnar hafa gert ýmsar tillögur um leiðir til að tryggja öryggi þeirra, sem dvelj- ast á ibúðarpöllum á þessum slóðum. Það eru Siglingamálastofnun Noregs og Norska olíustofnunin, auk Det Norske Veritas, sem hafa rannsakað tildrög slyssins ítar- lega og skilað skýrslum um málið, og enginn þessara aðila hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ástæða sé til að fresta olíuborun- um fyrir norðan 62. breiddargráðu vegna Kielland-slyssins. Tillögur þeirra um aukið öryggi felast aðallega í því að fylgzt verði nánar með íbúðarpöllunum en verið hef- ur, en það hefur m.a. í för með sér að allir pallarnír, sem nú eru í Norðursjónum, verða teknir á land í sumar til ítarlegrar skoðun- ar. Þá verður aukin áherzla lögð á eldri nemendur. Enn er þó allt að mestu með friði og ekki vitað til að neins staðar hafi upp úr soðið. Hins vegar segja leiðtogar stjórn- arandstöðu og klerka og ýmissa menntamanna að ekki megi mikið út af bera, svo að ekki fari allt í bál og brand og þá líklega með hinum hörmulegustu afleiðingum. til hjálpar, að því er talsmaður stjórnar Sómalíu sagði í Ottawa í dag. Hann sagði að flóttamenn héldu áfram að streyma frá aust- urhluta Eþíópíu og kæmu allt að tvö þúsund á dag. Þyrfti að senda snarlega mat og lyf fyrir að minnsta kosti 100 milljónir doll- ara, ef einhverjar vonir ættu að vera um að bjarga þessu fólki. þjálfun pallabúa varðandi örygg- isaðgerðir, og lagt er til að stofn- aðir verði fjórir skólar til að aönast slíka fræðslu. Ný „pilla“ Lundúnum, 23. apríl. AP: TVEIR helztu lyfjaframleið- endur veraldar, v-þýzka fyrir- tækið Schering og Wyeth í Bandaríkjunum, eru að setja á markað nýtt getnaðarvarnalyf, sem hefur þann kost helztan að það inniheldur minni hormóna en þau lyf. sem hingað til hafa tiðkazt, og hefur þar af leið- andi minni aukaverkanir. Nýja „pillan" er frábrugðin þeirri gömlu að því leyti til, að hormónamagnið er mismunandi í mánaðarskammtinum, þannig að það er mest á þeim tíma þegar mestar likur eru á getn- aði. Víðtækar tilraunir hafa verið gerðar með nýju „pilluna" á löngum tíma, að sögn framleið- enda. Hún fer fyrst á markað i Bretlandi og í V-Þýzkalandi og gengur ýmist undir nafninu „Triordinol" eða „Logynon“. 750 þús. flóttamenn að svelta í hel Ekki ástæða til að fresta borunum 1975 — Verkamannaflokkurinn í Bretlandi greiðir atkvæði gegn áframhaldandi aðild Breta að EBE. 1966 — Fyrstu MIG-21-þotu kommúnista grandað í Víetnam. 1965 — Fyrstu fréttir um aðgerðir deilda úr norður-víetnamska hernum í Suður-Víetnam. 1964 — Tanganyika og Zanzibar sameinast og verða Tanzanía. 1954 — Ráðstefna stórveldanna í Genf um Kóreu og Indókína hefst. 1937 — Loftárás Þjóðverja á Guernica á Spáni. 1925 — Kosning Hindenburgs forseta í Þýzkalandi. 1915 — Leynisamningur Breta, Frakka og ítala í London. 1886 — Stórveldin setja Grikkjum úrslitakosti og skipa þeim að hætta stuðningi við uppreisn í Austuc-Rúmelíu. 1885 — Bretar taka Port Hamil- ton, Kóreu. 1872 — Borgarastríð brýzt út á Spáni, - 1860 — Spánn og Marokkó gera með sér friðarsamning. 1828 — Rússar segja Tyrkjum stríð á hendur. 1807 — Rússar og Prússar mynda bandalag gegn Frökkum. 1798 — Frakkar segja Austur- ríkismönnum stríð á hendur^ 1607 — Landganga John Smith og fyrstu iandnemanna sem stofnuðu varanlega nýlendu í Noröur- -Ameríku á Cape Henry, Virginíu. 1532 — Suleiman 1 gerir innrás í Ungverjaland og sækir til Vínar. Afmæli. Markús Áreiíus, róm- verskur keisari (121—180) — Dav- id Hume, skozkur heimspekingur (1711-1776) - Lafði Hamilton, hjákona Nelsons lávarðar (1765— 1815) — James Audubon, banda- rískur fuglafræðingur (1785— 1851) — Eugene Delacroix, fransk- ur listmálari (1798—1863). Andlát. 1731 Daniel Defoe, rithöf- undur — 1910 Björnstjerne Björnsson, ríthöfundur. Innlent. 1751 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson kvaddir til íslands tii rannsókna — 1834 42 fórust í ofsaveðri við Faxaflóa — 1893 14 manns úr Landeyjum drukknuðu í fiskiróðri — 1892 d. Stefán pr. Thorarensen — 1909 Nefnd skipuð í bankamáiinu — 1951 Leiðangur Jóns Eyþórssonar kemur af Vatnajökli eftir 40 daga útivist — 1960II Hafréttarráðstefnunni lýk- ur í Genf — 1972 Útför Jóhannes- ar Kjarvals — 1887 f. Pétur Halldórsson borgarstjóri — 1891 f. Björgvin Guðmundsson tónskáld — 1906 f. Regína Þórðardóttir leikkona — 1909 f. Oddur Ólafsson alþm. Orð dagsins. Mönnum getur leiðzt svo mikið að leiðindin verða að dulrænni reynslu — L.P. Smith, enskur rithöfundur (1865—1946).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.