Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 17

Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 17
Samþykkti ályktun um orkumál Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti eftiríarandi ályktun um orkumái á fundi sínum 15. apríl sl.: Bæjarstjórn Sauðárkróks vekur athygli orkumálaráðherra og stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins á því, að undanfarið hefur mjög gætt raforkutruflana í Skagafirði og á Sauðárkróki og er almennt í héraðinu öllu kvartað undan afar slæmu ástandi í orkumálum á þessum vetri. Þarf ekki að fjölyrða um þann vanda og það tjón sem slíkt ástand veldur íbúum héraðsins, og hefur sýslunefnd Skagafjarðar nýlega bent á þetta í ályktun sinni. Skorar bæjarstjórn Sauðár- króks á yfirvöld orkumála að ráða sem fyrst bót á þessum vanda og bendir í því sambandi á eftirfar- andi: a. Aðveitustöð við Varmahlíð verði fullgerð og tekin í notkun eins fljótt og hægt er. b. Vel verði séð um endurnýjun og viðhald dreifilína fyrir raf- magn um héraðið og sérstakt tillit tekið til iðnaðar- og upp- hitunar iðnaðarhúsnæðis. c. Bæjarstjórn Sauðárkróks skor- ar á yfirvöld orkumála að hraðað verði undirbúningi að virkjun á Norðurlandi vestra svo að unnt verði að hefja framkvæmdir sem allra fyrst. Höfuðborgarsvæðið: Lóðirnar orðnar 700 í FRÉTT Mbl. um byggingarlóðir á höfuðborgarsvæðinu til úthlut- unar á þessu ári var greint frá, að þær væru kringum 600. Voru þar taldar til lóðir í Reykjavík, Sel- tjarnarnesi, Hafnarfirði, Kópa- vogi og Mosfellssveit, en Garða- bæjar var í engu getið. Þar eru hins vegar til ráðstöfunar og byggingarhæfar á þessu ári kring- um 100 lóðir og eru þær því alls orðnar um 700 í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. I Garðabæ var um áramótin úthlutað 44 einbýlishúsalóðum í svonefndu Hnoðraholti og á árinu verða og byggingarhæfar milli 40 og 50 lóðir undir raðhús og parhús, sem úthlutað hefur verið til Byggungs. Þá hefur íbúðaval fengið sérstaka úthlutun til 5 ára, úm 20 lóðir á ári, undir keðjuhús og einbýlishús og standa nú yfir framkvæmdir við þau hús. í björtum bláum lit NÝIR einkennisbúningar fyrir flugfreyjur, flugafgreiðslufólk og starfsfólk á söluskrifstofum Flugleiða eru nú á lokastigi hönnunar og hefst úthlutun þeirra 1. nóvember nk. segir í Félagspósti Flugleiða. Bún- ingarnir verða úr íslenzku ullar- efni, í björtum bláum lit. Um svipað leyti verða tilbúnir nýir einkennisbúningar flugliða, þeir verða úr dökkbláu ullarefni frá Gefjun. MYNDAMÓTA Aónlstræti 6 simi 25810 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 17 Hæfileikakeppnin í Kópavogi: Frumsamið efnií meirihluta Snælandssex hét þessi hljómsveit i Snælandsskóla og hlutu þau önnur verðlaun fyrir flutning í keppninni. Willy Hanssen söng sem gestur á hæfileikakeppninni. Hér er hann ásamt ólafi Þórðarsyni sem var kynnir. Hæfiieikakeppni Kópavogs fór fram i Félagsheimili Kópa- vogs sl. miðvikudagskvöld. Keppni þessi er orðin árviss viðburður i Kópavogi og hefur svo verið sl. 8 ár. Tómstunda- ráð Kópavogs stendur fyrir keppninni og að þessu sinni voru atriðin 9. Fern verðlaun voru veitt, ein fyrir besta frumsamda efnið og þrenn verð- laun fyrir flutning. Dómnefndin, undir forsæti Kristjáns Guðmundssonar, kom sér saman um að skipta verð- laununum fyrir frumsamda efnið í tvennt og hlutu þau að þessu sinni söngtríó John Hans- sens sem söng tvö gospellög og Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaftason sem fluttu ljóð við píanóundirleik. Með John söng Hrafnhildur Hall- dórsdóttir og Jóhanna Sigrún sem samdi lögin ásamt John. Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaftason skiptu verðlaunum um besta frumsamda efnið með söngtríó John Hanssens. Myndir Emiiia. Fyrstu verðlaun fyrir bestan flutning hlaut hljómsveit sem kallar sig Víghólaflokkinn og er undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. önnur verðlaun hlaut hljóm- sveitin Snælandssex og þriðju verðlaun hlaut dansflokkur úr Þingholtsskóla. Hann sýndi frumsaminn diskódans. For- seti bæjarstjórnar afhenti verð- laun og viðurkenningarskjöl. Aðrir sem þátt tóku í keppn- inni voru: Pétur Már ólafsson sem flutti ljóð, hljómsveitin Dordinglar sem flutti 3 frum- samin lög, Skúli Hilmarsson sem las frumsamda smásögu og Hallgrímur Guðsteinsson lék frumsamið píanóverk. Þá kom á hæfileikakeppnina gestur, Willy Hanssen gospel- söngvari, og söng tvö lög við mikinn fögnuð viðstaddra, sem troðfylltu Félagsheimilið. Eins og sjá má var Félagsheimili Kópavogs þétt setið á Hæfileikakeppninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.