Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 21 Anderson býður sig sjálfstætt fram JOHN Anderson. fulltrúa- deildarþingmaður repú- blikana frá Illinois, hefur ákveðið að bjóða sig fram sjálfstætt til forseta og draga sig úr forkosninga- baráttu flokksins, sem hann tók þátt í, en tókst aldrei að vinna sigur. Anderson sagði í fram- boðsyfirlýsingu sinni á fimmtudag, að hann byði sig fram sjálfstætt vegna þess að það væri ljóst að hann getur ekki hlotið út- nefningu repúblikanaflokk- sins, en sömu ástæður og réðu tilraun hans til að hreppa hana væru enn fyrir hendi. Hann sagði, að stjórn Carters væri ófær um að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar og það hefði vakið óhug erlendis. Hann sagði þá skoðun sífellt vinna á, að forystuhlut- verki Bandaríkjanna í al- heimsmálum yrði senn lok- ið, þar sem þau réðu ekki við eigin innanríkisvanda. „En ég veit nokkuð sem erlendum ríkjum er ekki kunnugt um. Eg veit að Bandaríkin eru enn sterk og að þjóðin býr yfir mikl- um viljastyrk og festu." Anderson lagði þunga áherzlu á, að með framboði sínu væri hann ekki að reyna að eyðileggja tveggjaflokkakerfi Banda- ríkjanna. Hann sagðist trúa á það kerfi, en í ár væri megn óánægja meðal kjósenda með þá frambjóð- endur, sem eru líklegustu forsetaefni flokkanna, og þess vegna væri þörf á frekari valkostum. Anderson er ekki talinn eiga mikla möguleika á að vinna forsetakosningarnar. Hann gæti þó hlotið svo mikinn stuðning, að hvor- ugur frambjóðandi flokk- anna tveggja hlyti nægi- lega mörg atkvæði á kjör- fundi til að ná kjöri. Ef svo fer, kýs fulltrúadeild bandaríska þingsins for- seta landsins. Ronald Reag- John Anderson an, sem er líklegasti fram- bjóðandi repúblikana, ótt- ast, að framboð Andersons leiði til þessa. Demókratar hafa undanfarin 46 ár verið í meirihluta í fulltrúadeild þingsins og því yrði fram- bjóðandi demókrata vænt- anlega kjörinn. Stuðn- ingsmenn Jimmy Carter, sem mun væntanlega hljóta útnefningu demó- krataflokksins, óttast að Anderson taki atkvæði frá Carter og hjálpi þannig Reagan að ná kjöri í nóv- ember. Anderson á mestan stuðning meðal óháðra kjósenda, frjálslyndra repúblikana og óánægðra demókrata. Hrifning á hon- um er mikil, en það er mjög algengt að stuðningsmenn hans segist ekki ætla að kjósa hann, vegna þess að hann eigi enga von um að ná kjöri. — En svo miklar sveiflur hafa verið í kosn- ingabaráttunni fram til þessa, að hvað sem er virðist geta gerzt. Eða eins og The New York Times spurði í leiðara á föstudag: „Hver veit hvað fólk myndi gera, ef forsetinn myndi allt í einu skipta alveg um skoðun, eins og hann gerði í Sameinuðu þjóðunum varð- andi ísrael, eða ef Reagan myndi sofna á fundi fyrir framan sjónvarpsvélar?" Rottur drápu lamb I)oha. Qatar 25. april. AP. ROTTUR réðust á lamb og drápu það í fjárhúskofa í fátækrahverfi olíubæjarins Doha í Qatar í morgun. Þetta er í annað skipti sem slíkt gerist í bænum. Hafa þessar- rottuárásir vakið hinn mesta ugg meðal manna og er óttast að þær kunni að gera atlögu að börnum og gamalmennum. Ólympíuleikarnir: Kínverjar setja kosti PekinK. 21. apríl. AP. KÍNVERSKA ólympíunefndin setti í dag Sovétmönnum þá kosti, að yrðu þeir ekki á brott með heri sína frá Afganistan innan eins mánaðar myndu Kínverjar ekki senda keppend- ur á Moskvuleikana. Leikarnir nú hefðu verið hinir fyrstu sem Kínverjar hefðu tekið þátt í í 28 ár. 1000 Kúrdar drepn- ir í loftárás Irana Istanbul, 24. april. AP. ORRUSTUVÉLAR frá íranska flughernum „þurrkuðu út“ Kúrdabæ, skammt frá landamær- unum við Tyrkland, að því er sagði í AP-fréttum í gær, fimmtu- V-Þjóðverji í 10 ára fang- elsi í Póllandi Varsjá, 25. apríl. AP. VESTUR-ÞÝZKUR maður, Ingo Wagener, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi í Póllandi fyrir njósnir í þágu ótiltekins Atl- antshafsbandalagsríkis, að því er opinbera pólska fréttastofan PAP sagði í dag. Tilkynningin var stuttorð og þar var þó einnig tekið fram, að maðurinn hefði verið dæmdur í jafnvirði 1700 dala sektar og eignir hans gerð- ar upptækar. dag. Þá segir ennfremur, að í fleiri héruðum Kúrda hefði kom- ið til átaka og hefðu Kúrdar fellt 60 stjórnarhermenn. Heimildir AP eru úr tyrknesku blaði sem segir að átta íranskar sprengjuflugvélar hafi ráðist að þorpinu Razi og lagt það gersam- lega í rústir. Hefði þetta gerzt eftir að Kúrdar þar hefðu ákveðið að ganga til baráttu með þjóðern- ishreyfingunni á þessum slóðum. Er haft fyrir satt að um eitt þúsund manns hafi verið drepnir í árásinni, þar með taldar konur og börn. ERLENT Ganga í berhögg við vilja Saudi-Araba „Dauði prinsessu44 Ósló, 24. aprtl. \P. NORSKA siónvarpið mun senda út hina umtöluðu sjón- varpsmynd „Dauði prinsessu“ þrátt fyrir stöðugar viðvaranir frá Saudi-Arabiu um að það kynni að hafa í för með sér efnahagslegar refsiaðgerðir. Eins og frá hefur verið sagt hefur sýning myndarinnar í sjónvarpsstöðvum í Bretlandi og Hollandi vakið gríðarlega reiði kóngsfjölskyldu Saudi- Arabíu, en rnyndin fjallar um ástir og síðan opinbera aftöku saudi-arabískrar prinsessu. sýnd í Noregi Talsmaður norska sjónvarps- ins sagði, að myndin yrði sýnd þar einhvern tíma á næstu fjórum vikum. í fréttum segir, að norskir kaupsýslumenn óttist að þetta kunni að hafa hin verstu áhrif á verzlunarsamskipti landanna, og meðal annars eru norsk verk- takafyrirtæki að störfum í Saudi-Arabíu og viðskipti milli Noregs og Saudi-Arabíu hafa hraðvaxið síðustu ár. Hins vegar kaupa Norðmenn enga olíu það- an. Diplómatafrú dæmd i þrælkunarvinnu Bombay, Indlandi, 24. apríl. AP. TYRKNESK diplómatafrú grét beizklega í réttarsal í Bombay eftir að kveðinn hafði verið upp yfir henni tveggja ára þrælkun- arbúðadómur fyrir að smygla gulli inn í Indland. Hún var einnig dæmd i sektir og sagði dómarinn að þrælkunarbúðavist hennar yrði lengd ef það brygðist að sektin væri greidd. Zia „Zia ófyrirleitinn einræðisseggur“ Tyrkneska konan var handtekin á flugvellinum í Bombay og var talið sannað að hún hefði verið að reyna að smygla gulli, jafnvirði 255 þús. dollara, inn í Indland. Maður hennar, Orhan Ermeten, var ræðismaður í tyrkneska sendi- ráðinu í Nýju Delhi þegar þessi atburður gerðist, en hann var síðar kvaddur heim. Islamabad, Pakistan, 24. april. AP. ASGHAR Khan, einn helzti og opinskáasti andstæðingur stjórnar Zia Pakistanforseta. gaf út mjög hvassyrtar yfirlýsingar um stjórn arfarið i landinu i gær og segja stjórnmálafréttaritarar að mikið megi vera ef Asghar fái að ganga lengi laus eftir þetta. Þetta var kröftugasta og mesta árás á stjórn Zia sem gerð hefur verið í langa hríð. Asghar sagði að það væri í þágu þjóðarhagsmuna að herstjórnin færi frá völdum. Zia væri ófyrileitinn einræðisseggur, sem hefði klúðrað öllu í innanríkis- sem utanríkismálum Pakistans. Auk þess kynti stjórn Pakistan undir ólgunni með því að örva flóttamenn frá Afganistan til að koma yfir til Pakistans. Flokkur Asghars Khan, Tehrike- i-istaqlal, sem er bannaður, er hófsamur, frjálslyndur fiokkur og sagði Asghar að flokkurinn væri reiðubúinn til að ganga til samvinnu við aðra stjórnmálaflokka sem eru andsnúnir stjórninni í því augna- miði að koma henni frá völdum. Hann sagðist ekki hafa minnstu trú á því að Zia hefði i hyggju að leyfa lýðræðinu að ríkja í landinu á ný og hver sá hershöfðingi sem tæki við af Zia myndi fylgja sömu stefnu. Asghar er fyrrverandi flugmar- skálkur í Pakistanher. Hann sagði að óþarft væri að vonast eftir stuðningi frá ríkjum á borð við Bandaríkin. Úr aftökuatriðinu í myndinni “Dauði prinsessu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.