Morgunblaðið - 26.04.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980
AÐGERÐIR BANDARÍKJAMANNA I IRAN AÐGERÐIR BANDARIKJAMANNA
í»rjár af átta þyrlum biluðu
og þá var hætt við aðgerðina
Washinífton. 25. apríl. AP.
HAROLD Brown, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að
hætt hefði verið við tilraunina til að bjarga bandarísku gíslunum í
írönsku eyðimörkinni þar sem þrjár af átta þyrlum Bandaríkjamanna
hefðu bilað, að bandaríski lifsaflinn hefði þá hörfað og að átta lík hefðu
verið skilin eftir í brennandi flaki þyrlu og C-130 flutningaflugvélar.
Brown sagði á blaðamannafundi
að stjórnin hefði fyrirskipað
björgunartilraunina þar sem hún
hefði verið talin bezta leiðin til að
bjarga gíslunum með aðgerðum.
Brown sagði að þótt aðgerðin
hefði farið út um þúfur og fjórir
'aðrir Bandaríkjamenn særzt
„mætti enginn vafi leika á ásetn-
ingi okkar og enginn mætti mis-
skilja það sem þessir atburðir
táknuðu. Við látum einskis
ófreistað fyrr en við höfum tryggt
að gíslarnir verði látnir lausir.“
Brown sagði að liðsaflinn hefði
verið skipaður sjálfboðaliðum úr
öllum greinum heraflans. Hann
Samband
rofnaði
Tel Aviv, 25. apríl. AP.
RADÍÓSAMBAND frá yfirstjórn
björgunaraðgerða Bandaríkja-
manna við þrjár Hercules-flugvél-
ar rofnaði i björgunaraðgerðinni i
íran og óttazt var að allar flugvél-
arnar þrjár hefðu farizt að sögn
ísraeiska sjónvarpsfréttamanns-
ins Michael Fordus i dag.
Seinna náði yfirstjórn aðgerð-
anna aftur sambandi við tvær
flugvélanna og sendi Phantom-
þotur til að leita hinnar þriðju að
sögn fréttamannsins.
Flugvélin sem týndist var kölluð
„Oilbath" og fór frá Kaíró og
sambandið við hana rofnaði kl. 4 að
staðartíma (kl. 2 Greenwich-tíma)
að sögn Fordus sem fylgdist með
fjarskiptum milli aðalstöðvanna og
leitarflugvélanna.
Lendingar-
svæðið
í eyði-
mörkinni
SVÆÐIÐ í íran þar sem banda-
rísk þyrla og flugvél rákust á
þegar tilraunin var gerð tii að
bjarga gislunum er nálægt Tabas
og á milli tveggja aiógnþrungn-
ustu eyðimerkursvæðum heims-
ins, Dasht-e-Kavir og Kavir-e-Lut.
Þær þekja til samans einn
sjötta af flatarmáli írans sem er
2,5 milljónir ferkílómetra.
Kavir-eyðimörkin er saltmýri
og yfirborðið þykkar krystallaðar
saltplöntur með hvössum lárétt-
um brúnum. Undir saltplöntunum
eru djúp leðju-sýki og bledir
þannig að svæðið er svo erfitt
yfirferðar að mikill hluti þess
hefur aldrei verið kannaður.
A öðrum stöðum er eyðimörkin
þakin lausum sandi og grjóti.
Talið er að á fáum öðrum stöðum
í heiminum sé eins ólífvænlegt og
á þessum eyðimörkum. Borgin
Tabas er um 724 km suðaustur af
Teheran.
sagði að liðsaflinn hefði ekki
komizt í tæri við íranska hermenn
í aðgerðinni en tekið til fanga um
50 óbreytta borgara sem voru
nálægt lendingarstaðnum. Þeim
var sleppt þegar hætt var við
tilraunina.
Brown sagði að um 90 banda-
rískir hermenn hefðu tekið þátt í
aðgerðinni auk flugvélaáhafna og
átta þyrlur auk flutningaflugvéla.
Bandaríska liðið var alls um þrjá
tíma á íranskri grund.
Lendingarstaðurinn var af-
skekkt svæði í eyðimörk 200 mílur
frá Teheran. Brown sagði að
staðurinn hefði verið notaður til
að setja eldsneyti á flugvélarnar.
Hann sagði að þegar liðsaflanum
hefði tekizt að koma á staðinn og
þyrlurnar hefðu tekið eldsneyti
hefði átt að taka aðra ákvörðun
um hvort haldið skyldi áfram til
Teheran. Hann sagði að fyrirfram
hefði verið vitað að löng og erfið
ferð til eyðimerkursvæðisins
mundi reyna á þolrif þyrlanna
sem höfðu bækistöð í bandaríska
flugvélamóðurskipinu Nimitz á
Arabíuhafi.
Brown sagði að tvær þyrlanna
hefðu átt í erfiðleikum á leiðinni.
Önnur lenti í eyðimörkinni og
áhöfn hennar var tekin um borð í
aðra þyrlu. Bilun varð í annari
þyrlu sem var snúið við og lenti á
Nimitz. Þriðja þyrian bilaði síðan
við komuna til eyðimerkurinnar
og hún varð óvirk.
Samkvæmt áætluninni um að-
gerðina átti að hætta við hana ef
innan við 6 þyrlur væri í lagi. Þar
sem aðeins fimm þyrlur voru
nothæfar var hætt við aðgerðina
sagði Brown.
Brown sagði að í flugtaki frá
eyðimörkinni hefði þyrla rekist á
C-130 flugvél og kviknað hefði í
þeim báðum. Yfirmaður aðgerðar-
innar, sem er ónefndur, skipaði þá
mönnum sínum að fara um borð í
flutningaflugvélarnar.
„Teheran er ekki Entebbe,"
sagði Brown og benti á að erfið-
leikarnir samfara því að ná til
bandarísku gíslanna hefðu verið
meiri en þegar ísraelsmenn björg-
uðu gíslunum í Entebbe í Uganda.
Hann sagði að þyrlurnar hefðu
flogið 500 mílur til þess að fá
eldsneyti til lokaskrefs aðgerðar-
innar: að reyna að bjarga gíslun-
um.
Brown sagði að Bandaríkja-
menn hefðu skilið eftir fjórar
þyrlur sem voru í fullkomnu lagi,
eina bilaða þyrlu og brennandi
flak einnar þyrlu og C-130 flutn-
ingaflugvélar.
Hann hrósaði bandarísku árás-
armönnunum og sagði að þeir
ættu skilið stuðning og þakklæti
allra Bandaríkjamanna. Hann
sagði að þeir væru atvinnuher-
menn sem hefðu fengið góða
þjálfun og væru samvizkusamir.
Brown sagði að aðgerðin hefði
verið æfð með góðum árangri í
Bandaríkjunum. Hann sagði að
auðveldara hefði verið að koma
gíslunum frá Teheran þegar
Bandarískt herlið hefði komið sér
fyrir í eyðimörkinni en að koma
eyðimerkurstöðinni á laggirnar.
Hann sagði að það hefði verið
erfiðasti hluti aðgerðarinnar.
Aðspurður hvort takast hefði
mátt að bjarga gíslunum án mik-
illa blóðsúthellinga sagði Brown
að hann hefði verið bjartsýnn á að
það hefði verið hægt.
Þetta er staðurinn
Á kortið er merktur staöurinn þar sem Bandaríkjamenn segja að
leiðangursmenn hafi veriö staddir þegar tæknilegir örðugleikar ollu þeirri
ákvöröun að snúa varö við, en Tabas er bærinn þar sem íranir segja að
tvær bandarískar herflugvélar hafi hrapaö er tekizt hafi aö bægja
innrásarliöinu frá. AP-símamynd
Bandaríska flugvélamóöurskipið Nimitz.
Flugstöð í Egyptalandi
notuð til aðgerðarinnar
ÍSRAELSKA útvarpið
sagði að Bandaríkjamenn
hefðu notað egypzka
flugstöð til tilraunarinn-
ar til að bjarga gíslunum
að sögn kanadíska blaðs-
ins Toronto Star í gær.
Að minnsta kosti þrjár
Hercules-flutningaflugvél-
ar (C-130), sem hver um
sig getur flutt 250 menn,
voru notaðar og þær fóru
frá stað skammt frá
Kaíró um miðnæturbil.
Flugvélarnar höfðu við-
komu í Bahrain að sögn
blaðsins og flugu til yfir-
gefins flugvallar í írönsku
eyðimörkinni til móts við
þyrlurnar sem áður höfðu
komið þangað annað
hvort frá herskipum á
Arabíuhafi eða frá
Egyptalandi í áföngum.
Blaðið segir að banda-
rískar flugvélar hafi flog-
ið með menn sem særðust
í aðgerðinni gegnum
gríska lofthelgi í nótt.
Aðgerðunum var stjórnað
frá AWACS-flugvél að
sögn blaðsins.
I Aþenu var staðfest að
þrjár bandarískar flugvél-
ar hefðu flogið með
bandaríska hermenn sem
særðust í björgunartil-
rauninni um gríska loft-
helgi.
Flugvélarnar flugu með
menn sem brenndust í
árekstri flugvélanna í
eyðimörkinni. Flugvélun-
um var leyft að fljúga í
grískri lofthelgi á leið
þeirra til Vestur-Þýzka-
lands og það var gert í
samræmi við alþjóðaregl-
ur að sögn talsmanns
grísku stjórnarinnar.
Talsmaðurinn sagði að
bandarísku flugvélarnar
hefðu ekki flogið frá
gískri grund né flogið
gegnum gríska lofthelgi á
leiðinni til írans.