Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 3 Þrír skipverjar Jökultinds taldir af: VÉLBÁTURINN Jökultindur SI 200 fórst skammt norðvestur af Vestmannaeyjum sl. miðvikudagskvöld og eru þrír skipverjar, sem á honum voru taldir af. Lík skipstjórans, Guðmundar E. Guðjónssonar kaf- ara, fannst rekið í gær á Steinafjöru undan bænum Berjanesi í A—Eyjafjöllum og var Guðmundur bundinn við bauju og var klæddur sjóstakki og stígvélum. Guðmundur var fæddur 23.3. 1931 til heimilis að Bogahlíð 18 í Reykjavík. Með honum fórust sonur hans, Magnús Rafn Guðmundsson, fæddur 7.12.1959 til heimilis að Bogahlíð 18 og Kári Valur Pálmason, fæddur 21.12. 1959 til heimilis að Brekkugerði 12 í Reykjavík. Guðmundur hefur um árabil unnið við kafarstörf í Eyjum ásamt syni sínum og fleirum, en um skeið hafði hann stundað róðra á 15 tonna stálbáti sínum smíðuðum 1971 á Seyðisfirði. Jökultinds var saknað á fimmtudagsmorgun, en síðast sást til bátsins innst á Flúðunum, mitt á milli lands og Eyja, um kl. 18 á miðvikudag. Trillubátar voru þá á þessum slóðum og var veður gott og sléttur sjór. Leitarmenn í Vestmannaeyjum á útkikki. Líklegt að bátnum hafi hvolft þegar netin voru dregin inn Strax og bátsins var sakn- að var hafin leit, fjörur gengnar, leitað á sjó og stór hluti Suðurlandsmiða var kembdur úr lofti, en einskis varð vart úr bátnum. I gær fór Lóðsinn og fleiri bátar úr Eyjum að þeim stað sem síðast sást til Jökultinds og komu þar fram lóðningar á dýptarmæli, sem benda sterklega til þess að báturinn liggi þar á 50 m dýpi. Líkur benda til þess að slysið hafi orðið með þeim hætti að netatrossan hafi festst í botni þegar verið var að draga netin inn á spilinu og að þeir skipsfélagar hafi ekki náð að kúpla frá spilinu og bátnum því hvolft. Vitað er Jökultindur SI 200. (Ljósm.: SÍKurKCÍr) að stjórntækin á dekki voru ekki í lagi, en hafi þeir verið að hífa munu þeir allir hafa verið á dekki. Sjómenn á bátum sem komu að Jökul- tindi síðdegis á miðvikudag veittu því athygli að lest var opin eins og ekki er óalgengt á veiðum í öðru eins góðviðri og var sl. miðvikudag. Ekki tókst að kanna nánar þann stað sem lóðningin fór fram á, en það verður gert við fyrsta tækifæri þegar brælunni, sem skall á í fyrri- nótt, linnir. I dag verða fjörur gengnar frá Affalli í Landeyjum, allt að Dyrhóla- ey, auk þess sem bátar svip- ast um og leitað verður úr lofti ef vel viðrar. Guðmundur Guðjónsson kafari við vinnu sina við Vestmanna- eyjar fyrir nokkru. að s/á það nýjasta Tækni-eða tískunýjungar, þad nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast-þú finnurþað í Bandaríkjunum - þarsem hlutirnir gerast. New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun í málaralist, leiklistog tónlistsvo dæmiséu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida - eða snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel við að skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs. NEW YORK-EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.