Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 25 DGERÐIR BANDARÍKJAMANNA Louisa Kennody, eiginkona bandarísks gísls í sendiráöinu í Teheran, á blaöamannafundi í Lundúnum eftir aö frétzt hafði um hina misheppnuöu för. Hún kvaöst um tíma hafa búizt viö aö slík tilraun yröl gerö, ekki sízt vegna þess þrýstings, sem stjórn Bandaríkjanna heföi veriö beitt aö undanförnu. (AP-símamynd) ÍRAN — Ungir sem aldnir stormuöu aö bandaríska sendiráöinu í Teheran til aö flytja fagnaöarboöskapinn um að tekizt heföi aö koma í veg fyrir aö gíslarnir yröu frelsaöir. AP-símamynd Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkj- anna á blaöa- mannafundi í París, þar sem hann sagöi, aö Sovétstjórnin for- dæmdi tilraun Bandaríkja- manna til aö frelsa gíslana. AP-símamynd Anthony Kenny: Hlýðið eng- um ólögum í MORGUNBLAÐINU 15da apríl birtist frétt frá Félagi áhugamanna um heim- speki um ofsóknir tékknesku ríkislög- reglunnar á hendur svonefndum Patockaháskóla í Prag, en honum veitir heimspekingurinn Júlíus Tomin for- stööu. Gengst félagið nú ffyrir fjársöfn- un fyrir bókagjöf til Patockaháskólans, Aristóteles samdi tvö höfuðrit um siðfræði, Siðfræði Níkómakk- osar og Siðfræði Evdemosar. Fyrri siðfræðin er eitt af sígildum verkum evrópskra bókmennta; hina síðari lesa engir nema fáeinir fræðimenn. Ritin tvö eru nauðalík; en þeim ber þó á milli eitt höfuðatriði. Samkvæmt siðfræði Níkómakkosar er líf heimspekings bezta líf sem maður getur lifað; samkvæmt siðfræði Evdemosar er heimspekin, svo mikilsverð sem hún er, aðeins eitt af mörgu sem gefur lífinu gildi. Munurinn á þessum tveimur ritum átti að vera umræðuefnið á málstofu, sem mér var ætlað að halda í íbúð dr. Júlíusar Tomin í Prag að kvöldi laugardagsins 12ta apríl 1980. Kona mín og ég komum til Tékkóslóvakíu klukkan 4 síðdegis þennan dag; kona Tomins tók á móti okkur. A flugvellinum baðst hún afsökunar á því að hún væri ein; maður hennar væri að jafna sig eftir tveggja sólarhringa fangavist, sem hann hlaut fyrir að halda fyrirlestur um Aristóteles miðvikudagskvöldið áður. Frú Tomin sýndi okkur nokkrar feg- urstu byggingar í Prag í mesta flýti. Hún vonaðist til að við gætum skoðað borgina almenni- lega á sunnudag og mánudag; en ef við skyldum þurfa að hverfa úr landi fyrr en við ætluðum, þá væri leiðinlegt að við hefðum ekkert séð. Fólk safnaðist saman til mál- stofunnar klukkan 7. Ég hafði ekki hitt dr. Tomin fyrr; við vorum í tíu mínútur saman áður en hinir komu. Hann var þreytulegur en hlakkaði bersýnilega til kvöldsins og heimspekinnar. Lögreglunnar varð hvergi vart; hann taldi ósennilegt að hún legði í aðrar handtökur í einni og sömu vik- unni. En hann virtist ófús að tala um fangavist sína; hann hafði áhyggjur af hinu að ég hugðist vitna í nokkra staði í Siðfræði Evdemosar sem hann þekkti ekki fyrir. Hann vildi ganga úr skugga um hvort hann gæti þýtt þá á tékkn- esku. Við grúfðum okkur yfir gríska textann; hann var mjög alvarlegur á svip. „Hvers vegna er þessi lýsingarháttur í þágufalli?" spurði hann. „Ég skil þetta ekki.“ „Það er vegna þess,“ sagði ég „að hann stendur með fornafni í fyrstu persónu fleirtölu, en for- nafnið er undanskilið." Það glaðn- aði strax yfir honum. Ura það bil tuttugu manns á ýmsum aldri dreif nú að og herbergið fylltist. Við hófum að tala um Aristóteles. Ég ætlaði að leiða að því rök að í Evdemosar- siðfræðinni væru greinilega skynnsamlegri hugmyndir um lífsgæði en í Níkómakkosar-sið- fræðinni. Heimspeki væri vissu- lega frábær og skipti miklu, en við gætum ekki talið hana eina lykil- inn að lífshamingju eins og Níkómakkosar-siðfræðin reynir að sannfæra okkur um að hún sé. Ég tók að lýsa kenningu Aristó- telesar. Tomin þýddi hverja til- vitnun á tékknesku, svo og það sem ég hafði um hana að segja. en bókleysi háir mjög starfsemr hans. Samdægurs birtir MORGUNBLAÐIÐ þá Lundúnafrétt aö brezki heimspek- ingurinn Anthony Kenny, sem er rektor Balliol College í Oxford, heföi veriö handtekinn í Prag laugardagskvöldið áöur, hinn 12ta apríl. Hér fer á eftir frásögn Kennys af þeim atburðum: Stundum bætti hann einhverju við frá eigin brjósti og þýddi það aftur á ensku. Eftir litla stund blönduðu aðrir sér í umræðurnar. Radim Poulos, fyrrum prófessor við Karlsháskóla, andmælti jafn- aðarmerkinu sem Aristóteles vildi hafa á milli heimspekinnar og hins góða lífs. Rök hans voru snaggaraleg: „Ef heimspekin og gott líf eru eitt og hið sama þá væri sá sem er betri heimspeking- ur en annar líka betri maður. En Platón var betri heimspekingur en Sókrates, en Platón var ekki góður maður." Tomin virtist ekki líða vel þegar við andmæltum Aristótel- esi. En hann vildi ekki rengja samanburðinn á Sókratesi og Platóni; líf og starf Sókratesar eru honum og vinum hans helgir dómar. Sókrates bar dýpstu virð- ingu fyrir lögum lands síns; frekar en að flýja löglaust úr fangelsi drakk hann eitrið sem fyrir hann var sett. En tvisvar á ævinni hætti hann fyrr lífi sínu en að hlýða harðstjórnarfyrirmælum. Hann neitaði að ljá lýðræðissinnum at- kvæði sitt í dómi, þegar þeir í ofboði vildu stofna til ólöglegra réttarhalda. Og þegar Aþenumenn bjuggu einhverju sinni við ógnar- stjórn fámennrar klíku þá neitaði hann að eiga aðild að ólöglegri handtöku. „Hlýðið lögunum, en hlýðið eng- um ólögum," er kjörorð Tomins ekki síður en Sókratesar. Við héldum áfram að lesa Sið- fræði Nikómakkosar. Fyrir okkur varð staður þar sem Aristóteles segir að líf heimspekingsins sé hið bezta líf, því það sé lífið sem sízt verði frá manni tekið. Annað göfugt líferni krefst fjár, valds eða hjálpsamra vina; heimspekina eina geta menn stundað þótt þeir glati bæði fé sínu og vinum. Þessi staður var sterklega undirstrik- aður í eintaki Tomins. Við höfðum ekki fyrr haft hann yfir en tuttugu lögreglumenn, sumir í einkennis- búningum og aðrir ekki, flykktust inn. Tékkarnir voru beðnir um skil- ríkin; við hjónin og franskur kennari, einu útlendingarnir, sem þarna voru, vorum flutt á aðal- jögreglustöðina í Bartolo- mejskastræti. Skömmu síðar komu Tékkarnir líka, og þeim var haldið í þrjár klukkustundir unz þeir voru fluttir burt í varðhald. Tomin notaði tímann til að halda áfram að tala við nemendur sína um Aristóteles þar til lögreglan missti þolinmæðina og þaggaði niður í honum. Það kom mér á óvart að bygg- ingin í Bartolomejskastræti líktist mest klaustrum sem ég þekki til. Eins og þau voru var hún öldungis skrautlaus, og óþægileg húsgögn voru gerð handa fólki sem er altekið af köllun sinni. Þar sem gangar mætast hefðu nunnur haft styttu af heilögum Jósef eða heilagri Teresu; þarna voru í þeirra stað lítil ölturu helguð Lenín og tékkneskum félags- hyggjuhetjum, með styttum, fán- um og lesmáli, sem er eflaust mjög uppbyggilegt. Við þrjú, útlendingarnir, vorum yfirheyrð hvert af öðru. Yfir- heyrsla mín var endurtekning á viðtali mínu við tékkneska sendi- herrann í London í sendiráðinu í Kensington þar sem ég kvartaði yfir brottvísun starfsbróður míns Williams Newton- Smith úr Tékkóslóvakíu. í bæði skiptin var því haldið fast fram að það væri ólöglegt að tala við Júlíus Tomin og hans lið, en engin leið að fá það upplýst hvaða lög hefðu verið brotin. Ég var beðinn að undirrita skjal sem virtist, eftir að túlkur hafði lesið það fyrir mig í enskri þýðingu, vera mjög brotakennd og ónákvæm endursögn á því sem ég hafði sagt. Ég veit ekki hvort rangfærslurnar voru af ráðnum hug eða hvort hinu var um að kenna að túlkurinn hafði greini- lega lítið vald á ensku. Yfir undirskrift minni skrifaði ég: „Ég skil ekki orð í tékknesku; ef marka má þýðingu sem lesin var yfir mér er þessi skýrsla fjarri réttu lagi.“ Um stund leit út fyrir að við þrjú yrðum sett í varðhald og sökuð um eitthvert afbrot, en klukkan þrjú um nóttina varð ljóst að við yrðum flutt í bíl til landamæranna og rekin úr landi eins og Newton-Smith. Ef til vill áttu harðorð mótmæli brezka sendiráðsins í Prag einhvern þátt í því, en af þeim vissum við ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Um nóttina minntumst við orða Tom- ins er hann var að skýra einhvern stað hjá Aristótelesi. „í fangelsi megum við aldrei óska þess að tíminn verði fljótari að líða. Það merkir að þeir hafi sigrað." Klukkan sjö á sunnudagsmorgni vorum við þrjú frjálst fólk í Bayern í Vestur-Þýzkalandi. Tom- in og hinir tuttugu Tékkarnir voru í haldi í tvo sólarhringa að vanda; þeim var sleppt á þriðjudags- morgni án allra sakargifta. Þessi hópur mun halda áfram að hitt- ast, og útlendingar vinir þeirra munu heimsækja þau. Ugglaust er tékkneska lögreglan sannfærð um að Tomin sé heitur stjórnarandstæðingur og andófs- maður. En sannleikurinn er sá, að svo miklu leyti sem ég get um hann dæmt, að hann er nákvæm- lega sama sinnis og Aristóteles. Þá trúir hann því að líf heimspek- ingsins sé langtum æðra nokkurri stjórnmálabaráttu. Ef hann á sér einhvern málstað í stjórnmálum er hann sá einn, að honum veitist með vinum sínum það frelsi til að nema og kenna heimspeki sem tryggt er í tékkneskum lögum. Auðvitað hefur tékkneska leyni- lögreglan átt miklu betra færi á því en ég að ránnsaka hvatir Tomins og allt skapferli. En ég held þeim lærðist að .skilja hann betur ef þeif settust sjálfir niður og læsu Siðfræði Níkómakkosar. (Þýtt hefur Þorsteinn Gylfason) Félag áhugamanna um heimspeki veitir viðtöku framlögum til Patoka- söfnunarinnar. Utanó- skrift fólagsins er póst- hólf 7022, póststofu R7, Neshaga 16, 107 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.