Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 39 Elías Þ. Eyvindsson lœknir — Minning Góður vinur okkar Norðfirðinga og mikill velgerðarmaður Elías Þ. Eyvindsson læknir, er látinn. Hann lést í Park Falls, Wisconsin í Bandaríkjunum hinn 16. mars s.l. Elías var tímamótamaður í þróun heilbrigðismála á íslandi og verður nafn hans um alla framtíð tengt þeirri þróun. Starf hans hér, sem fyrsti yfir- læknir Fjórðungssjúkrahússins, er einn þátturinn í þeirri sögu. Fyrir okkur Austfirðinga varð starf hans hér svo þýðingar mikið, að það olli algjörum þáttaskilum í þróun heilbrigðismála fjórðungs- ins. Elías Þórarinn Eyvindsson var fæddur í Vestmannaeyjum hinn 14. júní 1916. Foreldrar hans voru Eyvindur Þórarinsson, skipstjóri og síðar hafnarvörður og kona hans Sigurlilja Sigurðardóttir. Elías ólst upp í Vestmannaeyjum í umhverfi og andrúmslofti hins íslenska sjávarpláss, sem jafnan setur nokkuð mark sitt á einstakl- ingana og sem svo mjög mátti greina í skaphöfn og framkomu Elíasar. Elías varð candidat frá lækna- deild Háskóla íslands 1944, en strax á öðru ári þar frá, fór hann til Bandaríkjanna til framhalds- náms. Lagði hann þar bæði stund á nám í handlækningum og svæf- ingum og deyfingum. Þetta nám stundaði hann í 5 ár, en kom þá heim til íslands og réðist til starfa við Landspítalann og mun það samdóma álit samstarfsmanna hans á Landspítalanum, jafnt lækna sem læknanema, sem nutu kennslu hans þar, að við komu hans hafi orðið algjör þáttaskil á þeirri stofnun í meðferð svæfinga og deyfinga. A Landspítalanum vann Elías einnig sem aðstoðarlæknir á handlækningadeild og fékk sér- fræðingsréttindi í þeirri grein 1958. Arið 1952 fór hann á ný utan til Bandaríkjanna og kynnti sér þar starfsemi og rekstur blóðbanka. Að því námi loknu vann hann að skipulagningu og stofnun Blóð- bankans og varð fyrsti forstöðu- maður þeirrar stofnunar. Elías var starfsmaður Land- spítalans frá því snemma á árinu 1951 til síðari hluta árs 1956, að hann réðist að sjúkrahúsi okkar hér í Neskaupstað og lágu leiðir okkar þá fyrst saman. Ég man glöggt þann dag, sem ég fékk fyrst vitneskju um, að Elías hefði hug á að sækja um yfirlækn- isstöðuna við okkar nýja sjúkra- hús. Það var dag nokkurn á miðju sumri árið 1956, að Lúðvík Jós- epsson hringdi til mín frá Reykjavík og sagði mér, að til sín hefði komið ungur læknir Elías Eyvindsson og sagt sér að hann hefði hug á að sækja um yfirlækn- isstöðuna við sjúkrahús okkar, sem þá átti að taka til starfa eftir nokkra mánuði. Lýsti Lúðvík manninum sem sérlega glæsilegum, bæði hvað menntun, útlit og alla framkomu snerti og sagðist vart trúa því að við ættum svo góðra kosta völ. Ég hafði strax samband við Elías og bauð honum og konu hans Lynn austur til þess að líta hér á aðstæður, hvað þau gerðu. Frá þeim tíma hófst samstarf okkar Elíasar og vinátta. Samstarfið stóð því miður aðeins í 5 ár, en vináttan hélst. Elías var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Eggerts- dóttir og eignuðust þau einn son, Eggert. Síðari kona hans var bandarísk Lynn Carol Flanum og eignuðust þau 4 börn, Pétur Gústaf, Helen Carol, Eyvind Þórarinn og Hans Karl. Elías fluttist vestur um haf til heimkynna konu sinnar síðla hausts 1961 og átti þar heima síðan, þótt aldrei gerðist hann bandarískur ríkisborgari. Vígsla sjúkrahússins hér 18. jan. 1957 er mikill tímamóta atburður í sögu heilbrigðismála á Austurlandi. Markmiðið með byggingu sjúkrahússins var að gjörbreyta því ófremdar- og nán- ast neyðarástandi, sem þá ríkti í heilbrigðismálum fjórðungsins. Þá var það svo, að á allri strandlengjunni frá Eyjafirði til Vestmannaeyja var hvergi að- staða til minnstu skurðaðgerðar. Fólk, sem ekki þekkir af raun til þess tíma, getur rétt ímyndað sér það ástand, sem oft skapaðist við slysfarir á sjó og í landi, við erfiðar og afbrigðilegar fæðingar Sigurjón Sigvalda- son — Minningarorð Fæddur 18. september 1907. BHMlÍiAiíÍi'- ©till Dáinn 18. apríl 1980. if' i. _ .*»&**» . Hinn 18. apríl síðastliðinn lést hinn mikli athafnamaður Sigur- jón Sigvaldason bóndi að Urriðaá í Miðfirði. Með sanni má segja að þar hafi maður í eitt skipti fyrir öll horfið frá starfi sínu því ekki man ég Sigurjón frænda minn öðru vísi en ötulan og sístarfandi mann. En þrátt fyrir allt það annríki sem einu sveitaheimili fylgir, þá voru móttökur og viðurgjörningur á Urriðaá með slíkum hætti að ekki verður með orðum lýst, enda þetta gestrisna heimili ekki að öðru þekkt. Ég man þegar ég sem smástelpa kom í mína árvissu sumarheim- sókn að Urriðaá ásamt foreldrum mínum, þá þurfti „barnið úr bæn- um“ margs að spyrja og margt að reyna. Það reyndist mér eins og öðrum börnum ómetanleg gleði að fá að taka þátt í störfum bóndans og Sigurjón frændi var sannarlega fús til þess að leyfa okkur að fylgjast með öllu því er fram fór á bænum og traust sýndi hann okkur með smá embættisverkum, þótt ég í dag skilji að ekkert höfum við gagnið gert en án efa tafið fyrir. Mér er ljúft að minnast heim- sókna minna að Urriðaá og ég veit að margir sem dvöldu þar sumar- langt eiga þaðan hlýjar minningar og lærdómur gagnlegrar vinnu er veganesti þeirra þaðan. Fyrir hönd móður minnar ínu og fjölskyldu sendi ég Margréti konu Sigurjóns, Sigvalda syni þeirra og fjöiskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að góðar minningar létti sorg þeirra. „Far þú í friði friður Guðs þi« blossi. hafðu þokk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fyigi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.** Matta og í margskonar sjúkdómstilfell- um, sem kröfðust skjótra skurðað- gerða, og í því sambandi verður einnig að hafa í huga, að samgöng- ur voru þá allt aðrar á landi og í lofti en nú eru. Strax á fyrstu dögum starfsem- innar sýndi það sig að þörfin var mikil og breytingin var nánast bylting, en það, hvað allt fór vel af stað og tókst giftusamlega, var öðru fremur því að þakka hve afburða vel menntaður og snjall læknir hélt um stjórnvölinn. Eng- inn má skilja orð mín svo, að ég vilji hér upphefja Elías og störf hans á kostnað annars starfsfólks. Slíkt er fjarri mér og væri nánast helgispjöll í minningu svo hóg- værs og drenglynds manns. Sannleikurinn er sá, að hið fámenna starfslið sjúkrahússins vann nánast þrekvirki á fyrstu starfsmánuðunum, því erfiðleik- arnir voru ótrúlega miklir og margvíslegir. En það vannst nýr sigur með hverjum starfsdegi. Við urðum vitni að svo mörgu dásamlegu til björgunar manns- lífum og líknar í þjáningum, að gleðin yfir breytingunni frá því sem var, yfirskyggði alla erfið- leika. Það var mikil gæfa fyrir sjúkra- hús okkar, að fá slíkan afburða lækni til þess að móta þá starf- semi, sem svo giftusamlega hefur verið rekin hér síðan. Eins og áður segir þá fluttist Elías með fjölskyldu sína alfarið til Bandaríkjanna síðla hausts 1961. Skömmu eftir komuna þangað settist hann að í Park Falls í Wisconsin og réðst sem skurð- læknir við Memorial Hospital þar í borg, jafnframt því sem hann, ásamt starfsbróður sínum, stofn- setti eigin klinik, sem vaxið hefur ár frá ári og er nú orðin mikil og myndarleg stofnun. I Park Falls eins og hér urðu vinsældir hans miklar bæði sem mikilshæfs læknis og drenglynds og góðs manns. Útivist Elíasar var orðin löng eða samfellt í 19 ár. Á svo löngum tíma vill tilfinn- ingin fyrir landi og þjóð, það sem við köllum einu orði ættjarðarást, oft sljóvgast og flestir verða samrunnir því umhverfi, sem þeir lifa í og tilheyra því síðan. Svo varð þó aldrei með Elías, hvort sem maður vill telja honum það til hamingjuauka eða öfugt. Hann elskaði ísland og allt sem íslenskt var í þessa orðs fyllsta og hreinasta skilningi, landið, þjóð- ina og ekki síst íslenskar bók- menntir. Aðal vinir hans í útland- inu voru íslenskir rithöfundar, Halldór Laxness, Gunnar Gunn- arsson, Þorbergur Þórðarson, Guðmundur Hagalín og svo höf- undar íslendingasagnanna. Þetta voru félagar, sem aldrei brugðust og alltaf var hægt að leita til og eiga með vinafund. Það var föst venja Elíasar að koma til Islands annað hvert ár og nú síðast á hverju ári. í hvert sinn kom hann hingað til Neskaup- staðar og dvaldi hjá okkur í nokkra daga. í sambandi við þessar heim- sóknir var jafnan farið í veiðiferð- ir því Elías hafði mikið yndi af veiðiskap og var góður veiði- maður. Jafnan var þá farið til Vopnafjarðar og veitt í Vestur- dalsá og Hofsá. Þetta voru alltaf afburða skemmtilegar ferðir, hvort sem veiðin varð mikil eða lítil. I vina hópi var Elías öllum öðrum glaðari og fyndnari. Hann hafði mikla kímnigáfu og voru tilsvör hans oft leiftrandi fyndin og eru sum þeirra enn þá á vörum manna hér. Þessar heimsóknir til ættjarð- arinnar voru Elíasi greinilega mikils virði. Gleði hans yfir að vera kominn heim leyndi sér ekki. I ferðum okkar um Austurland áttum við fasta áningarstaði og eru þeir þar sem víðsýni er mikið svo sem á norður og suður brúnum Heliisheiðar, sem liggur á milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. í Möðrudal, þegar sú leið var farin. Á brúnum Fjaðarheiðar þegar skroppið var til Seyðisfjarðar. Burstarfell í Vopnafirði og Skuggahlíðarbjargi í Norðfirði. Á • öllum þessum stöðum er náttúran stórbrotin og útsýni mikið og fagurt. Þótt Elías væri að eðlisfari hlédrægur og flíkaði ekki tilfinningum sínum, leyndi hann ekki á þessum stundum gleði sinni og hrifningu yfir tign og fegurð ættjarðarinnar. Nú er minn kæri vinur kominn á leiðarenda og sameiginlega förum við ekki fleiri ferðir. Fjölskylda mín saknar sárt góðs vinar og við hjónin og Lúðvík og Fjóla munum seint sætta okkur við, að hann skuli ekki oftar verða með í okkar veiðiferðum til Vopnafjarðar. Við ræddum stundum um það, nú á síðustu árum, bæði í gamni og alvöru, að það væri farið að hausta að í lífi okkar, en vorum þó innilega sammála um að haustið ætti líka sína fegurð, þótt ekki væri hún eins heillandi og fegurð vorsins og sumarsins. Það kom mér mjög á óvart að svo væri orðið áliðið hausts hjá Elíasi vini mínum, sem raun ber vitni um. Ekki grunaði mig, þegar hann kvaddi okkur í fyrrasumar, glaður og reifur, að þá þegar hefði hann fundið kaldan andblæ hausthél- unnar, sem er fyrirboði vetrarins, sem flest líf deyðir eða leggur í dróma, en nú veit ég að svo var. Slíkt var æðruleysi hans og kjark- ur, að hann leyndi öllum þessum veðrabrigðum. Nú kveðjum við og þökkum líf og starf mikils læknis og-góðs manns. Sigrar hans í baráttunni við dauðann um líf annarra voru margir, en lokabaráttunni um eigið líf töpum við öll. Ég veit, að sú stofnun, sem Elías hefur þjón- að, nú nær samfellt í 19 ár, hefur misst mikið og vinir hans og ættingjar hér heima og í Banda- ríkjunum sakna vinar í stað. Sárastur og mestur er þó missir og söknuður eiginkonu hans og barna, því ég veit, að þeim var hann vinur og félagi í þeirra orða bestum og fegurstum skilningi. Stefán Þorleifsson, Neskaupstað. Búnaðarbankinn 50 ára í sumar: Afmælishaldið að mestu helgað skógræktarstarfi HINN 1. júlí í sumar verða liðin 50 ár frá því, að Búnaðarbanki íslands tók til starfa í Reykjavík. Stjórn bankans hefur ákveðið að halda upp á afmælið með ýmsum hætti, sumpart nokkuð nýstár- legum, og verður afmælishaidið að mestu helgað íslenska birkinu og skógræktarstarfi á íslandi í hálfa öid, en á þessu Ári trésins eru einnig liðin 50 ár frá því að Skógræktarfélag íslands var stofnað. Einn þáttur í framlagi bankans til þessa málefnis verð- ur sá, að 400 eigendum spari- sjóðsbóka og vaxtaaukaskírteina við bankann verða með tölvuút- drætti gefin samtals 2000 birki- tré til gróðursetningar. Fram- kvæmd verkefnisins verður i höndum Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Reykjavíkur og starfsmanna Búnaðarbank- ans. Hver afmælisgjöf verður fimm birkitré, en fólki verður gefinn kostur á að skipta og fá aðrar tegundir eftir samkomulagi við gróðrarstöðina, sem afgreiðir trén á hverjum stað samkvæmt gjafa- bréfum Búnaðarbankans. Bjarkir Búnaðarbankans verða sérstaklega valdar af fulltrúa Skógræktar ríkisins. Tré þessi verða 1 m til 1.25 m á hæð og tilbúin til gróðursetningar. Er til þess ætlast, að þeir, sem eignast þessi tré, gróðursetji þau við heimili sín eða á þeim stöðum, sem þau yrðu sem flestum til yndisauka. Númer sparisjóðsbóka og vaxta- aukareikninga verða dregin út í hlutfalli við reikningsfjölda í aðal- banka og útibúum Búnaðarbank- ans um land allt. Afhendingartími birkitrjánna verður frá 15. maí n.k. fram til 1. júlí, en eftir þann tíma renna ósótt tré til viðkom- andi skógræktarfélags, sem sér um gróðursetningu þeirra eða ráðstöfun í sambandi við Ár trésins. (Fréttatilkynning). vetrarstarfi Hvat- ar senn að Ijúka FRÁ Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, hafa borist þær upplýsingar að vetrarstarf- inu sé senn að ljúka. Hvöt er hluti af stjórnmálaflokki og því hefur kosningastarf og annað flokks- starf sett mikinn svip á starfið í vetur, líkt og hjá öðrum sjálf- stæðisfélögum. Mörg málefni hafa verið á dagskrá félagsins í vetur eins og fram kemur í fréttabréfi Hvatar „Félagstíðindi“. Sú nýlunda hefur verið tekin upp, að í hverju blaði eru kynnt fyrirtæki sem konur starfrækja og/eða stjórna. Þá hafa sjálfboðaliðar komið mjög við sögu í félagsstarfinu síðasta misseri og verður næsti fundur félagsins, sem haldinn verður mið- vikudaginn 30. apríl, sérstaklega ætlaður sjálfboðaliðum og öðrum er láta sig starfið varða. Fundur- inn verður í Valhöll og hefst kl. 17. Á uppstigningardag, 15. maí, verður efnt til fjölskylduferðar austur í Þykkvabæ og verður þá m.a. hlýtt á messu hjá séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Ferðin verð- ur kynnt nánar er nær dregur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.