Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 18

Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 18
18 BRESKA VIKAN Breskt síðdegiste með sekkjapípu- og píanótónlist NÚ STENDUR yfir bresk vika á Hótel Loftleiðum o« nú um helg- ina verður þar ýmisleíft á boðstól- um sem ber breskt yfirbraííð. I hádeginu verður framreitt kalt borð á breska vísu og skoskur sekkjapípuleikari mun skemmta matargestum. Á Vínlandsbar hef- ur verið komið fyrir breskum „pub“ og verður þar einnig fram- reiddur matur sem ber heitið „Pub grub“. Breskt síðdegiste verður á boðstólum um kaffileytið og mun píanóleikari og sekkjapípuleikari flytja tónlist gestum til yndis- auka. Á kvöldin er breskur matseðill í Víkingasal. Þar verður einnig dansað að borðhaldi loknu. Þá mun Magnús Magnússon flytja erindi í ráðstefnusal Hótels Loftleiða um þessa helgi. Gestum á bresku vikunni á Hótel Loftleiðum verður m.a. boðið upp á breska hijómiist ýmiss konar. Hér spiiar pianóleikarinn Cockney. MYNDLIST Málverkasýningar í Reykjavík og víöar SÝNINGIN frá Sonju Heine og Nils Onstad-safninu stcndur enn yfir í Norræna húsinu en auk hennar verður sýning á norskum grafíkverkum í anddyri hússins nú um helgina. Á Kjarvals- stóðum verður Nordisk Textiltri- ennalsýningin en henni mun Ijúka 4. mai n.k. Árni Garðar opnaði málverka- sýningu í Nýja Galleríinu um sl. helgi en þeirri sýningu mun ljúka á morgun, sunnudag. Árni sýnir nú 45 vatnslita-, pastel- og olíu- krítarmyndir en þetta er 4. einka- sýning hans. í FIM-salnum á Laugarnesvegi verður opin sýning á verkum eftir Hjörleif Sigurðsson í dag og á morgun kl. 14—22. Á sumardaginn fyrsta opnuðu 12 frístundamálarar sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Selfossi. Sýna þeir þar 71 verk. Sýningin verður opin kl. 14—22 en henni lýkur á morgun. í Listhúsinu á Akureyri er sýning á myndum feðginanna Sig- rúnar Steinþórsdóttur Eggen og Steinþórs Marinós Gunnarssonar. Sýningunni lýkur á morgun. í Eden sýnir Soffía Þórkelsdótt- ir 40 myndir málaðar hin síðari ár. Sýningin verður opin til 28. þessa mánaðar. Sýningin er til styrktar einhverfum börnum. Á sýningu Sonju Heine og Nils Onstad-safnsins í Norræna húsinu getur að líta verk ýmissa meistara málaralistarinnar. Þar á meðal er verk það eftir Edvard Munch sem þessi mynd er af. Aðstandendur Leikbrúðuiands ásamt Þóru Kristjánsdóttur listráðunauts fyrir utan Kjarvalsstaði. BRÚÐULEIKHÚS Sálin hans Jóns míns LEIKBRÚÐULAND sýnir „Sálin hans Jóns míns“ á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun kl. 15 báða dagana. Leikurinn er gerður upp úr þjóðsögunni og leikritinu Gullna hliðið og hefur Bríet Héðinsdóttir samið handritið en hún er jafnframt leikstjóri. Messíana Tómasdóttir bjó brúðurnar til en 11 atvinnuleikarar leggja þeim til raddir sínar. Leikbrúðuland hefur veg og vanda að sýningunni og aðstandendur leikhússins stjórna brúðunum og aðstoðuðu við gerð þeirra. MYNDLIST Málverkasýning BRESKI listmálarinn Brian Pilkington mun opna málverka- sýningu í Djúpinu, Hafnarstræti, laugardaginn 26. april. Sýndar verða 20 acrylmyndir, sem málað- ar hafa verið siðustu sex mánuð- ina. Þetta er önnur einkasýning listamannsins á íslandi. Brian er fæddur árið 1950 í Liverpool í Englandi. Hann stund- aði listnám í Liverpool Art College og síðar í Leicester Art College, þar sem hann hlaut B.A.-gráðu 1975. Málverkin sem Brian sýnir í Djúpinu að þessu sinni, eru ýmist af íslensku fólki í íslensku um- hverfi, eða af áhrifum tónlistar á hlustandann, yfirfærðum í mynd- mál. Fyrir tæpum fjórum árum kom Brian til íslands í sumarleyfi og hefur hann ekki snúið til baka enn. Fyrstu sýningu sína hér á landi hélt hann árið 1977 í gallerí- inu Sólon Islandus. Sýningin stendur til 9. maí og er opin daglega frá kl. 11 til 23. Listamaðurinn með eina af mynd- um sinum. LEIKLIST Leiksýningar í Reykjavik Þjóðleikhúsið: Sumargestir á stóra sviðinu í dag kl. 20. Óvitar á stóra sviðinu á sunnudag kl. 14. Smalastúlkan og útlagarnir á stóra sviðinu á sunnudag kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur: Er þetta ekki mitt líf? í dag kl. 20.30. Hemmi á sunnudag kl. 20.30. Klerkar í klípu í Austurbæjarbíói í dag kl. 23.30. Úr sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Sigurðar Guðmundssonar og Þorgeirs Þorgeirssonar, „Smalastúlkan og útlagarnir“. Hér eru þau Árni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir í hiutverkum smalastúlkunn- ar og eins útlagans. KVIKMYNDIR Milljónin FJALAKÖTTURINN sýnir í Tjarnarbíói í dag frönsku mynd- ina „Le Million" (Milljónin) eftir franska leikstjórann René Clair. Mynd þessi lýsir ferðalagi happ- drættismiða og leitinni að honum. Aðalhlutverkin eru í höndum René Leferre og Annabella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.