Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 37 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Erlendir Svíþjóð. Sænski vöruskipastóll- inn hefur minnkað um helming síðan 1975. Nú telur hann rúm- lega 500 skip þar af um 140 stórflutningaskip og 107 far- þegaskip. Ríkisstjórnin sænska hyggst nú rétta honum hjálp- arhönd en útgerðirnar eru van- trúaðar á að árangurinn verði eitthvað líkur loforðunum. Öl. Vegna verkfalla í Kaupmannahöfn er ljóst, að öl mun skorta í Höfn í sumar. Aætlað framleiðslutap vegna skyndiverkfalla o.fl. er um 80 millj. flaskna. Cargolux. Uppgangur þessa fé- lags hefur verið mikill eins og svo margra annarra fyrirtækja í Luxemburg. Að sögn forráða- manna félagsins er ein ástæðan sú, að verkföll hafa ekki órðið í Luxemburg í 31 ár. Fyrirtækið punktar semur við 3 stéttarfélög og eru samningar til tveggja ára í senn. Burmeister og Wain hefur nú selt BW-Diesel til þýsku MAN- -verksmiðjanna og er þetta gert til að rétta við erfiða fjárhags- stöðu fyrirtækisins. Nú er verið að reyna að selja fleiri fyrirtæki eins og Ernst Voss (eldavélar), BW-Coronet (bátar) og Nord- isk-Diesel en þeir hafa sérhæft sig innan landbúnaðarins. Skattafrádráttur. Fyrir um tveimur árum var lögleiddur í Frakklandi sérstakur skattafrá- dráttur vegna hlutabréfakaupa. Hámarkið var 5000 f.fr. á ári. Síðan þetta gerðist hefur fjár- magnið streymt til atvinnulífs- ins og er talið að þetta sé ein ástæða þess hversu vel gengur í Frakklandi í dag og spáð er að muni ríkja þar á þessum áratug. Staða hins frjálsa framtaks? Þessi mynd sýnir ef til vill betur en nokkuð ann- að hvaða tökum stjórn- völd taka frjálsu fram- taki. Markaðsmálin gleymdust Oft koma upp tilfelli þar sem góðir tæknimenn stofna fyrirtæki sem síðan verða að stórfyrir- tækjum. En allt í einu hættir þessi sjálfsagði vöxtur og allt fer að ganga aftur á bak og það á miklu meiri hraða en þegar á uppbyggingunni stóð. Nýjasta dæmið um þetta, þ.e. af stærri gráð- unni, er bandaríska fyrir- tækið Polaroid. Stofnandi þess var mikill uppfinn- ingamaður og var hann kominn með yfir 500 einkaleyfi. Þessu fylgdi að sjálfsögðu svo mikil leynd, að hann hélt öllu fyrir sjálfan sig. En góðir tæknimenn þurfa ekki að vera góðir sölumenn. Pol- aroid mistókst algjörlega að markaðssetja tækni- undrið Polavision með þeim afleiðingum, að birgðasöfnun varð mikil, stórfellt tap og hlutabréf- in voru skráð í Kauphöll- inni átta dollurum lægra en bókfært verð þeirra var. Mistökin felast m.a. í því að hér var um of sérhæfða vöru að ræða til að hægt væri að selja hana í almennum verzlun- um en á því byggðust allar áætlanir. Fyrirtækið hef- ur nú fengið nýja stjórn- endur og er því að vænta að viðhorfin breytist eitt- hvað. Svíar vilja norska olíu Fyrir um tveimur árum voru Wallenberg og hans fyrirtæki sökuð um að koma í veg fyrir að samn- ingar tækjust milli Volvo og norska ríkisins um gagnkvæma samvinnu í olíu- og bílaiðnaði. Nú berast hins vegar fréttir af því, að þessi sömu fyrirtæki reyni nú að ná samningum við Norð- menn. Hafa Svíarnir boð- ist til að afhenda þeim Grangas-fyrirtækið 100% og tæp 50% í Electrolux en það er þriðja stærsta fyrirtæki Svíþjóðar. Norðmenn eru sagðir tor- tryggnir vegna fyrri reynslu en nú ætti þó tryggingin að vera meiri þar sem sænski eignar- hluturinn er allur í eigu sömu aðila í raun. Haínargerð i Þorlákshöfn á vegum ístaks Lítið um útboð í opin- berum framkvæmdum Nú nýlega bar Birgir ísleifur Gunnarsson fram fyrirspurn á Alþingi um útboð verklegra framkvæmda á vegum ríkisstofnana. Svörin sem hann fékk hjá samgönguráðherra voru athyglisverð. Hlutfall útboða í framkvæmdum Vegagerðarinnar var 12% 1979 en 11% 1978. Hjá Hafnarmálaskrifstofunni var hlutfallið tæp 15% bæði árin og var þetta lága hlutfall skýrt með því að öll vinna í sjó væri áhættusöm og óvissuþættir margir. Með tilliti til þessara skýringa eru tölur Vegagerðarinnar athyglisverðar. Hlutfall verktaka (útboða) í flugvallargerð vár 13% 1978 en 24% á síðasta ári. Með tilliti til þess að útboð hafa gefist vel hjá Reykjavíkurborg og eru nær alltaf lægri en kostnaðaráætlanir þá eru tölurnar hér að framan allt of lágar. Ný fyrirtæki Athygli manna beinist nú meir og meir að litlu og meðal- stóru fyrirtækjunum. Ekki ein- ungis vegna þess, að þau séu oft arðbærust sbr. Bandaríkin, heldur eru þau góð lausn við orkukreppu og atvinnuleysi. Á árunum 1978 og 1979 gerði Jydsk Institut í samvinnu við Verzlunarháskólann í Kaup- mannahöfn athugun á nýjum fyrirtækjum og viðhorfum eig- enda á öllum Norðurlöndunum nema íslandi. Var þetta gert að ósk ráðherranefndar Norður- landaráðs. Hér fara á eftir nokkrir punktar um niðurstöð- ur þessarar athugunar. Styrkjakerfið nær almennt ekki til þeirra sem eru að fara að stofna sín eigin fyrirtæki. í þeim tilfellum sem um það er að ræða þá eru þeir yfirleitt bundnir við ákveðin landsvæði sem ekki virðist hafa mikil áhrif á stofn- endurna. Þeir virðast ekki vera mjög hreyfanlegir landfræðilega séð. Samvinna við stjórnvöld er nokkuð mismunandi eftir lönd- um. í Noregi er tortryggni af hálfu stofnenda í garð stjórn- valda mikil enda mikið um alls konar takmarkanir. Það sama virðist vera uppi á teningnum í Danmörku þrátt fyrir rýmri löggjöf þar. Viðhorfið er nokkuð betra í Svíþjóð en bezt er það í Finnlandi. Þar virðist ríkja gagnkvæmur skilningur. Helztu orsakir þess að nýtt fyrirtæki verður til eru þær, að stofnand- inn fær ekki nóg tækifæri á sínum gamla vinnustað og vill því byrja upp á eigin spýtur. Einnig kemur það fyrir, að fyrirtæki verða gjaldþrota en viðskiptavinirnir og/eða starfs- mennirnir vilja að starfseminni verði haldið áfram. Nokkuð at- hyglisvert er, að við stofnun fyrirtækisins virtust menn ekki notfæra sér þjónustu sjálf- stæðra ráðgjafarþjónustufyrir- tækja. Þriðjungur studdist við endurskoðendur, annar jafn stór hópur notfærði sér þjónustu bankanna og þeir sem eftir voru gerðu hlutina upp á eigin spýtur. Almennt sambandsleysi virtist ríkja milli nýju fyrirtækjanna og ráðgjafarfyrirtækjanna. Eitt algengt vandamál virtist mæta öllum stofnendunum. Ef takast á að útvega fjármagn, þá þarf að sýna áætlanir sem aftur sýna hagnað. Eins og við má búast eru ekki nýju fyrirtækin rekin með hagnaði fyrstu árin. Verður þetta til þess að samstarfið stirðnar milli bankans og fyrir- tækisins. Þeir, sem þessa könnun gerðu, segja að sú samvinna sem þá komi upp sé hvorugum aðil- anum til mikils sóma. Hins vegar virðist þessi skollaleikur nauðsynlegur, ef takast á að útvega fjármagnið. Meginniður- staða athugunarinnar er sú, að vöxtur nýrra fyrirtækja, sér- staklega framleislufyrirtækja, muni staðna ef ekki verði gripið í taumana og rekstrarskilyrði þessara aðila bætt. Ef það takist þá má gera ráð fyrir meiri hagvexti og betra atvinnu- ástandi — annars ekki. íslenskar iðnaðarvörur: Minnkandi markaðshlutdeild AÐ ósk Félags isl. iðnrekenda hefur Hagstofan tekið saman yfirlit yfir markaðshlutdeild þriggja islenskra iðnaðarvara. Er um að ræða kaffi, hreinlætisvörur og málningarvörur. Fram kemur að markaðshlutdeild þessara vara allra er lægri 1979 en 1978. Telur FÍI þetta meðal annars stafa út af óhagstæðari gengisskráningu. í hreinlætisiðnaði nær þessi athugun aðeins til fljótandi og fasts þvottaefnis í smásöluumbúðum. Markaðshlutdeild innlendra framleiðenda í þremur iðngreinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.