Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 32

Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Gróa Finnsdóttir Lítið inn- skot varð- andi Kúbu Ég ætla með þessu bréfkorni, fyrst og fremst að taka undir þau orð af alhug sem Ólafur Gíslason skrifar í grein sinni í Morgunblað- inu þ. 17.4. sL „Að bera fram plastdiskinn". Ólafur hefur ríku- lega þekkingu til að bera varðandi Kúbu og málefni hennar og var ég, ásamt honum og átta öðrum íslendingum, þeirrar gæfu aðnjót- andi að heimsækja Kúbu í des- ember og janúar sl. Þátttakendur í ferðinni voru alls 200 að tölu, allir norðurlandabúar. Við vorum ekki þarna í heim- sókn sem venjulegir túristar held- ur var förin farin til að vinna um helming dvalartímans á app- eisínu- og mandarínuekrum, svo og við byggingarframkvæmdir. Samtímis gafst okkur kostur á að kynnast sögu og menningu þessar- ar merkilegu þjóðar og síðast en ekki síst að sjá með eigin augum það gífurlega uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað eftir hina merku byltingu öreiganna sem gerð var undir forystu Fidel Castro og sem lauk með fullnaðar- sigri árið 1959. Hin mjög svo kléna þekking margra Islendinga á Kúbu hefur komið hvað gleggst í ljós nú síðustu daga, þegar fólk tók að safnast saman fyrir utan sendiráð Perú í Havana. Ætla ég ekki að rekja aðdraganda þess atburðar hér, heldur vísa ég til ofangreindr- ar greinar Ólafs í því sambandi. Ég vil aðeins láta í ljós furðu mína á því hvað almenningur virðist misvitur og gleypir algjörlega hráar þær mjög svo einhliða fréttir sem birst hafa í Morgun- blaðinu undanfarna daga um Kúbu. Þó stuðst sé við fréttir frá svokölluðum „óháðum" fréttastof- um, gætir oft á tíðum fáfræði um sögu landsins í þeim fréttaflutn- ingi, og/eða að ekki er látin í ljós viss vitneskja. (Menn ættu að muna þann fréttaflutning sem gat að heyra og sjá í breskum fjöl- miðlum og víðar þegar á þorska- stríðum okkar íslendinga og Breta stóð. Þar áttu „stóru, vondu" íslensku varðskipin að hafa ráðist á „óvernduðu“, sakleuasu bresku togarana.) í framhaldi af þessu get ég ekki annað en kallað að hróplega fávisku eða fljótfærni af það vel menntuðum manni sem ritstjóri Morgunblaðsins hlýtur að vera, að halda því fram að „á Kúbu hafi menn ekki tækifæri til að láta í Ijós hug sinn til stjórn- valda með atkvæði sínu í kosning- um“. (.) (Mbl. 17.4. ’80 bls. 36) Sannleikurinn er sá að ég efast um að í víðri veröld ríki jafnmikið lýðræði í orðsins fyllstu merkingu og á Kúbu. Þar er ekki aðeins kosið um hver eigi að stjórna málum landsins, heldur eru einnig greidd atkvæði um smávægi- legustu málefni sem upp koma og er það meira en hægt er að segja að eigi sér stað í lýðræðisríkinu íslandi, til dæmis tekið. Kosn- ingarnar fara aðeins fram í ann- arri mynd á Kúbu. Öfugt við á íslandi og hinum svokallaða „vest- ræna heimi“ er ekki farin kjósið- elsku-mig aðferðin, heldur fara kosningar fyrst fram í grunnein- ingum, þar sem málefnin eru rædd á jafnréttisgrundvelli og síðan er kosið um þann sem hæfastur er talinn í hverjum hópi. Fyrir byltinguna á Kúbu fóru fram kosningar með því klassiska formi sem við þekkjum. Voru þær haldnar í þinghúsinu í Havana, sem er nákvæm eftirlíking af þinghöll Bandaríkjanna. (Þing- húsið hefur nú að geyina eitt stórkostlegasta náttúrufræðisafn heims). Um þetta sama leyti var aðeins um fjórðungur þjóðarinnar læs, hinn ólæsi og óskrifandi þriðjungur fólksins hafði að sjálfsögðú ekki möguleika á að kjósa. Þetta var „lýðræðið" sem átti að hafa ríkt á Kúbu fyrir byltinguna og þetta er það „lýð- ræði“ sem ríkir í rómönsku Ameríku í dag. Þar er ástandið víðast hvar hið sama og ríkti á Kúbu fyrir byltinguna. Þar er ólæsi enn ríkjandi og misréttið er þar hvað hroðalegast í víðri ver- öld. Þó róma sumir hinar „frjálsu kosningar" leppstjórna Bandaríkj- anna þar!! Ég tel mig vera allvíðförula manneskju. Þó er það alveg víst að hvergi hef ég séð eins hamingju- samt fólk og á Kúbu og hvergi hef ég séð eins stolt fólk og á Kúbu. Það er stolt yfir sinni miklu og merkilegur byltingu, það er stolt yfir því að nú kunna allir að lesa og skrifa, líka þeir fullorðnu sem ekki kunnu slíka hluti fyrir rúm- um 20 árum. Eða myndum við ekki vera stolt yfir landinu okkar og þeim þjóðarleiðtoga sem færði okkur menntun í stað ólæsis, mannsæmandi húsnæðis í stað hreysis eða alls einskis, atvinnu í stað atvinnuleysis, fæðu í stað sultar. Við myndum ekki hika við að fylgja þeim sem lofaði okkur öllu þessu og stæði við það. Þar þyrfti ekkert auglýsingaskrum að koma til greina. Já, við myndum vera stolt og standa saman og finna þá raunverulegu hamingju og samkennd sem aðeins finnst með því að hjálpa hver öðrum og miðla brauðinu hver með öðrum. Ég fór til Kúbu fyrst og fremst til að sýna stuðning minn við Kúbani og þeirra stjórnarfar og einnig, eins og áður er nefnt, til að fræðast um land og þjóð, því ég vissi alltof lítið um þetta einstaka land. Til að öðlast slíka þekkingu er ætíð besta leiðin að heimsækja viðkomandi land, vinna með fólk- inu, heyra og sjá með eigin augum og eyrum það sem þar er að gerast, skynja líf fólksins og lífsviðhorf. Við norðurlandabú- arnir vorum á Kúbu í einn mánuð. Við fórum í heimsóknir á alla hugsanlega vinnustaði og stofnan- ir og sóttum hina ýmsu fyrirlestra um ólíkustu málefni. Við skoðuð- um landið, nutum einna bestu baðstranda heims, skoðuðum borgir og bæi, allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ymist fórum við í skipulagðar ferðir eða ein sér að eigin vild. Hvergi vorum við óvelkomin, við fengum að skoða og sjá allt sem við vildum og algengt var að okkur var boðið inn þar sem við gengum um strætin til spjalls sem oft varð úr vinátta. (Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá sem halda að ef land lýtur sósíalísku stjórnkerfi, hljóti allt að vera bannað og rússneskir njósnarar uppi í hverju tré og á bak við hvern Ijósastaur). íslend- ingar eru (voru?) frægir fyrir gestrisni, en ég held að við yrðum að víkja fyrir Kúbönum ef til samkeppni kæmi á því sviði. Þeir gefa af heilum hug og sannri gleði með blik í auga sem hlýtur að snerta hvert stálhjarta. A ferð minni um götur Havana og víðar á Kúbu, hef ég hvergi fundið fyrir eins miklu öryggi. Þá á ég við það að við göngu úti á götum milljónaborga býr ávallt mismikill uggur í brjósti manns yfir að verða fyrir árás af ein- hverju tagi, eða bara hræðsla við það óþekkta. Þó furðulegt sé fann ég ekki fyrir þessum beyg neins staðar á Kúbu og ég held að samferðafólk mitt geti sagt sömu sögu. Maður er nefnilega ekki hræddur þegar stöðugt getur að líta brosandi andlit allt í kringum mann og heyrist seiðandi músik úr hverju skoti. Enda eru glæpir í lágmarki á Kúbu. Hér hef ég lýst Kúbu sem dýrðarlandi sem það vissulega er. Þó má ekki gleyma að margt þarf að vinnast þar til lokaáfanga uppbyggingarstarfsins er náð. Samt eru þær aðdáunarverðar þær gífurlegu framkvæmdir sem átt hafa sér stað og hljóta hörð- ustu aðstæðingar Fidel Castro að viðurkenna þá breytingu á lífsvið- urværi fólks þar sem jákvæða. Hún hefur fært þjóðinni áður óþekkta menntun, fæðu, atvinnu og húsnæði. Ég hitti ekki einn einasta Kúbana á heilum mánuði sem ekki var stoltur og ánægður með sitt nýja hlutskipti og ný- fengna frelsi. Þó áttum við sam- neyti við fjölda Kúbana, unga og gamla úr öllum stéttum. Ég trúi því að þeir sem nú hverfa til misréttisins og eymdarinnar lands Perú, eigi eftir að horfa saknaðar- - augum til síns forna föðurlands. Við skulum vona að efnahagur Kúbu blómgist og vænkist um ókomna framtíð og að Kúba verði ekki áróðursmaskínu heimsvalda- sinna að bráð. Að lokum vil ég benda þeim á sem vilja vita meira um Kúbu að lesa haldgóðar bókmenntir þar að lútandi t.d. þá ágætu bók Magnús- ar Kjartanssonar, „Byltingin á Kúbu“ og/eða snúa sér til Kúbu- vinafélagsins á íslandi. Best væri þó fyrir þá, sem kynnu að efast um sannleiksgildi orða minna í þessari grein, að fara sjálfir til Kúbu og finna með eigin sál þann ferskleika, glaðværð og frelsi sem þar ríkir, með hina eilífu, heill- andi kúbönsku músik sem undir- tón. Ganga undir dimmfjólubláum himni, þar sem stjörnurnar sýnast svo nálægar, dansa rúmbu sem þú skynjar með öllum skynfærunum, finna ilm hitabeltisgróðursins, eflast af suðrænum ávöxtum sem við kunnum ekki nöfnin á og teyga „Daiquiri", uppáhaldsdrykk Hemmingways síðan hann dvald- ist á Kúbu við gerð bókarinnar „Gamli maðurinn og hafið“. Sá sem fær að njóta alls þessa m.m. mun koma ríkur að andleg- um verðmætum til baka. Vega slík verðmæti annars ekki þyngst á metaskálunum ? ? ? Viva la revolucion Cubana! Gróa Finnsdóttir. Alþjóðleg eining Líklega hafa alltof fáir veitt því athygli hve merkileg við- leitni greip hugi nokkurra for- ingja í hinum sundraða hópi, sem heitir einn fegursta nafni í mannlegu samfélagi: „Kristileg kirkja", í upphafi þessa nýbyrj- aða árs. Vikan frá 18,—25. jan. var nefnd „Alþjóðleg bænavika" fyrir, eins og það er orðað, „einingu hins dreifða kristin- dóms“. Þarna virðist þó hver mótsögnin æpa gegn annarri, ef um er hugsað. Er ekki Kristinn dómur og kenning Krists æðsta stefna og takmark einingar, samstarfs og friðar í þessum heimi frá upphafi mannkyns- sögu og fram á þennan dag? Samt er sú sorglega stað- reynd, frægari en frá þurfi að segja, að utan kaþólsku kirkj- unnar, sem telur sig hina einu almennu kirkju Krists, eru nú taldar hvorki meira né minna en 294 kirkjudeildir. Hver og ein þeirra þykist eiga eitthvað sér- stakt, sem meira að segja hafa orðið ólík ágreiningsefni, að leitt hafa til ofsókna, pyntinga, hat- urs og styrjalda, sundrað, spillt og eyðilagt þann anda samein- ingar og kærleiks, sem er hinn eini sanni kjarni kristindóms gegnum aldirnar. Þetta má telja hina ægilegustu ógæfu kirkjunn- ar, sem hefur þannig komizt eins fjarri anda meistara síns og fremst má verða. Hans, kærleik- ans boðberans góða, sem flutti þessi bænarorð í skilnaðarræðu sinni: „Hdlaxi faðir. allir eiga þeir að vera eitt eins ok þú, Faðir, ert i mér og ég i þér, eixa þeir einnÍK aó vera i okkur, til þess ad heimurinn skuli trúa. aó þú hafir sent mijf.** Og þessir „þeir“, sem hér er um rætt eru lærisveinar hans á öllum öldum. En forystumenn þeirra, svonefndir kirkjufeður, fræðimenn, biskupar, páfar og prestar hafa hvað eftir annað allt fram á þennan dag, gert umbúðirnar, það er að segja trúarjátningar, helgisiði og kennisetningar, aðalatriði, en gleymt kjarnanum sjálfum: Kærleika, einingu, friði, fyrir- gefningu og rósemi. Gætu um- búðirnar skyggt á eitthvað af þessu eru þær af hinu vonda, hversu sem þær annars glampa og glitra og eiga að víkja og það fyrir löngu. Það verður aldrei hægt að samræma allar mót- sagnir í hinni miklu bók bók- anna, biblíunni, sem rituð er af einstaklingum með hin ólíkustu sjónarmið og hinar fjarstæðustu sjónarmið á mörgum öldum og tímum. Þar á auðvitað marg- breytni og fjölbreytni og veita auðlegð útsýnis til allra átta eins og lífið sjálft og einstaklingar þess. En ofar því öllu ljómar ein sól hvern dag. Og hún er aðal- atriðið, móðir allrar fjölbreytn- við gluggann eftirsr Árelius Nielsson innar uppspretta lífs og ein- ingartákn ljós heimsins. Þannig er föðurhugsjón, kær- leikshugsjón kristins kristin- dóms sól hins auðlega lífs, sem allt hitt verður að lúta og enginn maður getur sett í umbúðir, án þess að skapa skugga, myrkur, frost og dauða. Þess vegna geta öll þessi uppfundnu heiti á fjölbreyttum formum kristilegra aðferða í kenningum og siðum leitt í yztu myrkur sundrungar og haturs, ef þau eru gjörð að aðalatriði, geta. Þess vegna ætti enginn að segja: „Ég er kaþólskur, lúterskur, kalvinskur, baptisti, aðventisti eða jehóvisti" eða hvað þessi sundrungarheiti segja nú öll, heldur aðeins: „Ég er kristinn“. Og þar ætti ekki einu sinni, að þurfa að segja neitt, heldur sýna og sanna með starfa og lífi eins og fyrirlitni samverjinn forðum sinn kristindóm í kærleika, sannleika, frelsi, réttlæti og ró- semi. Þetta hefur síðustu páfum tekizt af sérstakri snilld á ýms- an hátt, þótt aðeins færi út af línunni hjá þeim síðasta, þegar átti að dæma um persónuleg ástamál í Ameríku í sumar. Þeim hluta lífs hafa páfar af- neitað, þótt undarlegt megi telj- ast. Hvernig yrði mannlíf jarðar á nokkrum áratugum, ef ást og kynlífi væri af neitað samkvæmt þeirra fyrirmynd? Þar gat af- skiptasemi um einkamál gengið svo langt í gamla daga, að grimmd og sadismi settust í hásæti, og kirkjunnar þjónar gleymdu öllum kærleika, eins og fordæmingarkenning fræðirit- anna og stóridómur liðinna alda sanna bezt. Meiri svívirðing á vegum þeirra, sem kenna sig við Krists nafn varð naumast fund- in. En við hverju mætti búast, þar sem höggormur kenning- anna um eilífa glötun og eitur- slöngur fræðisetninga um eilífar vítiskvalir höfðu verið aldar og faldar við hjartastað um aldar- aðir og predikaðar daglega inn í hugi og hjörtu fólks. Nú virðist þessi sundrung úr sögunni í stefnumörkun kirkju Krists. Úlfur og lamb leika nú saman. Foringjarnir, sem ekki höfðu hitzt né talazt við í nær 9 aldir brosa nú hver við öðrum eins og börn Guðs eiga að gera. Kaþólski presturinn stígur niður af Landakotshæð og upp í stól Dómkirkjunnar með ljóm- andi fallega predikun, og einn frjálslyndasti og vitrasti prestur lútersku íslenzku þjóðkirkjunn- ar stígur í predikunarstól Krist- kirkju í fyrsta sinn, svo aðeins sé litið í kringum sig í okkar höfuðborg. Ég segi aðeins: Hvílík gleði, hvílík dýrð, og hugsa til þess, sem mér hefur fundizt mest um vert í minni þjónustu- ferð. En það var þegar æskufólk frá sjö kirkjudeildum — ka- þólska kirkjan raunar ekki nteð — og sjö þjóðlöndum grófu fyrir kirkjugrunni og lögðu horn- steina hér í Langholtssókn, grunn Hálogalandskirkju. Það var ógleymanlegt. En nú er sú kaþólska komin líka með í hring- inn. Guði sé lof. En sé þetta nú í anda Krists, sem Alþjóðlega bænavikan bar fram úr sínum sjóðum, og um það er ég sann- færður, þá mega blessaðir páf- arnir á öllum öldum auðmýkja sig, og forystumenn allra sundr- ungakirkjudeildanna iðrast sinnar forystu og fáfræði í sekk og ösku, og viðurkenna sinn aldagamla barnaskap í tárum bæna um fyrirgefningu. En við hin, sem fyrr eða síðar og þar á meðal margir píslar- vottar liðinna alda, einkum hinnar „miklu móður" kaþólsku kirkjunnar segjum eins blítt og bezt getur orðið: „Faðir, fyrirgef þeim, þessir vitru menn vissu samt ekkert, hvað þeir voru að segja og gera“. Guð blessi ávexti bænavikunn- ar 1980 og Samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga á íslandi. Reykjavík 25. jan. 1980, Arelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.