Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Eftirsjá í Jóhannesi Eins og frá var greint í frétt- um á dögunum, skrifaöi Jóhann- es Eðvaldsson undir samning við bandaríska knattspyrnufélagið Tulsa Roughnecks í lok vetrar- ins. Er Jóhannes nú á tímamótum á knattspyrnuferli sinum þar sem hann leitar fanga á gervi- grasinu í Bandaríkjunum. En það var töluverð eftirsjá meðal áhangenda skoska liðsins Celtic i íslenska landsliðsfyrirliðanum, en á þeim 5 keppnistimabilum sem hann var í röðum Celtic, lagði hann sitt af mörkum og vel það, til þess að Celtic mætti innbyrða slatta af alls konar titlum. Jóhannes lék fyrst með Celtic keppnistímabilið 1975—76 og síðast nokkra leiki á því keppnis- tímabili sem nú er að ljúka. Celtic hefur forystuna í skosku deildinni eins og er og ef liðið sigrar í deildinni, hreppir Jóhannes verð- launapening sem skoskur deild- armeistari í þriðja skiptið og er það meiri frami á stuttum tíma en margur getur státað af. Ekki nóg með það, heldur hefur Celtic tvívegis sigrað skosku bikar- keppnina með Jóhannes innan- borðs og hafnaði í öðru sæti í skosku deildarbikarkeppninni. Keppnistímabilið 1975—76 lék Jóhannes 52 leiki með aðalliði Celtic bæði í deild, bikar og Evrópukeppni, skoraði hann 12 mörk. Næsta keppnistímabil lék hann 27 leiki og skoraði 6 mörk. 1977—1978 náði hann sér vel á strik, lék 45 leiki og skoraði í þeim 14 mörk. Næst síðasta keppnis- tímabil hans hjá Celtic, 1978—79, lék hann 51 leik, en skoraði þó aðeins 2 mörk. A því keppnis- tímabili sem er nú senn á enda, hefur minna borið á Búbba. Hann hafði um tíma haft hug á að yfirgefa Celtic og reyna fyrir sér Jóhannes Eðvaldsson annars staðar, Celtic setti á hann hátt verð, verð sem enginn gekk að. Deilur þær sem Jóhannes átti um tíma í við félag sitt kom nokkuð niður á frammistöðu hans hjá félaginu og missti hann um tíma sæti sitt í liðinu. Til hans varð hins vegar að grípa um tíma í vetur, lék Jóhannes nokkra leiki sem miðherji og sýndi þar fram á allmikla fjölhæfni, en fram að því hafði hann einkum leikið sem miðvörður eða tengiliður. Jóhann- es lék þrátt fyrir allt 13 leiki fyrir Celtic á þessu keppnistímabili og skoraði 5 mörk. Allt í allt lék Jóhannes því 188 leiki með aðalliði Celtic, auk þess sem hann kom 31 sinni inn á sem varamaður. Og hann skoraði samtals 39 mörk í leikjum þessum sem telst vera mjög gott hjá manni sem leikur jafn aftarlega á vellinum og Jó- hannes gerir jafnan. í skoska blaðinu The Celtic View var nýlega rituð kveðjugrein um Jóhannes og segir þar m.a. að nú á tímum, þegar leit er að leikmönnum sem hafa til að bera sterkan persónuleika, sé illt að sjá á eftir Jóhannesi og að það sé eins að missa einn Jóhannes og þrjá venjulega leikmenn vegna þess hve fjölhæfur leikmaður hann sé. í grein TCV er farið á handa- hlaupum yfir feril Jóhannesar hjá skoska liðinu og staldrað við fáeina leiki sem hann lék með liðinu. Taldi greinarhöfundur ekki fráleitt að einkum einn leikur stæði upp úr sem minnisstæðasti leikur Jóhannesar með Celtic. Lék hann þá sem aftasti maður varn- arinnar er Celtic sigraði Rangers 4—2 21. maí 1979. Það var hörku- leikur, Celtic var um tíma 1—2 undir og lék lokakafla leiksins með aðeins 10 leikmönnum. En liðið sigraði samt og tryggði sér þar með skoska meistaratitilinn. Jóhannes mátti hins vegar ekkert vera að því að taka þátt í hátíðahöldum með félögum sínum, hann hoppaði beint upp í flugvél til Sviss, þar sem hann átti að leika landsleik fyrir ísland í Evr- ópukeppni landsliða. Jóhannes er nú að öllum líkind- um kominn yfir toppinn á ferli sínum. En þegar hann var upp á sitt besta, er enginn vafi að hann átti fáa sína líka hér á landi. Ferill hans var litríkur, hver man ekki eftir stórkostlegu marki hans í sigurleiknum fræga gegn Aust- ur-Þjóðverjum á Laugardalsvell- inum. Og þegar hann bjargaði á marklínu gegn Frökkum nokkrum dögum áður. En ekki var þetta allt dans á rósum, minnisstætt er einnig glæsilegt sjálfsmark hans gegn Sovétmönnum á Laugardals- vellinum. Ef þetta hljómar eins og minningargrein, þá tilkynnist það hér með, að svo er ekki, Jóhannes er þegar farinn að leika með hinu nýja félagi sínu Tulsa Roughnecks • Heimavöllur Tulsa Roughnecks. • Lið Tulsa Roughnecks siðasta keppnistimabil. og síðast er fréttist hafði hann meira að segja skorað fyrsta mark sitt fyrir félagið. Hann hefur leikið 24 landsleiki og tíminn verður að leiða í ljós hvort hann bætir við þá tölu. Tulsa Roughnecks, nýja félagið, er með þeim þekktari í Bandaríkj- unum. Með liðinu leika nú ýmsir þekktir knattspyrnumenn og má nefna fyrrum Derby-leikmennina Colin Boulton, David Nish og Steve Powell. Einnig gamla kemp- an Alan Woodward, áður með Sheffield Utd, Wayne Hughes, áður með WBA, Sammy Chap- man, áður með Nott. Forest, Terry Darracott, áður með Everton og Steve Earl, áður með Leicester. Og nú Jóhannes Eðvaldsson, áður með Celtic, Holbeek og Val. Tulsa lék fyrst í bandarísku deildinni árið 1978, liðið komst þá í loka- keppnina og lagði að velli mörg af fremstu liðunum. Síðan hefur fé- lagið eflst frekar en hitt, Alan Hinton var ráðinn sem þjálfari og hefur hann staðið sig með prýði. Hinton var áður kunnur leik- maður hjá Derby County. Feyenoord tapaði 27 minútna leiknum! Pétur Pétursson —Spila gegn Wales, verði ég valinn FEYENOORD varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir NAC Breda 3:2 í einum umtalaðsta Ieik vctrarins í hollensku knattspyrn- Bikarkeppni KRA hafin BIKARKEPPNI Knattspyrnu- ráðs Akureyrar hófst á sumar- daginn fyrsta með leik KA og Magna frá Grenivík. Leiknum lyktaði með jafntefli 1:1. Jón Lárusson, sem áður lék með bór Akureyri, náði forystunni fyrir Magna strax á fyrstu mínútunni og um miðjan hálfleikinn fékk Magni vítaspyrnu eftir að Jón hafði verið felldur innan víta- teigs. En vítið fór forgörðum. Magna- leikmaður skaut í stöngina og út og sluppu KA menn því með skrekkinn. I seinni hálfleik jafn- aði Gunnar Blöndal metin fyrir KA með skalla eftir fyrirgjöf. KA menn voru mun meira með bolt- ann það sem eftir var en náðu ekki að skapa sér umtalsverð færi. Mót þetta er fyrst og fremst ætlað sem æfingamót fyrir 1. og 2. deildar félög á Akureyri og ná- grenni. Þátttakendur nú eru KA, Þór, Völsungur og Magni, sem reyndar leikur í 3. deild, en keppir sem gestur á mótinu nú. Allir leikir mótsins fara fram á Sanavellinum á Akureyri nema leikur Magna og Völsungs, sem fer fram á Húsavík. Næsti leikur í mótinu er sunnudaginn 27/4 (á morgun) og leika þá á Sanavelli Þór og Völsungur. Leikurinn hefst kl. 14.00. — sor unni, en síðustu 27 mínútur leiksins voru leiknar í gær, nokkrum mánuðum síðar en fyrstu 63 mínúturnar. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þess að atlaga var gerð að öðrum línuverðinum og hann særður. Staðan var þá 2:2 og hafði Pétur Pétursson skorað bæði mörk Feyenoord. — Þetta er skrítnasti leikur sem ég hef spilað, lögreglumenn og hundar einu áhorfendurnir, sagði Pétur í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. — Engir áhorfendur fengu að vera viðstaddir og biðu þeir í stórum hópum fyrir utan völlinn. Þegar 6 mínútur voru búnar af „leiknum" fékk Breda aukaspyrnu. Hún var tekin umsvifalaust og boltinn fór beint í netið hjá okkur, framhjá markverðinum sem var 24. apríl. þ.e.a.s. sumardaginn fyrsta. fór fram í TBR- húsinu við Gnoðarvog svokallað sumar- dagsmót unglinga. Fjölmargir keppendur, frá fjórum félögum, tóku þátt í mótinu og voru alls spilaðir 47 leikir. Margir þessara leikja voru mjög skemmtilegir og er sýnilegt að breiddin í ungl- ingaflokkunum er sífellt að aukast. Annars urðu úrslit þessi: Hnokkar: Þar sigraði Árni Þ. Hallgrímss. ÍA. Pétur Lentz TBR 11:1,11:4. Tátur: Þar sigraði María Finnbogad. ÍA íris B. Viðarsd. TBR 11:2,11:0. Sveinar: ennþá að leiðbeina varnarveggn- um. Slysalegt mark og okkur tókst ekki að jafna metin, tíminn var búinn áður en maður vissi af. Pétur hefur að undanförnu leik- ið stöðu miðherja og hann er byrjaður að skora aftur. Þrjár umferðir eru eftir í hollensku úrvalsdeildinni og á þriðjudaginn mætir Feyenoord Spörtu í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Pétur sagði að síðustu, að hol- lensku blöðin hefðu að undanförnu birt fréttir þess efnis að spænska félagið Espanol hefði spurst fyrir um Pétur en engar upphæðir hefðu verið nefndar í blöðunum. Einnig voru fréttir um að ítölsk félög væru á höttunum eftir Pétri. — Eg veit ekkert meira um þessi mál en stendur í blöðunum, það hefur ekkert verið rætt við mig. Þar sigraði Þórður Sveinss. TBR Ingólf Helgas. Í.A. 11:6,11:4. Meyjar: Þar sigraði Þórdís Edwald TBR Guðrúnu B. Gunnarsd. TBR 11:0, 11:1. Drengir: Þar sigraði Þorsteinn P. Hængss. TBR Indriða Björnss. TBR 15:2,15:6. Telpur: Þar sigraði Elísabet Þórðard. TBR Ingu Kjartansd. TBR 11:5, 11:6. Piltar: Þar sigraði Þorgeir Jóhannss. TBR Skarphéðin Garðarss. TBR 15:12, 2:15,15:7. — ÉG spila ef ég verð valinn í liðið, sagði Pétur Pétursson er hann var spurður að því hvort hann gæti leikið með islenzka landsliðinu gegn Wales á Laug- ardalsvelli 2. júní, en það vcrður okkar fyrsti leikur i undan- kcppni Heimsmeistarakeppninn- ar. Pétur sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann léki þennan leik en óljóst væri hvort hann gæti leikið vináttulands- leikina gegn Svíum og Norð- mönnum í júlí. Æfingar verða þá nýhaínar hjá Feyenoord en Pétur kvað vissa möguleika á því að félagið gæfi honum leyfi til þess að spila. En það ætti eftir að koma í Ijós. BreRkfin að aukast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.