Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Togbátum bannaðar þorskveiðar fyrstu vikuna í maímánuði Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, sem bannar þorskveiðar togbáta tímabilið 1,—7. maí nk„ að báðum dögum meðtöldum. Bann þetta tekur til togskipa annarra en skuttogara með 900 hestafla vél og stærri, og togskipa 39 metra að lengd og stærri, þ.e.a.s. þeirra togskipa, sem falla ekki undir 27 daga þorskveiði- bannið 1. janúar — 31. apríl 1980. Á tímabilinu 1,—7. maí n.k. mega skip þessi stunda aðrar veiðar en þorskveiðar, enda fari hlutur þorsks ekki yfir 15% af heildarafla hverrar veiðiferðar. Fari þorskafli yfir 15%, verður það sem umfram er gert upptækt samvæmt lögum. Samvinna íslands og Danmerkur Verja á um 300 m.kr. til dönskukennslu ÁKVEÐIÐ hcfur verið að Danir og íslendingar vinni samciginlega að gerð sjónvarps- og útvarpsefn- is. svo og útgáfu prentaðs máls til dönskukennslu á íslandi, cn mál þetta hefur verið í undirhúningi í 2 ár eða allt frá fundi þávcrandi 'utanríkisráðherra landanna. Ein- ars Ágústssonar og K.B. Ander- sens, þar sem tillaga um þetta efni kom fyrst fram. Skipaður var starfshópur emb- ættismanna og sérfræðinga til að Stapafellið með enn stærri farm í FRÉTT Mbl. 23.4. um stærsta skipsfarm til Hafnar var greint frá því að Arnarfell hefði komið með 1.653 tonn af varningi. Eiríkur Júlíusson afgreiðslumaður Olíufé- lagsins og Eymundur Sigurðsson hafsögumaður hafa komið að máli við mig og upplýst að Stapafell, hið nýja olíuskip SÍS, hafi áður komið með enn stærri farm, eða 1.800 lestir og var það hinn 30. október 1979. Einar. kanna samningu dagskrár fyrir dönskukennsluna og hefur nú verið samþykkt í báðum löndunum fjár- veiting til þessarar þáttagerðar. Ætlunin er að gera 10 sjónvarps- þætti, 25 mínútur hver, jafnmarga útvarpsþætti og prentað efni. Er efni þetta einkum miðað við full- orðið fólk sem hefur takmarkað vald á dönskum framburði og að skilja mælt mál, en býr yfir þekkingu til að lesa dönsku. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun nemur kostnaður við hluta Dananna rúm- um 3,5 milljónum danskra króna, um 270 m. ísl. kr., en hlutur íslendinga kostar rúmar 400 þús- und d.kr. eða kringum 31 milljón ísl. kr. Gert er ráð fyrir að upptökur efnisins geti farið fram sumarið 1981 og það verði tilbúið til notkunar veturinn 1981—1982. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að talið sé að dönskukennsla þessi geti haft jákvæð áhrif á menningartengsl landanna, en efn- ið verður geymt á myndsegulbönd- um og hljómböndum til notkunar síðar meir í fullorðinsfræðslu eða innan skólanna þar sem henta þykir. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli: Fylgist daglega með æfíngum Sovétmanna Sovézka flugmoðurskipið Kiev tekur þátt í æfingum Sovétmanna á Atlantshafi er fram fara um þessar mundir. VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli fylgist daglega með heræfingum Sovétmanna er fram hafa farið síðustu daga á hafinu suðaustur af íslandi. í nálcga viku hefur sovézka flug- móðurskipið Kiev ásamt fylgd- arskipum verið við æfingar á Atlantshafi, milli íslands og Noregs. Síðustu 10 árin hafa æfingar sem þessar farið reglulega fram á þessum árstíma, hinar stærstu árin 1970 og 1975. Eru hér á ferðinni birgðaskip og tundur- spillar af Kresta og Krivak gerð. Hafa farið fram ýmis konar heræfingar í lofti og á sjónum. Sovézku skipin fara jafnan um Atlantshafið á leið sinni suður um höfin þar sem aðalbæki- stöðvar flotans eru í Murmansk. Morgunblaðsskeifan afhent á Hvannegri Á SUMARDAGINN fyrsta var Morgunblaðsskeifan svonefnda afhent þeim nemanda í Bændaskólanum á Ilvanneyri, sem mesta hæfni hefur í vetur sýnt við tamningu og umhirðu hesta. Að þessu sinni hlaut Lúther Guðmundsson úr Reykjavík skeifuna, fyrir tamningu á hryssunni Lyftingu frá Svignaskarði. Á meðfylgjandi mynd Ofeigs Gestssonar sést Lúther á baki Lyftingar. Gífurlegt framboð af erlendu sælgæti — Salan ekki í samræmi við framboðið, seg- ir Guðjón Guðjónsson hjá SS í Glæsibæ EFTIR AÐ innflutningur á sælgæti var geíinn frjáls um sl. mánaðamót hefur framboð aukist gífurlega í verzlunum hér á landi. Hins vegar leikur á tveimur tungum samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hvort þetta aukna framboð hefur haft í för með sér aukna sölu og þá á kostnað innlendu framleiðslunnar. flutningur var gefinn frjáls. Guðjón Guðjónsson verzlunar- stjóri Sláturfélags Suðurlands í Glæsibæ sagði hins vegar, að sala innlenda sælgætisins hefði minnk- Sigurjón Þóroddsson verzlunar- maður í Aðalstræti 10 sagði að sala á erlendu sælgæti hefði auk- ist gífurlega á þessum stutta tíma sem liðinn væri frá því að inn- Fríkirkjan í Reykjavík: Stolið messuklæð- um og kertast jaka BROTIZT var inn í Fríkirkj- una í Reykjavík aðfaranótt sumardagsins fyrsta og stolið þaðan 2 höklum, 2 rykkilín- um, hempu og silfurkrossi er var í skrúðhúsi og tveimur gylltum kertastjökum af alt- ari kirkjunnar. Rannsóknar- lögregla ríkisins annast rannsókn, en ekkert hefur enn komið fram er upplýst getur málið. Að sögn sr. Kristjáns Róberts- sonar hefur þjófurinn brotið glugga á suðurhlið kirkjunnar og komizt þar inn. Hefur hann tekið messuklæðin úr skrúðhúsinu, en munina af altarinu og farið síðan út um bakdyr að norðanverðu. Síðla nætur aðfaranótt sumar- dagsins fyrsta sá lögreglumaður opna fyrrgreinda hurð kirkjunnar og hvar annar kertastjakinn lá fyrir utan. Sr. Kristján Róberts- son sagði að annar hökullinn, sem tekinn var, væri hátíðarhökull, sá sami og stolið var fyrir um tveimur árum, en þá var einnig brotizt inn í kirkjuna. Fundust höklarnir nokkrum mánuðum seinna í plastpoka í Hallargarðin- um. Hinn hökullinn er í eigu sr. Kristjáns svo og annað rykkilínið. Kvaðst hann vona að þjófnaður þessi upplýstist hið fyrsta og bað menn gefa sig fram við RLR eða sig ef þeir hefðu orðið varir mannaferða við kirkjuna aðfara- nótt fimmtudags. að mjög lítillega, hins vegar hefði orðið nokkur aukning í sölu á því erlenda, en það væri bara meðan nýjabrumið væri á því. „Ég hef ekki nokkra trú á því að erlenda sælgætið leggi það innlenda að velli, a.m.k. ekki meðan innlenda framleiðslan er þokkalega sam- keppnisfær og það er hún á flestum sviðum í dag. í þessu sambandi væri gaman að segja skemmtilega sögu. Fyrir nokkru var hafinn innflutningur á kókos- bollum frá Danmörku og þær seldust nokkuð vel. Það liðu hins vegar ekki margar vikur þar til einn íslenzki framleiðandinn var farinn að framleiða sams konar bollur á nákvæmlega sama verði og þær hafa það sér til ágætis að vera ferskari en þær erlendu," sagði Guðjón. Guðjón sagði ennfremur að framboðið væri með ólíkindum mikið, svo mikið að margar verzl- anir hefðu ekkert svigrúm til þess að bæta öllum þessum nýju teg- undum við hjá sér. „Það er hreinlega eins og allir ætli að gerast sælgætisheildsalar um þessar mundir," sagði Guðjón ennfremur. Ræðir öryggismál frá sjónarhóli Svía SAMTÖK um vestræna sam- vinnu eína til hádegisverðar- fundar í Átthagasal Hótels Sögu í dag, laugardag og hefst hann klukkan 12. Ræðumaður verður dr. Ake Sparring, forstjóri sænsku utanríkismálastofnunarinnar. Fyrirlestur hans, sem verður fluttur á ensku, nefnist „Ör- yggismál Svíþjóðar og tengsl þeirra við önnur Norðurlönd og Atlantshafssvæðið." Ræðu- maður mun svara spurningum fundargesta. Dr. Áke Sparring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.