Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 2 3
AÐGERÐIR BANDARÍKJAMANNA í ÍRAN AÐGERÐIR BANDARÍKJAMANNA
Carter gerir grein fyrir því aö bilun í björgunarflugvélum hafi bundiö
endi á fyrirhugaöan björgunarleiðangur, og aö átta Bandaríkjamenn
hafi látiö lífið. AP-símamynd.
„Mannúðaraðgerð, sem
ekki var beint
gegn stjórn
Irans eða þjóðinni66
Washington, 25. apríl. AP.
„Eftir þessa tilraun köllum við
íransstjórn enn til ábyrgðar
vegna öryggis gíslanna," sagði
forsetinn, um leið og hann sagði
að Bandaríkjastjórn mundi
halda áfram að reyna að fá
gíslana leysta úr haldi með
friðsamlegum hætti. í máli sínu
ýjaði forsetinn ekki að möguleik-
um á frekari hernaðaraðgerðum,
en sagði að ákvörðun um að
reyna að frelsa gíslana með
þessum hætti hefði sprottið af
„skyldurækni og nauðsyn". Hann
lýsti því yfir skorinort að hann
bæri sjálfur alla ábyrgð á því að
tilraunin hefði verið gerð, á
sama hátt og hann bæri ábyrgð
á því að snúa björgunarleiðangr-
inum frá vegna „“tæknilegra
örðugleika“.
Hefði hann ákveðið að hætt
CARTER forseti sagði í
dag að hin misheppnaða
tilraun Bandaríkjamanna''
til að frelsa gíslana í sendi-
ráðinu í Teheran hefði
verið gerð af mannúðar-
ástæðum. Hefði aðgerðinni
hvorki verið beint gegn
íransstjórn né íranskri
þjóð, en er hann hafi
skipulagt þessa hættuför
hefði hann talið að yfir-
gnæfandi líkur bentu til
að hún tækist giftusam-
lega. Tilgangur sinn hefði
verið að tryggja líf banda-
rískra borgara, og draga
um leið úr þeirri hættu
sem heimsfriðnum væri
stofnað í.
skyldi við tilraunina þegar
björgunarþyrla hefði bilað. For-
setinn lýsti því yfir að ekki hefði
eitt hár verið skert á höfði
nokkurs írana í tilrauninni, en
hins vegar hefðu átta Banda-
ríkjamenn látið lífið. Hann
harmaði að svo skyldi hafa farið
um leið og hann sagði að þeir
sem særzt hefðu í leiðangrinum
væru allir komnir í öruggt hlé og
hefði verið gert að sárum þeirra
eins og bezt væri á kosið. Carter
sagði að allir þeir, sem þátt tóku
í björgunarleiðangrinum, hefðu
verið þrautþjálfaðir sjálfboða-
liðar. Hefði undirbúningur að
slíkum leiðangri hafizt skömmu
eftir gíslatökuna í haust, en
hann hefði ákveðið að fresta því
í lengstu lög að láta til skarar
skríða með þessum hætti.
Gagnrýndur fyrir
að hafa ekki samráð
FORYSTUMENN í bandarískum stjórnmálum, ekki sízt
á þingi, eru daufir í dálkinn vegna hinnar misheppnuðu
tilraunar Carters Bandaríkjaforseta til að frelsa
bandarísku gíslana, og hafa sumir þeirra áfellzt
forsetann harðlega fyrir að ráðast í slíka framkvæmd
án þess að hafa samráð við þingið fyrst. Formenn
utanríkismálanefnda beggja þingdeilda, Frank Church
og Clement Zablocki, sem báðir eru demókratar, telja
þessa framkomu forsetans brjóta í bága við lög um
valdsvið forsetans.
Richard M. Nixon, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna.
Fylgjandi
ákvörðun
Carters
Vestur-Berlín, 25. apríl. AP.
RICHARD Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, lýsti því yfir i gær
að hann styddi í einu og öllu þá
ákvörðun Carters forseta að
beita hervaldi til að frelsa banda-
rísku gislana i Teheran. „í hvaða
aðgerðum sem er verður ekki
komizt hjá áhættu,“ sagði Nixon,
„en það er mitt álit að í þessu
máli hafi aðgerðarleysi haft í för
með sér meiri áhættu en aðgerð-
ir.“
„Bandaríkin hafa verið auð-
mýkt,“ hélt Nixon áfram.
„Gíslarnir hafa þolað prísund og
andlegt og tilfinningalegt ofbeldi,
og því verður að ljúka," sagði
forsetinn fyrrverandi, sem nú er í
Vestur-Berlín.
Hann kvað aðgerðina minna sig
á leiðangur, sem hann hefði sjálf-
ur gefið fyrirmæli um meðan á
Víetnamstyrjöldinni stóð, en þá
átti að frelsa bandaríska
stríðsfanga úr höndum Norður-
Víetnama. Þótt ekki hefði sá
leiðangur borið tilætlaðan árang-
ur þar sem stríðsfangarnir hefðu
verið fluttir rétt fyrir áhlaupið,
hefði komið í ljós að gerlegt væri
að skipuleggja slíka björgun með
þyrlum.
Nixon kvaðst þess fullviss að
Carter héldi áfram tilraunum til
að frelsa gíslana, og vildi hann
ekki útiloka frekari hernaðarað-
gerðir í því sambandi.
Leiðtogar á Bandaríkja-
þingi vissu ekkert um björg-
unarleiðangurinn fyrr en
rétt áður en staðfest var í
Hvíta húsinu að tilraunin
hefði verið gerð. George
McGovern benti á að hefði
tilraunin heppnast og
gíslarnir hefðu náðst, væri
Carter á þessari stundu
þjóðhetja. Patrick Moyni-
han sagði að Carter hefði
einn axlað byrði, sem þingið
hefði getað létt honum, og í
sama streng hafa Henry
Jackson og Jacob Javits
tekið.
Yfirleitt verður það ráðið
af yfirlýsingum framá-
manna í Bandaríkjunum, að
þeir áfellast forsetann ekki
Frank Church, formaöur utan-
ríkismálanefndar Bandaríkjaþings.
fyrir að hafa ákveðið að
beita vopnavaldi til að
bjarga gíslunum, heldur
gagnrýna þeir hann fyrir að
hafa ekki haft þá með í
ráðum.
Væntir enn
stuðnings
bandamanna
WashinKton. 25. april. AF’.
JIMMY Carter forseti Bandaríkj-
anna hefur látið boð út ganga til
helztu bandamanna sinna um að
hann vænti áframhaldandi stuðn-
ings þeirra í gíslamálinu. enda
þótt björgunartilraunin á föstu-
dagsnótt hafi mistekizt.
í orðsendingu forsetans segir, að
hér hafi verið um fullkomlega
réttlætanlegar aðgerðir að ræða, en
alls ekki refsiaðgerðir gegn Irönum
af því tagi, sem vinveittar ríkis-
stjórnir hafi hingað til talið óráð-
legar, að því er haft er eftir
embættismönnum í Washington.
Sömu heimildarmenn segja, að
enn sé þess vænzt að ráðagerðir
bandamanna Bandaríkjanna um
efnahagslegar refsiaðgerðir gegn
íran frá og með 17. maí nk. komi til
framkvæmda, nema eitthvað hafi
þá gerzt, sem bendi eindregið til
þess að gíslunum verði sleppt, en
utanríkisráðherra EBE-ríkjanna
komu sér saman um slíkar refsiað-
gerðir fyrir nokkrum dögum.
Tók á sig alla ábyrgð
Washington, 25. april. AP.
Powell sagði í yfirlýsingu sem
hann las fyrir fréttamönnum að
allir Bandaríkjamennirnir sem
tóku þátt í leiðangrinum hefðu
verið fluttir frá íran, þar á meðal
ótiltekinn fjöldi særðra manna.
Hann sagði að Jimmy Carter
forseti „tæki á sig alla ábyrgð á
ákvörðuninni um að reyna að
bjarga gíslunum".
„Bandaríkjastjórn telur enn
ríkisstjórn írans bera fulla ábyrgð
á öryggi bandarísku gíslanna.
Bandaríkin eru sem fyrr staðráðin
í að fá því framgengt að þeim
verði sleppt heilum á húfi sem
allra fyrst,“ sagði í tilkynning-
unni.
Powell sagði að þessi tilraun
hefði „ekki stjórnazt af óvild í
garð írans eða írönsku þjóðarinn-
ar og að enginn írani hefði fallið
eða særzt". Hann sagði að Carter
hefði fyrirskipað undirbúning
björgunartilraunarinnar „af
ÞAÐ var blaðafulltrúi
Hvíta hússins, Jody Pow-
ell, sem tilkynnti í nótt að
tilraunin til að bjarga
gíslunum úr bandaríska
sendiráðinu í Teheran
hefði farið út um þúfur
vegna árekstra tveggja
bandarískra flugvéla á
, jörðu niðri á eyðimörk í
íran og að átta menn hefðu
beðið bana í árekstrinum.
mannúðarástæðum, til þess að
vernda þjóðarhagsmuni landsins
og til þess að draga úr viðsjám í
heiminum".
Blaðafulltrúinn sagði: „Þjóðin
stendur í mikilli þakkarskuld við
þá hugrökku menn sem unnu að
undirbúningi björgunar gíslanna."
Bandarískir herforingjar voru
kvaddir til miðnæturfundar í
skrifstofu Harold Brown land-
varnaráðherra. Áhrifamiklum
þingleiðtogum og fjölskyldum
gíslanna var einnig skýrt frá hinni
misheppnuðu björgunartilraun.
Carter aflýsti fyrirhugaðri ferð til
bústaðar síns í Camp David og
Rosalynn kona hans fór aftur til
Washington frá Texas þar sem
hún var á kosningaferðalagi.
Charles Percy, öldungadeildar-
maður repúblikana frá Illinois,
sagði að Carter hefði ákveðið að
aflýsa aðgerðunum þegar borizt
höfðu fréttir um að vélarbilun
hefði orðið í einni flugvélinni sem
tók þátt í þeim. En CBS-sjónvarp-
ið sagði að aðgerðirnar hefðu farið
út um þúfur vegna þess að þyrla
hefði festst í leðju og aur.
Percy sagði að tilgangurinn
hefði verið sá að koma upp
bækistöð í eyðimörkinni alllangt
frá Teheran og gera þaðan skjóta
víkingaárás til að bjarga gíslun-
um.
ABC-sjónvarpið sagði að nætur-
árásin hefði verið gerð frá Pakist-
an og að þyrlurnar hefðu flogið
lágt yfir írönsku landamærin svo
að þær sæjust ekki í ratsjám. En
ísraelska útvarpið sagði að árásin
hefði verið gerð frá Egyptalandi.
Starfsmenn utanríkis- og land-
varnaráðuneytisins voru einnig
kallaðir til miðnæturfunda til að
ræða ástandið. Bandarísk flota-
deild skipuð 27 skipum, þar á
meðal tveimur flugvélamóðurskip-
um með 150 flugvélum og 1.800
landgönguliðum, er í hæfilegri
fjarlægð á Indlandshafi.
Áður en tilkynnt var um aðgerð-
irnar höfðu embættismenn bent
bandarískum fjölmiðlum á að þeir
skyldu hugsa sig um tvisvar áður
en þeir sendu fréttamenn til írans.
Þetta gerðu þeir þegar þeir reyndu
að útskýra vanþóknun yfirvalda á
ferðum ættingja gíslanna til
írans.