Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 48
PIERPODT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiðum. Rotterdam: Gasolía hækkar um 20% á tveimur vikum OLÍUVERÐ hefur haldið áfram að hækka á Rotterdammarkaðnum að undanförnu <>g hefur Kasolíu- verðið t.d. hækkað um tæp 20% á 2—3 vikum. Skráð verð á gasolíu var 330,50 dollarar hvert tonn s.l. föstudag en var 276 dollarar á fyrstu dögum mánaðarins. Er hækkunin 19,7%. Skráð verð á bensíni var 372,50 dollarar hvert tonn s.l. föstudag en var 341 dollar á fyrstu dögum aprílmánaðar. Hækkunin er 9,2%. Minni hækkun hefur orðið á svart- olíu, en hún er nú skráð á 159 dollara hvert tonn. Jökultindur SI 200 fórst á miðvikudag: Skipverjarnir þrír taldir af ÞRÍR skipverjar vélbáts- ins Jökultinds, sem fórst sl. miðvikudagskvöld norðvestur af Vestmanna- eyjum, eru nú taldir af. Hefur fundizt lík eins þeirra, skipstjórans, en leit verður haldið áfram í dag úr lofti og fjörur gengnar. Eigandi og skipstjóri Jökultinds var Guðmundur Einar Guðjónsson kafari og sjókortagerðarmaður. Hann var 49 ára að aldri og lætur eftir sig konu og 3 börn. Með honum á bátnum var sonur hans Magnús Rafn, tvítugur að aldri, báðir til heimilis að Bogahlíð 18 í Reykjavík. Þriðji skipverjinn er Kári Valur Pálmason, tvítugur gullsmíðanemi, til heimilis að Brekkugerði 12 í Reykjavík. Skömmu eftir hádegið í gær fann flugvél Landhelgisgæzlunnar Guðmundur Einar Guðjónsson lík skipstjórans rekið á Steina- fjöru undan bænum Berjanesi í Austur-Eyjafjallahreppi. Sjá nánar á bls. 3. Kári Valur Pálmason / Frá sáttafundinum á sumardaginn fyrsta. Sjómenn til vinstri á myndinni, en útvegsmcnn til hægri. Við borðsendann situr Guðmundur Vignir Jósepsson. - Ljósm.: ÚHar. F.vrsti ísfirzki togar- inn á sjó í gærkveldi Þorskveiðibann hans rann út á miðnætti, hinna rennur út sólarhring siðar SAMKOMULAG Alþýðusambands Vestfjarða og Útvegsmannafélags Vestfjarða, sem tókst á sumardaginn fyrsta eftir 32ja tíma samningalotu, gildir til 1. maí 1981. Var samkomulagið samþykkt i Sjómannafélagi ísfirðinga í gærdag með 38 atkvæðum gegn 11. en tveir seðlar voru auðir. Aður höfðu útvegsmenn fullgilt samninginn. Fyrsti isfirzki skuttogarinn, sem siglir, fór á sjó í gærkveldi, en á miðnætti í nótt rann út þorskveiðibann togarans. Hinir ísfirzku togararnir munu sigla síðdegis í dag. en á miðnætti næstkomandi rennur þorskveiðibann þeirra út. Verkfallið á skuttogurunum hefur staðið frá 20. marz, en á línubátum frá 30. marz. Magnús Rafn Guðmundsson Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, kvað samkomulagið tvíþætt. í fyrsta lagi væri um að ræða atriði, sem sneru að opinberum aðilum og afgreidd væru með yfirlýsingum og loforðum sjávarútvegsráð- herra. Þar á meðal er skiptapró- sentan og framlag í olíusjóð af óskiptu 2,5% og sjómenn fengu gefið í skyn að ráðherra væri velviljaður og þessi prósenta fari í skipti við næstu fiskverðsákvörð- un. Þá eru skrifleg loforð ráðherra um að flýta fyrir þessum tveimur félagsmálapakkafrumvörpum, sem eru frá árinu 1978, „loforð tveggja fyrrverandi vinstri stjórna og ætlar þriðja vinstri stjórnin nú að efna þau“, eins og Pétur komst að orði. Þá kvað hann vera sameiginlega yfirlýsingu um tilmæli til aflatryggingasjóðs um auknar greiðslur vegna fæðis- kostnaðar. Fylgir því líka loforð ráðherra, að ýta því máli fram fyrir 1. júní. I samkomulaginu er sameigin- leg yfirlýsing aðila um að afgreiða frívaktarvinnuna, sem ekki var beint fjárhagslegs eðlis sem krafa, og verður hún skoðuð sameigin- lega í eitt ár niður í kjölinn. Kvað Pétur um vera að ræða viðamikla könnun, sem gerð yrði. I öðru lagi eru kjaraatriði um breytingar á samningnum og er það ekki mikið að vöxtum að sögn Péturs Sigurðssonar. Hafnarfrí á togurunum breytast töluvert, sjó- menn fá 6 klukkustunda lengingu á hverju fríi 4 til 5 fyrstu mánuði ársins og síðan kemur einnig lenging á fríi um 6 klukkustundir um áramót. Hafði verið uppi deila um það, hvort þar væri um að ræða 3ja daga frí eða 6 daga frí og er hún nú útkljáð. Verða frídag- arnir nú 5. Þá er samið um að 12 menn verði á línubátum og 6 menn í landi. Gefur það línumönnum meiri tekjumöguleika, en veldur meiri vinnu, sérstaklega hjá ein- um mannanna. Sá fær sá ‘A hlut meira.'Þetta fyrirkomulag má þó ekki nota í desember og janúar- mánuðum. Þá var samið um 5% hækkun á ákvæðisbeitingu. Nú verða og útgerðarmenn að til- kynna með 30 klukkustunda fyrir- vara, ef bræla fer upp í hafnarfrí. Þá voru smærri tilfæringar í samningunum. 45% hækkun á flugvélabensíni HAFIN er sala á flugvéla- bensíni á ný, en sem kunn- ugt er hefur verið skortur á því undanfarnar vikur. Umtalsverð hækkun hefur orðið á flugvélabensíninu frá síðasta farmi. Kostar lítrinn nú 271 krónu en kostaði áður 186 krónur. Er hækkunin 45,7%. Að sögn Ólafs Johnson viðskiptafræðings hjá Skeljungi hf. er hækkunin aðallega til komin vega erlendra verðhækkana og gengissigs, en síðasti farm- ur var keyptur í ágúst í fyrra. Hins vegar verður hlutur olíufélagsins óbreyttur í krónutölu. Nýju birgðirnar munu endast í 5—6 mánuði. 54 milljónir í söluskatt vegna borhola í Kröflu ÁÆTLAÐ er að hefja boranir fyrir Kröfluvirkjun 15. næsta mánaðar og er ákveðið að bora 2 holur á svæðinu, en til um- ræðu hefur verið að þrjár holur verði boraðar þar í úr. Nú er verið að ráða áhöfn á borinn Jötun, sem geymdur hefur verið í Mývatnssveit siðan í júlí í fyrra. Siðan þá hafa ekki verið verkefni fyrir þennan stóra bor. Samkvæmt upplýsingum Þorgils Jónassonar, sem er sett- ur forstöðumaður Jarðborana ríkisins í fjarveru ísleifs Jóns- sonar, er reiknað með að það taki 45 daga að bora hvora holu. Jötunn kostar 3—4 milljónir króna á sólarhring frá Jarðbor- unum, en inni í þeirri upphæð eru um 600 þúsund krónur í söluskatt á hvern dag. Samtals fara því um 27 milljónir króna af kostnaði við hverja holu í sölu- skatt til ríkisins. Kostnaður við boranirnar er þó meiri heldur en 3—4 milljónir á dag, því að verkkaupi, sem er Rarik og Kröfluvirkjun, sér sjálfur um mikinn kostnað við framkvæmd- irnar. Á næstunni verður borinn Narfi fluttur frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði í Mývatnssveit, þar sem hann á að hreinsa tvær holur á Kröflusvæðinu og eina holu í Bjarnarflagi. Borinn Dofri hefur lokið borun í Blesugróf fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og fer næst í verkefni í Svartsengi fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Bor- inn Glaumur vinnur nú við borun í Urriðavatni fyrir Hita- veitu Egilsstaða og Fellahrepps. Að sögn Þorgils Jónassonar er um meiri verkefni að ræða nú hjá Jarðborununum ríkisins heldur en tvö síðastliðin ár og auk framangreindra verkefna nefndi hann boranir í tengslum við hugsanlegar virkjunar- framkvæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.